Vísir - 06.06.1972, Side 6

Vísir - 06.06.1972, Side 6
6 VÍSIR. Þriöjudagur 6. júni 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson "'Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Misheppnuð tilraun Ungur maður, og að þvi er virtist harla fáfróður ( um þróun stjórnmála á íslandi, ritaði stuttu eftir / siðustu borgarstjórnarkosningar grein i Timann, ) þar sem hann sagði m.a., að þær hefðu verið öðrum jj hérlendum kosningum merkilegri, um langt skeið, (( að þvi leyti, að þær vektu vonir um, að linurnar i (í flokkapólitikinni væru nú teknar að skýrast. Ekki // gat hann þó rökstutt þessa skoðun sina á sannfær- jj andi hátt. Þvert á móti voru allar hugleiðingar hans (\ um þetta mjög óljósar og viðs fjarri þvi sem æ*la (( má að stefni, ef ályktað er af heilbrigðri skynsemi // um þróunina næstu árin. ) Eftir skrifum þessa manns að dæma mun hann \ standa nærri eða vera i „heimatrúboðssveit” ólafs ( R. Grimssonar og þeirra félaga, sem hefur helgað/ krafta sina þvi háleita markmiði að sameina hin / svokölluðu vinstri öfl á Islandi i eina fylkingu. Að j sögn Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa rikis- ( stjórnarinnar, á sú hugmynd a.m.k. sem stendurí harla litlu fylgi að fagna meðal eldri og reyndari / framsóknarmanna. Blaðafulltrúinn sagði m.a. núj fyrir skömmu i Timanum: „Ljóst er, að samein-jj ingarmálið á i raun og veru mjög litinn hljómgrunn (( meðal þjóðarinnar. Þvi er aðeins haldið vakandi af (( mjög fámennum hópi manna, sem rekur það likt og// heimatrúboð”. Hann bætir þvi svo við siðar, aðj þátttaka i fundum þessara sameiningarmanna sið-j ustu mánuðina hafi að þvi að sér sé sagt „veriði þetta 8-14 manns. Fjölmennast hafi verið á einum/ fundi i Kópavogi, 17 manns, þar af 4 frummælendur/ og einn 10 ára drengur! Blaðafulltrúinn spyr tilj hvers þessi fyrirhugaða sameining eigi að vera ogj „fyrir hverja?” Hann komst að þeirri niðurstöðu,/ að hún mundi ekki leiða til annars en að „stokka/ upp form en ekki inntak eða stefnu og gæti i mesta / lagi breytt nöfnum manna i trúnaðarstöðum flokk-j anna. Það er allt og sumt. Varla verður það talinj rismikil hugsjón, bætir hann svo við. ( Hinn dæmigerði nytsami sakleysingi sem ritaði/ fyrrnefnda grein I Timann, kemst að þeirri broslegu j niðurstöðu, að það, sem hann nefnir hið „frjáls-j lynda fylgi” Sjálfstæðisflokksins, ætti að ganga i( Framsókn. Það mun þó mála sannast, að þeir/ fylgismenn Sjálfstæðisflokksins, ef einhverjir væru, j sem vildu skipta um flokk, mundu fyrr leita eitt-j hvað annað en til Framsóknar. En svona geta sumir j menn, sem taka að sér að skrifa um islenzk stjórn- ( mál, verið utangátta i þeim efnum. / En barnalegast af þvi öllu, sem þessi nytsamij sakleysingi segir i fyrrnefndri grein, er þó sú full- j yrðing, að „núorðið detti engum heilvita manni i( hug að kenna Alþýðubandalagið við kommúnisma.” // Þetta sé orðinn „ósköp skikkanlegur og lýðræðis-/ legur vinstri flokkur, sem ætti að hafa góða mögu- j leika á að skipa hliðstætt rúm i stjórnmálum hér- j lendis og jafnaðarmannaflokkar hinna Norðurland- ( anna i sínum föðurlöndum”. Sér eru nú hver/ „skikkanlegheitin” mun margur segja. Það máj furðulegt heita, að f jöldi manns á íslandi skuli trúa j þvi, að kommúnistar hér séu eitthvað öðruvisi en i j öðrum löndum, þótt þeir skipti um nafn á flokknum ( á nokkurra ára fresti og kalli sig nú Alþýðu/ bandalag. ) Rétt er að herða stigvélin vel að lærunum, annars fyllast þau af laxi, áður en þú kemst sjálfur úr þeim..segir bandarfskur laxveiðimaður, sem dvaldiá tsiandi i fyrra. „Laxlendinga" kalla þeir okkur — Island er að verða paradís laxveiðimanna ■ eða hefur alla tíð veríð. Þeir eru bara að uppgötva landið núnai Á íslandi drepa þeir laxinn i ám sinum i því- likum mæli, að talið væri óafsakanlegt i löndum eins og Kanada, Bandarikjunum og Noregi — löndum sem eiga við erfið mengun- arvandamál að striða, að ekki sé talað um út- hafsveiði i net. En íslendingar benda þér fljótlega á það, svona um leið og þeir troða i munn sér brauð- sneið með reyktum laxi ofan á, að laxveiði i án- um þeirra 60 fer stöðugt vaxandi. Ár frá ári stika fleiri laxar upp árnar. Og árnar eru ómeng- aðar og óumbreyttar af