Vísir - 22.06.1972, Side 6
6
VÍSIR. Fimmtudagur 22. júni 1972.
VÍSIR
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Rifstjórnarfulltrili: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611
Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaöaprent hf.
Iðnaðurinn og innfœddir
Oft kemur manni i hug sagan um manninn, sem /
fór i útilegu með talsvert magn af niðursuðuvörum, )
en varð nær hungurmorða þvi dósunum fylgdi ekki )
dósalykill! Þetta kemur i hugann þegar hugsað er \
til islenzks iðnaðar, atvinnugreinar, sem þýtur nú (
upp af þeim hraða, sem einkennir þessa öld. /
Framleiðslan i verksmiðjunum okkar eykst ótrú- /
lega mikið og hagsveifluvog iðnaðarins svokölluð,en )
ársfjórðungslegar kannanir á ástandi og horfum i \
iðnaðinum, sem Landssamband iðnaðarmanna og (
Félag isl. iðnrekenda gera i samstarfi, sýna okkur (
að á siðasta ári hefur aukningin á magni framleiðsl- /
unnar orðið 12-15%. )
Langstærstu kaupendur þessa varnings eru vita- )
skuld Islendingar sjálfir, enda þótt markaðsöflun \
erlendis sé sifellt i gangi og að henni sé unnið af (
talsverðum krafti og árangurinn hreint ekki slakur. i
Hinsvegar virðist neytendum á heimamarkaði oft )
að islenzkar vörur vanti einhverja kjölfestu þegar \
komið er að gæðaeftirlitinu. Ágæta varan, sem þú (
keyptir i gær og mæltir með við vini þina, var alveg (
gjörsamlega misheppnuð i dag. Hvers vegna? (
Gæðaeftirlit verður að vera jafnstrangt fyrir inn- )
lendan markað og þann erlenda. Umbúðir vörunnar 1
verða lika að vera jafn smekklegar fyrir islenzka (
neytandann og t.d. þann bandariska. Og á islenzku (
niðursuðudósina þarf að setja dósalykil ekki siður /
en fyrir erlendan neytanda. )
Möguleikar okkar á erlendum mörkuðum eru án \
efa talsverðir, og i rauninni þarf ekki mikla pöntun (
frá erlendum jöfri til að setja allt úr skorðum hjá (
innlendum framleiðanda, við höfum dæmi fyrir )
sliku. )
Stærstu iðnaðarþjóðir heims byggja sinn iðnað \
yfirleitt á aldagamalli hefð. Þar hefur einn ættliður (
af öðrum starfað að sömu iðn, þróað greinina öld (
eftir öld. Slika þróun er vart að finna hér á landi. )
Við stukkum margfalt heljarstökk frá bændamenn- i
ingu yfir i iðnvæðinguna og erum enn rétt að átta (
okkur á breyttum venjum. (
Sölutækni öll á eftir að komast i enn fastari skorð- /
ur en nú er. Aðeins litilsháttar hefur verið gert af )
þvi að kynna vöru okkar erlendis, en á næstu árum \
er fyrirsjáanlegt að sölustarfið á eftir að vaxa. (
Alþjóðleg sölumennska er alger sérgrein, sem við (
eigum eftir að mennta menn i. Hér á landi er hvergi )
hægt að læra neitt i þeirri grein, nema af reynsl- \
unni, sem i þessu tilfelli er of dýr skóli. (
1 dag þarf ekki lengur að hvetja neytandann til að (
kaupa innlenda framleiðslu, sé hún sambærileg við (
erlenda vöru, og það er af sem áður var, þegár bent (
var á islenzka framleiðslu og sagt: ,,Þetta er is- )
lenzkt”, sem þýddi þá: ,,Þetta er ónýtt”. \
Og i framtiðinni á ,,islenzkt” að verða að gæða- (
merki islenzkrar framleiðslu, merki sem neytend-)
ur, jafnt hér heima sem erlendis, geta fyllilega \
treyst. Áreiðanlega er það hægt, aðeins ef iðnrek- (
endur og islenzkir iðnaðarmenn leggja heiður sinn (
við framleiðsluna og sjá um að sleppa ekki á mark- /
að nema fyrsta flokks vöru. }
Lexían frá Alsír
- vopnaðir skœruliðahópar berjast út um öll Miðausturlönd
Skæruliöahreyfingar
hafa undanfarin ár sprottið
upp á ýmsum stööum í Miö-
Austurlöndum. Þessar
hreyfingar, sem eru mis-
jafnlega þekktar, berjast á
ýmsum vígstöðvum, og
fyrir mismunandi mark-
miðum. Samt eiga þær
allar tvennt sameiginlegt:
Þærbyggja á þeirri reynslu
semsjöára hernaöur aflaöi
skæruliðum i Alsír í
borgarastriöinu þar. Og
einnig eru þær allar undir
sterkum áhrifum frá kenn-
ingum Frantz Fanons, sál-
læknis frá Martinique, sem
kenndi að ekkert dygði
gegn leifum nýlendustefn-
unnar, nema tillitslaus
valdbeiting.
