Vísir - 05.07.1972, Blaðsíða 5
Brunnu inni í geð-
sjúkrahúsi
:íS fórust, þcgar eldur kom upp i
geðsjúkrahúsi i bænum Sher-
borne i Suður-Englandi snemma i
morgun. samkvæmt fréttum þá.
Allt þetta fólk voru sjúklingar,
sem lokuðust inni i einni álmu
sjúkrahússins.
llaft var cftir sjúkrabilsstjóra,
að mikil ringulrcið hafi verið á
staðnum, er hann kom þar.
Eldurinn hefði barist út i álmu,
þar sem 40 sjúklingar voru.
Drepnir fyrir mistök
Bandariskar orrustuþotur gerðu i borgina Quang Tri, og felldu ell-
gær af misskilningi árás á þá efu samkvæmt fréttum i morgun.
Suður-Vietnama, sem sækja inn i
Harðjaxlar
Þrátt fyrir ofsarok
heppnaöist flokki
hermanna og annarra
kunnáttumanna með
þyrlu frá skipinu
Engadine að koma upp
vita á Rockallkletti, 280
milur frá Skotlands-
ströndum.
Visir Þriðjudagur 4. júli 1972.
Sato tapaði
TANAKA kjörinn
forsœtisróðherra
St jórnarf lokkurinn í
Japan kaus í morgun Tan-
aka viðskiptaráðherra
eftirmann Satos í embætti
forsætisráðherra. Þessi
ákvörðun er talin mjög
Tanaka brýtur hefð.
Kukuda handgenginn Sato.
mikilvæg fyrir framtið
Japans og stefnu í heims-
stjórnmálum.
Tanaka, 54ra ára, hlaut 282 at-
kvæði, en keppinautur hans,
Fukuda utanrikisráðherra, hlaut
190.
Kjör Tanaks er talinn persónu-
legur ósigur Satos, sem hefur
verið forsætisráðherra Japans i
átta ár. Sato gaf að visu ekki kost
á sér lengur, en hafði valið
Fukuda eftirmann sinn, augljós-
lega til þess að reyna að halda
áfram töluverðum áhrifum á
stiórn bak við tjöldin.
En Tanaka, sem er maður ein-
beittur og ötull, er ekki talinn
munu sætta sig við þá japönsku
hefð að hafa „gamla manninn”
sem ráðunaut.
Kosning Tanaka er á margan
annan hátt brot gegn hefð i
Japan. Hann er ungur maður
miðað við hefð. Hann hefur
haslað sér völl i þinginu, fremur
en i embættisstörfum, eins og
hefur verið venjan.
á
I
Zagreb
Júgóslavíu
KROATARETTAR
HÖLDIN HAFIN
Tító hefur ráðist á mörg ríki fyrir að leyfa starfsemi
þjóðernissinna-samtakanna.
Fyrstu af mörgum réttar-
höldum yfir þjóðernissinnum i
Króatiu i Júgóslaviu byrja i dag i
Zagreb. Fyrrverandi stúdenta-
leiðtogar þar verða dregnir til
dóms, sakaðir um starfsemi, sem
sé „andstæð hagsmunum
rikisins”.
Réttarhöldin eru ein afleiðing
uppþota i desember i fyrra, þegar
júgóslavneska „lýðveldið”
(fylkið) Króatia krafðist meiri
sjá1 f s t jórnar gagnvart
rikisstjórninni i Belgrad. Alvar-
leg pólitisk kreppa kom i kjölfar
krafanna og Titó sendi lögreglu á
vettvang og beitti hún hörðum að-
ferðum til að kveða niður mót-
þróann.
Fjórir stúdentar. sem nú koma
fyrir rétt, voru meðal þeirra
mörgu, sem voru handteknir i
óeiröunum. Þeir eiga yfir höfði
sér langa fangelsisrefsingu, enda
eru ákærurnar mánast fyrir land-
ráð.
Stúdentarnir eiga að hafa gert
samsæri gegn ríkinu i þvi skyni
að koma til valda „öfgamönnum
og útflytjendum frá Júgóslavlu”,
segir i ákærunni og er þar átt við
hin hálf-fasistisku samtök sem
Júgóslavar hafa komið á
laggirnar erlendis. Titóstjórnin
hefur þessa daga ráðizt á mörg
riki, meðal annars Sviþjóö, fyrir
að leyfa starfsemi þessara
samtaka.
Koi seti Suður-Vietnam, Thieu, situr hér við stjórn loftvarnabyssu með
hlaupvidd 51 sem menn hans höfðu náð úr höndum Noröur-VIetnama.
Sjóliðar S-Vietnam höfðu gert árás á noröanmenn norðvestan Quang
Tri og haft þetta upp úr krafsinu.
48 þús. mcnnaEð
seint Ifl
vomor
Suður-Vietnamar höfðu i morg-
un náð öruggum stöðum i borg-
inni Quang Tri án þess að mæta
verulegri mótspyrnu Norður-
Vietnama, sem höfðu hertekið
Quang Tri fyrir tveimur mánuð-
um.
Bandariskur ráðunautur segir
hins vegar i viötali við frétta-
mann UPI-fréttastofunnar, að
búizt sé við hörðum bardögum,
enda séu um 48 þúsund Norður-
Víetn.amar taldir vera i borginni
og umhverfi hennar.
Bandariskir foringjar óttast
einnig áhlaup noröanmanna á
Hué-borg, sem er 50 kilómetrum
sunnar. Meirihluti varnarliðs S-
Vfetnama i Hué tekur þátt i sókn-
inni gegn Quang Tri, og norðan-
menn hafa varpað sprengjum á
Hué i tvo daga samfleytt.
17 hafa beðið bana og 65 særzt i
sprengjuvarpinu á Hué.
1 Norður-Vietnam segja stjórn-
völd, að bandariskar flugvélar
hafi varpað sprengjum á skóla og
ibúöir og margir hafi farizt.
SKRIÐUR TOKU
HJÁLPARSVEITIR
Scxtiu manna er saknað eftir
skriðuföll snemma i morgun i
fjallaþorpi i Suður-Japan.
Klestir þeirra, sem saknað er,
voru i hjálparsveitum, sem
leituðu manneskju, er hafði týnzt
i skriðuföllum.
Mikil rigning var, og snemma i
morgun losnuðu mörg tonn jarð-
vegs og grjóts og runnu niður
fjallshliðina, þar sem hjálpar-
sveitir voru við störf sin.
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON