Vísir - 22.06.1972, Síða 4
4
VÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972. •
Ungur maður óskast
nú þegar til afgreiðslu og lagerstarfa i
matvöruverzlun, ekki yngri en 20 ára.
Um sumarvinnu er ekki að ræða.
Úppl. ekki gefnar i sima.
Söebechsverzlun
Iláaleitisbraut 58-60.
Stofublóm
litið helti til leiðbeiningar
Um þroska blóma
Um heilbrigði blóma
Um þrif blóma
eftir óla Val Hansson
Blómin endurgjalda umhyggjuna
Fæst i bókabúðum og blómasölum
Útgefandi
____________________nú
17 óra: Lofið mér að vera
áfram í fangelsinu. Hér fœ
ég mat á hverjum degi og
hef frið fyrir pabba.....
,,..af þvi að danskt réttarfar er
skripaleikur!” útskýrðu þau.
Umsjón:
Þórarinn Jón
Magnússon
Það kom öllum í réttar-
salnum í Fjerritslev í Dan-
mörku óneitanlega á óvart,
er 17 ára drengur andvarp-
aði feginsamlega þegar þar
var kveðinn upp yfir hon-
um fangelsisdómur. ,,Ég
væri því þakklátur, ef þið
gætuð framlengt fangelsis-
vistina eitthvað," sagði
hann. Og viðstaddir urðu
enn meira undrandi.
En pilturinn útskýrði mál sitt:
„Ég er ánægður með þá daga,
sem ég hef þegar varið i
fangelsinu ykkar. Það er svo dá-
samlegt, að fá loksins tækifæri til
að borða sig mettan. Ég hef aldrei
kynnst svo góðum stað sem
fangelsinu. Hér vil ég gjarnan
vera sem lengst. — Bara ekki i
námunda við pabba.”
Drengurinn er, ásamt 44ra ára
föður sinum (atvinnulaus og sjö
barna faðir) og yngri bróður sin-
um, 16 ára gömlum, sakaður um
hlutdeild i fjölda innbrota i sum-
arbústaði og ránum þaðan. Fað-
irinn er einnig bak við lás og slá,
en bara i allt öðru fangelsi.
Haldið aðskildum.
Sonurinn 17 ára leitaði sjálfur á
náðir lögreglunnar og óskaði eftir
að komast undan föður sinum, og
eftir að hann haföi játað á sig
þátttöku i innbrotun föður sins
fékk hann yfir sig hótanir og böl-
bænir hans. Siðan hafa þeir
feðgar ekki litið hvorn annan aug-
um. Þeim var ekið i sitt hvort
fangelsið i sinn hvorum lögreglu-
bilnum. Og þeir eru leiddir fyrir.
réttinn hvor i sinu lagi.
Á meðan svo faðirinn mótmælti
fangelsuninni og krafðist þess að
verða látinn laus til að geta unnið
fyrir börnum sinum og heimili,
Við sögðum frá þvi á sinum
tima, þegar nokkur ungmenni
tóku sig til og háttuðu sig á
áhorfendapöllum Bella Centret i
Kaupmannahöfn undir sýningu á
söngteiknum „0, Kalkútta”. Við
sögðum lika frá þvi, þegar sömu
ungmcnni tindu af sér spjarirnar
nokkru seinna og þá undir
sýningu balletts Flemmings
Flint, „Sigur dauðans”.
Mál þessara striplinga var fyrir
nokkrum dögum tekiö fyrir rétt
og ungmennunum gert að mæta
til að svara til saka. Þau mættu
öll á réttum stað og á réttri
stundu — en var tafarlaust visað
úr réttarsalnum. Þau mættu
n'efnilega með rauðmáluð nef og
berrössuð. öll að tveimur undan
skildum, — þeim var haldið eftir
og leyft að gera grein fyrir fram-
komu félaga sinna i leikhúsunum.
