Vísir - 08.06.1972, Page 17

Vísir - 08.06.1972, Page 17
VÍSIR. Fimmtudagur 8. júnl 1972. 17 n í DAG | Q KVÖLD | | í DAG | D KVÖLD | n □AG Útvarp kl. 20,25: Leikrit: „Tuttugu og fjórar mínútur" eftir A. I. Kotjerga Leikrit útvarpsins i kvöld er eftir óþekktan Rússa, A. I. Kot- jerga, og er liklega samið fyrir nokkrum áratugum. „Tuttugu og fjórar mínútur” er biðtími ungs manns á brautarstöð eftir Iestinni sinni. Á stöðinni er einnig gamail maður, og taka þeir tal saman. Kveðst sá gamli vera haldinn hræðilegri tannpinu. Ungi maður- inn þykist hafa ráð við þvi, hann segist hafa meðferðis i farangri sinum tannpinulyf. Hins vegar muni hann ekki hafa tima til þess að róta I töskum sinum, vegna þess að hann haldi að iyfið sé vandlega skorðað á botni einnar töskunnar. Gamli maðurinn segir, að ótrú- lega mikið sé hægt að gera á skömmum tima. Engu að siður skilja leiðir þeirra án þess að leit- in sé hafin að lyfinu góða. En margt ber nú til tiðinda á stuttri stund og eitt og annað, sem bend- ir til þess, að öldungurinn hafi verið fjölkunnugur.... Pétur Einarsson og Róbert Arnfinnsson fara með helztu hlut- verkin i þessu leikriti Rússans Kotjerga. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson, og er þetta frum- raun hans á þvi sviði hjá útvarp- inu. Þorsteinn byrjaði reyndar i vetur að fást við leikstjórn, og er skemmst að minnast uppsetn- ingar hans á „Atómstöðinni” I Iðnó, sem hann hlaut mjög góða dóma fyrir. (jp Útvarp kl. 21,05 Á SKJÁNUM Stefón Baldursson fil. kand. stjórnar þœtti um leikhús og kvikmyndir Stefán Baldursson fil. kand. fjall- ar um leikhús og kvikmyndir I út- varpinu I kvöid. Stefán Baldursson fil. kand. er „á skjánum” í útvarpinu I kvöld og gluggar i bitastæð efni úr leik- húsunum okkar og fjallar enn- fremur um nýúthlutaðan styrk frá menntamálaráðuneyti til kvikmyndagerðar. Að þessu sinni tekur Stefán fyrir leikritin „Dóminó” eftir Jökul Jakobsson, sem frumsýnt var i fyrrakvöid i Iðnó, og einþáttunga Birgis Engilberts, „Ósigur” og „Hvers- dagsdraum,” en þeir voru frum- sýndir á mánudagskvöld I Þjóð- leikhúsinu. Bæði eru þessi nýju islenzku leikverk liðir I listahátlð- inni, sem stendur yfir i Reykja- vík. Stefán mun ræða um einþátt- unga Birgis og gera grein fyrir efni og formi verkanna. Þá verða flutt atriði úr Dóminó Jökuls Jakobssonar, en i þeim koma fram Helga Bachmann, Jón Lax- dal, Steindór Hjörleifsson, Ragn- heiður Steindórsdóttir og Þóra Borg. Stefán endar svo þátt sinn, eins og fyrr segir, með þvi að ræða um hina nýju styrkveitingu til kvikmyndalistarinnar, þessar- ar ungu listgreinar okkar, sem hvað mest hefur orðið útundan á undanförnum árum. GF ÚTVARP m Fimmtudagur8. júní 13.00 A frlvaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Einka- líf Napóleons” eftir Octave Aubry Þóranna Gröndal les (11). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „A vori lifs I Vinarborg” Dr. Maria Bayer-Júttner tónlistarkennari rekur minningar sinar. Erlingur Daviðsson skráði. Björg Arnadóttir les (4). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Rannsóknir og fræði Jón Porsteinn Gunnarsson og Pétur Einarsson i hlutverkum slnum i „Yfirmáta ofurheitt”, sem Leik- félagið sýndi fyrir nokkrum ár- um, en Þorsteinn er leikstjórinn I útvarpsleikritinu I kvöld og Pétur leikur aðalhlutverkið. Hnefill Aöalsteinsson fil. lic. talar við dr. Þorstein Sæmundsson stjörnu- fræðing. 20 00. Einleikur i útvarpssal: Gisela Depkat sellóleikari leikur án undirleiks Sónötu op. 8 eftir Zoltán Kodály. 20.25 Leikrit: „Tuttugu og fjórar mlnútur” eftir A.I. Kotjerga Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. 21.05 A skjánum Stefán Baldursson fil. kand. stjórnar þætti um leikhús og kvikmyndir. 21.30 Frá hollenzka útvarpinu Sinfóniuhljómsveit hollenzka útvarpsins leikur óperu for- leiki eftir Donizetti, Bellini, Rossini og Verdi: Anton Guadagno stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöid- sagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur Ólöf Jónsdóttir les (13). 