Vísir - 05.07.1972, Síða 1
„ENGILL í RAUÐBLEIKUM
KJÓL" NOTAÐUR Á SPASSKÍ
Þegar ná þarf i fréttina er um
a6 gera að hugsa rökrétt og nota
hin réttu meðul. Það gerðu tveir
brezkir blaðamenn, þegar þeir
þurftu að fá svör viö spurning-
um, sem Spasski einn gat veitt.
...og þá kemur að borðinu
þeirra eins og engill af himni
sendur ung kona brosleit I rauð-
bleikum kjól...” segir Björn
Bjarman, rithöfundur i frásögn
sinni af viðburðum dagsins i
skákinni. Þaö þarf ekki að orð-
lengja það, að ungi stúlkunni
var vel tekið, hvar er þeim ekki
vel tekið? Og hún flutti góð tlð-
indi sem veittu mönnum von
þrátt fyrir allt. —Sjábls.2
Nóg af list til
tveggja ára
„Þegar liðnar eru tvær
vikur frá iokum Listahátiðar
er islenzkt listaiif að færast
aftur i sitt eðiilega horf: leik-
húsin lokuð, 7. flokks myndir
i bióunum, vikur eða mán-
uðir til næstu tónleika, 2-3
myndlistasýningar i gangi,
aðrar listgreinar gleymdar,
allir búnir að fá nóg af list til
tveggja ára — sumir meira
en nóg.
Það er Elisabet Gunnars-
dóttir, sem skrifar svo
hreystilega um kúitúrlifið,
en skrifar samt „nokkrar
linur” um listalifiö Sjá bls 7.
Byrjaðir á Odd-
skarðsgöngum
Þá loksins er áratuga
draumur Norðfirðinga að
rætast, jarðgöng undir Odd-
skarð eru að sjá dagsins Ijós.
Framkvæmdir eruhafnar, en
fyrirtækið kostar upp undir
60 milljónir króna
Sjá bls 3.
Kjarnorku-
kvenmaður
frá Fœreyjum
Sumir eru alltaf i tima-
þröng, meðan aðrir virðast
hafa tima til alls og hafa
nægan tima afgangs i ofan-
álag. A þessu er engin
skýring, — svo vitað sé.
Ein af þessum heppnu
manneskjum er Hana Lis-
berg frá Færeyjum. Auk
þess að eiga heimili og tvo
syni er hún kennari van-
gefinna, bæklaöra, heyrna-
daufra og blindra barna.
Hún er ritstjóri, blaða-
maður, á sæti i ýmsum opin-
berum nefndum, þýðandi,
stjórnmálamaöur og barna-
timastjórnandi hjá færeyska
sjónvarpinu. i dag birtum
við viðtal við þennan kjarn-
orkukvenmann.
Sjá bis 9
Leikföng
hinna lœrðu
„Ekki verður bókvitið i
askana látið” er gamalt
máltæki, sem núna hefur
sennilega verið algjörlega
hafnað. Hitt er svo annað
mál að bókvitið eitt, ef
brjóstvitið vantar, er litils-
virði. — Sigurði Jónssyni
(flug), sem heldur kýs að
kalla sig „7877-8083” I sam-
ræmi við tiöarandann, finnst
„hinir lærðu” vera orðnir
full — fyrirferðarmiklir og
að þeir gleymi að taka tillit
til aðstæðna hérlendis, þegar
þeir fletta upp i erlendu
handbókunum sinum.
Sjá bls. 13
★
Þingmaður þjálfar
strákana á
Sauðárkróki
Sjá iþróttaopnu
★
Einn saknaði
sjónvarpsins
Sjó bls. 2
Stórveldin tefla þráskák
Heimskulegt af Rússum að heimta afsökun Fischers segir Euwe
,,Ég held að Fischer
telji sig ekki hafa neina
ástæðu til að biðja
Sp asski afsökunar,
þannig að sú athöfn fer
aldrei fram” sagði Fred
Cramer i gærkvöldi.
Forseti FIDE, dr. Euwe sagðist
telja það heimskulegt af Rússum
að krefjast afsökunarbeiðni; frá
Fischer. Hann sagði að nú væri
málum svo komið að bæði Rússar
og Bandaríkjamenn gagnrýndu
sig ákaft. En staöreyndin væri sú
að hér væri um hreina þráskák
stórveldanna að ræða og FIDE
skipti sér ekki af málinu I bili.
