Vísir - 14.03.1972, Side 8
BYRJUÐU FYRIR 3 ARUM
- ERU NÚ í ÚRSLITUM!
r
Grótta ó heimaleikinn fyrst í úrslitum 2. deildar gegn Armanni
Það eru ekki nema þrjú
ár síðan Gróttuliðið sást
fyrst i 2. deildinni í hand-
knattleik. Strax i byrjun
voru Seltirningarnir hress-
ir og kátir leikmenn, og
vildu ógjarnan verða af
stigunum. Fyrsta árið urðu
þeir 3. í deildinni og sama
sæti skipuðu þeir i fyrra.
t ár eru Gróttumenn i úrslitun-
um i 2. deild gegn Armanni, unnu
sinn riðil glæsilega. Fyrri leikinn
eiga þeir heima. Leikurinn fer
fram i iþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi á fimmtudagskvöldið kl.
20.30. Heimaleikur Ármanns er
svo i iþróttahöllinni i Laugardal
22. marz.
„Öneitanlega geri ég mér góöar
vonir með mitt lið”, sagði Stefán
Agústsson, fomaður Gróttu i gær.
„Möguleikar okkar eru miklir,
þvi liöið er i stórframför hjá okk-
ur, — Armanni hefur hinsvegar
hrakað verulega að mér finnst”.
— Og hvað svo um 1. deildina?
„Ég reikna með að þaö mundi
ganga erfiðlega þar. Dæmið
mundi gjörbreytast hjá okkur frá
þvi sem verið hefur i vetur.
Areiðanlega mundum við verða
þar i fallhættu. Hinsvegar höldum
við áfram að byggja upp yngri
flokkana okkar, ágætir leikmenn
eru i 2. og 3. flokki, og næstu árin
veröa þeir teknir inn i liðiö. Það
má þvi segja aö við séum mjög
bjartsýnir á framtiöina”, sagöi
Stefán.
— JBP -
Tvö heimsmet í lyftingum
A móti i Ulm i Vestur-Þýzka- aði 120 kg. i fluguvigt — 2.5 kg.
landi nýlega voru sett tvö ný meira en gamia metið.
heimsmet i iyftingum. Adam i fjaðurvigt pressaði Ungverj-
Gnatov frá Sovétrikjunum setti inn Imri Foeldi 137.5 kg. — og
nýtt heimsmet, þegar hann press- bætti eldra heimsmet um hálft
Vlsir. Þriðjudagur 14. marz 1972.
Visir. Þriðjudagur 14. marz 1972.
sjötta sinn til
keppni í Polarcup
— og leikmennirnir verða með auglýsingar á búningum
„Þaðer ekkert því til fyr-
irstöðu, að íslenzka lands-
liðið i Polarcup í körfu-
knattleik verði með auglýs-
ingar á búningum leik-
manna", sagði einn af
forustumönnum keppninn-
ar, þegar KKI leitaði álits
Svía um þettaatriði.Og það
verða því körfuknattleiks-
menn okkar, sem riða á
vaðið með auglýsingar i
landsleikjum og standa nú
yfir samningar hverjir
auglýsa.
Sjötta Polarcupkeppnin, sem er
Noröurlandamót, verður háö i
Stokkhólmi um næstu mánaða-
mót og taka allar Noröurlanda-
þjóöirnar þátt I keppninni aö
venju. Slik keppni var háð fyrst
I Stokkhólmi 1962 og nú er búið að
fara hringinn - halda hana i öllum
Noröurlöndunum og þvi er komið
aö Stokkhólmi aftur.
island hefur verið með i þessari
keppni frá byrjun og alltaf orðiö i
sama sætinu - þvi þriðja - og rööin
hefur reyndar alltaf verið hin
sama frá upphafi, Finnar i efsta
sæti, þá Sviar, siðan Islendingar,
Danir og Norðmenn hafa rekiö
lestina frá þvi þeir hófu þátttöku i
keppninni.
Tólf leikmenn halda til Stokk-
hólms 29. marz og eru þeir þessir.