22.35 Dægurlög á Noröur- löndum Jón Þór Hannesson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ASLAKUR * situr mengunarráðstefnuna J - ásamt hinum ráðherrunum. ■ * Kemur heim á mánudag. J ■ Pallas Aþena. ■ ■ ■ f BÍLASALAN : ‘W/os/oo »«, ■ BORGARTÚNI 1 ; «☆☆☆☆*☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆**☆☆☆☆☆☆☆**☆☆☆☆**•<: -ít it -tt <t * -tt it it it -tt -S it * ít •ft <t <t <t ít <t <t <t -tt -tt <t -tt -tt -tt -tt -tt -tt -ít -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt -tt •tt ■tt <t -tt -tt -tt -ít -tt -tt -tt -tt -tt -tf -tt « « « « «■ « « «■ «■ « «- «- «- «■ «■ «- «- «- «- «■ «■ «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «• «- «- «- «- «- «■ «r «- «- «- «- «- «- «- «- «- «- «■ «■ «- «- «- «- «- «- «- «• «- «- «- «■ «- «■ « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « « Ífií Spáin gildir fyrir föstudaginn 9. júni. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Eitthvað virðist viðra illa á tillögur þinar eða það, sem þú vilt koma í framkvæmd, og sennilega eru það þlnir nánustu sem þar verða erfiðastir. Nautið, 21. apyíl-21. maí. Þú lætur sennilega segja þér tvisvar einhverjar fréttir I dag, áður en þú trúir þeim. Ekki mun heldur ólíklegt, að þar sé eitthvað málum blandað. Tviburarnir,22. maí-21. júni. Mjög góður dagur til að ljúka af hinu og þessu, en naumast til neinna stórræöa, eða til þess að fitja upp á neinu nýju, sem máli skiptir. Krabbinn,22 júní-23. júli. Þétta getur oröið mjög góður dagur fyrir þá krabbamerkinga, sem fást við einhver viðskipti, og mun þeim þó öllu meiri hagnaður af að kaupa en selja. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú ættir ekki að taka neinar meiriháttar ákvarðanir í dag, ef þú getur komizthjáþvi. Hinsvegar mun gagnstæða kynið koma skemmtilega við sögu. Meyjan,24. ágúst-23.sept. Þaðlítur út fyrir að þú fáir skemmtilegan gest i dag, eða þá að þér berist ánægjulegar fréttir af einhverjum fjar- stöddum ættingja eða vini. • \ / It' a —- W Vogin,24. sept.-23. okt. Fjárhagslega getur þetta orðiö góður dagur, ef þú gætir þess einungis að flana ekki að neinu og taka ekki tilboðum, fyrr en þú hefur athugað þau gaumgæfilega. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Farðu gætilega i um- feröinni I dag, einkum ef þú stjórnar sjálfur farartæki, eins að þú sýnir varúð I allri um- gengni við vélar og rafmagn yfirleitt. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Þaö lltur út tyrir að þetta veröi harla góður dagur, jafnvel að þér geti tekizt að maka krókinn á skemmtilegan og óvæntan hátt, hvaö fjármálin snertir. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Dagurinn virðist geta orðið mjög ánægjulegur einkum þegar á liður. Fyrir þá, sem við verzlun eða viðskipti fást, getur þetta orðiö happadagur. Vatnsberinn, 21, jan.-19. febr. Dagurinn verður ef til vill dálitið þunglamalegur framan af, en siðan ætti að rætast nokkuð úr honum, og kvöldið getur orðið gagnlegt og ánægjulegt. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þú hefur ýmis tækifæri i dag, ef þú litur vel i kringum þig, en þó er eins og nokkrir annmarkar séu á sumum þeirra, svo betra er að flana ekkiaðneinu. <j <t <t <s <t -V, <S <í <* <t <t <t <J <t <t <t <t <t <t <t <t <S <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <t <s <t <t <t <t <1 <t <t <t <t <t <S <t <t Laust embœtti, er forseti íslands veitir Prófessorsembætti i lögfræði við Háskóla íslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 10. júli 1972. Laun samkvæmt launaflokki B 2 i launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur um embætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamáiaráðuneytið, 30. maí 1972.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.