Vísir - 22.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 22.06.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972. É MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN GUNNAR GUNNARSSON ÚTLÖND Hóta stjórnmálaslitum — fimm S-Ameríkuríki senda Frökkum sameiginlega yfirlýsingu Fimm lönd á vestur- strönd Suöur-Ameriku hafa krafizt þess af frönsku stjórninni, aö hún hætti þegar i staö við fyr- irhugaðar tilraunir meö kjarnorkusprengjur á S- Kyrrahafi. Franska stjórnin þegir enn og þumbast viö kröfum S- Ameríkuríkjanna. Utanrikisráðherrar Bóliviu, Chile, Kolumbiu, Ekvadors, og Perú hittust i Lima i Perú i gær og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu, mjög harðorða. Sögðu þeir að fyrirhugaðar tilraunasprengingar hefðu i för með sér hættu — hættu íyrir mannkyn allt, en einkum þar syðra vitanlega. Sprengingar sem þær fyrirhuguðu væru stór- hættulegar fyrir allt plöntu- og dýralif, sérstaklega i Andes- fjöllunum, sagði i yfirlýsing- unni. Rikisstjórn Perú hefur þegar hótað að slita stjórnmála- sambandi við frönsku stjórriina verði af sprengingunum. Perúmenn hótuðu einnig stjórn- málaslitum þegar Frakkar ætl- uðu að sprengja i fyrra — og brezkir visindamenn hafa kom- izt að þvi, að tilraunir Frakka á þessum slóðum hafa leitt af sér geislavirkt belti i loftið ofan við eða kringum Perú, norðan til yfir Chile og vestan til i Boliviu. Frá Melbourne berast nú þær fregnir, að þar séu 92 hásetar á brezku og frönsku skipi i höfn- inni. Skipverjar þessara tveggja skipa ætla sér að biða og sjá til hvort sprengt verður i S-Kyrrahafi. Siðan ætla þeir að hjálpa til-við umhverfisvernd ef hægt er, þvi þeir búast við að vindurinn beri geislavirkt úr- felli inn yfir eyjuna Pitcairn, sem liggur i 800 km fjarlægð i suðaustur frá tilraunastaðnum. Frönsk yfirvöld sögðu siðast að enn væri beðið eftir réttu augnabliki til að sprengja og munu stjórnendur sprenging- anna væntanlegu halda sig um borð i franska herskipinu ,,De Giasse”, sem nú er sunnarlega á Kyrrahafi. Toyota rafmagnsbíll Rafmagnsbfll fer nú að komast á almennan markað. Talsmenn Toyota Motor Company, stærsta bila f ra m leiöa nda ns i Japan, sögðu i morgun i Tokyo, að fyrir- tækinu hefði tekizt að hanna og þróa rafmagnsfólksbil, sem alls ekki mengaði andrúmsloftið. Toyota hefur undanfarið unnið að hönnun rafmagnsknúöra fólks- bila i samvinnu við Nihon Denso og Nihon Denchi, rafmagnsfyrir- tæki i Japan, en verkefnið hefur verið skipulagt og fjármagnað af viðskipta- og iðnaðarráðuneyti landsins. Talsmenn Toyota sögðu að raf- magnsbill þeirra gæti tekið þrjá til fimm farþega og æki með 80 km (49 milna) hraða á klst. á einni rafmagnsfyllingu. Tals- mennirnir lofuðu bráðlega að færa mönnum nánari upplýsing- ar, tæknilegar, af bil þessum. Pjotr Yakir í fangelsi Pjotr Yakir, sovézkur sagnfræðingur, sem mjög hefur barizt fyrir auknu frelsi sovézkum borgurum til handa, var i gær handtekinn á heimili sinu i Moskvu. Það var sovézka leynilögregl- an, KGB, sem handtók Yakir og fór með hann burtu, akandi i bif- reið. Ekkert hefur verið látið uppi um núverandi dvalarstað sagn- fræðingsins, og vinir hans, sem spurzt hafa fyrir um hann, hafa engin svör fengið. Eiginkona Yakirs, Valentina, var i ibúð þeirra, er handtakan fór fram, og var henni ekki leyft að fara út úr ibúðinni eftir að Yakir var farinn, og ekki leyft að hafa samband við fólk sem safnaðist saman utan hússins. Yakir er sonur sovézks hers- höfðingja, sem tekinn var af lifi árið 1937. Fannst eftir 18 ár! Yfirvöld i Brasiiiu uppgötvuðu i gær, að maður einn hefur setið i fangeisi í RIó de Janero I 18 &r fyrir að berja konu sina. Maður- inn barði eiginkonu sina fyrir 18 árum fyrir þær sakir, að hún reykti tóbak i trássi við bann hans. Celino Pinto, en svo heitir mað- urinn, var handtekinn 1954 eftir að eiginkona hans kallaði á lög- regluna. Pinto, sem þá var 31 árs, hafði komið að konu sinni við að reykja heimagerðan vindling, að þvi er segir i skýrslum lögregl- unnar. Hann var úrskurðaður i öryggisgæzlu og sendur í meðferð hjá sállækni. Núverandi lögregluforingi komst svo nýlega að því að Pinto sat enn i gæzlu, aldrei hafði verið réttað i máli hans, en oft hafði hann verið fluttur milli fangelsa. Yfirvöld slepptu Pinto i gær. Þá sagði hann fréttamönnum að i öll þessi 18 ár, hefðu dætur hans tvær og eiginkona aðeins heimsótt hann einu sinni. „ÉG VERÐ FRAM- BJÓÐANDINN" — segir McGovern — „vil ekki verða varaforseti", — segir Kennedy Edward Kennedy, þingmaður tók af skarið endanlega i gær og sagði að ekki kæmi tii mála að hann yrði