Frá Armanni Björn Christensen
og Jón Sigurösson. Frá 1R Agnar
Friðriksson, Birgir Jakobsson og
Kristinn Jörundsson. Frá KR
Einar Bollason, Bjarni Jóhannes-
son, Kolbeinn Pálsson og Kristinn
Stefánsson. Frá UMFS Gunnar
Gunnarsson og frá Val Þórir
Magnússon og Kári Marisson.
Fararstjóri verður Hólmsteinn
Sigurösson, þjálfari Guðmundur
Þorsteinsson, og frá landsliðs-
nefnd fara Ólafur Thorlacius og
Björn Jóhannsson. Einn islenzkur
dómari dæmir i keppninni,
Erlendur Eysteinsson.
Fyrsti leikur islands verður við
Norðmenn 31. marz. Daginn eftir
1. april verður róðurinn mjög
þungur, en þá mætir islenzka liðiö
fyrst þvi sænska og svo þvi finn-
ska siöar um daginn. Siðasti leik-
ur íslands verður við Dani 2.
april. Stefnt er aö þvi, að islenzku
landsliðsmennirnir veröi i
æfingabúðum 25. og 26. marz.
- hsim.
Nú fann Derby engan
lykil að vopnabúrinu
— og Arsenal vann 1-0 i bikarkeppninni þó Derby œtti 75% af leiknum
Meistarar Arsenal eru
komnir i sjöttu umferð
ensku bikarkeppninnar,
sem veröur háð á
laugardag. i gærkvöldi
sigraði Arsenal Derby
County með eina mark-
inu, sem skorað var í
leiknum. Frábær vam-
arleikur Arsenal tryggði
þann sigur, þótt svo
Derby-leikmennirnir
næðu yfirtökum í leikn-
um og væru í sókn um
75% af leiktímanum. En
þeim tókst aldrei að
rjúfa skörð í varnarvegg
Arsenal — fundu aldrei
lykil til að opna vopna-
búrið og því standa leik-
menn Arsenal uppi sem
sigurvegarar í leiknum
og mæta nágrönnum sín-
um i Lundúnum — 2.
deildarliðinu Orient — i
sjöttu umferð, en Orient
hefur unnið það afrek i
keppninni að sigra bæði
Leicester og Chelsea.
Þetta var i þriðja sinn, sem
Arsenal og Derby mættust i 5.
umferðinni og nú var leikið á Fil-
bert Street, leikvelli Leicester.
Hver einasti aðgöngumiði seldist
— áhorfendur voru yfir fjörutiu
þúsund.
Derby byrjaði með miklum
krafti — eins og leikmenn liðsins
ætluðu að greiða mótherjum sin-
um rothögg þegar i fyrstu lotu.
En þetta fór á aðra leið —■ og hvi-
lik gjöf var leikmönnum Arsenal
allt i einu færð.
John McGovern, hinni ungi,
skozki framvörður Derby var
með knöttinn á fjórðu min. og
gat gert við hann allt sem hann
vildi — enginn truflaði hann. En
allt í einu og algerlega að óþörfu
gaf hann knöttinn aftur — ætlaði
markmanni sinum Boulton
hann, en þetta fór á aðra leið.
Sendingin var algjörlega mis-
heppnuð. Ray Kennedy fékk
knöttinn rétt fyrir framan vita-
teig — lék áfram og spyrnti efst
i markhornið. 1-0.
Þetta mark mótaöi leikinn.
Arsenal hugsaði mest um aö
tryggja það, sem liðinu hafði
hlotnazt — halda þessu eina
marki. Varnarleikurinn var
geysisterkur meö fyrirliðann
Frank McLintock i broddi fylk-
ingar, og vissulega þekkti þessi
fyrrum Leicester-leikmaður allar
aðstæðurá Filbert Street. Völlur-
inn var lika frábær '— þakinn
plasti, þegar ekki er leikið.
