Vísir - 20.06.1972, Side 6

Vísir - 20.06.1972, Side 6
6 VÍSIR. Þriðjudagur 20. júni 1972. VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Björgum þjóðhátíðinni Lögreglumenn og aðrir, sem hafa séð og reynt ýmislegt, voru furðu lostnir yfir atganginum i Mið- bænum við lok hátiðahaldanna sautjánda júni. ,,Ég hef aldrei séð annað eins”, er hvarvetna við- kvæðið. Grenjandi skrill slangraði um göturnar, braut flöskur og abbaðist upp á vegfarendur með klámi og korrhljóðum. Allur þorri þessa skrils voru unglingar innan við tvitugt. Hátiðahöld af þessu tagi hafa gengið sér til húðar og verða vonandi ekki endurtekin. Segja má, að engin áfengis- og unglingavandamál séu leyst með þvi að leggja niður kvöldskemmtanir á sautjánda júni. En þjóðhátiðinni verður samt að bjarga. Við megum ekki framar minnast Jóns forseta og lýð- veldisstofnunarinnar með taumlausu ölæði. Upphlaup kvöldsins var hrópleg andstæða vel heppnaðra hátiðahalda dagsins. Sterk rök hniga að þvi, að framvegis beri að leggja aukna áherzlu á hátiðahöld dagsins, bæði barnaskemmtanir og aðra þætti, en leggja niður dansleiki kvöldsins, að minnsta kosti i núverandi mynd. Og annars konar kvöldskemmtanir má þvi aðeins taka upp, að tryggt sé, að þær vanhelgi ekki þjóðhátiðardaginn. Amælis Jóns Sigurðssonar og lýðveldisins er næg óvirðing gerð með þvi að hafa þá pylsu- og blöðru- dag, þótt það sé ekki gert að brennivinsdegi. Fyrir næsta ár er athugandi að taka samhliða barna- skemmtununum upp virðulegri og menningarlegri hátiðahöld, jafnvel þótt skrilnum falli það ekki i geð. Til dæmis mætti fly.tja skrautlega leikþætti úr íslandssögunni og láta sinfóniuhljómsveitina spila úti, undir tjaldhimni. Skipuleggjendum þjóðhátiðarinnar ber engin skylda til að rúma og leysa unglingavandamál i dagskrá sinni. í verkahring þeirra er ekki að ,,gera eitthvað fyrir unglingana”, heldur að standa fyrir sómasamlegri þjóðhátið. Unglingavandamálum verður að visa á annarra herðar. Unglingavandamálið eða foreldravandamálið, eins og margir vilja kalla það, er greinilega vax- andi. Þeir aðilar, sem með þau mál fara, hafa næg og liklega óyfirstiganleg verkefni. Þeir verða að finna skynsamleg svör við spurningum um, hvort stuðla beri að útrás bældra hvata hjá unglingum .og hvernig beri þá að gera það, hve mikla sök for- eldramir eigi og hvað sé hægt að gera til umbóta á þvi sviði. Engum dettur i hug, að þetta sé auðvelt viðfangs. En þjóðhátiðin er allt annað mál. Lita má á það sem verulegan ávinning, ef hægt er að draga úr skrilmennsku á þessum degi, jafnvel þótt þessi skrilmennska fái þá bara útrás við annað tækifæri. Merki þjóðhátiðarinnar verður að halda á lofti, þrátt fyrir viðgang félagslegra og sálrænna vanda- mála. Allir vita, að unglingsárin eru erfið ár sálrænna vandamála, sem mörg em tengd kynþroskanum, og að foreldrar eru i mörgum tilvikum unglingunum allt of litil sálræn stoð og stytta. En það er ófært, ef árlegur gjalddagi þessa vandamáls rennur upp sautjánda júni. Til þess em allir aðrir dagar hæfari. Sjálf þjóðhátiðin verður að hafa reisn. Fjölgað hefur mjög þvi fólki, sem þessa dag- ana hefur tekið þátt i mótmælaaðgerðum af ýmsu tagi i Suður-Afriku apartheit-stefnu Vorsters. Tvær vikur eru nú frá þvi verulega sauð upp úr milli stú- denta i llöfðaborg og lögreglunnar. Þá var það að hvitir, ensku- mælandi stúdentar, kynntust þeim veruleik, sem fæsta þeirra hafði áður grunað að til væri: hrottaskap lögreglunnar og harkalegri einbeitni ráðamanna Suður- Afriku við að berja niður hvers konar mótþróa egn apartheit (að- skilnaðarstefnunni). The Times i London sagði á laugardaginn var, að fautaleg framkoma lögreglunnar i Höfða- borg hafi i raun ekki verið hvit- um, enskumælandi stúdentum neitt voðalegt áfall. Aðeins stað- festa á grun. Hins vegar séu nú aðrir menn i Suður-Afriku, sem gangi um ráðvilltir og viti ekki vel hvað þeir eigi til bragðs að taka: Nefnilega þeir menn i háskólum Höfðaborgar, sem hvað dyggilegast hafa stutt stjórn Vorsters og apartheit-stefnu hennar. Þessir stuöningsmenn Vorsters eru flestir eöa allir Afri- llllllllllll *!