Vísir


Vísir - 06.06.1972, Qupperneq 16

Vísir - 06.06.1972, Qupperneq 16
Frumsýning S txt i miðju stúdentsprófi Þaö hefur löngum þótt ærinn starfi aö lesa undir stúdentspróf, sömuleiðis aö leika sitt fyrsta stóra hlutverk, en aö gera hvort tveggja i senn, þaö gerist ekki á hverjum degi. Þaö gerist nú samt i dag, að 19 ára menntaskóla- stúlka Ragnheiður Steindórs- dóttir, leikur fyrsta stóra hlutverkið sitt i Iðnó, og hún er jafnframt i miðju stúdentsprófi. Við hittum Ragnheiði i morgun, þar sem hún var að lesa niðri i Menntaskóla og fengum að tefja hana i nokkrar minútur frá próflestrinum. Frumsýningin er i kvöld, og Ragnheiður kveðst hafa vaknað klukkan 7 i morgun til þess að lesa. Það er i leikriti Jökuls Jakobssonar, D&minó, sem Ragnheiður leikur fyrsta hlut- verk sitt i Iðnó, en hún hefur áð- ur leikið titilhlutverkið i Lysiströtu á Herranótt. Ragnheiður er dóttir leikar- anna Steindórs Hjörleifssonar og Margrétar ólafsdóttur. ,,Ég er nú orðin dálitið þreytt, en ég gleymi leikhúsinu að mestu meðan á próflestrinurri stendur. Svo ranka ég við mér klukkutima áður en ég fer inn á svið og þá kemur skrekkurinn.” ,,Hvort er erfiðara frum- sýningin eða próflesturinn.” ,,Ég er hræddari við prófið.” Ætiar þú að biða eftir rikis- leiklistarskóla, eða fara i Háskóla?” „Ætli það verði ekki of löng bið eftir rikisleiklistarskólan- um, en ég hef áhuga á að fara út að læra leiklist. Annars er allt óákveðið, ég hef ekki tima til þess að hugsa um það i bili.” Og þar með var Ragnheiður horf- in inn aftur með bækurnar sinar. ÞS. •*----------------m. Það er strembinn dagur hjá Ragnheiði i dag, en frumsýningarskrekkurinn dregur ekkert úr próflestrinum. Hún ætlar sér að lesá i allan dag. ,,Ég gleymi leikhúsinu að mestu á meðan,” segir hún. Stýrimenn sluppu með skrekkinn Miðar lítið hjá senumönnum — leiksviðsmenn Þjóðleikhússins standa i samningaþófi við ríkið — vilja launahœkkun til jafns við senumenn Sjónvarpsins Starfsmenn á sviði Þjóðleik- hússins eiga enn i samningaþófi við rikisvaldið. Vilja þeir fá sig hækkaða upp um launaflokka, cins og Vlsir skýrði frá fyrir skömmu. Enn mun litið hafa mjakazt i átt til samkomulags, senumenn gegna sinum störfum i myrkrinu að tjaldabaki, en þeir vonast til að Fólki er ráðlagt að baða sig ekki i Nauthólsvikinni þetta sum- arið, en reyna að notast hclriur við sunrilaugar eða aðra heppi- lega staði. Mengunin og óhreinindin eru orðin það mikil, að Nauthólsvikin er ekki lengur talinn nothæfur baðstaður, að minnsta kosti ekki þar til næsta sumar. En hvernig skyldi það vera með baðstrendur á sólarlöndum? Eru fá fram launahækkun, hliðstæða þeirri sem sjónvarpsmenn, þeir er hliðstæð störf vinna, fengu i vetur. Senumenn Þjóðleikhússins er i 11. - 13. launaflokki, en sjón- varpsmenn voru hækkaðir allt upp i 16. launaflokk. Samkvæmt samningunum eru senumenn skikkaðir til að vinna vissa aukavinnu, þannig að lítið þær nógu hreinar og ómeng- aðar til þess að hægt sé að birta freistandi auglýsingar um sólina og bláan sjó við gylltar strendur? Þeir sem bezt vita, segja strendurnar sums staðar i Evrópu siður en svo hreinni en hériendis, en samt eru þær taldar hæfar til notkunar og auglýstar stöðugt. Ekki er hægt að segja nokkuð um hve mengun i Nauthólsvik er mun þýða fyrir þá að beita auka- vinnuverkfalli kröfum sinum til framdráttar. ,,Það eru alltaf fundir annað slagið um þetta” sagði senu- maður einn, er Visir ræddi við i morgun, „en það er ósköp tak- markað sem gerist á hverjum þeirra, held ég” —GG mikil, að þvi er Þórhallur Halldórsson tjáði blaðinu i morgun, en eftir að gerlagróður þar hefur verið rannsakaður, hefur það komið i