Vísir - 06.06.1972, Page 1

Vísir - 06.06.1972, Page 1
62. árg.—þriðjudaginn 6. júni 1972—125 tbl. Keppir hún fyrir Tæplega Hiára islenzk stúlka, sem bvr i Kandarikjunum, liefur vakið mikla athygli fyrir fræknleik sinn i skiðaiþróttum, — einkum bruninu, sem fáar konur fást til að taka þátt i, enda háskaleg iþrótt. Knda þótt Aslaug Úlfarsdóttir sé i raun islendingur, vilja Bandankja- okkur eða USA? menn bjóða lienni að æfa hjá einum frægasta skiðaþjálfara heims i Frakklandi, — og stlla upp á að hún verði meðal Oly mpíuþátttakenda 1976, i Denver. Kn keppir hún þá sem islendingur eða Bandaríkja- maður? —SJA BLS. 8 og 9 Skrúfar kokkaverkfall fyrir vínveitingar? B MölU — Hanníbal fœr daglega skýrslu til Svíþjóðar „Við höfum rætt þetta mál og það er atriði sem þarf athugunar við, hvort draga eigi úr vinveitingum þegar ekki er hægt að selja heitan mat" sagði Baldur Möller hjá dómsmálaráðu- neytinu i samtali við Vísi i morgun. Eitt meginskilyrði þess að fá vinveitingaleyfi er að geta boðið gestum uppá heitan mat og þvi er það spursmál hvort hótelin megi selja vin þegar þau geta ekki selt heitar máltiðir. Baldur Möller taldi liklegt, að ekki væri unnt að banna vinsölu i kokkaverkfallinu, en sagði að málið væri i athugun hjá ráðuneytinu. Samkomulagshorfur i mat- sveinaverkfallinu eru taldar slæmar eins og málin standa núna. Enginn sáttafundur var i gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. llannibal Valdi- marsson samgönguráðherra dvelur nú i Sviþjóð og Magnús Torfi, sem er varamaður Hanni- bals i samgöngumálum, er einnig erlendis. Ilannibal hefur hins vegar fengið skýrslur um gang mála á hverjum degi til Sviþjóðar, en ekki er ákveðið hvenær hann kemur heim eða hvort hann flýtir för sinni vegna þess ástands, sem verkfallið hefur skapaö. —SG Bros hótelgesta farin að stirðna — smurða brauðið ekki spennandi lengur — Gætum við fengið grillaðu kjúklinga, sögðu elskulegir mcnn sem brugðu sér i veitingast. Neðribæ i gærdag. Afgreiöslu- stúlkan tók þcirri bón vel og eftir skamma stund höfðu þeir fengið ilmandi kjúklinga á borð sitt. Kn þá kom i Ijós að hcr voru verk- fallsverðir matsveina á ferö. Þyngdist mjög á þeim brúnin, þegar þeir fengu óskir sinar upp- fylltar, og gengu þeir inn i kokk- hús staðarins og slökktu þar á eldunartækjum. Eigandinn stóð þá i eldamennsku og tók hann þvi viðsfjarri að leggja niður störf. Hann væri ekki i Félagi matreiðslumanna og þvi kærði hann sig kollóttan um þettaverk- fall. Fór hann með sigur af hólmi og saddi hungur manna allt til kvölds. Hótelgestir brostu út undir eyru i hádeginu i gær, þegar þeim var réttur smurbrauðslisti i mat- sölum. Erlendum gestum þótti þetta hin bezta tilbreytni og hugðu gott til glóðarinnar að geta sagt frá þessu ævintýri þegar heim kæmi. En brosið var farið að stirðna i gærkvöldi, þegar brauðlistinn var réttur þeim á ný. Fraus það alveg á sumum gestum og kvörtuðu þeir hástöfum yfir þvi að geta ekki fengið neinn heitan mat. Hðtel Esja hefur gripið til þess ráðs að selja snarl aðeins til hótelgesta og þar er morgun- verðarborð til afnota fyrir gesti allt til kvölds. Hins vegar hefur Hótel Loftleiðir orðið að