varaforseta- efni demókrata i forsetakosning- unum i haust. Lýsti þing- maðurinn þessu yfir i grein er hann ritaði i blaðið New York Times. Bæði McGovern og Hubert Ilumphrey hafa sagt að þeir gætu vel hugsað sér að Kennedy yrði varaforsetaefni þeirra. McGovern sagði i gær, að hann reiknaði sterklega með þvi að verða forsetaefni demókrata að afloknum fundi flokksins i Miami i júlibyrjun, en þá kemur flokkur- inn saman til að útnefna fram- bjóðanda sinn. Til að ná útnefningu þarf McGovern að eiga vis atkvæði 1509 kjörmanna. Nú virðist hann hafa tryggt sér 1341 kjörmannn. ísraelsmenn drápu 40 — Líbanonstjórn krefst aðgerða af hálfu Öryggisráðsins hefndaraðgerðir Israels komu ekki á óvart Ríkisstjórn Líbanons kom i morgun saman að ræða um hvað taka skyldi til bragðs gegn árásum ísra- elsmanna á þorp í Líbanon í gær. Þá réðust ísraelskar sprengjuflugvélar og land- hermenn á þorp í Suður- Líbanon og drápu 40 manns. Stjórn Libanons sendi mótmæli til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um leið og árásin hófst, og eftir þvi sem óstaðfestar fregnir hermdu i morgun, kom stjórnin saman i morgun til að ræða hvort fara ætti þess á leit við öryggis- ráðið að það kæmi saman til fundar að ræða stöðuna i máli Israels og Araba. Eftir þvi sem opinberir tals- menn Libanonstjórnar segja, þá réðust israelskir fótgönguliðar og bryndrekar á land á þorp um 100 metra innan Ifbansks yfir- ráðasvæðis i s-vesturhluta landsins. Israelsmennirnir tóku þar til fanga fjóra sýrlenzka for- ingja, sem voru i heimsókn i Líbanon. Siðar um daginn réðust israelskar flugvélar á þorpið Hasbaya og loguðu þar miklir eldar eftir árásina. Þessar árásir komu ekki alveg i opna skjöldu, þvi i Libanon hafa menn lifað i stöðugum ótta um hefndarað- gerðir af hálfu Israelsmanna eftir atburðinn á Lod-flugvelli við Tel Aviv þegar Palestinu-skæruliðar drápu 26 manns. Solomon Halberstam, rabbi i New York, skálar þarna við McGovern i Israelsku brennivíni. McGovern fullvissaði rabbiinn um stuðning við israel og sagði: ,,Þið munuð eiga velviljaðan og samúðarrlkan vin i llvita húsinu.” Baktjaldamakk um frið — Hugh Scott, foringi repúblikana segir mikið á seyði bak við tjöldin — Kissinger verður í Peking til morguns — harðar loftórásir Bandaríkjamanna á Quang Tri. Bandariskar sprengju- flugvélar af geröinni B-52 geröu i gær fjórar kröftug- ar árásir á stöðvar i Norður- Víetnam — þ.e. i norður- hlutum héraðsins Quang Tri. Þá gerðu s-víetnamskir hermenn harðar árásir á svæði sem norðanmenn tóku i vor, og herma fregnir frá herstjórninni i Saigon, að báðir aðilar, norðan menn og sunnan, hafi orðið að þola mikið mannfall. Segjast S-Víetnamar hafa eyöilagt 16 sovézk-byggða skriðdreka. Stórskotahrið var haldið uppi af hálfu S- Víetnama á bæinn An Loc. Kissinger i Peking Meðan menn striða enn i Vietnam þessa dagana, situr Kissinger á fundum i Peking með kinverskum ráðamönnum. Kin- verjar halda fast við að engar fréttir af viðræðunum leki út meðan á þeim stendur — hins vegar mun Kissinger og hans lið i Peking ráða yfir senditækjum um borð i forsetaþotunni, sem býður þeirra á flugvellinum i Peking. Hugsanlega fara þvi að berast nánari fregnir af viðræð- unum á morgun eða föstudag, en þá er ráðgert að Kissinger haldi heimleiðis. t gær flaug þaö fyrir, að Kissinger hefði áhuga á að heimsækja Hanoi á leiðinni vest- ur — en sá orðrómur er heldur ótrúlegur, þar eð Bandarikja- menn lita svo á að friður verði ekki saminn i Vietnam meðan N- Vietnamar slaka ekki á kröfum sinum. Krafa um tafarlausa friðarsamninga Leiðtogi repúblikana á Banda- rikjaþingi, Hugh Scott, sagði i gær, miðvikudag, að Bandarikja- stjórn undirbyggi nú verulega umfangsmikla starfsemi eftir diplómatiskum leiðum — og mið- aði starfsemin að þvi aö komast i sumar að sam komulagi við rúss- neska og kinverska ráðamenn um endalok striðsins i Vietnam. Kissinger mun leika eitt aðal- hlutverkið i þessum friðarumleit- unum, og herma fregnir, að þegar hann kemur heim frá Peking á föstudaginn, muni hann færa Bandarikjastjórn kinverska áætl- un um fyrirkomulag væntanlegra friðarsamninga. Hugh Scott ræddi við blaða- menn i gær og sagði að hann gæti ekki skýrt nákvæmlega frá þeirri diplómatísku starfsemi, sem þeg- ar færi fram, en mikið væri þó á seyði — benti hann m.a. á heim- sókn Podgornys, forseta Sovét- rikjanna, til Hanoi 1 Washington virðast menn nú sannfæröir um, að Kinverjar séu ekki lengur svo mjög andvigir friðarsamningum i Vietnam — og eigi Kinaför Nixons i vor sinn þátt i breyttri afstöðu þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.