Vísir - 22.06.1972, Page 3
YÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972.
3
Costa del Klauf í Eyjum
og aðrar skínandi baðstrendur landsins
Þrátt fyrir það að al-
menningi erekki ráðlagt að
baða sig í Nauthólsvíkinni
þetta sumarið sökum
mengunar og óhreininda,
flykkist fólk þangað í blíð-
viðri og baðar sig í sólinni,
sandinum og grasinu, þó
það dýfi ekki einu sinni
stóru tá i Atlantshafið.
Þetta er lika eina virkilega bað-
strönd okkar Reykvikinga, en
fólk notar sér þó sundlaugarnar,
öskjuhliðina og fjörurnar eftir
beztu getu.
En það má leita út fyrir borgina
að baðströndum, og á Stokkseyri
hafa þeir alveg skinandi aðstöðu.
„Dýrðleg aðstaða”, sögðu þær
okkur, stúlkurnar á simstöð
staðarins. „Alltsaman tilbúið frá
náttúrunnar hendi, hvitur sandur
og grasi grónir klettar. Höfum
ekki séð það betra”, segja þær.
En annað hvort gefa Stokkseyr-
ingarsér ekki tima eða hafa ekki
neinn sérstakan áhuga á sólbaðs-
dýrkun. þvi þar er sjaldan fjöl-
mennt. Þangað koma jú börn og
unglingar, alltaf nóg af þeim, en
fullorðnir láta litið á sér bera.
En það fer auðvitað eftir þvi
hvernig viðrar, hvort börnin og
unglingarnir liggja þar og sleikja
sólin,a, og aðal staðurinn er rétt
fyrir austan þorpið.
Þeir á Eyrarbakka hafa sömu
hlunnindin, en „sjórinn er allt of
kaldur, og það eru aðallega
krakkarnir sem reyna að baða sig
þar. Fullorðna fólkið fer frekar og
veiðir á klöppunum,” segja
heimamenn.
Fjaran er hreinsuð reglulega og
aðstaða þvi góð til útiveru.
Einn stór galli er þó þar á, og
það er skolpið sem rennur út i haf.
En ef farið er vestur fyrir byggð-
ina er hægt að losna við þann
ósóma.
„Siðan sundlaugarnar á Sel-
fossi komu, og rútuferðir orðnar
góðar, taka krakkarnir þær fram
yfir fjöruna og fara þangað i
bað”, bæta þeir á Eyrarbakka
við.
Og þær eru fleiri fjörurnar á
landinu en á Stokkseyri og Eyrar-
bakka, og viða góð aðstaða til sól-
baðs- og sjóbaðsdýrkunar. ()g
jafnvel þótt ekki standi við þær
lúxushótel eins og á baðströndum
úti i Evrópu. þá eru fjörurnar
hérlendis sennilega nokkuð
hreinni en þar.
Þpss má svo geta að Eyja-
skeggjar nefna oft i gamni bað-
strönd sina: Costa del Klauf.
Staður þessi heitir Klauf og liggur
við Stórhöfða. Þar baða þeir sig
og hafa jafnvel haldið þar dans-
leiki i mesta bliðviðrinu .
Þar er reyndar ekki hvita
sandinum fyrir að fara, heldur
þessum kolsvarta. En þar eru
klettar og rými nóg, og grasi
grónar hliðar teygja sig niður að
ströndinni. —EA
Eyjaskeggjar fjölmenna í Costa Del Klauf i bliðviðri, þó ekki sé ýkja mörgum fyrir að fara i þetta
sinnið.
Kanadamenn og Frakkar
unnu sér rétt á
olympíumótið í bridge
Italarnir og Dallasásarnir voru áður öruggir
ítalir, Da I las-ásarnir,
Kanadamenn og Frakkar
unnu sér réttinn til þess að
spila í undanurslitunum í
olympíumótinu i bridge i
Miami.
1 næstsiðustu umferðinni höfðu
möguleikar Kanada daprazt með
þvi að einn fremsti spilamaður
þeirra, Sammy Kehela veiktist
skyndilega og var fluttur á
sjúkrahús. Varamaður hans,
Duncan Philips, tók við, en
Kanada tapaði leik sinum við
Braziliu, 3—17.
