Vísir - 05.07.1972, Page 3
Visir. Miðvikudagur 5. júlí 1972.
3
„Engan
skuttogara
handa
okkur
takk..."
„Nei, nei, nei.ég ætla sko alls
ekki að kaupa svona skuttogara,
þegar ég verð stór”, sagði
ungur og upprennandi bæjarbúi
i Neskaupstað, hann Siggi litli,
sem er aðeins 5 ára, þegar við
tókum hann tali i fjörunni þar.
Gamlir bátar eru sannarlega
vinsæl leiktæki barna þar eystra
ekki siður en i höfuðborginni og
rcyndar hvar sem þá er að
finna. Krakkarnir á myndinni*
Sigurður og með honum eru
leiksystkinin Viðir, sem lika er
5 ára og Jóhanna 4 ára.
—Og hvaða skip ætlið þið þá að
kaupa? spurðum við i granda-
leysi.
„Kkkert skip, bara hann
Trigger hans Roy Rogers”, var
svarið. Og þá vitum við það, og
vissum reyndar áður, þau eru
alls staðar eins börnin. — JBP—
Gífurleg sókn
í peninga
— gullpeningarnir löngu uppseldir
— en samt óframleiddir enn
Gifurleg sala hefur verið i
minnispeningum þeim sem Skák-
samband tslands gefur út i tilefni
heimsmeistaraeinvigisins i skák.
Undanfarið hefur verið mikil
sala i silfurpeningum, en þeir eru
framleiddir i serium og upplag
þeirra talsvert á þriðja þúsund.
200 gullpeningar verða fram-
leiddir — en þeir hafa allir verið
pantaðir og seldir fyrirfram á'
10.000,00 krónur stykkið.
Bárður Jóhannesson teiknaði
peningana, og smiðar þá, og var
Visi tjáð hjá Skáksambandinu að
Bárður hefði alls ekki undan að
framleiða peninga — hins vegar
biða menh óþolinmóðir eftir gull-
peningum sinum, einkum þeir
sem keypthafa af öðrum en skák-
sambandinu — heyrzt hefur að
menn hafi selt sinn 10.000 króna
pening á fimmföldu útgáfuverði
nú þegar. GG.
JARÐGONGIN I ODDSKARÐI
KOMIN AF STAÐ INN í BERGIÐ
Hafizt var handa við gerð
jarðgangna i gegnum Oddsskarð
á leiðinni milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar i siðasta mánuði.
„Snjó hafði ekki leyzt upp,
þegar vegagerðarmennirnir
byrjuðu verkið, og hefur þvi
miðað hægt til að byrja með, enda
ævinlega seinlegt að komast af
stað inn i bergið,” sagði Jón
Birgir Jónsson, verkfræðingur
hjá Vegagerð rikisins, aðspurður
um gang framvkæmdanna.
Gunnar og Kjartan, i félagi með
Húsiðjunni á Egilsstöðum áttu
lægsta tilboðið i verkið og vinna
það i félagi við Istak sem undir-
verktaka, er annast mun
sprengingar við gangagerðina.
29 manns vinna nú þar uppi I
fjallinu við gerð vegarins og
gangnanna. Gangnamunninn er
kominn það langt, að mennirnir
vinna núna undir bergþaki en þeir
fara i gegnum f jallið Eskif jarðar-
megin.
Samhliða gerð gangnanna, sem
verða 600 metra löng, er unnið að
gerð vegarspotta beggja megin
við göngin, samtals á þriðja km
að lengd.
Oddsskarð, sem er hæsti fjall-
vegur landsins, hefur oft og einatt
lokazt i nóvember eða desember
og ekki opnast aftur fyrr en i
mai. Við tilkomu jarðgangnanna,
sem verða i 620-630 m hæð yfir
sjó, er þó ekki gert ráð fyrir að
leiðin til Norðfjarðar opnist allt
árið i kring. En hinsvegar mun
timinn lengja mikið, sem
vegurinn verður opinn, við það að
vegurinn er lækkaður um 100 m.
Gert er ráð fyrir að allt verkið
kosti 57 milljónir króna. Dýrasti
hlutinn er gerð gangnamunn-
anna, forskálanna, og væntanleg
styrking gangnaloftsins, sem gert
er ráö fyrir að kosti allt að 26.6
milljónir króna. Sprengingar i
göngunum eru áætlaðar um 20.9
milljónir kr., en gerð vegarins
beggja megin að kr. 9,5 milljónir,-
GP
Kynna sér ýmiss
störf borgarinnar
Fræðsluskrifstofan i Reykjavik
hefur gengist fyrir sumarnám-
skeiðum fyrir börn á aldrinum 10
-12 ára, i þvi skyni að kynna þeim
hin ýmsu störf sem fram fara hér
i höfuðborginni svo og þroska
þau.
Námsskeiðum hefur verið skipt
i tvö timabil, og hófst það siðara i
gærdag og stendur yfir til 21. júli.
Börnin sem sækja námskeiðið eru
úr Breiðagerðisskóla, Austur-
bæjarskóla og Laugarnesskóla.