■ Umsjón: Gunnar Gunnarsson kanar — afkomendur gömlu bú- anna. II manna hó.þar Hópgöngur eða f jöldafundir eru ekki leyfðir i Suður-Afriku. Fleiri menn en 11 mega ekki safnast saman til skrafs eða ræðuhalda. Þess vegna er það, að stúdentar koma saman þessa dagana við opinberar byggingar, og eru þá aldrei fleiri en 11 — og heldur aldrei færri. Þeir tylla sér niður á grasflatir og ræða hástöfum sin á milli um apartheit — fautafram- komu löggunnar o.þ.a.l. Megin inntakiö i baráttu hvitra (og svartra) enskumælandi stú- denta beinist að menntunaráætl- un og framkvæmd skólalaganna i landinu. Hvitir nemendur i Höföaborg kosta rikið 246 rand (um 3000 isl kr.) árlega. Þeldökkir (gulir eða brúnir kosta hins vegar aðeins 60 rand hver og aðeins 17 rand fara til menntunar hverju svörtu barni. The Times sagði á laugardag- inn, að svoi virtist sem samúö fólks i Höfðaborg væri mjög með stúdentum. Hins vegar skortir stúdenta algerlega einhvern opin- beran, eða markverðan stuðning ofan frá. Þeir berjast algerlega einir á báti. Og þeir hafa ástæðu til að óttast lögregluna. ihaldssemi i skólunum í siöustu viku söfnuðust 60 stú- dentar saman til fundar. 51. var stungið i fangelsi, af þvi þeir höfðu ekki heimild til að standa á útifundi. Það er hins vegar full ljóst að andófshreyfing stúdenta i Suður- Afriku á sérlega erfitt uppdrátt- ar, og nær áreiðanlega ekki til eyrna nema tiltölulega fárra. Einkum vegna þess, að innan háskólanna sjálfra, er mjög ihaldssamur andi gegn allri rót- tækni, en þó fyrst og fremst gegn öllu fráviki frá stefnu Vorsters. Glifford Irving, rithöfundur og Edith, kona hans. Myndirnar voru teknar um miðjan febrúar s.l. er þau voru handtekin vegna ævisögufölsunarinnar. 1 gær fór hún I fangelsi og verður látin sitja inni i tvo mán- uði. Hann verður settur inn 28. ágúst n.k. og verður að afplána tveggja og hálfs árs dóm. Irving og frú í fangelsi Clifford Irving og eiginkona hans, Edith, voru þann 16. júni s.l. dæmd fyrir að falsa ævi- sögu Howards Hughes. Irving var dæmdur til fangelsisvistar i tvö og hálft ár, og auk þess i um 900.000 kr. sekt. Frú Irving var dæmd i tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið, en hún verður þar fyrir utan að si-tja tvo mánuði inni nú þegar. Frú Irving var færð i fangelsi i gær, hins vegar fær Clifford Irving að ganga laus þar til 28. ágúst n.k., þar sem réttinum þótti nauðsynlegt að hann fengi að koma börnum þeirra tveimur fyrir þann tima sem móðir þeirra situr inni. Þaö var héraðsdómur i New York sem kvað upp dóminn, og voru réttarhöld engin, þar eð þau höfðu haldið fram sekt sinni. Var þeim sagt að með þessum dómum væru þau laus allra mála af þessu mikla svindlmáli, aö þvi tilskyldu að þau afplánuðu dóma sina strax. Dómarnir sem kveðnir voru upp á föstudaginn, var, eru hápunkturinn i þvi háværa máli er reis i vetur, þegar upp komst um strákinn Tuma, aö Irving hafði logið upp viðtölum við Ho- ward Hughes og selt McGraw Hill forlaginu fyrir morð fjár. McGraw Hill greiddi Irving 765.0000 dollara (liðlega 60 milljónir isl. kr.) alls fyrir út- gáfuréttinn. Hægt og hægt flettist ofan af svikavef Irvings, og kom brátt i ljós, að hann hafði aldrei hitt Ho- ward Hughes aö máli hér og þar á leynilegum stöðum, eins og hann hélt fram i bókinni. Og i ljós kom einnig, aö fé það sem McGraw- Hill greiddi rithöfundinum, var fært á bankareikning i Sviss af frú Irving, sem i Sviss sagðist heita „Helga R. Hughes”. 13. marz s.l. komust Irving- hjónin aö samkomulagi viö ákær- andann i máli þeirra, og þau héldu fram sekt sinni. Þegar John Pannella, sá er dæmdi i málinu á föstudaginn, haföi kveðið upp dóm sinn, baö frú Irving um að þeim hjónum yrði ekki stiað sundur. Hún sagöi: „Lif okkar hefur verið eyðilagt. Við veröum að komast heim til Spánar”. Hjónin hafa lengst af búið á eyjunni Ibiza á Miöjaröar- hafi. —GG Fjöldasamkomur bannaðar í S-Afríku stúdentum stungið í fangelsi tugum saman: MOTMÆLA ÓRETTLÁTU SKÓLAKERFI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.