mannavöldum. Hugsið um þetta eitt andartak. Ofanrituð klausa birtist i marz- april hefti af timaritinu Fishing- World, sem er bandariskt og fjallar um laxveiði aðallega. í marz-april heftinu birtist firna- löng grein eftir Keith Gardner, mikil lofgerð um Island sem lax- veiðiland. Er Gardner hrifinn af flestu þvi, sem horfir við erlend- um laxveiöimanni hér — nema hvað honum leiðist, að landið skuli heita Island. Leggur hann eindregið til, að skipt verði um nafn og landið okkar kallað LAX- LAND. Svo nefnir hann raunar Islandið okkaralla grein sina út i gegn. Ódýrt — heilnæmt. Gardner skrifar mjög itarlega um aðbúnað og kjör laxveiði- manna hér. Hann ber saman verð á veiðileyfum hér og t.d. i Noregi, minnist á hótelverð, samgöngur, vatnið, loftið og ýmsar reglur i sambandi við veiðina. „Arið 1972 munu verða veiði- takmörk i sumum islenzkum ám, þannig að ekki má veiða þar fleiri en 7 laxa”, segir Gardner, „þetta finnst langflestum laxveiðimönn- llllllllllll Umsjón: Gunnar Gunnarsson um vera fremur grin en aftur- hald! ” Telur greinarhöfundur siðan upp margar laxveiðiár á Islandi — en finnst að vonum mest til um Elliðaárnar. „Arið 1969 veiddust þar 1.333 laxar, og var meðalþungi þeirra næstum 6pund. 1970 veiddust aft- ur rúmlega 1000 laxar...og Elliða- árnar renna gegnum Reykjavik, höfúðborgina miðja. Og hugsið ykkur. Reykviskur laxveiði- maður talar meö afsökunartón um að það séu hesthús á árbakk- anum, og að hugsanlega mengi hrossataðið ána. Þegar maður er hins vegar nýkominn frá New York, sem dælir óþverra mann- anna út i ár sinar, þá finnst manni vandamáliö ekki stórvaxið. Langá (i Borgarfiröi) er athyglisverð á, bæði hvað snertir fegurð og fiskimagn, einkum þó fyrir það hve litil hún er, aðeins ögn stærri en ár, sem Amerikanar myndu kalla silungslæk. Þverá er jafnvel enn merkari hvað snertir fiskimagn. Hvor árin um sig gaf af sér 2000 laxa i fyrra, og helmingur þess, sem veiddur var i net neðst i ánni, hefði auðveldlega getað veiðzt á stöng. Engar netaveiðar verða leyfðar i Norðurá i Borgarfirði neðan til i ánni 1972. A Laxlandi er ekki leyfilegt að veiða lax i sjó með netum, og til- tölulega litið er gert að þvi að veiða laxinn i net i ánum. Þegar þeir afnema þá netaveiði, sem fyrir er i Langá og Þverá, þá munu veiðast 4000 laxar mestan part á flugu I hvorri á — á 90 dög- um. Drottinn minn! Frá 07-22. Það er leyfilegt að veiða lax á Laxlandi frá klukkan 07 að morgni til klukkan 22 að kvöldi, að undanskildu þriggja stunda hléi um hádegi. Silung er hins vegar leyfilegt að veiða, þar til maður sjálfur dettur út I. Það er engin eiginleg nótt á Laxlandi yfir sumarið og þvi er viturlegt fyrir þá, sem ekki sofa fast, að hafa með sér eitthvað til að byrgja augun. Veiðikofarnir eru með húðum á gólfum og veggjum, og þvi er mönnum ráðlagt að skilja eftir stigvél sin utan dyra og ganga um á sokkunum. Laxlendingar notast við svefnpoka úr æðardún, silki- fóðraða innan. Þér mun geðjast vei að þvi. Lögum samkvæmt er laxveiði aðeins leyfð á þriggja mánaða timabili. Þetta tfmabil hefst ekki alls staðar á sama tima, þar eð lax gengur ekki jafnsnemma i ár norðan lands og sunnan...” Segir Gardner siðan, að lax á Islandi sé miðlungsstór, mjög stór reyndar i sumum ám, eins og t.d. Laxá i Aðaldal. Þar sé hægt að veiða i heila viku fyrir 750- 1.500 dollara (67.000 - 130.000 isl. kr.), og það finnst ríkum Amerikönum vist ekki mikið. Gardner bendir á aö i ánni Alta i Noregi, þar sem lax er mjög stór, venjuleg stærð er um 27 pund, kostar vikan frá 1.800 - 3.250 doll- ara (160.000 - 290.000 Isl. kr.). Siðan bendir greinarhöfundur á ódýrari leiðir til að komast i lax á tslandi. „Laxlendingar sjálfir eru þræl- iðnir tjaldbúðamenn. Meðfram öllum vegum sjá menn skærgul og blá nælontjöld. Og þú munt sjá landið. Svo til engin tré eru á Laxlandi. Afleið- ing þess er stórfenglegt útsýni, og fjallasýnin er þvilik, að það er sem maöur horfi gegnum tele- scope-linsur. Á Laxlandi sérðu allt á nýstárlegan hátt. Nema þegar þoka er og suddi, þegar rignir og þegar hellirignir, og þá er bezt að þurrka vætuna af gleraugunum og blessa regnið, þvi i vætutið tekur laxinn...”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.