Arsenal var með niu manna
varnarvegg — aðeins þeir Charlie
George og Ray Kennedy voru
broddar i sókninni og vissulega
geta þeir verið stórhættulegir i
snöggum upphlaupum — en
George féll nú algjörlega i rang-
stöðunet Derby.
Og leikurinn sniglaðist áfram.
Derby sótti, Arsenal varöist og
svo frábær var varnarl. Lun-
dúnaliðsins að mark þess komst
varla i hættu. Þó tókst irska bak-
verðinum Pat Rice eitt sinn að
hreinsa af marklinu Arsenal um
miðjan siðari hálfleikinn. En það
var það lengsta, sem Derby
komst. Undir lokin fór varamað-
ur Derby — Terry Hennessey inn
á i stað McGovern og McFarland
var drifinn i sóknina — en ekki
tókst að bjarga leiknum. Arsenal
notaði ekki varamann sinn, John
Radford, en þess má geta að hann
lék gegn Newcastle sl. iaugardag,
en Frank McLintock var þá ekki
með.
Eins og áöur segir mætir Ar-
senal nágrönnum sinum i Austur-
Lundúnum i sjöttu umferð og
verður leikið á leikvelli Orient —
Leyton Stadion. Leikurinn verður
á laugardag. Aðrir leikir i um-
ferðinni eru milli Leeds-
Tottenham á Elland Road i
Leeds, Manch. Utd.-Stoke á Old
Trafford i Manchester, og Bir-
mingham-Huddersfield á
St.Andrews-leikvanginum i
Birmingham.
Gamall kunningi islenzka
knattspyrnumanna, Noel Cant-
well, sem lengi var fyrirliði irska
landsliðsins, var rekinn i gær frá
Coventry, en hann hefur verið
framkvæmdastjóri þar i nokkur
ár. Hann var leikmaður með West
Ham i fyrstu, en var siðan fyrir-
liði Manch.Utd. um árabil og
meðal annars, þegar Manch.Utd
sigraði I bikarkeppninni 1963.
Nokkru áður hafði hann leikið hér
á Laugardalsvellinum og eru
mörgum minnistæð átök hans og
Harðar Felixsonar — en bakvörð-
urinn Cantwell var miðherji irska
landsliðsins.
Þessi uppsögn hjá Coventry
vakti mikinn úlfaþyt i gær. Ian
St.John, sem var aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Coventry og leik-
maður (áöur Liverpool) sagði
upp stöðu sinni á stundinni og
einnig yfirþjálfarinn, Tony
Waiters, fyrrum markvöröur
Blackpool og enska landsliðsins.
En þannig er starf þeirra, sem
stjórna ensku atvinnuliðunum —
stöðug óvissa um framtiöina, og
framkvæmdastjórastaða Coven-
try er nú talið eitt „heitasta sæt-
iö” á Englandi og er þá mikið
sagt. — hsim.
Knattspyrnumaður úr Fram setti
fjögur íslandsmet í lyftingum!
Ákveöinn á svip stekkur Ungverjinn Major aö ránni i hástökkinu.
Major var maður
Evrópumótsins
Við sögðum frá helzta ár-
angri á Evrópumeistaramótinu
i Grenoble í frjálsum íþróttum
(innanhúss) í blaðinu i gær —
en þar komst Þorsteinn Þor-
steinsson i úrslit 800 m. hlaups-
ins og varð sjöundi.
Keppni i hástökki og stangarstökki
var hápunktur keppninnar. Ungverj-
inn Major vann óvænt hástökkið,
þegar hann stökk yfir 2.24 m. og náði
þar með einum bezta árangri i grein-
inni. Hann sigraði Evrópumeistarann
frá Helsinki, Kestutis Sjapka og Major
var heiöraður sem bezti maður móts-
ins. Wolfgang Nordwig, sá margfaldi
meistari, fékk óvænta keppni frá Svi-
anum Hans Lagerquist. Að visu
sigraði Nordwig og báðir stukku yfir
5.40 m, en Hans hafði áður stokkiö
hæst 5.28 m.