endur- greiða sumum gesta sinna kalda borðið sem þeir greiddu fyrir við komuna hingað. Stærri hótelin hafa gert ráðstafanir til að láta fréttir af verkfallinu berast til viðskiptavina sem væntanlegir eru þessa dagana, svo þeir viti að hverju þeir ganga þegar þeir eru komnir til landsins. —SG Sólskin í dag og ó morgun Það er útlit fyrir ágætis veður bæði sunnan og vestan til á land- inu i dag, hægviðri og sólskin, segja þeir á Veðurstofunni. Og ekki nóg meö það, því að mjög sennilega ætlar þetta ágæta veöur að haldast langt fram á morgundaginn. Þeir þurfa svo sannarlega ekki að kvarta túristarnir sem hafast við i tjöldunum f Laugardalnum. Reykjavikin er eins gestrisin og henni framast er unnt. Sennilega verða kápur og frakkar algjörar óþarfaflikur i dag, þvi hita er spáð frá 10-14 stig. i morgun var reyndar ekki nema 7 stiga hiti hér sunnanlands, og ekki nema 4 stiga hiti norðan til á landinu. En sé fariö á aðrar slóöir, þá er þar i dag skýjað og sennilega nær ekki að létta þar til þótt liöi á daginn. Gott veður, gott fólk! Visismenn yfirgafu sól- bakaðar skrifstofur blaösins eins fljótt og auðið var, — þeir sem voru svo heppnir aö vera sendir út i sólina I gærdag. Þeir tóku tali nokkra ágæta menn og konur. pessi nroshyra og lallega stúlka var ein af þeim sem varð fyrir barðinu á þeim, en hún var i óða önn aö ditta að blómabeö- um i Laugardalnum. Sjá Visir spyr og góðveðurs- rabb á bls :t. r „Islenzka stjórnin að falli komin", segir NTB „Flestir islendingar telja að þingslit verði í haust og að þá fari aftur fram kosningar, eða að mynduð v e r ð i m i n n i h I u t a - stjórn..samsteypustjórnin á islandi ræður ekki við verð- hólguna, eða kemst ekki niður á neitt ráð til aö leysa úr henni. Stjórnarkreppa á islandi... segir Helge Gieverholt, fréttastjóri Ntb, sem nýlega var á islandi. Sjá bls. 5.' Lax, lax, lax — handa Ameríkönum Það cr ódýrast að veiða á islandi. Það er heilsusam- legast, skemmtilegast og frumlegast...eða þannig er amk. inntak greinar, sem i vor birtist i viðlesnu banda- risku veiðimannatímariti. Segir þar að allar islenzkar laxveiðiár séu tærar, fagrar og fullar af laxi! Sjá grein á bls. 6. Silungsrœkt fyrir Fríkirkjuna Það þykir bera vott um kristilegt hugarfar að plægja akur náungans. Hann verður þvi að teljast sannkristinn hann Sigurður Jónsson, sem hefur vcrið aö dunda við að rækta silung og jafnvel lax i Tjörninni. Við „stóðum hann að verki”, þar sem hann var að hleypa niður silungs- seiðum. — Og fyrir hvcrn? Að þvi er bezt er vitað á Frikirkjan veiðiréttinn i Tjörninni. Sjá bls 2. Norska ungfrúin Feguröardrottningar þeirra „frænda vorra” Norðmanna hafa oft þótt einstaklega vel af guði gerðar og hlotið marga stóra titla á alheims- sýningum. Við hirtum mynd af nýkjörinni „frænku” vorri á NÚ-siöunni á bls 4. Dýraverndarmenn ekki sofnaðir á verðinum Þvi hefur verið haldiö fram af lesanda i dálkinum Lesendur hafa orðið, að dýraverndunarfélögin svæfu á verðinum, Nú svara dýra- verndunarmenn i dag og kveöast ætla að hafa sam- band við hcstamannafélagið Fák út af meintri illri með- ferð á hrossum. — Sjá bls 2.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.