Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Þriðjudagur 23. mai 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Bresnjev lét ekki bíða eftir fyrsta fundinum Leonid Bresnjev lét ekki verða bið á að ræða við Nixon. Þeir ræddust við í tvær klukkustundir strax í gærkvöldi, eftir að Nixon kom til Moskvu. Bresnjev er talinn vilja sýna, að heimsókn Nixonssé mikil væg til að þagga niður í „ihaldssamari" komm- únistum, sem gagnrýna hann fyrir heimboðið. Ummæli blaða i Sovétrikj- unum gefa greinilega til kynna, að stjórnin i Moskvu litur á komu Nixons sem mikilvægan viðburð i sögunni. Viðtökur Nixons i gær voru mjög „formlegar” og ekki hlýjar. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn bandarisks forseta til Sovétrikjanna, Roosevelt kom til Yalta 1945, en ekki i opinbera heimsókn. Forseti Sovétrikjanna, Pod- gorny, sagði i skálaræðu i gær- kvöldi, að koma Nixons væri sögulegur viðburður, og stór- veldin tvö yrðu i sameiningu að eyða hættunni á heimsstyrjöld og afmá öll spor um kalda striðið. Nixon lagði i ræðu sinni áherzlu á að bæta sambúð rikj- anna með samningum.Hann lét i ljós óskir. um raunverulegar framfarir i takmörkun vopna kapphlaupsins, aukna sam- vinnu i efnahagsmálum, sam- vinnu um rannsókn himin- geimsins og um umhverfis- vernd. „Kappsamlega unnið" að takmörkun vígbúnaðar Fulltrúar Bandarikjanna og Rússa störfuðu alla helgina af kappi að þvi að gera þvi drög að samningi um takmörkun vig- búnaðar. Stefnt er að þvi að gera samning um takmörkun á birgðum varnareldflauga og önnur kjarnorkuvopn. í umsögn sovézku fréttastof- unnar TASS um Nixon var lögð áherzla á, að sambúð stórveld- anna ræður úrslitum um, hvort stefnir til friðar eða striðs. I æviágripi Nixons i blöðum þar varsagtfrá heimsókn Nixons til Sovétrikjanna sem varaforseta Bandarikjanna 1959, en ekki var minnzt á einkaheimsóknir hans árin 1965 og 1961. Sagt var, að Nixon væri „skilningsrikari en margir aðrir” á nauðsyn bættr- ar sambúðar. Kona Nixons, Patricia, mun heimsækja skóla, söfn og fé- lagsmálastofnanir i rikum mæli. Heimsóknin stendur á ni- unda dag. Umsjón: Haukur Helgason Endanlegar sannan- ir á dauða Hitlers Áhlaup á Hué Fótgöngulið og skriðdreka- sveitir Norður-Vietnama réðust i nótt á varnarstöðvar sunnan- manna við gamia keisarabæinn llué, og bardagar voru harðir i nvorgun. Norðanmenn voru hraktir und- an á svipuðum slóðum i gær, er þeir gerðu áhlaup. Mjög hefur fjölgað i liði N-Viet- nama við Hué siðustu daga, og eru þar sagðir milli 50 og 90 þús- und manns. Bardagarnir i morgun voru þeir hörðustu, siðan norðanmenn tóku Quang Tri fyrir nokkrum vikum. Tveir norskir tann- læknar telja sig hafa fundiö endanlegar sann- anir fyrir því, að Hitler sé ekki i tölu lifenda og það hafi i rauninni verið lik hans, sem Rússar fundu í Berlín i mai 1945. Norski réttartann- læknirinn dr. Ferdinand Ström segir i viðtali við Aftenposten, að hann hafi unnið að málinu siðan 1945, og muni hann leggja skýrslu sina og norska prófess- orsins Reidar Sognaes við Kali- forniuháskóla fyrir alþjóðlegt þing réttarlækna i september Sannanirnar eru byggðar á vitnisburði tannlæknis Hitlers, myndum af tönnum Hitlers, og röntgenmyndum af höfuði Hitlers, teknum við tvö tækifæri árið 1944, eftir morðtilraunina á honum 20. júli það ár i Rasten- burg. Allt þetta kemur heim og saman, segja tannlæknarnir, þegar málið hefur verið þraut- kannað frá öllum hliðum. Hundruð þúsunda fóru yfir Hundruð þúsunda Vestur- Berlinarbúa komu aftur heim frá Austur-Þýzkalandi i gærkvöldi, eftir að hafa heimsótt ættingja og vini. Töldu menn sig vita, að slik- ar heimsóknir yrðu auðveldar i framtiðinni. Sérstakt heimsóknaleyfi um hvitasunnuna veitti hverjum Vestur-Berlinarbúa heimild til að dveljast i þrjá daga i Austur- Þýzkalandi, á átta daga tfmabili. Flestir kusu að ferðast strax á föstudag. Hvernig verða úrslitin fyrir Wallace. Á myndinni