Vísir - 22.06.1972, Blaðsíða 1
VISIR
62. árg. Fimmtudagur 22. júni 1972 138 tbl.
Dœmt í klukku-
málinu frœga!
Sérráðsdómstóll KIIR tók
klukkumálið fræga fyrir i gær-
kvöldi — það er kæru KR vegna
þess að leiktimi i leik KR og
Keflavik á dögunum i 1. deild
hefði verið alltof langur. Niður-
staða dóinsins var að úrslit
leiksins skyldu gilda — scm sagt
kæru KR var synjað. Keflvík-
ingar sigruðu i leiknum með 3-1.
Sjá nánar iþróttir i opnu
Víðar en
á Mallorca
Það eru viöar baðstrendur
en suður á henni Mallorca
eða Costa del Sol. í Eyjum er
Costa del Klauf og við
Stokkseyri og Eyrarbakka er
skinandi aðstaða. „Dýrðleg
aðstaða” sögðu simastúlk-
urnar. — „Höfum ekki séð
það betra. Allt tilbúið frá
náttúrunnar hendi”.
Sjá bls. 3
Rafmagnsbíll
frá Toyota
Þeir ætla að hefja fram-
leiðslu rafknúins fólksbils
hjá Toyota i Japan. 1 gær
skýrðu talsmenn Toyota frá
þvi k fundi, að skammt yrði
nú að biða þess, aö rafknúinn
bill kæmi á almennan mark-
að.
sjá nánar á bls. 5
Skœruliðar
öflugir
Skæruliðahreyfingar i Mið-
austuriöndum eru margar og
sumar öflugar. Margar
þeirra njóta fjárhags-
legs stuðnings Kina,
N-Kóreu eða vinstri afla i
Evrópu. Nánari útlistun á
skæruliðasveitum er á bls. 6
Vatnið og börnin
Hvað getum við gert til þess
að koma i veg fyrir vatns-
hræðslu hjá börnum?
Hvenær er óhætt aö fara með
börn i laugar? — Þessar
spurningar og ýmsar fleiri
sem snerta vatn og börn eru
teknar fyrir á Innsiðunni i
dag.
Sjá bls. 7
Enn leitdð
að Ingólfsbœ
Fornleifarannsóknirnar i
bæjarrústunum frá land-
námstið við Túngötu eru að
hefjast aftur.
Sænskú fornleifa-
f r æ ð i n g a r n ir , Bengt
Schönback og kona hans
Else Nordahl, sem unnu að
uppgreftrinum I fyrra, komu
hingaö til lands um helgina
til þess að halda áfram
rannsóknunum I sumar..
Að þessu sinni hyggjast
þau færa sig til i Grjóta-
þorpinu við uppgröftinn, en
láta staðar numið i bili, þar
sem grafið var i fyrra.
Sjá nánar stutt spjall við
Bengt Schönbáck, safnvörð
frá Statens Ilistoriska
Museum i Stokkhólmi, en
það er á bls. 2.
Hamranesmálið:
Skipið hefði sokkið
strax ef tundurdufI
hefði sökkt þvi
Sjá baksíðu
VERÐA SKIPAFELOGIN AÐ
ENDURGREIÐA MILLJÓNIR?
í Sjó- og verzlunardómi
Iteykjavikur var þingfest á föstu-
daginn mál, sem fyrirtækið
„islenzkur útflutningur h.f."
hefur höfðaö á hendur Eimskipa-
félagi islands fyrir brot á laga-
ákvæðum, sem banna verð-
hækkanir á vörum og þjónustu án
leyfis ríkisstjórnarinnar.
Krefst fyrirtækið ki. 76 þúsunda
endurgreiöslu úr hendi Eim-
skipafélagsins vegna hækkana á
flutningsgjöldum sem tóku gildi i
janúar. og fyrirtækið telur ólög-
mætar.