A blaðamannafundi kl. 19 i gær
sat séra Lombardy fyrir svörum
stutta stund. Hann er þekktur
skákmaður og góðvinur Fischers.
Lombardy sagði að viðræður
fulltrúa Fischers og Spasskis
færu mjög vinsamlega fram.
Hann neitaði að upplýsa hver
stjórnaöi viðræðunum af hálfu
Rússa og hver væri þeirra túlkur.
Samkvæmt áreiðanlegum
upplýsingum sem Vfsir aflaði sér
er það Geller sem er samninga-
maður Spasskis og er hann gall-
harður i þeim samræöum.
Túlkurinn er starfsmaöur i
sendiráði Rússa og hann fylgist
að sjálfsögðu náið með málunum.
Greinilegt er að hér er orðið um
stórveldatafl að ræða þar sem
Fischerog Spasski eru i hlutverki
taflmanna i skák sem tefld er af
embættismönnum, eða svo
fullyrti einn erlendur frétta-
maður sem náði tali af Spasski I
morgun.
Þegar Visir bar þessa stað-
hæfingu undir dr. Euwe I morgun
varðist hann allra frétta en sagði
þó aö nú væru það Rússar og
Kanar sem deildu sin á milli og
hann hefði ekki afskipti af
deilunni að svo komnu máli.
AÐEINS
EITT
HANDTAK
VANTAR
„Manni finnst að hér
jvanti aðeins eitt einasta
handtak, — þá verði allt
klappað og klárt og ein-
vígið geti hafizt", sagði
Ásgeir Friðjónsson, vara-
forseti Skáksambands (s-
lands, í gærdag eftir
blaðamannaf undinn á
Hótel Esju. Vitanlega átti
hann við handtakið, sem
vantartil að útkljá „skák-
ina fyrir skákina", þegar
þeir kapparnir Spasskí og
Fischer takast í hendur
sem keppinautar og sann-
ir íþróttamenn. Á meðan
þetta handtak gerist ekki
halda vandamál áfram að
hrannast upp og spennan í
loftinu magnast, þar til
þetta handtak afraf-
magnar loftið.
Nú er það bara að finna
því stað og stund að þeir
Fischer og Spasskí geti
hitzt og samið um að gera
út um allan ágreining við
skákborðið mikla, sem
bíðurþeirra i Laugardals-
höllinni.
—JBP—
—SG
GRUNAÐIR UM
HASSSMYGL
„Aðstaðan ó-
þœgileg núna"
- sagði Spasskí í morgun
Fimm unglingar, sem
komu með flugvél frá
Kaupmannahöfn í gær-
kvöldi, voru kyrrsettir af
tollgæzlumönnum á Kefla-
vikurflugvelli og afhentir
lögreglunni, vegna gruns
um smygl á hassi.
Nokkrir ungiingar voru meðal
farþega vélarinnar og vöktu
grunsemdir tollvarðanna, þegar
farþegahópurinn fór I gegnum
tollskoðunina. Var leitað sérstak-
lega i föggum þeirra, og sú leit
ieiddi til þess aö að fimm piltar
voru afhentir lögreglunni til
sérstakrar rannsóknar. Þrir
piltanna voru enn i haldi i morgun
og stóðu þá yfirheyrslur yfir.GP
Sálarstríðið um skákein-
vígi aldarinnar er farið að
setja mark sitt á Spasskí
ekki síður en Fischer.
Blaðamaður Vísis hitti
Spasski að máli í morgun í
lyftunni á Hótel Sögu.
„Aðstaðan er mjög
óþægileg núna", sagði
hei msmeistarinn við
blaðamann Vísis. „Hvort
teflt verður á morgun er
algjörlega óvíst eins og
málin standa", sagði
hann, enda óvissan sjald-
an meiri en nú. '
Með Spasskí var Geller,
stórmeistari, en hann
kvaðst helzt ekki vilja
svara spurningum að
sinni.
—SG/JBP
Róðin forstjóri Norrœna hússins
Maj-Britt Immander, 37 ára Norrænahússins. Tekur hún við;
deildarstjóri við bókaforlagið Starfi 9. október n.k.
L.T. i Stokkhólmi var um Umsækjendur voru 23 frá öllum
hádegið ráðin sem forstjóri Norðurlöndunum,_______I
HVAÐ GERA RÚSSAR? SJÁ BAKSÍÐU