Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 7
7 VlSIR. Rriöjudagur 2.1. mai 1!)72. cJTlíenningarmál Hagalín og háskólinn Eftir Ólaf Jónsson Guðmundur Hagalín lauk á fimmtudaginn fyrirlestr- um sínum um bókmenntir í Háskóla íslands. Það fór því svo, sem ekki munu a11- ir hafa ætlað í haust, að fyrirlestrarnir stóðu vetrar- langt, orðnir rúmlega 20 talsins um það er lauk, ein- att við sæmilega og að ég hygg vaxandi aðsókn. Að þessu leytinu að minnsta kosti hefur Guðmundi Hagalin tekizt sin tilætlun sem hann lýsti yfir i haust um þær mundir sem hann hóf fyrirlestra sina: hann kvaðst takast þetta verk á hendur til þess fyrst og fremst að tryggja að fyrirlesara-starfið félli ekki niður, úr þvi til þess hefði verið stofnað. Enda þakkaði háskóla- rektor Hagalin að loknu erindi hans á fimmtudag sér i lagi fyrir það ,,þor og þrek” sem hann hefði sýnt með þvi að ráðast i þetta ævintýr. Háskólinn á að vera þjóðskóli, sagði rektor ennfremur um það hlutverk skólans að starfa með og fyrir áhugasaman almenning. Það ersamt satt að segja að ekki kveður mikið að jafnaði að sliku starfi innan háskólaveggja, en opinberir háskólafyrirlestrar, sem þó eru stöku sinnum haldnir, einatt af mikilsvirtum erlendum fræðimönnum, eru a.m.k. oft mjög illa sóttir. Þó eru undan- tekningar frá þvi, eftirminni- legust þeirra erindaflokkar þeir sem Þórhallur Vilmundarson prófessor flutti fyrir almenning um náttúrunafnakenningu sina fyrir nokkrum árum. Það dæmi sýnir, þó ekki væri annað, að þeg- ar svo ber undir getur viðtækur almennur áhugi vaknað á viðfangsefnum fræðimanna í há- skólanum. Guðmundur Hagalin hefur i vetur haft með höndum starf ..fyrirlesara um nútimabók- menntir fyrir stúdenta og al- menning”. Sjálfsagt eru verkefni og starfsvið fyrirlesarans rými- lega skilgreind i upphafi, enda fór svo að Guðmundur Hagalin talaði meira um önnur efni en nútima- bókmenntir. En ástæðulaust held ég sé að finna að þessu. Þótt enginn dragi i efa einlægan vilja fyrirlesarans að gera sér grein fyrir verðleikum samtiðarbók- mennta fór ekki dult tortryggni hans i garð margs konar bók- menntaskoðana og skáldskapar- aðferða á seinni árum og ára- tugum — sem að sönnu var fremur látin uppi almennum orðum um óþjóðhollan anda og öfgastefnu, nýjungafýsn og stundartizku i bókmenntum en gagnrýninni umræðu og rannsókn tiltekinna skáldverka og rithöf- unda. Að stofni til voru erindi Guð- mundar Hagalins i vetur alþýðleg yfirferð bókmenntasögunnar, eða nokkurra/meginþátta hennar, frá Eggerti þlafssyni og nokkuð fram eftir þessari öld, mótuð af alveg hefðbundinni söguskoðun, ihalds- sömu og þjóðræknislegu mati á gildi og hlutverki bókmenntanna. Vafalaust verða þessi erindi siðan gefin út i bók — kannski af Almenna bókafélaginu? — og gefst þá vonandi tækifæri til að glöggva sig nánar á skoðunum og málflutningi fyrirlesarans. En þau erindi sem ég heyrði i vetur fannst mér bezt og áheyrilegust þar sem Hagalin lýsti beinlinis sinni eigin reynslu af skáldskap, einkum i æsku, sagði frá eigin kynnum af skáldum og rithöf- undum og lika af lesendum, einkum fyrr á tið, en forðaðist „fræðilegar” stellingar. Hitt er sjálfsagt álitamál hverjum fyrirlestrahald sem þetta kemur að mestu gagni. Ætli það hafi verið fjölmennur hópur sem sótti fyrirlestrana að stað- aldri i vetur? En væntanlega hafa fleiri haft sama hátt og undirrit- aður og komið nægjanlega oft til að fylgja meginþræöinum i mál- flutningi fyrirlesarans. Ekki er heldur ljóst hvort svo fljótleg yfirferð, algengar skoðanir á bók- menntasögu 19du og 20ustu aldar eru liklegar til að koma stúd- entum við bókmenntanám að um- talsverðu gagni. Til þess þvrfti, að ég hygg, að koma til miklu nánari og rækilegri umræða einstakra ritverka og rithöfunda, takmarkaðri timaskeiða og til- tekinna viðfangsefna bókmennta- sögunnar, en hér var nokkru sinni til að dreifa. En hið opinbera fyrirlestrahald er varla eina verksvið fyrirlesar- ans. Roskinn og reyndur rit- höfundur eins og Guðmundur Hagalin, með fjölbreytt verk og feril