Vísir - 22.06.1972, Side 2

Vísir - 22.06.1972, Side 2
2 VÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972. jrfSUSFTB: Eruð þér með eða á móti innflutningi á kyn- blendingsbörnum? iiuony naroardóttir húsmóöir: Ég er ekki á móti slikum inn- flutningi. Svo framarlega sem fólk hefur aðstæöur til að taka þau að sér, þá er allt i lagi. Ég persónulega mundi ekki treysta mér til þess. Kristján Daviðsson bóndi: Ég er á móti þvi. Ég held að það sé ekkert á þvi að græða að blanda þessu saman við okkar börn. Orn Svavarsson bóndi: Ég fyrir mitt leyti er þvi mótfallinn. Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti kynblendingum, heldur er þetta held ég óheppileg aðferð og kemur til með að rifa upp fjöl- skyldu þessarra barna. fr bœr Ingólfs undir kjallara Siffa & Valda ? Skyldi bær Ingólfs Arnar- sonar, landnámsmanns, vera akkúrat undir kjallar- anum í verzlun Silla & Valda í Aðalstræti? ,,Það hefur ekki verið hægt að slá því föstu, að þær byggðarleyfar, sem við fundum á Túngötuhorninu í fyrra sumar, séu leifar af bæjarstæði Ingólfs. — En hitt er hugsanlegur mögu- leiki, að miðbik þessa bæjarstæðis sé undir Silla & Va Ida-húsinu," sagði Bengt Schönback, sænski fornleifafræðingurinn, sem starfaði við uppgröftinn í fyrra og kom nú hingað aftur á sunnudaginn, ásamt konu sinni, Else Nordahl, til þess að halda áfram rannsóknunum í sumar. „Það virtist augljóst af þvi sem við rákumst á við uppgröftinn i fyrrasumar, að við höfðum lent á útjaðri þeirrar byggðar sem þarna hefur verið,” sagði Schön- back, fornleifafræðingur, þegar blaðamaður Visis náði tali af hon- um i gærmorgun, sem var ekki auðvelt þvi að þau hjónin eru á kafi i undirbúningi rannsóknanna i sumar. „Það virtist sem bæjarstæðið teygi sig um Grjótaþorpið og þó meira meðfram Aðalstrætinu — el'tir þvi sem maður getur gert sér svona i hugarlund, án þess að sjá ofan i jörðina. Það yrði vissu- lega athyglisvert að rannsaka, hvað undan þessum húsum kem- ur, ef þau verða einhvern tima rifin — eins og mér skilst að skipulag Reykjavikurborgar geri ráð fyrir. Og svo auðvitað gamla kirkjugarðinum hinum megin við Aðalstrætið,” hélt Schönbáck áfram. Þau hjónin ætla ekki að grafa aftur á sama grunninum og i fyrra, heldur ætla þau að færa sig eftir Grjótaþorpinu til þeirrar áttar, sem þau halda að bæjar- stæöið liggi, og eftir þvi sem við verður komið fyrir húsunum i þessum gamla hluta bæjarins. „Rannsóknirnar i sumar verða umfangsmeiri hjá okkur heldur en i fyrra, þvi að þá vorum við rétt að þreifa fyrir okkur — nánast að reyna, hvort g'runur manna um að þarna væru ein- hverjar minjar að finna væri á einhverjum rökum reistum. — Nú, það voru svo sem ekki ýkja merkilegir gripir, sem fund- ust þarna i fyrra. Brot úr nöglum, hamar og fleira smávegis, sem hjálpaði ekki mikið til þess að skera úr um frá hvaða tima þetta væri. En að þetta séu byggðarleyfar frá landnámsöld styðst við ösku- lag, sem við fundum og álitum að sé frá Heklugosi, sem mann halda að hafi verið i kringum 900. Enn fremur erum við að vona, að nið- urstöður rannsóknarstofu, sem fékk suma gripina til athugunar, geti gefið okkur frekari vis- bendingu um frá hvaða tima þetta er. Þær liggja þó ekki fyrir ennþá.” Schönback, sem er safnvörður við Statens Historiska Museum i Stokkhólmi, hefur sérhæft sig við Járnöldina, og hefur þó einkan- lega áhuga fyrir þjóðflutninga- timanum. Sá áhugi hans hefur leitt hann hingað á slóðir norrænna vikinga, sem námu hér land. . -GP „Það væri forvitnisefni að sjá, hvað kæmi undan þessum gömlu hús- um iGrjótaþorpinu, þegar þau — hvenær, sem það verður — verða rifin vegna skipulagsins,” segir Schönbáck, fornleifafræðingur, sem vann i fyrra við uppgröftinn hjá Túngötunni og er nú kominn aftur. Nikulás Nielscn, verkamaður: Ég er á móti svona inn- flutningum, og vil helzt ekki blanda þessu inn i okkar þjóð- félag. Jona Tómasdóttir, verksm.st.: Já, ég er nú ekki beint á móti þvi. Ég vil samt ekki að þaubla’ndVst of mikið við okkur. Bára Vestmann, húsmóðir: Néi, ég held ég vildi vera laus við slíkt og kynblendinga almennt i okkar landi. Bobby Fisher og hótelið eina Nokkrir islendingar i Banda- rikjunum hafa sent blaðinu úr- klippur úr Life Magazine, þar sem blaðið ræðir við Bobby Kischer. „Blaðamenn á íslandi ættu að spyrja Fischer hvar hann hefur fengið upplýsingar um að i land- inu væri aðeins eitt gott hótel, — einnig hvers vegna hann segir