Staðan var þá fyrir siðustu um-
ferðina: ttalia 611, USA 582,
Formósa 529, Frakkl. 525,
Kanada 515, Tyrkland 491.
Og milli fjögurra siðasttöldu
sveitanna hlaut baráttan að
verða um það, hverjar tvær
þeirra færu i undanúrslitin með
Bláu sveitinni og Dallas-ásunum.
Formósa þurfti aðeins fimm
vinningsstig til þess að tryggja
sér setu i undanúrslitunum þvi að
Frakkland tapaði 9-11 gegn
Póllandi i siðustu umferðinni. En
Svisslendingar unnu Formósu
18—2 i siðustu umferðinni.
Á meðan itölsku karlmennirnir
urðu efstir i undanrásunum i
sinum flokki, sigruðu itölsku
konurnar i ólympíumóti i kvenna-
flokki.
Nöfn spilamannanna i þessum
fjórum efstu sveitum eru:
ttalia: Avarelli, Belladonna,
d’Alelio, Forquet, Garozzo, Papsi
Ticci.
USA: Goldman, Hamman,
Jacoby, Lawrence, Soloway,
Wolff.
Canada: Charney, Crissey,
Gowdy, Kehlea, Murray, Philips.
Frakkl.: Bourchtoff, Chemla,
Delmouly, Bacherich, Lebel,
Klotz. — GP
Félagsleg þjónusta
á vegum sveitarfélaga
— eitt helzta umrœðuefnið á
sveitarstjórnarráðstefnu
„Eitt helzta málið, sem hér
hefur verið á dagskrá, er aukin
krafa um félagslega þjónustu á
vegum sveitarfélaga, svo sem
dagheimili og og annað. Þróunin
virðist vcra sú, að sveitarfélögin
annist slika þjónustu, frekar en
rikið.” sagði Unnar Stefánsson,
framkvæmdastjóri ráö-
stefnunnar, sem nú fer frani á
I.augarvatni, cn þar eru saman-
komnir um 100 norrænir sveitar-
stjórnarmenn.
Sagði Unnar ennfremur. að
mjög mikil umræða hefði verið
á Laugarvatni —
um ræðu Magnúsar Kjartans-
sonar, sem fjallaði aðallega um
umhverfismál. 1 dag verður
fjallað um helztu framtiðarverk-
efni sveitarfélaganna á Norður-
löndum.
„Það er greinilegt að kröfur nú-
timans á hendur sveitarfélögum
beinast að aukinni félagslegri
þjónustu, og hefur hún stóraukizt
undanfarin ár á flestum Norður-
landanna.” sagði Unnar enn-
fremur. Ráðstefnunni lýkur i
fyrramálið.
þs
Þorsteinn Gunnarsson
hlaut utanfararstyrk
i lok sýningar á Atómstöðinni i
Iðnó i gærkvöldi var veittur utan-
fararstyrkur úr Minningarsjóði
Stefaniu Guðmundsdóttur, en
hann er stofnaöur af Önnu Borg
og Paul Raumert. Að þessu sinni
hlaut Þorsteinn Gunnarsson
styrkinn fyrir leikstjórn sina á
Atóms tööinni. Þorsteinn Ö.
Stephensen, formaður sjóðsins,
afhenti styrkinn. sem er 120 þús.
kr. Áður hafa fengið hann þau
Helga Bachmann og Arnar
Jónsson. Þorsteinn er i hópi
fastráðinna leikara Leikfélagsins
og er Atómstööin hans fyrsta
leikstjórnarverkefni.
þs
Talnabrengl
Þegar ég las Visisgreinina um
vöruflutninga i gær, og rifjaði það
upp, sem Friðrik Theodórsson
sagði fréttamanni blaðsins fyrir
nokkrum dögum, þá kemur i Ijós,
að allar þær tölur scm birtar eru i
greininni, voru ncfndar i orðræð-
um þeirra, og væru þess vegna
réttar ef skýringarnar, sem þcim
fylgdu af hálfu Friðriks, hefðu
einnig verið rétt eftir honum
hafðar. Hér hefir á orðið mikill
misbrestur, og þar sem ritstjórn
Visis vill áreiöanlega alltaf frem-
ur flytja lesendum blaðsins það,
scm réttilega er hermt en hitt,
sem pennaglöp og prentpúkar
láta fjúka, þá verður ekki hjá þvi
komizt að vekja t.d. athygli á, að
talan 50% sem m.a. er tilgreind i
fyrirsögn, á við skýringar á toll-
greiðslutn vegna vöruflutninga
með flugvélunt, en vitanlega alls
ekki heildarmagn vöruflutninga,
þar sem auövitað á þaö enn ntjög
langt i land, að um 50% af vöru-
magni okkar sé flutt með flugvél-
um, þó rétt sé að hundraðshluti
þess fari árlega hækkandi.