ljós að stað- urinn er alls ekki hæfur til þess að baða sig i. Víðtækari rannsóknir þurfa samt að fara fram til þess að hægt sé að segja um hve mengun er á háu stigi. —EA „Það er fljótt að koma uppi geysiháar upphæðir við hvert skip sem stöðvast” sagði Björg- vin Sigurðsson framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins i samtali við Visi i morgun. Mónudags- afréttarinn var of sterkur Það var mánudagur i mörgum i gær, alveg greinilega — enda sjómannadagurinn þar á undan. Og aflciðingarnar voru svo hrikalegar hjá sumum, að þeir hreinlega af báru það ekki öðru visi en rétta sig ögn af. En það bar meira á þessu á götum borgarinnar i gær en aðra mánudaga, þótt þá hafi kannski staðið svipað á. Sólin laðaði alla út í blíðviðrið, en i hitanum sveif afréttarinn hressilega á menn. — Þegar klukkan var orðin sjö, var lika búið að stinga 18 manns inn i Hverfissteininnn fyrir ölvun á al- mannafæri. Og þegar sólarhringurinn var liðinn, var búið að setja alls 34 inn i fangageymslurnar fyrir sömu sakir. — Það slagar hátt i venjulegt gamlárskvöld og þau föstudagskvöld, sem allt ætlar um koll að keyra. GP Skipaeigendur hafa ákveöiö aö ekki komi til skaðabótakröfu á hendur stýrimönnum vegna verk- falls þeirra, sem félagsdómur dæmdi ólöglegt i gær. Raunar var það skilyrði sett, þegar verkfall- inu var frestað eftir að það hafði staðið i fjóra daga, a'ð atvinnu- rekendur féllu frá skaðabóta- kröfum. Er ljóst að slikar kröfur hefðu skipt stórum upphæðum þar sem bæði er um að ræða rekstrartap og launagreiðslur til skipverja. —SG. Stunda enn skíðaíþrótt í Bláfjöllum Enda þótt veturinn hafi ekki verið snjóþungur og vorið verið blitt, þá voru talsvcrt margir enn á skiðum i Bláfjöllunum um siðustu helgi i geysigóðu veðri. Einn skfðamaðurinn sagði i við- tali við Visi að snjór hefði náð alveg niður á sléttu, og skilyrðin skinandi góð. Hinsvegar kvaðst hann ekki búast við að hægt mundi að fara þarna á skiði um næstu helgi, hlýindin væru slík, og snjólagið, sem þar var um siðustu heigi var orðið ærið þunnt. —JBP— Nauthólsvíkin hreinni en margar baðstrendur? Gifting að heiðnum sið í Grábrókarhrauni „Þetta var afskap- lega eftirminnileg nótt. Við vorum liklega um 70 manns, sem þarna vorum viðstödd, þar á meðal allt starfsfólkið hér á Bifröst. Það er ekki á hverjum degi sem maður er við- staddur svona ánægju- lega og óvenjulega at- burði.” — sagði Guðlaug Einarsdóttir, ein af starfs- stúlkunum á Bifröst i morgun, þegar blaðið hringdi til hennar og innti hana eftir brúðkaups- vígslu þeirri, sem fór fram i Grábrókarhraum vio soiarupp- rás i gærmorgun. Þar voru gefin saman þau Joan Halifax, mann- fræðingur frá Miami og dr. Stanislav Grof, geðlæknir frá Baltimore, samkvæmt eldforn- um siðareglum og framkvæmdi athöfnina séra Huston Smith prófessor i samanburðartrú- fræði. „Þarna voru viðstaddir þrir erlendir prestar, þar af einn lúterskur. Þau töldu liklegt að þessi gifting yrði talin lögleg i Bandarikjunum, en það verður athugað betur, þegar þau koma . þangað”. sagði Guðlaug. „Eigið þið nokkuð von á að fleiri láti vigja sig þarna i hrauninu?” „Það er ekki gott að vita. Ekkert hefðum við á móti þvi hérna á Bifröst. Þetta var alveg sérstaklega hátiðleg og falleg athöfn, enda veðrið einstaklega fallegt, þótt ekki væri mjög hlýtt. Presturinn, og brúðgum- inn voru báðir i islenzkum lopa- peysum, en brúðurin var í is- lenzkum skautbúningi. ” — sagði Guðlaug ennfremur. Brúðhjónin voru á alþjóðlegri ráðstefnu um sálfræði og sál- ræna liffræði þarna á Bifröst, en eru nú farin upp i Þórsmörk meðallmörgum ráðstefnugesta. ÞS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.