landið of litið og „primitift” til að geta haldið einvigið”, segja Is- leningarnir, sem urðu illir mjög, er þeir lásu niðrandi ummæli um land sitt i viðkunnu blaði sem þessu, en viðtalið i heild birtist i Visi fyrir nokkru. Tips ekki þolað við höfnina Einn við höfnina rabbaði við þátt- inn og sagði okkur þessa skemmtilegu sögu: „Það er oft skemmtilegt að virða fyrir sér tslendinginn, hvernig hann er einhvern veginn allt öðru visi en flestar eða allar aðrar þjóðir. Ég hafði afskaplega gaman af að sjá hérna á hafnar- bakkanum „senu”, sem leit helzt út fyrir að verða að áflogum, en þó var allt þarna milli tslendings og útlends sendiráðsmanns, i friði og spekt. Útlendingurinn var að taka á móti vörum að utan, heljar miklum kassa, og innihaldið þurfti hann aö taka i bil. Hann fékk þarna verkamann i lið með sér, röskleikamann, sem gerði erfitt verk auðvelt.'Og hvað á að borga?" Veskið á lofti hjá sendi- ráðsmanninum, fús til að borga greiðann eins og titt er erlendis. En nú kom heldur betur á vin okkar, tslendinginn. Að gera manni greiða, — það verður ekki borgað með peningum. Að bjóða greiðslu undir svona kringum- stæðum jafngildir grófri móðgun. Og nú upphófust skoðanaskiptin, — og vitanlega lauk þeim með þvi að sá útlendi varð að halda sinum peningum. „Tips” tiðkast bara i útlandinu, en ekki meðal manna sem eiga ættir að rekja til fornra konunga. Mér fannst sagan og þetta atvik sem ég horfði á svo skemmtilegt að ég varð að segja ykkur frá þvi.” Hafnarkarl Nýtt skipulag á barnaskemmt- anirnar 17. júní! Það er sannarlega kominn timi til þess að breyta skipulaginu á barnaskemmtunum á 17. júni. Að hrúga öllum börnum bæjarins á einn stað er algjör vitleysa og minnstu börnin hafa enga ánægju af þvi. Það verður að leggja bil- unum i næsta hverfi og ganga langleiðir með börnin, sem eru orðin dauðþreytt þegar skemmtunin byrjar. Hvernig væri að dreifa skemmtunum á fleiri staði og hafa meiri fjöl- breytni. Til dæmis væri hreint ekki mikið verk aðkoma upp litlu Tivóli i Laugardalnum, fallega skreyttu og með einföldum skemmtitækjum. Þar gætu börn- in gengið um en væru ekki bundin við eitt leiksvið, sem þar að auki er alltof hátt til þess að börnin geti séð það nema á háhesti. N.N. • • Oryggis- eða sœtabeltin geta verið„banvœnt öryggistœki" Það er algeng múgsefjun að lesa að öryggis- eða sætabelti i bilum séu svo að segja albherjar bjargar úrræði gegn meiðslum. Ég hefi i mörg ár barizt gegn þessum vágesti og mun aldrei nota þau i minum bil. Ég viðurkenni þó, að sætabelti eru stundum til gagns i vissum tegundum slysa, t.d. i veltum eða ef hurð er illa lokuð, eða þegar bilar skella saman, framendi á framenda. Þaö eru önnur slys þar sem beltin eru banvæn. Þú gætir ekið á belju eða hest, og hann beyglað þakið án þess að maður kastist fram, • það gæti kviknað i bilnum eða hurðirnar festst og hinn fjölskrúðugi út- búnaður til að opna beltin (fyrir ókunnuga) t.d. i myrkri eða fyrir þá, sem reyna að bjarga fólki i flýti frá brennandi eða rjúkandi bil. Höfuðpúðar og langt bak á sætum er annað atriði sem ásamt beltunum, geta komið i veg fyrir að fólk i aftursætinu geti brotizt út og hjálpað dösuðum framsætis- farþegum. Margir bilar eru svo þröngir að beltin, gera ekkert gagn, ekki heldur þótt farþeginn væri limdur i sætið. Hann myndi samt slást utan i og sætin tefja fyrir björgun ef með þarf. Ég hefi þvi bent á ýmsa kosti og galla á að vera tjóðraður það fer eftir aðstæðum hvort það er til góðs eða ills. Viggó Oddsson. Kontról á opinberum fjármunum J. St. sagði i simann: „Oft er fyrirt. legið á hálsi fyrir að vera með sull og vitleysu i kontrólinu á fjármálum sinum, — en hvernig er það svo hjá þvi opinbera, verður manni á að spyrja, eftir að hafa heimsótt Kjarvalsstaði, þar sem listsýning fer fram þessa dagana á vegum opinberra aðila. Jú, þar er sko ekkert kontról á hlutunum. Ég varð nánast steinhissa, þegar konan við dyrnar tók hundrað- kallinn af mér og stakk honum þegjandi og hljóðalaust ofan i skúffu. Ég er ekki endilega að segja með þessu að konan né neinir aðrir séu að nappa sér hundraðköllum með þessu, — en meðan það opinbera heimtar kon- tról á hlutunum af öðrum, þá verður það sama að gilda um það opinbera. Viðast hvar tiðkast það að fólk fái númeraða aðgöngu- miða við innganginn, — þannig ætti það lika að vera við dyr mál- verkasýninga.” HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.