Vísir - 21.03.1972, Page 2

Vísir - 21.03.1972, Page 2
2 Visir. Þriðjudagur 21. marz 1972. tfsmsm: Ætlið þér að gefa eitt- hvað i tilefni fórnar- vikunnar? Jón Sveinsson, skrifstofumaður. Ætla ég? Já, ég er meira að segja búinn að þvi. Við gáfum, ég og hún dóttir min i sameiningu, og vorum snögg að þvi. bað er alveg sjálfsagt að gefa eitthvað. Maris Guðmundsson, múrari. Já, ég ætla bara að drifa i þvi sem fyrst. Svo er é nú dálitið starfandi við þetta, svo það passar varla annað er að gefa. Axei Kuðjónsson, nemi. Ja, ég veit nú bara varla hvað þið eruð að tala um, ég hef ekkert heyrt um þetta, en ef ég skil ykkur rétt, þá hlýtur þetta að vera góður málstaður, og ég er alveg til i að gefa. Sé örugglega ekki eftir þvi. Daniel Pálsson, nemi. Ég er nú hræddur um það. Ég er meira að segja alveg til i það að lifa á vatni og brauði i einn dag og gefa þá peninga, sem ég er vanur að eyða, i fórnarvikuna. Sigurður Björnsson, húsasmiða- meistari. Já, mér finnst það alveg sjálfsagt að láta eitthvað af mörkum. Við vorum með kabarett um daginn, og þar var Ómar Ragnarsson með skemmtiþátt og tók þetta meðal annars fyrir. Þetta tiðkast svo mikið i Ameriku, og þvi ekki að gera það sama hér? Guðrún Helgadóttir, húsmóðir Já, ég ætla alveg hiklaust að gefa eitthvað, þó maður hafi kannski ekki af svo miklu að taka, en þetta, er alveg sjálfsagður hlutur. Svartsýni bönnuð! - og nú bíðum við eftir páskahrotu - verst hve framkoma veðurguða hefur verið svívirðileg við Sunnlendinga Hásumarveður er nú á Austfjörðum. í gær var á Seyðisfirði 12 stiga hiti, sunnanátt og glampandi sól. Vertíðin virðist heldur vera að taka við sér þar eystra, bátar koma nú inn með kringum 30 tonn eftir svo sem 10 daga útivist. Margir hafa að undan- förnu veitt við Langanes, en einnig suður með fjörð- um. látum áreiðanlega heyra i okkur, ef barnaleikvellir verða gerðir að blikkbeljuvöllum.” ,,..er í spili annar til.." A laugardaginn birtist staka eftir mann, sem nefndi sig Rufa- ló, i lesendaþætti Vísis. Maður, sem ort hefur undir þessu nafni i fjölda ára, sendir i þvi tilefni eft- irfarandi: „1 dagblaðinu Visi 18. marz sl. er visa, sem ég kannast ekki við, sögð vera eftir Rufaló. Ég gjarnan vil þvi gera skil, að gróft mér finnst það, hérumbil. Það er i spili annar til. Einn, ég nafnið hafa vil. Rufaló.” Nafnlausu bréfin Enn einu sinni eru þeir, sem skrifa lesendadálkinum beðnir að láta rétt nafn fylgja. Mörg ágæt bréf hafa beðið birtingar, þar sem bréfritarar láta ekki sin réttu nöfn fylgja. En að sjálfsögðu verða bréf þeirra, sem vilja, birt undir dulnefni, ef rétt nafn fylgir með til blaðs- ins. ,,Það virðist heilmikið vera að lifna yfir þessu”, sögðu menn á Seyðisfirði i gærdag — verst að það eru að verða algjör vandræði með fólk — það er unnið hér i hraðfrystihúsinu til ellefu á hverju kvöldi. Ekki hefur verið hægt að taka upp vaktafyrir komulag vegna fólkseklunnar”. Og fiskur virðist vera i sjó. Þeir fá hann frá Langanestá og suður i Bugtir, og yfirleitt mun um að ræða tveggja lagna fisk, þ.e. menn eru með tvær netatrossur og hirða úr annarri, sigla með það til hafnar meðan veiðist i hina. LJESENDUR HAFA ORÐIÐ Puttaferðalög Breiðholtsbarna ökumaður skrifar: ,,Svo er að sjá að umferðar- menning okkar Reykvíkinga sé á þvi stigi, að einungis alvarlegir árekstrar eða slys, helzt dauða- slys, geti sýnt okkur fram á hættulega staði i umferðinni. Eitt nýjasta dæmið er dauða- slys á Breiðholtsvegi, nánar til- tekið i Blesugróf. Skýringin er óðar fundin af greindum lögreglumönnum. Bilarnir aka : Akið hægt, , engin slys. En þessum skarpa lögreglumanni sést yfir eitt. Og það er sú plága, sem herjar ökumenn á þessum vegi. Svo virðist sem börn á skólaaldri hafi það að sið að reyna að „húkka” bila á leið uppeftir, og á þetta sérstaklega við um hádegið. Þá er maður ekki fyrr kominn i Blesugrófina en meðfram götunni standa veifandi krakkar, og eru sumir jafnvel úti á götunni. Má maður þá oft og tiðum beita allri leikni sinni til að forðast að aka yfir börnin. Tvivegis hef ég naumlega komizt hjá árekstri vegna