Vísir


Vísir - 21.03.1972, Qupperneq 3

Vísir - 21.03.1972, Qupperneq 3
Visir. Þriðjudagur 21. marz 1972. 3 Var bjargað af laugarbotni og iífi blásið í hann 21 árs gamall piltur var hætt kominn i Sundlaug Kópavogs á föstudags- kvöldið. Var hann að synda í lauginni og hafði verið þar nokkra stund, þegar laugarvörður tók allt í einu eftir því, að hann lá á botni hennar. Er ótrúlegt að hann hafi legið þar lengi, enda var hann tiltölu- lega fljótur að rakna við, þegar laugarvörðurinn hafði stungið sér eftir honum, dregið hann upp á bakkann og tekið til við að blása i hann. Pilturinn var i þann veginn að rakna við, þegar sjúkrabill kom að sækja hann, að þvi er sund- laugarstjórinn tjáði Visi i gær- morgun, og var hann enda ekki lengi á spitalanum. Sennilega hefur maðurinn fengið aðsvif á sundinu eða rekizt i laugarbotn- inn, er hann var að kafa. —GG Brandur Jónsson, skólastjóri, (til vinstri) og Guðlaugur Por- valdsson, prófessor. A milli þeirra er Sigurður örn Einarsson, fyrr- verandi formaður fjáröflunarnefndar Lionsklúbbsins Freys. „Galdratœki" afhent Heyrnleysingjaskólinn fœr nýtt tœki til nota við talkennslu Það var töluvert gestkvæmt hjá skólastjóra Heyrnleysingja- skólans, Brandi Jónssyni, þegar fullur helmingur af meðlimum Lionskiúbbsins Freys i Reykja- vik, yngsta Lionsklúbbsins i höfuðborginni, heimsótti hann. Erindi gestanna var að afhenda skólanum að gjöf svokallað Zenith - tæki, sem notað er við tal- kennslu barna með skerta heyrn. Akvað félagið á sinum tima aö verja ágóða af söiu jóiaaimanaka til kaupa á tæki þessu og gefa Heyrnleysingjaskólanum. Stefán Guðjohnsen, tæknifræð- ingur, sem að sögn skólastjórans hefur veitt stofnuninni ómetanl. aðstoð við uppsetningu tækja og fyrirkomulag rafbúnaðar, skýrði notkun tækisins fyrir gestunum. Gafst þeim einnig kostur á að vera viðstaddir notkun þess við kennslu. Varð þess ekki dulizt, hvilikt galdratæki þetta er, þegar kennarinn þarf meö mæltu máli að ná sambandi við börn með ein- ungis örlitlar heyrnarleifar. Fyrrverandi formaður Freys, Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor, en i stjórnartið hans var ákvörðunin um gjöf þessa tekin, afhenti gjöfina siðan form- lega og kvað henni fylgja þær óskir gefandans, að tækið yrði til léttis skólastjóranum og starfsliði hans við það merka starf, sem undir hans handleiðslu er unnið i þessari þjóðþrifastofnun. Skóla- stjórinn þakkaði fyrir hönd skólans og hét þvi á móti, að hann og hans fólk skyldi ekki liggja á liði sinu við að láta tækið koma að sem mestu gagni, og þarf vist ekki að efast um, aö það verður efnt. Nokkrir af nemendum skólans ásamt kennara. Litla teipan til vinstri gefur galdratækinu hýrt auga. Athugasemd AÐ gefnu tilefni vill stjórn Stúd entafélags Háskóla íslands taka það fram, að félagið hefur ekki i hyggju að höfða mál á hendur einum eða neinum, og visar öllum söguburði um slikt heim til föður- húsanna. Reykjavik, 20. dag marzmánaðar 1972. Stjórn Stúdentafélags Háskóla ts- lands. „íslendingar eru hreinskilnir og ákveðnir í samningum" — segir Japaninn Yabu að afloknum samningum um 10 skuttogara sem kosta 1100 millj. króna „Þetta eru fyrstu skuttogara- samningarnir, sem við gerum i Evrópu og við vonum, að þeir opni fyrir okkur dyrnar i fleiri löndum í álfunni” sögðu þeir Yabu og Guchi i samtali við Visi i gær. Félagarnir eru full- trúar frá Ataka & Co. Ltd. og Taiyo Fisheries Co. Ltd. i Japan og eru nýbúnir að ganga frá smiði á 10 skuttogurum fyrir islenzka aðila. Þessir samningar og undirbún ingur að þeim hafa staðið yfir mánuðum saman. Upphafið má rekja til heimsóknar Okazakis aðalræðismanns tslands i Japan, en hann kom hingað til lands i fyrrasumar til að veita fálka- orðunni viðtöku. Hann hefur lengi haft viðskipti við Asiufélagið, og var honum kunnugt um áhuga tslendinga á skuttogarakaupum. 