Heimsmet var sett i þristökki innan-
húss og var Ólympiumeistarinn Viktor
Sanajev þar að verki. Einnig var sett
heimsmet i hástökki hvenna — og þess
má geta, að austur-þýzki kúluvarp-
arinn Hartmut Briesenick náði sigur-
kasti sinu i siöustu umferð.
Helztu úrslit i keppninni urðu þessi:
Þristökk
1. Sanejev, Sovét, 16.97
2. Corbu, Rúmenia, 16.89
3. Tsjevtsjenko, Sovét, 16.73
4. Bessonnov, Sovét, 16.58
5. Spasojevic, Júgó. 16.29
Langstökk
1. M.Klauss, A-Þýzk. 8.02
2. Baumgarter, V-Þ. 7.99
3. Broz, Júgósl. 7.88
4. M.Rak, Júgósl. 7.86
5. Lepik, Sovét, 7.82
50 m. hlaup
1. Borzov, Sovét, 5.75
2. Korneljuk, Sovét, 5.80
3. Georgoulos, Grikk. 5.80
4. Wucherer, V-Þ. 5.84
5. R.Vilen, Finnl. 5.93
Hástökk
1. I.Major, Ung. 2.24
2. Sjapka, Sovét, 2.22
3. Tarmak, Sovét, 2.22
4. Dahlgren, Sviþ. 2.17
5. Maly, Tékk. 2.17
400 m. hlaup
1. Hucklens, V-Þ. 47.24
2. Reicht, A-Þ. 47.42
3. Muller, A-Þ. 47.42
4. Gabernet, Spáni, 47.66
Kúluvarp
1. Briesenick, A-Þ. 20.67
2. Komar, Pólland, 20.32
3. Brabec, Tékk. 19.94
4. Cothernburg, A-Þ. 19.90
5. Brouzet, Frakkl. 19.80
3000 m. Iilaup
1. Grustimsj, Sovét, 8:02.85
2. Aleksatsjim, Sovét, 8:03.20
3. Brugger, V-Þýzk. 8:05.07
4. Ornelis, Belgiu, 8:11.43
5. Per Halle, Nor. 8:15.49
50 m. grindahluap.
1. Gay Drut, Frakkl. 6.51
2. Schumann, V-Þýzk. 6.58
3. Moshiashvilij, Sov. 6.59
4. Jozwik, Póll. 6.63
5. M.Noe, Frakkl. 6.67
Stangarstökk.
1. Nordwig, A-Þýzk. 5.40
2. Lagerquist, Sviþ. 5.40
3. Kalliomaki, Finnl. 5.30
4. Isakov, Sovét, Konur. 5.20
Kúluvarp.
1. Tsjishova, Sovét, 19.41
2. Ivanova, Sovét, 18.54
3. Adam, A-Þýzk. 18.30
400 m. hlaup.
1. Fyese, V-Þýzk. 53.36
2. Bodding, V-Þýzk. 54.60
3. Weimstein, V-Þýzk. 54.73
800 m. hlaup.
1. Hoffmeister, A-Þýzk. 2:04.83
2. Silai, Rúmeniu, 2:05.17
3. Zlateva, Búlgariu, 2:05.50
Langstökk.
1. Roesen, V-Þýzk. 6.58
2. Antenen, Sviss, 6.42
3. Nygrynova, Tékk. 6.39
50 m. hlaup.
1. Stecher, A-Þýzk. 6.25
2. Richter, V-Þýzk. 6.28
3. Telliez, Frakkl. 6.31
Hástökk.
1. Schmidt, A-Þýzk. 1.90
2. Gildemeister, A-Þ. 1.84
3. Blagoeva, Búl. 1.84
5. Ejstrup, Danm. 1.80
—Ég hef mjög gaman af
lyftingum og æft vel í vetur
og þess vegna er árangur
minn nú miklu betri en
áður, sagði Rúnar Gislason,
nitján ára piltur, sem
stundar nám i Mennta-
skólanum við Tjörnina eftir
að hann hafði sett f jögur ný
íslandsmet í lyftingum á
meistaramótinu, sem hófst
í Laugardalshöllinni i gær-
kvöldi. Rúnar keppir í létt-
vigt — keppendur innan við
67.5 kiló — og bættí metið
samanlagt um átján kíló —
lyfti samtals 300 kílóum.
