Vísir - 06.06.1972, Qupperneq 2
2
VÍSIR. Þriðjudagur 6. júni 1972.
VfCIRSPYR:
Finnst yöur, aö þér hafið
nægan tíma til að njóta
sólarinnar?
Jóhanna Jóhannesdóttir, starfst.
hjá Nóa: Já, svo framarlega sem
sólinni þóknastaðskina, þá hef ég
góðan tima til að njóta hennar.
Lára Þórarinsdóttir, nemandi:
Nei. Ég gef mér mjög litinn tima
til þess að sleikja sólskinið, vegna
þess að vinnutiminn leyfir það
ekki.
Þórdis llauksdóttir: nemandi:
Nei, eiginlega ekki. Annars reyn-
ir maður auðvitað að nota öll
tækifæri, sem gefast frá vinnu, en
þau eru alltof fá.
Erlendur Vigfússon, verka-
maður: Ég veit það nú satt að
segja ekki. Jú, ætli maður hafi
ekki nokkuð góðan tima til þess.
Ég vinn nefnilega þannig vinnu,
að ég gæti svo sem legið á Arnar-
hólstúninu hálfan daginn eða svo.
Sigmundur Simonarson,rafvirki:
Það vill nú svo til, að ég er i
sumarfrii og get þess vegna leyft
mér að slappa aðeins af i sólinni.
Að öðru leyti hef ég ekki tima til
þess, þar sem ég vinn inni við alla
daga.
Þórdis Bjarnadóttir, bankamær:
Nei, alls ekki. Eini timinn, sem ég
hef til sólbaða, er um helgar, og
þá er sólin yfirleitt annars staðar
en hún á að vera, eða þá ég orðin
of þreytt til að njóta hennar.
Á Fríkirkjan
veiðirétt að
•• • •
Tjornmm?
spyr silungsrœktarmaður í Tjörninni
Silungsrækt i Tjörn-
inni er hafin að minnsta
kosti ,,stóðum við einn
að verki” um hádegis-
bilið á laugardaginn.
Sigurður Jónsson, hinn
gamalkunni skákmað-
ur bograði yfir fötu i
suðurtjörninni, fullri af
bleikjuseiðum.
„Nei nei, þetta er
ekki fyrsta sinn sem ég sleppi
seiðum hérna i Tjörninni,”
sagði Sigurður, „mér datt i hug
að reyna þetta fyrst i sept. s.l.
og setti þá niður dálitinn slatta
af seiðum. Ég get ekki séð að
nokkur geti bannað mér þetta
og lit á þessa iðju sem náttúru
vernd fremur en skemmdar-
verk.
Það er merkilegt, að engum
skuli hafa dottið þetta i hug fyrr,
vegna þess að það er ekkert þvi
til fyrirstöðu, að rækta góðan
silung i Tjörninni. Nóg æti er
fyrir hann, vatnið er volgt og
botnfrýs ekki, og svo á hann
greiða leið út i sjó.
Silungurinn verður ekki ónáð-
aður af öndunum errda«£ru þetta
ekki fiskiendur heldur lifa þær
á svifi og alls konar jurtum.
Ég hef lika prófað laxaseiði
hérna, en þetta er nú bara sak-
laust hobbi hjá mér,” segir Sig-
urður, sem hefur góða reynslu
af ýmiss konar dýrarækt, hefur
m.a. tamið mink og á Land-
búnaðarsýningunni 1968 sýndi
hann tvo hrafna sem hann hafði
tamið og margir muna eflaust
eftir.
Það væri vissulega gaman að
fylgjast með þessum tilraunum
Sigurðar og hvort fleiri fetuðu
ekki i fótspor hans. 1 erlendum
borgum þekkist það að i tjörn-
um og lækjum sé ræktaður
fiskur og er það algeng sjón, að
menn stundi þar veiðar sinar I
ró og spekt. Sigurður kvaðst að
lokum hafa heyrt það af göml-
um munnmælum, að Tjörnin
væri álagablettur og að Fri-
kirkjan I Rvk. ætti veiðirétt aö
henni, en skyldi það aftra mönn-
um nokkuð frá þvi að rækta sinn
silung i friði?
Siguröur Jónsson með bleikjuseiði i iófanum, tilbúinn aö sleppa því í
Tjörnina.