Meðan á námskeiðinu stendur,er
farið með þau i ýmis fyrirtæki i
borginni, og i Breiðagerðisskóla
og Laugarnesskóla, læra þau
föndur, hjálp i viðlögum, stunda
iþróttir og ýmislegt fleira.
Fyrra námskeiðið hófst 5. júni
og stóð yfir i þrjár vikur, sem og
hið siðara og sóttu það 170 börn.
Siðasta dag námskeiðisins var
farið með þau til Þingvalla þar
sem þau skemmtu sér sérstak-
lega vel.
Fyrstu dagana á námskeiðinu
eru þau að mestu i skólunum en
hvorú námskeiðinu fyrir sig er
skipt i tvo hópa, og er annað fyrir
hádegi frá kl. 9-12 en hitt eftir
hádegi frá kl. 1-4. -EA
Ný gjaldskrá á döfinni
hjá Rafmagnsveitunni
Um þessar mundir er Raf-
magnsveitan að taka upp nýtt
vinnsiukerfi sem aðallega er
fólgið i meiri vélvæðingu við
álestur og meðferð reikninga.
Einnig er fyrirhugað að taka upp
nýja gjaldskrá með lágmarks-
gjaldi til einföldunar i stað fer-
metra og herbergjagjalds, sem
nú er i notkun. Verður þetta lág-
marksgjald þó svo lágt, sam-
kvæmt tillögunum, að það á ekki
að snerta venjulega notendur,
sem flestir nota meira rafmagn
að staðaldri. Endnanlcg gerð
gjaldskrárinnar liggur ekki fyrir
ennþá, og þótt hún verði sam-
þykkt fljótlega kemur hún ekki til
framkvæmda á þessu ari.
þs
Jarðboranir á þremur
nýjum stöðum í sumar
„Það eru ekki svo miklar fram-
kvæmdir hjá okkur núna við jarð-
boranir, yfirleitt er þetta allt
saman framhald af þvi, sem áður
hefur verið unnið,” sagði Isleifur
Jónsson hjá Jarðhitunardeild
Orkustofnunar i viðtali við blaðið.
1 Mosfellssveitinni er unnið við
boranir á vegum Hitaveitunnar
og einnig var fyrir nokkru borað á
Eyrarbakka, en árangur þar varð
miklu minni en búizt var við. Þar
fannst ekkert vatnsmagn en ein-
hver jarðhiti. Borunum er nú
lokið,en eins og ísleifur sagði urðu
þessar boranir þar þó ekki alveg
árangurslausar.
Við Hliðardalsskóla er unnið
við lagfæringar á holu, sem þar
var boruð á árinu 1967, og unnið
er að dýpkun holu austur i Sogni á
vegum Náttúrulækningafélagsins
Einnig er unnið að borunum
norðan við Hrafnagil i Eyjafirði
og vestur i Laugabakka i
Miðfirði.
í sumar og jafnvel ekki fyrr en i
haust, er svo ætlunin að gufu-
borinn verði að Nesjavöllum i
Grafningi og er ætlunin að bora
þar fyrir Hitaveituna. Einnig
verður gerð könnun rétt fyrir
utan Keflavik á þvi sem hugsan-
lega gæti veriö um að ræða þar. Á
Krýsuvikursvæðinu verður bætt
við einni holu I sumar, en þar eru
nú þrjár holur fyrir. Þó er þar
ekki um neitt notagildi að ræða
heldur fara þar aðeins fram rann-
sóknir. -EA
Sumarhefti lceland Review fjollar m.a. um
þjóðarsamstöðuna um landhelgismálið
Sumarhefti timaritsins
Atlantica & ICELAND REVIEW
er nú komið út og er stærra en
venjulega, lOOsiður með fylgiriti.
Ovenju margar og vandaöar
myndir prýða mestan hluta
blaðsins sem er prentað i fullum
litum. Meðal efnis er grein eftir
Eggert Jónsson hagfræðing um
visindaleg og hagfræðileg rök
landhelgismálsins. Árni Johnsen
blaðamaður skrifar um Eldeyjar-
för sina og tekur sérstaklega fyrir
fuglalif I eyjunni og birtir myndir
þaðan. Jóhann Hjálmarsson
skáld skrifar um listaverk Al-
freðsFlóka. Þór Magnússon þjóð-
minjavörður ritar um sögu Is-
lenzka drykkjarhornsins, en viða-
mesta efni blaðsins er að þessu
sinni helgað islenzkum land-
búnaði frá upphafi i samantekt
Inga Tryggvasonar blaðafulltrúa
Búnaðarfél. tsl. Þá er þarna og
grein eftir Árna Björnsson cand.
mag. um sumardaginn fyrsta auk
margs annars efnis sem birtist I
blaðinu núna. Vandað fylgirit
fylgir ICELAND REVIEW I
þessu sumarblaði og fjallar það
um landhelgismálið og yfir-
lýsingar um það frá helztu stjórn-
málamönnum okkar. Ritstjóri
ICELAND REVIEW er Haraldur
J. Hamar.