Vísir - 06.06.1972, Síða 5

Vísir - 06.06.1972, Síða 5
VtSIR. Þriðjudagur 6. júni 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Átök í Stokkhólmi — 700 manns gengu gegn umhverfisráðstefnunni — reyksprengjum kastað — 25 handteknir Um 700 manns gengu i gær mótmælagöngu um götur Stokkhólms og að aðsetri hverfisráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem hófst i gær. Var mót- mælafólkið ódælt, að þvi er Ntb segir og varð að fjölga i log- regluliði utan við fundarsali ráðstefn- um- unnar. Köstuðu göngumenn reyk- sprengjum og tómum flöskum að lögreglunni, og urðu næsta hörð átök milli lögregluliðsins og göngufólksins. Voru 25 úr mótmælahópnum handteknir, en um 200 lögreglumenn slógu hring um ráöstefnustaðinn. Sviptingar urðu i miðborg- inni, þar sem ráðstefnan er haldin, og voru margar rúður brotnar i gluggum verzlana og viðar, t.d. i bandarisku verzlun- armiðstöðinni og hjá spánskri ferðaskrifstofu. Mótmælafólkið hélt þvi fram að ráöstefna sem þessi i Stokkhólmi ætti engan rétt á sér vegna þess að á henni yrði hin raunverulegu, alvarlegu um- hverfisvandamál aldrei leyst. Umsjón: Gunnar Gunnarsson Heillaóskir og hótanir — Angelu Davis bórust heillaóskir ur öllum óttum — og nú verður efnt fjórsöfnunar henni til styrktar Humphrey úr sögunni Ekkert varö úr því að þeir kappræddu i sjónvarpi i gær, demókrataþingmenn- irnir bandarísku, Humphrey og McGovern. Ákveöiö haföi veriö að þeir leiddu saman hesta sina í gær, þegar Ijóst lægju fyrir tölur úr prófkjörinu í Kali- forniu. Síðustu tölur úr talningunni benda hins vegar til hrapallegs ósigurs Humphreys, en þetta prófkjör i Kaliforniu er einn helzti vegsteinninn á leið þingmanns til forsetaframboðs. Allt bendir nú til þess að McGovern verði fram- bjóðandi demókrata, en endan- lega verður úr þvi skorið á flokks- þingi þeirra i.júlibyrjun. Fréttir i gærkvöldi hermdu að McGovern væri með 20% fleiri atkvæði i Kaliforniu en Humphrey. Gallup segir að samkvæmt skoðana- könnun sé llumphrey hrapaður niður i þriðja sætið, næstur á eftir Wallace, sem þó tekur ekki opin- berlega þátt i kosningum þessum. Sýrland og Irak voru samtaka í þvf i slðustu viku, að þjóðnýta erlend oliufélög, þeirra á meðal Standard Oil og Mobil Oil co. lrak þjóönýtti oliulindirnar á iranskri grund og Sýrlendingar olluleiðsluna sem liggur um land þeirra út að strönd Miðjarðarhafsins. GRÍSK-KÍNVERSK STJÓRNMÁLATENGSL Griska stjórnin tilkynnti i gær, að Grikkland myndi taka upp stjórnmálasam band við Kina. Sagði i opinberri tilkynningu frá Aþcnu i gær, að griska stjórnin myndi ekki viðurkenna neina stjórn Kina, nema þá i Pcking. Fyrst i stað verður diplómatiskt samband landanna milli am- bassadora Grikkja og Kinverja i Albaniu. Angela Davis getur vist verið ánægð með viðtökurnar, nú þegar hún eftir 22ja mánaða fangelsis- vist gengur út frjáls manneskja. Heillaóskaskeytum hefur rignt yfir hana — og þeirra á meðal barst eitt i gær frá bænum Keggio Meilia á ttaliu, en sá bær útnefndi Davis heiðursborgara meðan hún enn sat i fangeisinu. Rithöfundurinn frægi, James Baldwin, sem nú býr I Parls, hringdi i Angelu og bauð henni að koma til hvildar og hressingar á heimili hans i Paris. En þótt mikill fjöldi fagni sýknu Angelu Davis, eru þó til sálir, sem vilja stúlkunni illt. 20 sinnum hafa aðstoðarmenn hennar eöa vinir, sem aöallega standa i móttöku heillaóskaskeyta, orðið