Nái kröfur fyrirtækisins fram
að ganga, má búast við þvf, að
Eimskipafélagiö og reyndar
einnig skipadeild SIS þurfi að
endurgreiöa útflytjendum veru-
legar fjárhæðir vegna of hárra
flutningsgjalda á undanförnum
mánuðum.
í janúar s.l. voru gerðir
samningar milli Eimskipa-
félagsins og Sölumiðstöðvar
hraöfrystihúsanna um hækkun á
flutningsgjöldum. Samkvæmt
honum skyldu flutningsgjöld t.d.
á rækju hækka milli 25-30% (sem
var talsvert meiri hækkun en á
flutningsgjöldum annarra
fiskafurða). — Þetta olli óánægju
meðal rækjuframleiðenda og
töldu þeir, að SH, sem flytur út
tiltölulega litið af rækju, heföi
hingað til borið fyrir borð hags-
muni þeirra vegna hagsmuna
annarra greina i fiskiönaöinum.
— Þessir samningar SH og Eim-
skipafélagsins voru bornir undir
verðlagsnefnd til staðfestingar og
samþykkti hún, að láta
samninginn „óátalinn”.
Eimskipafélagiö hefur gert
öðrum fiskútflytjendum, sem
ekki voru aöilar að þessum
samningi SH að greiða flutnings-
gjöld eftir honum.
Skipadeild SIS mun hafa gert
svipaða samninga viö hraðfrysti-
hús SIS.
En allt frá árinu 1970 hafa verið
i gildi lagaákvæði sem banna
allar hækkanir á vörum og
þjónustu án sérstaks samþykkis
verðlagsnefndar og rikis-
stjórnarinnar. — Og byggir
fyrirtækið „tslenzkur
útflutningur h.f." kröfur sinar á
þvi að þessar hækkanir á
flutningsgjöldum skipafélaganna
i jan. s.l. séu ólöglegar þar sem
rikisstjórnin hafi ekki samþykkt
þær. Er þvi meira aö segja haldið
fram af hálfu fyrirtækisins i
greinargerð við stefnu málsins,
að þessar hækkanir séu jafnvel
ekki bindandi fyrir SH, þar sem
rikisstjórnin hafi ekki samþykkt
samning SH viö Eimskipafélag
Islands.
Þótt kröfur þessa eina fyrir-
tækis nemi ekki meiru en kr. 76
þús. eru hér i húfi milljónir króna,
þar sem hér er um að ræða próf-
mál um gildi þessara hækkana á
flutningsgjöldunum. Augljóslega
munu aðrir útflytjendur fylgjast
með niðurstöðu málsins, og nái
kröfur fyrirtækisins fram að
ganga, eins og áður sagði, er þess
vart að vænta, að aðrir biði
boðanna við að krefjast endur-
greiðslu sér til handa einnig.
-GP.
Telja hœkkun flutningsgjalda ólöglega og höfða mál
BLÓMLEG í BLÓMUM
Hún er sumarleg og blómleg
unga stúlkan hérna á myndinni,
hún Linda Leifsdóttir, og
sennilega veröur mikiö um
hennar lika á götunum I dag. Þeir
segja jú að i góöa veðrinu viröist
allt kvenfólk fallegra, og útlitið
er gott i dag bæöi hvaö viövikur
veöri og kvenfólki.
Veðurstofan segir rólega
noröanátt viðast hvar á landinu,
og hér i Reykjav. og langt austur
i öræfi er léttskýjaö, hlýtt og
mjög gott veður. Breytingar
verða mjög hægfara. Sennilega
helzt þetta veöur i allan dag og
mjög liklega á morgun lika. Og
þaö væri vonandi aö þaö fari ekki
aö snúast upp i verrg er líður aö
helginni.
Frá Noröurlandi og Aust
fjörðum er ekki sömu sögu aö
segja, þar er viðast hvar þoka eða
súld, og hiti ekki nema 5-7 stig, en
hér i Reykjavik var 10 stiga hiti i
morgun.
—EA