Vísir


Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 5

Vísir - 08.06.1972, Qupperneq 5
5 . , t I . » -.S?Cí 'ÍR" VÍSIR. Fimmtudagur 8. júni 1972. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Gunnar Gunnarsson BARNARD-BRÆÐUR REKNIR? ;3t3£J£J£J£J£J£J£J«J£J£J£J£JCJ£J£J£JtJO£J£JtJ£J£JC3t3£J£Jf3tJÍW — liðst ekki að tala á stúdentafundi um Apartheid í&ÖÍJÍ\JÍ\XJÍJÍ\\3ÍJCJCJÖÖ£${JC3SX3ÖCJÍÍÍ3i3ÍX3SJaíSaíS£3aSSKí Christian Barnard, skurðlækni í Höfðaborg, var i gær hótað því að honum yrði sagt upp störfum sem læknir, og hartaígræðslu fengi hann ekki lengur að stunda, ef bróðir hans, sem einnig er læknir, héldi fast við þá ákvörðun sína að halda ræðu á mótmælafundi stúdenta. Mótmælafund þennan átti að halda í Jóhannesarborg, Suður- Afríku. Maríus Barnard, sem er einn læknanna í þeim sérfræð inga f lokki í Höfðaborg, sem stundar hjartaigræðslur með Christian Barnard, er sagður mjög hlynntur þeim stúdentum sem berjast vilja gegn Apartheid — aðskilnaðar- stefnu ríkisstjórnarinnar i Suður-Afriku. Christian Barnard hefur nú verið sagt, að ef Marius ekki láti af óþekktinni, verði „búðinni lokað”, þeir Barnard- bræður fái ekki aftur að stiga fæti inn fyrir dyr Groote Schuur sjúkrahússins. Christian Barnard hefur sagt, að verið gæti að hann sjálfan langaði að halda ræðu fyrir stúdenta, en bróðir hans, Marius, væri algerlega ómiss- andi i hjartaígræðsluliðið á Groote Schuur, og væri ómögu legt að starfa þar áfram, ef hans missti við. Fyrst i stað var álitið að hótanir um stöðumissi þeirra bræðra beggja væru litið annað en hótanir og myndi ekki til þeirra koma, þótt Marius héldi ræðu. Á þriðjudagskvöldið eð var, sagði Marius hins vegar stúdentum, að hann hefði spurt ráðamenn Groote Schuur sjúkrahússins, hvort honum yrði sparkað, ef hann talaði hjá stúdentum, en þeim hefur verið bannað að koma saman ti! fundahalda og var honum svarað að um brottrekstur gæti hann verið algerlega öruggur. Þau stóðu á Arlanda-flugvelli við Stokkhólm þegar fulltrúar komu til umhverfisráðstefnunnar þar. Á vestin þeirra er m.a. letrað: Mannslif verður ekki bætt... þetta fólk er Vietnamar, sem skaddazt hafa alvar- lega af eiturgasi sem Bandaríkjamenn dreifa austur þar. Shionouk undrandi Norodom Shianouk, prins frá Kambodiu, sem nú hefur alilengi verið landflótta i Kina, sagði i viðtali við fréttamann blaðsins Washington Post, að Kinverjar hefðu ekki opnað hafnir sínar þeim sovézku skipum, sem siglt hefðu austur með Kina frá Vietnam. Lýsti Shianouk undrun sinni á framkomu Kinverja i garð Rússa — Kinverjar, sagði hann, standa i vinsamlegum samningum við Bandarikjamenn, meðan þeir ræða ekki við helztu bandamenn N-Vietnama, Sovétmenn. Allir látnir? Likast til er óhætt að telja þá alla látna, námumennina i Rhodesiu, sem lokuðust inni 'i námunni þar i fyrradag, þcgar sprenging varð. Þegar varð Ijóst að göng námanna höfðu fyllzt af eiturgasi, og ómögulegt reyndist að dæla lofti inn tii mannanna. Raunar var byrjað að dæia með loftdælum lofti niður i námuna, en þá varð gifurleg sprenging ofar- lega i námunni, og urðu björgunarmenn að hætta ailri leit. Námumennirnir eru rösk- lega 