Vísir - 21.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 21.03.1972, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 21. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND JARÐSKJÁLFTAR OG FLÓÐ RÍÐA YFIR Meira en 10 þúsundir manna misstu heimili sín í bænum Piura í Perú í gær. þegar áin Piura flæddi yfir bakka sína. Vitað var, að sjö höfðu farizt og væntan- lega fleiri. 400 hús hrundu þar, og 2000 önnur eru ónot- hæf. Jarðskjálftar skóku norður- hluta Perú i gærmorgun, og vitað var, að sjö höföu farizt og 50 slasazt. Jarðskjálftarnir eyðilögðu istóran hluta bæjarins Juanjui, sem er smábær. Fyrstu jarðskjálftarnir mæld- ust 6,5 stig á Richtermæli. Þrir jarðskjálftakippir komu á eftir næstu þrjár og hálfa klukku- stundina. Flugvöllur við bæinn Juanjui eyðilagðist einnig, og seinast i gærkveldi var ekki annað sam band við bæinn en um útvarp. Sjónarvottur einn segir, að hræðilegt hafi verið að sjá bæinn eftir jarðskjálftann. Bæirnir Chachapoas, Totora og Pama urðu einnig fyrir jarð- skjálftum, en þaðan hafa ekki borizt fréttir um manntjón eða eignatjón. Stjórnin i Lima mun senda flug- vélar til að aðstoða fólkið. Flestar björgunarsveitir höfðu nógu að sinna . á flóða svæðinu. t morgun var sagt, að 80 hefðu farizt i flóðum. Vatniö var i tveggja metra hæð i bænum Piura. Flóðið eyðilagði baðmull, ávexti og grænmeti fyrir um 400 milljónir króna i bænum að sögn heimamanna. Regnið sem hefur valdið flóðum viða i Perú undanfarnar vikur, hélt áfram i gær án afláts i norðurhluta landsins. Annars staðar i landinu varð hlé á rign- ingu. -40 fórust i október i fyrra i flóðum i fjallasvæðum i suð- austur-Perú. t mai 1970 týndu um 70 þúsund manns lifi i jarð- skjálftum, sem meðal annars lögðu bæinn Chimbote i rúst. Mál blökkustúlkunnar Angelu Davies stendur nú í Kaliforniu Fá sakamál hafa vakið jafn mikla heimsathygli og þetta. Angela virðist ekki alveg hafa glatað trúnni á „réttarfar hvita manns- ins og kerfisins”, þvi að hún hefur samþykkt kviðdóm, sem ein- göngu er skipaður hvitu fóiki og lýst þvf yfir i ræðu i réttarsalnum, að hún teiji, að kviðdómendur muni úrskurða eftir beztu getu og vitund. Á myndinni er Angela og franski lögfræðingurinn Jules Borker i hléi á réttarhöldunum. Borker er formaður franskrar Angelu Davies nefndar, en hann er framkvæmdastjóri Parisar- deiidar lögfræðingasamtakanna frönsku. Sprengjutilrœði í verzlunargötu í Belfast í gœr MESTA MORÐÁRÁSIN Brýn nauðsyn d frumkvæði brezku stjórnarinnar Sprengjutilræðið í versl- unargötu í Belfast í gær, sýnir, að brýn nauðsyn er a, að Bretar leggi fram til- lögur, sem gætu stuðlað að friði, segja fréttamenn í N- írlandi i morgun. Margir kalla sprenginguna, sem varð i Donegallstræti i gær, mestu morðárásina frá þvi að á- tökin i N-lrlandi byrjuðu árið 1969. Brezk blöð i morgun segja hroðalegar sögur frá Belfast. Blaðið Daily Mirror birtir til dæmis tvær ljósmyndir af ungri stúlku i blóði sinu. Stjórnmálamenn i irska lyðveldinu láta i ljós ótta um, að borgarastyrjöld geti brotizt út innan fárra vikna, ef friðartillög- ur, sem brezka stjórnin hefur boðað til ryðja ekki braut fyrir friðsamlegri sambúð mótmæl enda og kaþólskra. Edward Heath forsætisráð- herra hyggst ræða við Brian Faulkner foráætisráðherra N-ír- lands um væntanlegar friðartil- lögur á fundi i London á morgun. Ekki er vitað, hvort Heath mun birta áætlunina strax eftir þann fund, en Maudling innanrikisráð- herra hefur sagt, aö tillögurnar komi væntanlega fram i næstu viku Fólk ginnt Hermdarverkamenn á Norður- trlandi virðast hafa ginnt fólk til að safnast saman