■
Ferðir um hálendið í byrjun júlí
Sagt var frá hálendisferðum
Kerðaskrifstofu Úlfars Jacobsen
og Guömundar Jónassonar fyrir
stuttu í blaðinu, en það eru fleiri
aöilar, sem sjá almenningj fyrir
ferðuin um hálendið.
Ferðafélag tslands hefur um
margra ára skeið séð um að koma
fólkinu á hálendið og annað, og
fyrsta ferðin um hálendið veröur
farin 7. júli, og stendur sú ferð I 8
daga.
LESENDUR
JkHAFA
/áWi orðið
„III meðferð
á hestum"
Undir þessari fyrirsögn, i Visi,
2. þ.m., er spurt, hvort Dýra-
verndunarfélagið sé ekki lengur
starfandi, eða hvort það hafi sofn-
að á verðinum. Og tilefni spurn-
inganna er það, að spyrjandi hef-
ur „oftar en einu sinni séð menn
festa hesta sina aftan i bila og aka
siðan um allar trissur með hest-
inn bundinn við bilinn”. Af frh.
kemur i ljós, að spyrjandi hlýtur
að hafa séð þetta nokkrum sinn-
um, þvi að hann segir: „Sumir
aka að visu hægt og varlega, en
þvi miður er ekki hægt að segja
það um alia.” Og úr þvi að hann
hefur séð þá „aka um allar triss-
ur”, hlýtur hann aö hafa fylgzt
nokkuð með þeim og trúlega tekið
númer einhverra bilanna. Og þar
sem spyrjandi er áhugamaður
Ferðir Ferðafélagsins eru að
þvi leyti frábrugðnar öðrum ferð-
um, að fólk verður algjörlega að
sjá sér fyrir fæði sjálft, en i stað
þess að búa i tjöldum er búið i
húsum félagsins viðs vegar um
landið
Alls verða farnar 27 mis-
munandi sumarferðir á vegum
Ferðafélagsins i sumar, sumar
eru aðeins helgarferðir og er þá
farið i hálendisferðir. Getur fólk
dvalið á fjöllum viku og beðið
eftir næstu ferð, ef það óskar
þess.
Aðrar eru lengri ferðir og er sú
lengsta 12 daga ferð, sem farin
hefur verið um árabil. Sú ferð
verður farin 9.‘ágúst, og verður
þá farið um öræfin um
Gæsavatnaleiðina.
Og það má nefna þær fleiri
hálendisferðirnar. 14. júli verður
farið í Kerlingarfjöllin fyrst, og
um góða meðferð á hestum, hefði
hann átt að gefa stj. DR upplýs-
ingar um númerin i stað þess, að
þvi er virðist, ganga að þvi gefnu,
að stjórnin eða félagsmenn vissu
þau.
Stjórn DR er spyrjanda eigi að
siður þakklát. Athugasemdir
24. ágúst verður farin 4 daga ferð
i Trölladyngju, og siðan verður
önnur 12 daga ferð i ágúst, og
verður þá farið um Norðaustur-
land, um Borgarfjörð, Snæfell og
fleira.
Enn hefur ekki verið fært á
hálendið en senn liður að þvi að
allir sem vettlingi geta valdið fái
tækifæri til þess að skoða sig um á
þeim slóðum svo og annars
staðar. EA.
hans ber án efa fyrir augu
margra hesteigenda, og vonandi
hinna seku. Og trúlega taka þeir
þær til greina, þvi að vafalaust
má telja, að hestaeigendur vilja
fara vel með hesta sina, þótt fyrir
komi misbrestur, — en varla af á-
setningi. — Enda hefur eigandinn
þvi meira yndi af hesti sinum sem
hann fer betur með hann.
Stjórn DR mun hafa samband
við stjórn Fáks i sambandi við
þetta mál. — fyrirfram er vist, að
hún mun gera sitt bezta til að
fyrirbyggja slæma meðferð á
hestum.
M. Skaftfells
Bréf um mjólkur-
hœkkunina
Lesandi einn hringdi i blaðið og
vakti máls ij á mjólkur-
hækkununum, sem sifellt hafa
dunið yfir undanfarin ár. Eitt
væri þó einkennilegt, að þegar
mjólkin hækkar, þá hefur t.d verð
á rjómais alltaf staðið i stað siðan
1962, utan eina hækkun sem var
svo lagfærð, svo isinn komst i
sama verð aftur. Hvernig er það,
er rjóminn kannski greiddur
niður eins og sumar land-
búnaðarvörur?