Skæurliðahreyfingarnar i
Palestinu er þekktastar þessa
dagana. Þær eru og rikari en aðr-
ar i öðrum löndum, og þær eru
þess umkomnar að veita hópum
stjórnleysingja og skæruliða viða
i löndum hernaðarlega þjálfun,
fjárhagsaðstoð og jafnvel vopn.
Meðal gesta i herbúðum Fatah-
skæruliða, sem eru lang öflugast-
ir, eru Iranir, Tyrkir, félagar úr
frelsishreyfingu Chad, Japanir úr
Rauða hernum, Vestur-Þjóðverj-
ar, bundnir Baaden-Meinhof
hópnum, Svartir Pardusar frá
Bandarikjunum, suður-ameriskir
byltingamenn og fleiri.
Palestinu-fyrirmyndin
Palestinuskæruliðar, þ.e. A1
Fatah flokkurinn, er fyrirmynd
annarra smáhópa i Mið-Austur-
löndum, a.m.k. hvað snertir
hernaðarlega uppbyggingu og
baráttuaðferðir. Rit Fanons sjá
þessum skæruliðum fyrir hug-
myndafræðilegum bakgrunni, og
gefa skæruliðum jafnframt lin-
una i ýmsum pólitiskum málum.
Skæruliðar i Mið-Austurlöndum
eru jafnan mjög bendlaðir við
marxisma, þótt tengsl þeirra við
hann, séu næsta losaraleg, raunar
meiri i orði en verki.
Raunar eru þeir hópar, sem nú
gefa sig út fyrir að standa nokkuð
langt til vinstri, margir hverjir
fyrrverandi fasistiskir. Það má
t.d. segja um þann anga palestin-
skra skæruliða sem PLFP kall-
ast, sem ekki sveigðist til vinstri,
fyrrená sjöunda áratugnum eftir
meiri háttar innbyrðis átök
Sósialismi þessara hreyfinga
nær yfirleitt ekki til heildarstefnu
hreyfinganna, heldur halda þær
honum einvörðungu á lofti, þegar
framtiðarpólitikin i heimalandinu
er til umræðu. Hitt er þó rétt — að
skæruliöahreyfingarnar þykjast i
lengd berjast fyrir heimsbyltingu
á sósialistiskum grunni. Byltingin
merkir nefnilega mjög svo hag-
kvæman hlut fyrir þessum
hreyfingum: efnahagslega aðstoð
þegar i stað. Hér kemur á eftir
listi yfir starfandi skæruliða-
flokka:
i Palestínu:
1) Fatah (sem lesið aftan frá
merkir eiginlega bara Hreyfing
sem stefnir að frelsun Palestinu).
Henni stjórnar Yassir Arafat, og
eru meðlimir taldir vera um
10.000. Siðan 1971, hefur þessi
hreyfing hætt öllum aðgeröum
gegn tsrael, utan hvað stundum
slær i brýnu við landamæri Sýr-
lands og Libanons. 1 staö Fatah,
hefur Arafat stofnað hreyfingu
sem kallast Svartur September,
og hefur sá hópur siðan staðið að
öllum aðgerðum gegn tsrael, s.s.
myrt jórdanska ráðherrann
Wasfi Tall og staðið að árásum á
israelskar stofnanir i Evrópu,
einkum i V-Þýzkalandi og Hol-
landi.
2) P.F.L.P. (Alþýðufylking til
frelsunar Palestinu). Félagar i
henni eru sagðir aðeins um 300,
þótt sjálfir segist þeir vera fleiri.
Þessi hreyfing er marg sundruð
innbyrðis, en er þó jafnan við lýði.
Hún er sögð njóta fjárhagslegrar
aðstoðar frá Norður-Kóreu.