400, sennilega nær 430, sem farizt hafa, og langflestir svertingjar. Fáeinir mannanna munu vera hvitir verkstjórar eða tæknimenn. Námustjórinn hefur neitað að svara spurningum blaðamanna varðandi atburðinn. Heath W i Hofn — rœðir við Krogh um varnarmál og viðskipti Kdward iieath, brczki forsætis- ráðherrann, kom rétt fyrir hádcgið i dag til Kaupmanna- hafnar i tveggja daga heimsókn. Ileatli ætlar að ráðgast nokkuð við starfsbróður sinn i Danmörku, Jcns Otto Kragh. Munu þcir félagar ræða um vcrzlun landanna, viðskipti ýmis, tolla og KBK afstöðuna til annarra vestrænna landa, og svo um varnarmálin. Munu þeir báðir hafa mikinn áhuga á öryggis- málaráðstefnu fyrir Evrópu alla, og helzt að hún verði haldin fyrir árslok i llelsinki. Þá munu þeir fjalla um afstöðu Nató til Varsjársamningsins og einnig um hvcr áhrif fækkun i hcrliðum hafi á valdajafnvægið i Mið-Kvrópu. Heath — ræðir öryggisráö- stefnu Evrópu við Kragh RIFIST IIM SPRENGJURNAR — Forsvarsmaður Bandaríjamanna á Sfokkhólmsfundinum neitar oð svara spurningum um Víetnam — Koma kommúmistaríkin til ráðstefnunnar á endanum? Norðmenn hafa á Umhverfisráðstefnunni fylgt staðfastlega á eftir samkomulagi því sem gert var í Reykjavík í vor um reglur um mokstur úr- gangsefna í hafið. I gær, miðvikudag, var svo samþykkt á Stokk- hólmsfundinum að setja lögfræðinganefnd í að út- búa alþjóðlega samþykkt. Sú samþykkt á að kveða á um, hvaða efni það eru sem steypa má í haf ið, og hvaða efni það eru, sem hafa verður strangt eftirlit með varðandi eyðingu. Hvasst svar Bandaríkja- manna — Aaðalmaður Bandarikja manna á Stokkhólmsfund inum, Russek Train, svaraði i gærkvöldi snúðuglega gagnrýni þeirri sem Olov Palme, forsætis- ráðherra Svia, hafði i upphafi fundarins gert á hernaðarstefnu Bandarikjanna i Sa-Asiu — kall- aði sprengiárásir á eitt land varla geta kallast umhverfisvernd — en Train sagði að Palme hefði látið það eftir sér að draga sin hjartansmál og pólitiskar skoð- anir inn i umræður þingsins. Ræddi siðan um hve gifurlega Bandarikjamenn væru móögaðir, þvi ummæli Palme væru ekkert annað en napurleg árás — og skipti það Bandarikjamenn engu, þótt Sviar væru gestgjafar fund- arins. Train hélt svo blaðamannafund um klukkan 20 i gærkvöldi, og sagði hann þar, að hann væri sko enginn pólitikus, heldur um- hverfisverndarmaður, og að Vietnammálið yrði að taka upp og ræða á öðrum vettvangi, og það hefðu Bandarikin raunar gert fyrir löngu. Train var að þvi spurður hvort sprengjuárásir og annar hern- aður i Vietnam hefði ekki áhrif á umhverfi fólksins þar, og svaraði hann þá til, að hann gæti ekki um málið sagt, hann væri umhverfis- verndarmaður raunar, en ekki stjórnmálamaður. Koma A-Þjóöverjar? Enn þjarka menn um það á ráðstefnunni i Stokkhólmi, hvort hægt sé með einhverju móti aö fá A-Þjóðverja, og þá önnur kommúnistariki, til að koma til ráðstefnunnar. Helzt er talið, að nú verði að leggja hart að Sovétrikjunum og fá þau til að ganga fram fyrir skjöldu i málinu — koma sjálf til ráðstefnunnar og finna leið til að Austur-Þjóðverjar geti sótt hana. vísm SÍIVII 3 6611 I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.