En það er ekki aðeins i lyft-
ingum, sem þessi ungi iþrótta-
maður hefur vakið á sér athygli i
iþróttum. Hann lék marga leiki i
meistaraflokki Fram i knatt-
spyrnunni i fyrra og var i liðinu,
sem sigraði i meistarakeppni
Knattspyrnusambands islands og
hlaut Reykjavikurmeistaratitil-
inn — og auk þess var Rúnar
liðtækur sundmaður i eina tið. —
Ég hef æft knattspyrnu litið i
vetur — lyftingarnar og námið
hafa tekið mest allan tima minn,
og ég veit ekki hvort mér tekst aö
komast i Fram-liðiö i sumar,
sagði Rúnar ennfremur.
t lyftingunum keppir hann fyrir
Armann og á mótinu, sem hófst i
gær, beindist athyglin langmest
aö honum. — Þetta er með þvi
allrabezta, sem næst á Norður-
löndum, sagði einn af starfs-
mönnum mótsins, þegar Rúnar
hafði lyft samtals 300 kilóum i
léttvigtinni.
Fyrst bætti hann metiö i pressu
um 7.5kg. lyfti 100 kg. Þá kom aö
snörun og þar lyfti Rúnar 87.5 kg.
Rúnar Gislason meö 112.5 kg. I takinu og rétt á eftir reisti hann sig snarlega upp.
— aftur islandsmet. Og i jafn-
hendingu lyfti Rúnar 112.5 kg. og
bætti islandsmetið þar um 2.5 kg.
eins og i snörun, Og samtals gerir
þetta 300 kg.
Úrslit i öörum vigtum i gær
urðu þau, að Kristinn Asgeirsson,
Selfossi, sigraði I flugvigt, iyfti
samtals 142.5 kg. Kári Eliason,
Armanni, sigraði i drengjavigt,,
lyfti samtals 197.5 kg. og munaði
sáralitlu, að hann setti islands-
met, einkum i jafnhendingu.
Meistaramótið I lyftingum
heldur áfram i Laugardalshöll-
inni i kvöld og hefst kl. átta. Þá
verður keppt i þyngri flokkunum
og þeir Óskar Sigurpálsson og
Guðmundur Sigurðsson munu
reyna við lámarksafrek Ólym-
piunefndar islands fyrir Mun-
chen—leikana ef aö likum lætur
— og vafasamt að islandsmetin
standist þau átök. —hsim.
Hrifnir? :
■
Þeir eru ekki alltaf hrifnir af J
brögðunum i dag i glimunni, ■
gömlu fegurðarglímukapp ■
arnir. Hér fylgjast fjórir ■
glimukappar meö Skjaldar- JJ
glímu Ármanns siöastliöinn ■
sunnudag, en þeir settu mörk 3
sin á glimuna hér á árum áö- ■
ur en á misjöfnum tima þá. 3
Frá vinstriSkúli Þorleifsson, ■
Þorsteinn Kristjánsson, 3
Jörgen Þorbergsson og ■
Hilmar Bjarnason. 3
Ljósmynd BB. ■
Vikingur vann
Val 1:0
Víkingur sigraði Val
1-0 á Vetrarmóti KRR’
á Melavellinum i gær-
kvöldi. Jóhannes
Bárðarson skoraði
markið. Þá- gerðu
Þróttur og Ármann
jafntefli 1—1.
Staðan í mótinu er nú
þannig, að Víkingurer í
efsta sæti með 5 stig.
Þróttur hefur 3 — hvort
tveggja eftir 3 leiki.
Fram hefur 2 stig eftir
2 leiki, og KR einnig.
Valur hefur 2 stig eftir
3 leiki og Ármann
einnig.
I