að baki, er liklegur aö koma bókmenntakennslu i háskólanum að mestu gagni i samtalstimum ogseminörum með nemendum og kennurum — t.a.m. við yfirferð hans eigin verka. Til þessa starfs var á hinn bóginn stofnað með svo vizku- legum hætti, að fyrirfram vakti mikla andúð innan háskólans, bæði nemenda og kennara að ég hygg. Heimspekideild lýsti fyrir- fram andstöðu sinni við tilstofnan starfsins — um það eitt efni tókst mönnum að verða sammála þar i deildinni! En reynslan af fyrir- lestrum Guðmundar Hagalins i vetur held ég að sýni að eigi framhald að verða á sliku starfi ,,fyrir stúdenta og almenning” þurfi að takast um það náin samráð og samvinna milli háskólakennara i bókmenntum og fyrirlesarans á hverjum tima. Það er að segja — ef ætlazt er til að starfið komi að gagni. En kannski var það aðeins sett á laggirnar sem bitlingur — heiðursvottur ef menn kjósa það orðalag frekar — handa vel- metnum, velséðum rithöfundi á hverjum tima? Stefán Edelstein skrifar um tónlist: VÍNARVÍMA Þaö er í sjálfu sér merki- leg reynsla aö fara á auka- tónleika hjá Sí, þótt ekki væri nema um þaö eitt að ræöa, að lita á tónleika- gesti. Yfirgnæfandi meiri- hluti þessa fólks fer ekki að hlusta á áskriftartónleika, þeirvilja eitthvað aögengi- legra, léttara. Sú stáðreynd, að svo til uppselt er á aukatónleika hjá Sí, bendir til þess, sem ég hef áður drepið á: að tónleikahald St i núver- andi formi er löngu orðið staðnaö og þjönar ekki lengur upprunalegum tilgangi Áskriftartónleikum þyrfti að fækka, en stórauka allskonar aðr- ar tegundir tónleika, þ.á m. tón- leika með tiltölulega léttu efni, og auk þess tónleika, þar sem aðeins hluti S1 kæmi fram (meðan hinn hlutinn væri að leika úti á landi). Tónleikarnir s.I. fimmtudag voru sannarlega nógu léttir, en þeir voru að sama skapi einhliða og mér liggur við að segja leiðin- legir. Við snobbum gjarnan fyrir ,,frægu” fólki, og Willi Boskovsky frá Vinarborg er löngu orðinn frægur fyrir stjórnun á hinni ekta tónlist Vinarborgar völsum Strauss-fjölskyldunnar. Þeir sem ekki vissu um frægð hans, fengu að sjá hana og heyra, þegar helzti menningarfjölmiðill lands- manna, sjónvarpið, sýndi hina frægu nýárstónleika hans i vetur. Efnisvalið: það hlaut að verða Strauss. Sex sinnum Jóhann, fimm sinnum Jósef o.s.frv. Hálf- timi hefði verið nóg, af þvi að Reykjavik er nú einu sinni ekki Vin. Stjórnandinn: hann fer létt með það, sjarmerandi Vinarbúi, og að þvi er virðist einnig show-maður út i fingurgóma. Þegar hann nennir ekki að veifa sprotanum lengur, tekur hann fiðluna, snyr sér að áheyrendum og leikur með, brosandi. Það hlýtur að hitta i hjörtun. S1 er ekki Filharmóniusveitin i Vin.Þessu hefur Willi Boskovsky vafalaust tekið eftir. Við erum vanari sjómannavölsum en vinarvölsum, tengsl okkar við Vin eru frekar gegnum pylsur en valsa. En hvað um það: allir gerðu sitt bezta og flest var áheyrilegt. Þrátt fyrir það dugði það ekki til að ná þeim léttleika, dynamisku finheitum, ismeygi- legum en smjördrjúpandi fiðlu- tóni og rytmiskri nákvæmni, sem þessir bíessaðir valsar krefjast. Það er fjandakornið heldur ekki hægt með átta fyrstu fiðlur, tólf er lágmark, ef hljómsveitin á að bera nafn með réttu. En hér er sannarlega ekki um sök Sí að ræða, heldur þeirra, sem vilja henni i raun og veru vel, en eru samt að ganga af henni dauðri. There is no business like show- business, heitir það einhversstað- ar. Sýningin er bara heldur leiðinleg, ef öll atriðin eru eins. En eitt hefur þó vafalaust áunnizt með þessum tónfeikum: Ef ein- hver hefur ekki vitað fram að þessu, að valsar eru i þriskiptum takti, þá veit hann það nú. Tilboð óskast i loftræsikerfi fyrir gjör- gæzludeild Landspitalans. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 2.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánu- daginn 5. júni 1972, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 BRUÐARGJAFIR OG AÐRAR TÆKIFÆRIS- GJAFIR "V—^ í STÓRGLÆSILEGU URVALI ÚTIÐ INN OG SKOÐIÐ é TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.