3) P.D.LP. (Lýðræðissinnuð al-
þýðufylking til frelsunar
mmmm
Umsjón:
Gunnar Gunnarsson
Palestinu). Henni stjórnar krist-
inn Bedúini, Navif Hawadmeh að
nafni. Hreyfingin er þekkt eystra
fyrir athafnasemi á hernaðar-
sviðinu, en stendur þó mestan
part i þvi að dreifa áróðri. Þessi
hreyfing er sögð vera hin eina i
Þalestinu, sem raunverulega er
sósialistisk.
Alls eru taldar átta hreyfingar i
Palestinu, misjafnlega öflugar,
sem allar vilja ,,frelsa landið”.
Þessar hreyfingar standa svo i
nánum tengslum við t.d. P.L.A. i
Tyrklandi, sem unnið hefur sér
frægð fyrir tillitslausa hörku —
svo mikla hörku að andstæðingar
þeirra viðurkenna þá sem veru-
lega hættulegt afl. Markmið þess-
ara Tyrkja er að koma á sósial-
isma i Tyrklandi. Stuðningsmenn
P.L.A. i Tyrklandi eru mennta-
menn þar i landi og svo hernaðar-
lega þenkjandi Kúrdar i úthéruð-
um landsins i austri. Fyrr á þessu
ári náði lögreglan i Tyrklandi i
skottið á mörgum foringjum
félagsskaparins, margir þeirra
voru hengdir i ársbyrjun eða
fangelsaðir. Hreyfingin hefur
samt getað endurskipulagt sig.
Tyrkland — iran
P.LA. i Tyrklandi minnir mjög
á Frelsishreyfingu Irans. Sú
hreyfing er mynduð af fyrrver-
andi foringjum i hernum og ung-
um stúdentum. Hreyfingin er eins
konar deild i samtökum iranskra
stúdenta erlendis, sem lengi hafa
barizt gegn keisaraveldinu i íran.
Báðir hóparnir eru studdir af
TUDE — hinum ólöglega
kommúnistaflokki i tran. For-
ingjar hans eru i útlegð i A-
Þýzkalandi. Einnig nýtur
hreyfing Irananna stuðnings frá
Irak, sem hefur útvegað þeim
vopn, þjálfun og peninga. Þessi
hreyfing stóð m.a. að sprenging-
um I Teheran, þegar Nixon var
þar á ferð fyrir skömmu.
Auk þessarar stúdenta-
hreyfingar, er i Iran önnur hreyf-
ing, sem oft hefur kveðið veru-
lega að. Það er „Hreyfing til
frelsunar hins hertekna Kúrdist-
an”. Þeir vilja freísa hin oliuauð-
ugu héruð S-lran, sem Kúrdistan
kallast, og halda þvi fram að upp-
runi þeirra sé arabiskur en ekki
iranskur.
Dhofari frelsishreyfingin
Sá skæruliðahópur, sem á
stundum hefur kveðið einna mest
að iMið-Austurlöndum, er Dhof-
ari. 1 átta ár hafa Dhofari-skæru-
liðar barizt gegn súltaninum i
Oman, og á tiðum náð verulegum
árangri. Þeir fá stuðning frá
Kina. Nú halda þeir sig i Hauf-
héraðinu i Yemen, en stjórnin i S-
Yemen styður þessa hreyfingu.
Barizt innbyrðis og í sam-
einingu
Þá verður i þessari fátæklegu
upptalningu, að nefna E.L.F.,,
hreyfinguna sem berst gegn yfir-
ráðum Eþiópiustjórnar i Eritreu
við Rauða hafið. Þessi hreyfing er
raunar klofin i tvo hópa, og berj-
ast þeir jafnt innbyrðis sem sam-
an gegn Eþiópiuher, sem m.a.
nýtur aðstoðar sérþjálfaðra Is-
raelsmanna.
E.L.F. sendir jafnan fjölda ný-
liða til búða Fatah-skæruliða i
Libanon og fær stuðning frá Sýr-
landi, Irak og Suður-Yemen.
Allar nefndar hreyfingar virð-
ast i seinni tið hneigjast að enn
meiri valdbeitingu. Morð, flug-
vélarán, mannrán o.þ.h. hafa i
seinni tið orðið æ algengari. Erfitt
er að meta raunveruleg áhrif
þessara hópa á almenningsálit og
stjórn landanna, sem þær berjast
i, en raunar hefur aðeins sú i S-
Yemen náð umtalsverðum völd-
um. Hins vegar eiga allar
hreyfingarnar stuðningsöfl utan
sins svæðis, og vist er, að tilvera
þeirra stendur nú orðið á nokkuð
straustum grunni — þeim verður
ekki útrým-t i bráð.