Vísir - 08.06.1972, Blaðsíða 12
VÍSIR. Miðvikudagur 7. jUni 1972.
'lllllltlllllllllllNlllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll
y
MARLON BRANDO
hefur tekizt með leik sinum i
kvikmyndinni „Godfather” að
hnekkja næstum þvi meti, . sem
„Love Story” sló. Kvikmyndin,
sem verið hefur til sýnis i ame-
riskum bíóhúsum i 5 mánuði, hef-
ur nú þegar gefið af sér tvo og
hálfan milljarð isl. króna, en það
þýðir, að Marlon Brando er orð-
inn fjölmörgum milljónum rikari
en fyrir siðustu áramót.
ROGER VÁDIM
kvikmyndaframleiðandi hefur
hafizt handa viö töku myndar
sinnar um Don Juan — þeirri sem
Brigit Bardot fer með aðalkarl-
hlutverkið i. Samtimis voru
frumsýningar á mynd hans
„Hello” um æskuárin, unglings-
árin og ástina i grængresinu i
F'rakklandi. Þær frumsýningar
áttu sér stað sama daginn i bæði
Paris og Cannes. Myndin er ótvi-
ræð sjálfsævisaga og er byggö á
endurminningum þeim, er Vadim
hripaði á blað 18 ára gamall.
MICK JAGGER
söngvari hljómsveitarinnar Holl
ing Stones, er tekinn til við að
pakka niður dóli sinu og konu
sinnar. Ilann ætlar nefnilega að
l'lytja frá Frakklandi og aftur til
Englands. 1 viðtali við enskt blað
sagöi hann nýlega, að það væri
bezli staðurinn i veröldinni til að
búa á. Pað var aðeins ein ástæða.
sem lekk hann og félaga hans i
hljómsveitinni til að flytjast til
Frakklands: skatturinn.
ANN MARGRET
sú sænskættaða llollywood-kvik
myndaleikkona, sækir stöðugt i
sig veðrið i Ameriku. Ilún leikur
þar gjarna golf, bara ekki með
eins ómerkilegum tækjum og allir
hinir á golfvellinum. Bæði kyll'ur
og boltar eru úr 14 karata gulli.
Frank Sinatra, sem einnig er
þungt haldinn af golf-bakteriunni,
lætur slik býsn ekki einu sinni eft-
ir sér.
JANE FONDA
ameriska kvikmyndaleikkonan,
er ein þeirra mörgu og fögru
stúlkna, sem reynt hefur hjóna-
band með Roger Vadim. Hún lét
nýlega hal'a eftir sér ummæli um
það, sem áreiðanlega hafa fengið
kvikmyndakanlinn til að svelgjast
á rauðvininu sinu. — Gengi ég að
nýju i hjónaband með Vadim, þá
mundi ég setja það sem skilyrði,
að hann léti gera sig ófrjóan. Það
fengi hún hann vist ábyggilega
aldrei til að gera.
VINSÆLDAKOSNING
þýzka pop-blaðsins BHAVO er
nýafstaðin, og hafa islenzkir pop-
unnendur ábyggilega gaman af
að vita, hvaða hljómsveitir eru
efstar á blaði hjá þýzkum jafn-
öldrum þeirra. T. Rex náðu þar
efsta sætinu með næstum hundr-
að og eitt þúsund atkvæðum, 2.
Middle of the Road (52 þús.), 3.
Sweet (47 þús.), 4. Les Humprey
Singers (45 þús.), Creedence
Clearwater Revival (25 þús), 6.
Deep Purple (18 þús.), 7. New
Seekers (16 þús.), 8. Rolling Ston-
es (5 þús.), en siðan komu hljóm-
sveitirnar i þessari röð: Pop
Tops, Mungo Jerry, Bee Gees,
New World, Slade, The Beatles,
Led Zeppelin, The Flippers,
Emerson, Lake & Palmer, Uriah
Heep, Who og Redbone.
Umsjón:
Þórarinit Jón
Magnússon
FÍKNILYF VEKJA
EKKI ÁHUGA
RINGÓS STAR
— sem drekkur bourbon og
appelsín til að lyfta sér upp
JOHN LENNON Martin Lickert er nafn
stendurí málaferlum við
fyrrum bifreiðarstjóra
sinn, sem ritað hefur og
gefið út endurminningar
sinar, þar sem ekki
einungis betri hliðar bít-
ilsins og hinnar japönsku
eiginkonu hans eru opin-
beraðar, heldur einnig
þær, sem John hefði
viljað láta liggja grafnar
og gleymdar.
RINGO STARR hefur
hins vegar ekki yfir
neinu að kvarta, hvað
varðar viðtal það, sem
einkabilstjóri hans átti
við brezka blaðið Sunday
People um kynni sin af
trommaranum og söngv
aranum Ringó.
bilstjórans, en hann lætur ákaf-
lega vel af samskiptum sinum við
„skripakarlinn” úr The Beatles.
