Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 15

Vísir - 23.05.1972, Blaðsíða 15
VÍSIR. Þriðjudagur 23. mai 1972. 15 Hvað er migrene? FINN 1 1 SÍÐAN 1 Umsjón: Edda Andrésdóttir Margir af þcim, sem þjást af migrene, hafa eflaust oftar en einu sinni rekið sig á það, að fólk telur það Imyndurnarveikt, með venjulegan höfuðverk eða aðeins að gera sér þetta upp. Sérstakrega var þetta svona áður fyrr. Migrene var ekki talinn vera sjúkdómur, og fæstir gátu skilið, hvernig einn gat þjáðst miklu meira af höfuðverk en annar. En með árunum og þróun I læknavisindum hefur þetta breytzt. Fólk er farið að viöur- kenna migrene sem sjúkdóm og það slæman sjúkdólh. En hvaö er svo migrene,Þvi velta eflaust ýmsir fyrir sér, og læknar reyna að svara eftir beztu getu. Einn af þeim T. Dalsgaard Nielsen, læknir I Kaupmannahöfn, hefur mikið haft með i migrenesjúkl- að gera og athugað þennan sjúkdóm gaumgæfilega. Migrene getur staðið yfir i nokkra tlma, einn dag eöa marga daga. Þvi fylgja oft ógur legir aukakvillar, svo sem uppköst, svimi, svitaköst, blettir fyrir augunum og ógur- legar melgingartruflanri. Með sliku kasti verður sjúklingurinn oft mjög þunglyndur og áhyggjufullur, hendur og fætur kólna, og oft er eins og öll starf- semi llkamans fari úr skorðum. Ef einhver i sliku kasti er spuröur hvernig þetta lýsi sér, getur hann helzt svaraö þvi til, að þaö sé eins og höfuðið sé að springa, eða þá að púlsinn slái svo óskaplega hratt. Þaö er þó ekki þar meö sagt, Eins og höfuöið sé að springa aö þeir, sem þjást af migrene, fái slik köst I hvert sinn sem þeir fá höfuðverk. Þeir fá eðlilegan höfuðverk þess á milli, en þegar köst nálgast, fyllast æöar höfuð- sins af blóði og vefirnir þenjast úr af vökva. Fólkinu gengur erfiðlega að komast á fætur og veröur yfirleitt að vera frá vinnu. En hvað er þaö sem veldur migrene? Orsakirpar eru ótal margar. Enn þann dag i dag þekkjast þær ekki nærri þvi allar, og þær eru ekki þær sömu I öllum tilfellum. Sorg og gleði og alls kyns andlegar truflanir geta verið þess valdandi. Til dæmis er það mjög algengt, að börn, sem þjást af migrene fá kast, ef þau hlakka sérstaklega mikið til einhvers. Mjög algengt er, að konur fái þennan mikla höfuðverk, er tiöir hefjast hvern mánuö, og einnig á efri árum, er tiöahvörf eiga sér stað. Þó er það misjafnt, og sumar losna alveg við migrene I seinna tilfellinu. Þaö sama er að segja um barns- hafandi konur.þá breytist starf- semi likamans og hefur oft I för með sér lækningu á migrene I þessa nlu mánuði. Hin margúmrædda pilla er sögð geta haft þau áhrif á meiri hluta kvenna að þær læknist af þessum höfuðverkjaköstum á þvl timabili, sem þær taka hana Inn. Matur getur jafnvel veriö orsök migrenekasta. Þaö eru ýmsar tegundir af mat, sem sumar konur geta ekki þolað vegna þessa sjúkdóms, mjög breytileg fæöa getur einnig verið orsök kastanna, sömu- leiöis alkóhól, tóbak og of Htill svefn. Margir hafa fundiö að ýmsar fæöutegundir geta veriö sem meðul við migrene, svo sem súkkulaöi, baunir appelslnur eöa annað. En ekki gildir þaö sama fyrir hvern sjúkling, og að finna þaö eina rétta er eins og að leita að nál I heysátu. Margir læknar ráöleggja sjúklingum að hafa ekki lágt undir höfðinu, er þeir sofa, heldur að hafa koddann sirka 20 cm. háan. Þetta er þó ekki lækning á sjúk- dómnum, heldur aðeins til hjálpar, og hindrar frekar köst. Er migrene nokkuð, sem gengur I erföir: Jú, og yfirleitt er þaö erft frá móöurinni, enda eru þaö aðallega konur sem fá migrene. Karlmenn eru I mjög miklum minnihluta. Það eru til konur, sem ekki fá migrenekast, nema einu sinni á ævinni. Þær vilja oft gleyma þessu kasti, en samt getur það oröið þess valdandi, að annaö- hvort sonur eða dóttir erfir sjúkdóminn. Fyrsta migrenekast barns getur lýst sér þannig, aö þau verða mjög föl, fá dálítinn hita, hafa litla sem enga matarlyst, kasta upp og fá meltingar- truflanir. Meöan barniö er það lltiö, að það getur ekki sagt, að það se' með höfuöverk, er það ekki nema eölilegt, aö móöirin haldi, að barnið sé aöeins með slæmsku I maga eða annaö sllkt. Getur það þá hjálpaö að leita læknis nógu fljótt, eftir að fyrst finnst migrenekast? Jú, vissu- lega gerir það þaö. Migrene er þó ekki sjúkdómur, sem hægt er aö lækna.hvorkimeöuppskuröi eða nokkru ööru, en það er hægt aö hindra, aö þaö breiðist út. Það eru til meðul, sem verður að taka um leið og fyrst finnst fyrir kasti, og geta þau oft verið mjög gagnleg. En margir og flestir læknar segja þó, að það, sem einna helzt getur hjálpað sjúklingi, er það að finna rikjandi skilning, en þaö viðhorf sem er rlkjandi hjá svo mörgum er aö sjúklingurinn sé aöeins Imyndurnarveikur fram ur hófi, eða meö venjulegan höfuöverk. —EA HÁFIÐ ÞÉR SHODAÐ BtdS, HUSGOGNIN OKKAR? Bymr fá Bsett relkomna? ATVINNUREKANDI VERKTAKI Vertu reiðubúinn að mæta ófyrirsjáanlegum óhöppum með vel tryggðu hjá Almennum. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARg Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.