þess að börn hafa bókstaf- lega hlaupið i veg fyrir bilinn. Ekki er mér vel kunnugt um strætisvagnaferðir á þessum slóðum, en bágt á ég með að trúa þvi, að börnin i Breiðholti séu neydd til að ferðast á puttanum. Finnst mér, að lögreglan ætti fremur að sýna börnum þessa hverfis fram á, hve hættulegur leikur þessi puttaferðalög eru, en að leita ætið að sökinni hjá ökumönnum.” Bílastœði eða leikvellir Móðir skrifar: ,,Ég hef fylgzt með skrifum Visis um umferðaröngþveiti á aðalgötum borgarinnar, en sér- staklega hefur Laugavegurinn verið þar til umræðu. Aðal- áhyggjuefnið er ónóg bilastæði i nágrenni hans og hefur m.a. komið fram tillaga frá formanni Kaupmannasamtakanna um að leysa vandann á þessum slóðum með þvi að taka barnaleikvöll við Njálsgötuna og gera hann að bila- stæði. Þessi tillaga kaupmannsins er alveg fráleit. Börnin okkar eiga sannarlega forgangsrétt, en ekki bilarnir. Leikvellir eru alltof fáir i borginni, og þar sem umferðar- þunginn er mestur, þurfa þeir að vera fleiri en nú er. 1 rauninni er það alveg furðulegt, að kaup- maðurinn, sem hefur stórverzlun við Laugaveginn, skuli bera fram þessa hugmynd. Ef farið verður að hans ráðum, yrði slikri ráð- stöfun harðlega mótmælt af foreldrum. En ég vona, að borgaryfirvöld samþykki aldrei þessa vitleysu. Ég vorkenni ekki þeim, sem vilja verzla á Laugavegi, að ferðast með strætisvögnum. Það er skrifað um það nú, að allir hafi gott af gönguferðum og of miklar kyrrsetur i bilum séu heilsu manna óhollar. Ég hef meiri samúð með börnunum heldur en þeim, sem ekki geta slitið sig frá bilunum. Viö mæðurnar munum áreiðanlega fylgjast með, hvað gert verður til að leysa hið svo- kallaða umferðarvandamál og Daprir Sunnlendingar En þótt þeir Austfirðingar láti vel af sér, þá er annað hljóð, þeg- ar suður fyrir kemur. Hornfirð- ingar voru grautfúlir, er við spjölluðum við þá. Þar hefur lika illa gefið á sjó að undanförnu bát- ar hafa yfirleitt legið inni, a.m.k. annan hvern dag — „þeir eru að berja þetta út fáeinir, þótt það sé fjárans rosi og brim”. Afli hangir nú i þvi að vera svipaður og i fyrra, og hefur verulegur hluti af honum farið i salt, þótt lika sé isað. Og þeir sögðu i Vestmannaeyj- um, að ekki væri þar feitan gölt að flá. „Það er ekki nokkur bátur á Þeir fá hann helzt fyrir austan núna — barningur sunnan lands og vestan vegna tfðarfarsins. sjó, að heita má”, sögðu þeir i gær. „Það er vestan stormur hér og höfnin þéttsetin — annars hef- ur slatti verið isaður hér og meira en á sama tima i fyrra”. Og þeir biða eftir páskahrot- unni — ef veðurofsinn þá heldur ekki verndarhendi yfir þorskin- um i ár og lætur okkur missa af þeirri ágætu hrotu. Nei! — það er vist næstum þvi guðlast að setja svonalagaðar hugsanir á prent. Auðvitað er hún skammt undan, einhver fjári góð páskahrota. — Raunar eru þeir svolitið kviðnir i Eyjum vegna mannskapsleysis- ins — en „ætli það verði ekki eitt- hvað til bjargar”, sögðu þeir i vera að moka upp þorsknum. Veðurguðir hafa komið svivirði- lega fram við fiskimenn. Vestfirðingar leyfðu sér hvað máttlausastar skammir á veðríð. Þar hefur afli farið nokkuð stig- batnandi hjá trollbátum, að þvi er okkur var sagt á Isafirði i gær- dag, og jafnframt hefur linufiski- ri verið dágott, þótt undanfarið hafi það heldur verið að slappast. Og langmestur hluti þessa afla fer beint'-i is. Og nú er hávertiðin að nálgast óðfluga og ekki um annað að ræða en bæla niður svartar hugsanir i garð veðurfarsins og biða eftir páskahrotunni. — GG gær og vildu vera bjartsýnir þrátt fyrir helvitis rosann, „það kemur oft til okkar i april slangur af sveitafólki, mjög góðu fólki, og svo hleypur skólaæskan stundum undir bagga, ef allt hleypur i hönk”. Og vitanlega kemur hrota og vitanlega bjargast þetta. Ekki skel á sjó t Reykjavik hafa að undanförnu landað netafiski 20 bátar, og er það raunar meira en oft áður. Og i gær var ekki að sökum að spyrja. Þessir 20 bátar lágu allir i höfn — enginn úti á Flóadýpi, þar sem þeir vildu vist svo sannarlega

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.