„Það er ómögulegt að finna
nokkuð neikvætt til að segja um
hann. Hann lifir tiltölulega frið
sömu lifi ásamt konu sinni og
þrem sonum, Zak, Jason og Lee,”
segir Lickert þessi.
„Fiknilyf, dulspeki og jókinn
Maharishi hafa engin áhrif haft á
hann. Jesúbyltingum og friðar-
baráttum hefur hann heldur ekki
sinnt. Hann bara er Ringó,” held-
ur hann áfram.
Ringó hefur sagt bilstjóranum
sinum það, að fiknilyf séu honum
engan veginn að skapi. Þau veki
engin áhuga hans. Eina skiptið,
sem hann hefur innbyrt LSD hafi
verið, þegar einhver hafi laumað
þvi i kaffibollann hjá honum að
honum óafvitandi. „Ferðin” sú
hafi ekki megnað að vekja hjá
honum annað en óhugnað og gera
hann enn frábitnari fiknilyfjum.
Fjölmargir vina Ringós - bæði i
hljómlistarheiminum og utan
hans, reykja hass reglulega, en
þeir fá ekki freistað pop-
milljónarans. Sé honum boöinn^
reykur lyftir hann aðeins
bourboen-sjússi sinum, sem
blandaður er appelsini, brosir og
afþakkar boðið vingjarnlega.
APPLE—BRUÐLIÐ
Þá fer Martin Lickert nokkrum
orðum um það, hversu óhugnan
leg óreiðan i Apple-skrifstofu
byggingunni hafi verið orðin
mikil, þegar verst lét. Hann telur
það hafa verið rétt gert af Paul að
fá það fyrirtæki leyst upp,
spillingin hafi verið orðin slik.
Hvorki Paul né Ringó voru
hrifnir af þvi, þegar þeir John og
George tróðu Allan Klein i fram-
kvæmdastjórastöðu fyrirtækisins
„Ringó fækkaði stöðugt ferðum
sinum i Apple—-skrifstofurnar
upp úr þvi. Þar fóru þau John og
Yoko lika brátt að ráða rikjum,
og íjárausturinn i ónauðsyn-
legustu hluti jókst um helming,”
segir bilstjórinn.
Okkur fannst það alls ekki svo ótrúlegt, þegar við lásum það f mynda-
texta með þessari mynd, að stúlkan þessi væri sú næst fegursta i heim-
inum þessa stundina. Þetta er hún Toni Rayward, 19 ára gömul, en hún
hafnaði i öðru sæti Miss Universe-fegurðarsamkeppninnar. Verðiaun-
in: Heils árs hrrattferö með módelsamtökum. Ef marka má meöfylgj-
andi mynd, virðist hún vel til þess starfs fallin.
Hann minnist þess meðal
annars, að áfengisreikningarnir
hafi hljóðað upp á hundruð punda
á viku. Það lifðu allir starfsmenn
fyrirtækisins eins hátt og þeir
megnuðu - enginn hafði áhyggjur
af eyðslunni. Tilhugsunin um
auðæfi yfirboðaranna jók æ meir
á bruðlið.
„Margir starfsmannanna höfðu
til að mynda komið sér upp
vönduðustu hljóm-
flutningstækjum á heimilum sin-
um á kostnað Apple,” segir
Lickert, og hann minnist einnig
réttrar og sléttrar skrifstofu-
stúlku, sem lauk ætið vinnudegi
sinum með þvi að hringja frá
skrifstofunni i elskhuga sinn, sem
staddur var mörg þúsund milur i
burtu. Liðlega fjögur þúsund isl.
krónur kostuðu þau simtöl á
timann.
Þessi fjallmyndarlegi kven-
maður, sem þarna slappar af
yfir kaffibolla og sigarettu, er
staddur á klippingaskrifstofu
þýzkra daghlaða i Hamborg.
Þjóöverjar eru óhemju duglegir
hlaðalesendur, og i Þýzkalandi
eru gefin út 535 dagblöö.
Samanlagt upplag þeirra er yfir
20 milljónir eintaka á degi
hverjum, og ekkert annaö land i
Efnahagsbandalagi Evrópu er
jafniðiö viö dagb|aöaútgáfu. Til
dæniis hafa þeir þarna i Ham-
borg 10 dagblöð, sem koma út i 5
milijónum eintaka á dag.
1 Hassiasveit eins og Þjóð
verjar segja, eru seld 124
mismundandi dagblöð og má
hamingjan vita, hver endist til
að pæla i gegnum það á hverjum
degi. Hljóta það að vera opin-
berir starfsmenn, sem halda
svona útgáfustarfsemi gang-
andi, þvi varla hafa aðrir tima
til að liggja i svona æðislegum
blaðalestri. En svo öllu gamni
sé sleppt, þá er það mjög freist-
andi að glugga i blað með svona
fallegri stúlku, eða hvað finnst
ykkur?