1 framhaldi af heimsókn hans fóru þeir Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræðingur og Vilhelm Þorsteinsson skipstjóri til Japans til að kynna sér skipasmiða- iðnaðinn i Japan og kynna Japönum óskir okkar i sambandi við skuttogarasmiði. Eftir þá heimsókn komst skriður á málin. Seinnihluta okt. kom hingað hópur af Japön um til að taka upp samninga við islenzka aðila og kynnast óskum þeirra. I þeim tilgangi fóru tveir japanskir sérfræðingar i veiði- ferð með skuttogaranum Barða frá Neskaupstað til að kynna sér fyrirkomulagi á togveiðum hér. „Við gerðum okkur grein fyrir, að hér var um annað viðfangsefni að ræða en við vorum vanir”, sagði Yabu, sem hafði yfirumsjón með viðskiptahlið málsins. Hann sagði, að þeir hefðu hingað til einkum byggt fyrir heimamarkað og nálæg lönd, en íslendingar gerðu ýmsar aðrar kröfur. Þvi sendu Japanir hingað lið 13 tækni- manna og 2 vipskiptafulltrúa, sem hafa dvalizt hérlendis un- danfarnar vikur. Var haft náið samráð við hina islenzku kaup- endur og skipstjóra um teikn- ingar og búnað skipanna á allan hátt. — Hvermg er að semja við tslendinga, Yabn'’ ,,Hvert land hefur að sjálfsögðu sina siði og venjur, sem eru mismunandi eftir löndum, og það er ekkert undarlegt, þótt svona veigamiklir samningar taki langan tima. En þeir islenzku aðilar, sem ég hef rætt við i sambandi við þessa samninga, hafa verið hreinskilnir en ákveðnir. Ég hef eignazt hér marga góða vini og vonast eftir að eiga við þá viðskipti um langa framtíð. Þessir samningar eru aðeins byrjunin á mun meiri verzlun milli landanna. Þetta eru fyrstu skuttogararnir, sem við byggjum fyrir markað i Evrópu. Ég er sannfærður um, að við getum byggt þessi skip eftir óskum islenzkra kaupenda með fullkominni samvinnu um byggingu skips, tækjabúnað og útbúnað veiðarfæra. Þessir þrir sameiginlegu þættir eru undir- staða þess, að báðir aðilar verði ánægðir, og það hefur tekizt að minu áliti.” Útgerðarfélagið Tangi á Vopnafirði er einn af kaupendum skuttogaranna frá Japan. Við hittum að máli Sigurjón Þor- bergsson forstjóra félagsins en hann hefur tekið þátt i samn ingunum frá upphafi. „Það, sem einkum er frábrugðið i þessum togurum frá þvi sem tiðkast i Japan, er eink um það, sem snertir aðbúnað áhafnar. Þar hafa aðeins yfir- menn sérklefa, en afgangurinn einn svefnsal, en við gerum mun meiri kröfur”, sagði Sigurjón. Segja má, að öll tæki og veiðar- færi séu japönsk framleiðsla, og kvað Sigurjón vera komna góða reynslu á slik tæki hérlendis. Hann lét vel af samningavið- ræðunum við Japani. Þeir ynnu hægt en væru mjög nákvæmir og vildu i hvivetna koma til móts við óskir kaupenda. Þeir 10 skuttogarar, sem búið er að semja um kaup á, kosta um llOOmilljónir króna. Okkur veitir svo sannarlega ekki af að reyna að auka útflutning okkar til Japan, ef við eigum að jafna metin. Árið 1970 keyptum við vörur frá Japan fyrir liðlega 700 milljónir króna, en seldum þeim aðeins fyrir 60 milljónir. Aðspurður taldi Yabu, að miklir möguleikar væru fyrir okkur að auka útflutning okkar á mat- vælum til Japan. Einnig sagði hann Japani leita að hagkvæmum kaupum á orku og af henni hefð- um viö nóg i fallvötnum og heitu vatni. Margir möguleikar væru fyrir hendi til að jafna meti'n og auka gagnkvæm viðskipti. — SG Frá vinstri: Mori Gochi. Sigurjón Þorbergsson, Yabu og Kjartan R. Jóhannsson, annar af forstj. Asiu- félagsins. tm Nýtt í hverri viku Ótrúlegt buxnaúrval (nýja beina sniðið frá 995 kr), finnskar og islenzkar. Nýjar buxnadragtir frá Mary Quants, pils með vösum (795 kr), peysuvesti (495 kr), jakkar (1275 kr) o.fl. o.fl. Aldrei jafn mikið úrval, enda eitthvað nýtt i hverri viku FANNY, tizkuverzlunungu konunnar, Kirkjuhvoli. Simi 12114

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.