Annar þeirra, ungur piltur,
svaraði, að hann hefði i Bella
Contret striplast svona rétt til að
kanna viðbrögð fólks. „Okkur var
umsvifalaust visað með valdi úr
salnum og kölluð öllum illum
Leikstjórinn, sem viðstaddur var
sýninguna átti ekki orð til að lýsa
fyrirlitningu sinni á „dónaskap”
ungmennanna. „Þar opinberaði
hann tviskinnunginn, sem
rikjandi er,” sagði pilturinn fyrir
fór sonurinn einungis orðum um
hina góðu aðhlynningu, sem hann
nyti i fangelsinu.
— Það leikur enginn vafi á þvi,
að drengurinn getur komizt til
manns upp á eigin spýtur, verði
hann rekinn að heiman, fullyrða
þeir, sem hafa kynnst honum i
fangelsinu og viö réttarhöldin.
Hann er vingjarnlegur og um-
gengnisgóður, og hann er mjög
fjölhæfur. Með handlagni sinni
hefur hann getað gert — og komið
i verð — svo marga nytsama
hluti, að hann hefur ráð á að hafa
hjá sér i fengelsisklefanum bæði
útvarp og sjónvarp.
Dómarinn var i fyrstu andvigur
þvi, að framlengja gæzluvarð-
hald drengsins, en eftir að hann
hafði sjálfur farið þess á leit, að
fá að dvelja þar lengur, fyígdi
dómarinn ósk yfirvaldanna um að
framlengja gæzluvarðhaldið um
eina viku.
Faðirinn skammast.
Faðirinn hefur aftur á móti rif-
ist og skammast viðstöðulaust
yfir þvi ranglæti, sem hann er
beittur.
— Hér er ég skikkaður til að
sitja aðgerðarlaus i fangelsinu,
einmitt núna, á þessum árstima,
sem við hinir atvinnulausu höfum
möguleika á að fá einhverja
vinnu. En þið eruð nógu sam-
vizkulausir til að kæra ykkur koll-
ótta um það, sagði hann, þegar
hann var hnepptur i varðhalds-
vistina fyrir um það bil þremur
vikum.
Faðirinn, synirnir tveir og 19
ára gamall félagi þeirra hafa nú
þegar játað á sig ein tuttugu inn-
brot og ránsferðir i sumarbú-
staði. Þá eru yngstu synir manns-
ins, 13 og 14 ára gamlir, grunaðir
um að hafa átt hlutdeild i afbrot-
unum með föður sinum og eldri
bræðrum. Þessa dagana standa
einmitt yfirheyrslur yfir þeim.
rétti. „t Kalkútta hátta allir
leikararnir og við það hefur
enginn hið minnsta að athuga,
heldur er nektaratriðinu klappað
lof i lófa. Þegar svo nokkrir á
áhorfendapöllunum opinbera
nekt sina, þá ætlar allt vitlaust að
verða. „Og ungi maðurinn er
allur eitt spurningarmerki.
,,Rétturinn skripaleikur"
Úti fyrir réttarsalnum talaði
berrassaður við fréttamenn. „Við
getum ekki tekið danskt réttarfar
alvarlega,” sagði hann. Þess
vegna var það, sem við mættum
með rauðmáluð nef og bera
bossa. „Hann úrskýrði fleira.
„Við erum i samtökunum
SEXPOL, þau en þau samtök
reyna að gera lýðnum ljóst, að
nekt er bara nekt og hvorki betri
né verri hvort sm hún kemur fyrir
á listasviðinu eða annarstaðar.”
Dómarinn sló á frest frekari
réttarhöldum i máli
stripalinganna, þegar parið hafði
talað út. Lét hann þá svo ummælt,
að ungmennin yrðu látin gjalda
þess ef þau mættu þá enn á ný
berrössuð.
Málið hafði ekki verið tekið til
meðferðar að nýju þegar siðast
fréttist frá Köben.
Berrössuðum vísað
úr réttarsalnum