i aðalgötu i Bel- fast i gær, og siðan sprengdu þeir sprengju. Sex munu hafa beðið bana, og meira en hundrað særð- ust. Sjónarvottar segja að sprengjustaðurinn hafi verið vig- velli likastur. Sundurtættir bilar og fólk i blóöi sinu lá á við og dreif. Eitt barn beið bana. Meðal hinna föllnu voru tveir lögreglu- þjónar. Þrir af foringjum IRA-- hreyfingarinnar fengu sprengjur sendar i pósti i gær. Ein sprengjan sprakk á heimili Sean Maxstioffan, foringja róttæka arms IRA. Hann særðist á andliti og höndum. önnur sprengja i poka sprakk á skrifstofu Sinn Fein, sem er pólitiski hluti IRA. Gjaldkeri, Tony Ryan, slapp með minni háttar brunasár. Umsjón: Haukur Helgason Itoward Hughes, eins og hann ieit út árið 1947. Er þetta Auðmaðurinn Howard Hughes hefur flutt bækistöðvar sinar til Vancouver i Kanada, heimamönnum til mikillar gleði. Þangað kom hann einn daginn i náttfötum og slopp, það vita menn. Ljósmyndari einn þóttist hafa himin höndum tekið og Ijósmyndaði aldraðan mann, sem birtist i hóteli með lifvörð- um. Ljósmynd er ekki til Kins og hann er kannski i dag. Hughes? pressuheiminum af Howard llughes siðan 1947, svo að hann mun liafa breytzt töluvert, og menn vita litið, hvernig þessi inest umræddi maður ársins 1972 litur út. Þó kom i ljós, að engan veginn var vist, að maðurinn hefði ver- ið Hughes. Þessi mynd, sem við birtum hér, fer þvi um heiminn óstaðfest. BÓLUSÓTT í JÚGÓSLAVIU Átta tilfelli af bólusótt hafa orðið i þorpum í Kosovo-héraði i suðaustur- hluta Júgóslavíu, að sögn embættismanns í félags- málaráðuneytinu í Belgrad i gærkvödli. Þetta er sagt vera i fyrsta sinn i 40 ár, að bólusóttar verður vart i Júgóslaviu. Hópur lækna er farinn til héraðsins til að bólusetja fólk. Hinir sjúku, og allir, sem hafa haft samgang við þá, hafa verið fluttir i sjúkrahús eitt i bænum Djakovica, sem er nokkra kiló- metra frá landamærum Albaniu. Meðal þessa fólks eru fjórir, sem talið er, að hafi smitazt, þót, það sé enn ekki vitað með vissu. Læknar telja, að sóttin hafi bor- izt til Júgóslaviu frá Mið-Austur- löndum. Verkfall brotið Helmingur 5000 verk- fallsmanna i rikis-skipasmiða- stöðinni i E1 Ferrol á Spáni hóf vinnu i gær, eftir að rikisstjórnin hafði hótað að lýsa yfir neyðará- standi og fara með verkfallsmenn i samræmi við það, cf þcir féllu ekki frá kröfum um hærri laun. Búizt er við, að aðrir verka- menn, sem eru i verkfalli hefji vinnu i dag. Skipasmiðastööin smiðar tundurspilla fyrir spænska flot- ann og hefur nú verið lokuð siðan lO.marz vegna vinnudeilna. Þann dag féllu tveir menn fyrir lög- reglu i blóðugum átökum. Kröfur verkamanna um hærri laun til að mæta stöðugt hækk- andi verðlagi á Norður-Spáni hafa aukið ólguna á vinnumark- aði i landinu. Margir verkamenn eru óánægðir með kjarasamning- ana, sem verkalýðsfélögin sem eru undir stjórn rikisins hafa gert. Verkamenn krefjast sjálf- stæðari aðildar að samningum. Spænska stjórnin kennir kommúnistum um, hvernig komið er. Muskie á tveimur vígstöðvum Edmund Muskie berst á morgun á tveimur vig- stöövum í prófkosningum í lllinois. Hann gerir tilraun til aö vinna aftur eitthvaö af þvi sem hann tapaði við úrslitin í New Hamphshire og Flórida. Eini keppinautur hans um fulltrúa, er McGovern, og barizt er um 160 fulltrúa á flokksþing demókrata. t skoðanakönnun um vinsældir sem fer fram jafnframt en hefur ekki gildi við skipun full- trúa, er McCarthy þingmaður eini keppinautur Muskies. Aðrir frambjóðendur hafa „hoppað yfir” Illinois og þeir ein- beita sér að prófkosningum i Wisconsin 4.april.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.