Þá eru það ekki eingöngu
evrópsk flugfélög, sem flytja
mánaðarlega 25-35 þúsund tonn af
vörunt. Talan er hins vegar rétt ef
það fylgir með henni til skýring-
ar. að hér sé um að ræða heildar-
magniö, sem flutt er al öllum
flugfélögum yfir Atlantshafið, og
i þvi sambandi verður talan um
hundraöshluta Loftleiða rétt.
Auðvitað vinna 50 manns ekki
aðallega við vöruflutninga Loft-
lciða á Keflavikurflugvelli. Talan
50 á hins vegar við alla þá, hér og
erlendis, sem vinna að vöruflutn-
ingum á vegum félagsins. Eg
man nú ekki i hvaða sambandi 90
þúsund tonnin voru nefnd, en
skýringarnar, scm fylgja þeirri
tölu eru bersýnilega rangar.
Sama er að segja um 12-15%
aukninguna. Hún á við heildar-
aukningu á vöruflutningum i lofti,
og er rétt i þvi sambandi, en
ranglega skýrö i grcininni.
Sem sagt: Tölurnar eru út af
fyrir sig góöar og gildar, og það
væri annaö lesmál greinarinnar
eflaust einnig ef allar tölur þess
heföu annað hvort verið niður
felldar eða réttilega i þaö settar,
en úr þessu hvort tveggju hefir
orðið hinn versti hrærigrautur,
sem sá ágæti vöruflutningameist-
ari, Friðrik Theódórsson, ætlaöi
sér áreiðanlega aldrei að fram-
reiða.
14. júni 1972
Sigurður Magnússon
„Komu okkur ekki mjög á óvart"
Systur hœstar á landsprófi í Hagaskóla
„Jú, auðvitað var þetta dálitið
strcmbið og það þurfti að lesa
nokkuð mikið, en einkunnin kom
ekki svo injög á óvart, við
hjuggumst kannski við þessu,
enda vorum við búnar að fá að
vita nokkuö af cinkunnum áð-
ur."
Þetta segja þær systur Jóna
Dóra Oskarsdóttir og Aagot
Vigdis óskarsdóltir, sem hlutu
hæstu einkunn á landsprófi úr
Hagaskóla þetta vorið.
Jóna Dóra hlaut einkunnina
9.2 sem er nákvæmlega sama
einkunn og hæsti nemandinn
hlaut i Hagaskóla i fyrra, en
Aagot Vigdis hlaut einkunnina
8.9 og er það mjög athyglisverð-
ur árangur, þar sem hún las
námsefni 2. og 3. bekkjar á ein-
um vetri. •
Þær systurnar voru i sama
bekknum i vetur, og er það ekki
öll sagan, þvi að bróöir þeirra,
Völundur, var einnig i bekknum
en hann er tvíburabróðir Jónu
Dóru.
„Nei.við gerðum mjög litið af
þvi að lesa saman i vetur, lásum
bara hvert út af fyrir sig.enda
er það kannski betra”, segja
þau.
„En það þurfti aö lesa anzi
mikið", segir Aagot Vigdis, og
næsta vetur er áætlunin hjá
þeim öllum systkinunum:
Menntaskólinn við Hamrahlið.
Þess má svo geta að lokum að
142 nemendur stóðust landspróf
i Hagaskóla, og hlutu 101 fram-
haldseinkunn, en 19 mega
endurtaka hluta af prófum sin-
um i haust.
—EA
Systurnar Jóna Dóra og Aagot Vigdis Óskarsdætur — „Ekki svo undrandi, bjuggumst kannski alveg
eins viö þessu.”