sést einn baráttu- maður hans i prófkosningunum biðja fyrir Wallace. Hann vann mikla sigra i siðustu prófkosningunum fyrir viku, en McGovern er að fá tölu- vert mikið forskot i fjölda fulltrúa á flokksþingið. Wallace hresstist i gær og hreyfði litið eitt lamaða hluta likamans. Læknar vöruðu við of mikilli bjartsýni, en sögðu vonir hafa vaxið. McGovern fœrist mjög í aukana McGovern sækir sig og hann hefur nú orðið amóta fylgi gagn- vart Nixon og Hubert Humprey, samkvæmt skoðanakönnunum Harrisstofnunarinnar. Þetta þýðir, að bandariskir kjósendur almennt hafna McGov- ern ekki lengur fyrir „vinstri villu”. Hann hafði ekki fengið mikið fylgi meðal flokksbundinna demókrata þrátt fyrir mikla sigra i prófkosningum, þar sem óflokksbundnir menn gátu kosið, og McGovern hefur fengið fleiri fulltrúa kjörna á flokksþing demókrata i sumar en nokkur annar. Skoðanakannanir höfðu til þessa hins vegar sýnt, að fylgi McGovern var mun minna, ef hann ætti að keppa við Nixon i forsetakosningum en fy lgi Humphreys Muskie og Kennedys. Nú hefur hann svipað og Hump- hrey. Nixon mundi sigra þá báða samkvæmt skoðanakönnunum, McGovern með 48% gegn 41% og Humprey með 50% gegn 42%, ef Wállace væri ekki þriðji fram- bjóðandinn. Ef George Wallace yrði hins vegar i framboði fyrir eigin flokk, fengi Nixon 40% gegn McGovern sem hefði 35% og Wallace fengi 17%. Væri Humphrey i framboði, fengi Nixon 41%, Humphrey 37% og Wallace 16%. Af þessu leiðir, að það væri hagur, bæði fyrir McGovern og Humphrey, ef Wallace yrði i framboði, þvi að við það mundi forskot Nixons minnka og þvi meiri likur til að unnt yrði að fella hann. McGovern er af flestum talinn munu sigra i prófkosn- ingum i dag i Oregog og Rhode Island. KAÞÓLSKAR KONUR SLÓGUST VIÐ ÍRA-MENN MEÐ BÖRN í VÖGGUM OG Á HANDLEGG Norður-Vietnamar stefna suður frá Quang Tri-héraði, sem þeir tóku fyrir nokkru. Þeir hafa undanfarna daga flutt mikið lið Reiðar kaþólskar kon- ur fóru i kröfugöngu i Londonderry, lang- þreyttar á mörgum ár- um ofbeldis, og sýndu, að klofningur er i röðum kaþólskra. Konurnar hótuðu að bjóða brezka hernum inn i hverfi kaþólskra og hjálpa þeim við að útrýma IRA-skæruliðum. Þær réðust meðal annars á bíl, þar sem IRA-menn fóru. Konurnar hrópuðu: „Við viljum enga byssumenn hér, hvorki IRA eða Breta.” Berlega kom i ljós klofningurinn innan IRA- hreyfingarinnar, milli tveggja arma hennar. Hægfara armurinn notfærði sér upphlaup kvennanna til aö krefjast burtfarar fulltrúa róttækari armsins úr London- derry. Atök urðu i Londonderry i gær. Einnmaður var skotinn til bana, liklega fyrir misgáning, er hann var að aka með dóttur sina og unnusta hennar til prests til að ganga frá brúðkaupi þeirra. 64 eru sagðir særðir eftir átök- in, sumir lifshættulega. 19 ára Breti myrtur i leyfi. IRA stjórnar Kree-hverfinu i Londonderry með harðri hendi. Það er aðalstöð hreyfingarinnar. Mikla reiði vakti morð á 19 ára brezkum hermanni, William Best, sem var i Londonderry i leyfi frá herflokki sinum i Þýzka- landi. Best var kaþólskur, en hann var „tekinn af lifi” af IRA- mönnum fyrir „svik” viö landf. sitt. Þetta morð vakti mikla reiði kvenna, sem slógust við IRA- menn, sumar með börn i vögnum eða á handlegg. Ein konan, frú Mary Bell sagði: „Við höfum staðið með drengjun- um, þar til nú, en saklaus drengur hefur verið myrtur. Skytteriið verður að hætta.” 60 verkamenn særðir. Sextiu verkamenn i verksmiðju særðust af glerbrotum, þegar sprengja hermdarverkamanna sprakk i hverfi mótmælenda i Belfast. KÓLERA MAGN- AST '... Yfirvöld i Singapore skýrðu i gær frá sex nýjum kólerutilfell- um, og eru þau þvi alls orðin 25, siðan veikinnar varð vart fyrst snemma i þessum mánuði. suður á bóginn og kreppt að borginni Hué. i Tet-sókninni frægu fyrir nokkrum árum náðu þeir Hué og myrtu fjöida borgar- búa, en voru siðan fljótt hraktir þaðan aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.