að hlusta á morðhótanir gegnum sima. Það væri hins vegar ekki Angelu likt að taka slikt nærri sér. í gær sinnti hún engum sim- hringingum, heldur svamlaði um i heitri laug, sat i gufubaði og velti vöngum yfir væntanlegu frii, sem hún ætlar i. Angela talaöi til ekki sjálf við svertingjarit- höfundinn Baldwin, þannig að hún vissi ekki um boð hans i gærkvöldi. Sem kunnugt er, var Angela Davis ákærð og saksótt fyrir morð, mannrán og samsæri, Kviðdómurinn i San Jose, þar sem hin 13 vikna löngu réttarhöld fóru fram, sýknaði þessa 28 ára gömlu stúlku hins vegar — þótt margur byggist raunar við hinu gagnstæða, þar eð allir kvið- dómendur voru hvítir menn. Angela stendur nú andspænis nýju vandamáli að fangavistinni lokinni: Hún veröur með ein- hverju móti að verða sér úti um peninga til að borga þann kostnaö sem hlóðst upp vegna réttarhald- anna. Ætlunin er að halda samkomu mikla þann 29. júni n.k., og á að verja þvi fé sem inn kemur til styrktar Angelu. Ekki er vist að hún komi sjálf fram á samkomu þessari, en vitað er um ýmsa þekkta bandariska skemmtikrafta, sem hafa fullan hug á að gefa henni og mál- staðnum vinnu sina. Lon Nol endurkjörinn Lon Nol, núverandi forseti Kambodiu, vann glæstan sigur I kosningum þar I landi i gær. Fékk hann næstum þrisvar sinnum fleiri atkvæði en mótframbjóð- andi hans, In Tam, fyrrum forseti þjóðþings Kambodiu. Lon Nol fékk 60,76 prósent greiddra atkvæða, en In Tam fékk 21,89 prósent atkvæða- magnsins. Þriðji frambjóðandinn, Keo An, sem i kosningabaráttunni lofaði að Sihanouk prins, fyrrum þjóð- höfðingi Kambódiu, fengi aö koma aftur til föðurlands sins, fékk 17,24 prósent atkvæða. , Bæði In Tam og Keo An hafa kært framkvæmd kosninganna. 2#f „Stjórnarkreppa ó Islandi — segir Ntb og spáir að slitni stjórnarsamstarfið í haust og að efnt verði til kosninga þá eða myndunar minnihlutastjórnar „Ekki þarf maður lengi að ganga um götur Reykjavikur, eða taka marga menn máli, þar til maður verður var við vangaveltur íslendinga um stjórnarkreppuna á íslandi”, segir frétta- stjóri norsku fréttastof- unnar Ntb i grein sem þessi norska fréttastofa sendi út í gærkvöldi. Norski fréttastjórinn, Helge Gieverholt, hefur dvalizt nokkra daga á islandi, og m.a. hefur Ntb sent út eftir hann grein sem fjallar um Nato-stöðina i Keflavik. Segir hann I greininni um „stjórnarkreppuna”, að allur al- menningur I Reykjavik velti nú fyrir sér, hvort rikisstjórnin sé að springa á limminu, hvort Alþingi verði leyst upp og aftur gengið til kosninga fljótlega. „Ollum er ljóst”, segir Ntb, „að vanda- málin, sem þessi samsteypu- stjórn þriggja ólikra flokka stendur nú andspænis eru um- fangsmikil — og ekki fer hjá þvi að flokkarnir þrir sem stjórnina mynda, hafi hver sina skoðun á þvi, hvernig beri að leysa þessi vandamál. Það er ekki útfærsla landhelg- innar i 50 milur, sem er vanda- málið. Um þá útfærslu eru allir sammála. Heldur ekki kosninga- yfirlýsing stjórnarinnar um að bandariska herliðiö i Keflavik skuli fara af landinu fyrir árið 1975 — það mál verður ekki að tundurþræði strax. Um er að ræða þróun efnahagsmála á Islandi, og eftir öllum sólar- merkjum aö dæma, stendur sam- steypustjórnin nú andspænis mik- illi prófraun. Stjórnarflokkarnir þrir munu tæpast ætla séð að berjast við verðbólguna með sömu meðulum. Strax þegar þessi rfkisstjórn var mynduð eftir alþingiskosn- ingar i júni fyrra, var Ijóst að jafnvel ekki þá var samkomuiag um stjórnina. Stærsti flokkur samsteypustjórnarinnar er Framsóknarfiokkurinn, sem upp- runalega var bændaflokkur, en eftir að flokkurinn náði fótfestu i þéttbýli, hefur hann sveigst að- eins til vinstri og nálgast svolitiö sósialdemókrata. Númer tvö er svo hið svokallaða Alþýðubanda- lag, sem er ekki eiginlegur kommúnistaflokkur, en innan þess eru þó kommúnistar og hafa áhrif á stefnuna. Loks er svo hinn smái flokkur, Frjálslyndir og viristrimenn, flokkur sem i einu og öllu er byggöur kringum Hannibal Valdimarsson, fyrr- verandi forseta Alþýðu- sambandsins. Þessi flokkur liggur einhvers staðar á milli Alþýðubandalagsins og hins hægri sinnaða sósialdemókrata- flokks,sem er i stjórnarandstöðu. Þessi samsteypustjórn stendur nú andspænis mikilli veröbólgu- þróun, sem á orsaka að leita til allríflegra kauphækkaná, sem nú er hins vegar veriö að velta út i verðlagið. Og einnig á mikill inn- flutningur sök á viðskiptahalla Islendingar við útlönd. Arið 1971 var hann sex milljarðar isl. króna. Samhliða þessu hefur út- flutningur staðið i stað ekki hvað sizt vegna þess að framleiöslu- kostnaður innanlands vex. Óopinber rannsókn bendir til að sala á aðalötflutningsvöru tslend- inga, freöfiski, muni skreppa saman um 70% oger þá miðað við timabilið frá hausti 1970 til haustsins 1972. 1 Reykjavík reikna menn almennt með aö stjórnarkreppan komist fyrst á verulega alvarlegt stig i haust. Spurningin er fyrst og fremst sú, hvort samsteypu- stjórninni takizt sameiginleg barátta gegn verðbólgunni, eða hvort samstarfið bregzt. Er nú ákaft rætt um þessa hluti I Reykjavik, og virðist mönnum helzt að tvennt komi til Minni- hlutastjórn Framsóknarflokks- ins og Frjálslyndra — undan- komuleið sem allir munu telja að leiði til nýrra kosninga fljótlega, og svo hins vegar myndun nýrrar samsteypustjórnar. T.d. hafa Framsóknarflokkurinn, Sósialdemókratar og flokkur Hannibalsátt iviðræðum, en enn er þó allt óvist og verða málin að skýrast mjög áður en róttækar breytingar verða. Tító fékk Lenín- orðu Joscf Bros Tito, forseta Júgóslaviu, var i gær veitt Lenin- orðan i Moskvu. Tito er nú i Moskvu i opinberri heimsókn — og þykir mörgum skjóta skökku við, þegar þess cr gætt, að fyrir 20 árum var Titó kallaður erkifjandi Sovétrikjanna, þar cð hugmynda- fræði hans passaði ekki alveg við þá, sem i gildi var i Sovétríkjun- um. Titó kom til Moskvu i gærdag snemma, og siðdegis var honum veitt Lenin-orðan við hátiðlega athöfn i Kreml. Titó verður fimm daga i Sovétrikjunum að þessu sinni, en hann hefur ekki komið til Sovétrikjanna, síðan Varsjár- bandalagsrfkin, með Sovétmenn i broddi fylkingar, hertóku Tékkóslóvakiu haustið 1968. Titó lýsti þá fyrirlitningu á hertöku Varsjárbandalagsins, og sagði að Sovétrikin og bræöraþjóðir þeirra hefðu engan rétt til að skipta sér af innanrikismálum Tékka. Siðan þetta var, hefur sambandið smám saman lagazt milli Titós og Bresjnevs, og fór Bresjnev i heimsókn til Titós i fyrrahaust. Á sinum tima var það Stalin, sem rak Titó úr alþjóöasamtök- um kommúnista. Nú fékk hann Lenin-orðuna fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir kommún- ismann, eins, og Ntb orðar það. Titó verður fimm daga i Moskvu að ræða heimsmálin og samband Sovétrikjanna og Júgó- slaviu við Bresjnev.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.