Vísir - 05.07.1972, Side 6
6
Visir. Miövikudagur 5. júlí 1972.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Adglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Friðarstríðið
Merkustu erlendu viðburðir vikunnar munu vera
samningar á tveimur gömlum bardagasvæðum i
Asiu, þar sem leiðtogar bjóðast til að grafa striðs-
hanzkana.
Aðeins 22 ár eru siðan barizt var i Kóreu, eftir
innrás Norður-Kóreumanna i Suður-Kóreu. Kóreu-
striðið var einhver mesta ógnun við heimsfriðinn á
árunum eftir heimsstyrjöldina. Bandarikjamenn
og fleiri vestrænar þjóðir komu til stuðnings við
Suður-Kóreu, og Kinverska alþýðulýðveldið studdi
Norður-Kóreu. Kóreuskagi varð um skeið vett-
vangur átaka, þar sem fyrst og fremst áttust við
herir Bandarikjamanna og Kinverja, og lauk með
þráskák.
Skemmst er að minnast striðsins i Austur-Pak-
istan þar sem Indverjar gerðu innrás til að aðstoða
kúgaða þjóð landsins við að varpa af sér oki Vestur-
Pakistana.
Á báðum þessum bardagasvæðum hafa leiðtogar
andstæðra fylkinga setzt að samningaborði. Samn-
ingur hefur þegar tekizt milli Indverja og Pakist-
ana, á fundi Indiru Gandhi og Ali Bhutto.
Engin samliggjandi riki i heimi munu hafa fleiri
hermenn á hvern ferkilómetra en rikin i Kóreu.
Þótt Kóreustriðinu lyki með þvi að gamla landa-
mæralinan við 38. breiddarbaug var látin standa,
hefur i reynd verið styrjaldarástand á landamær-
unum, og allmargir menn fallið i skærum.
Fátt er likt með stjórnum Kóreurikjanna. I
Norður-Kóreu rikir kommúnistaflokkurinn með
foringja sinum Kim Il-Sung, sem er nánast i guða-
tölu, ef marka má blöð og fréttir, sem þaðan berast.
I Suður-Kóreu er við völd andkommúnistastjórn
við vafasamt lýðræðisskipulag, þar sem kosningar
eru að minnsta kosti ekki með þvi sniði, sem við
venjumst.
Allar stundir, þar til siðustu mánuði, hafa svika-
brigzlin gengið milli valdhafa þessara rikja. Þeir
hafa að visu jafnan hvatt til einingar Kóreu, og þá
að sjálfsögðu með þvi, að hinum verði steypt úr
stóli.
Þá gerðust snögglega tiðindi, sem komu umheim-
inum á óvart. í fyrstu var Rauðakross félögum i
báðum rikjunum falið það verkefni að sameina fjöl-
skyldur, sem hefðu sundrazt i Kóreustriðinu beggja
vegna landamæranna. Leiðtogar voru sammála
um þetta og kepptust i yfirboðum og tjáningu góð-
vildar og sameiningarstefnu. Forseti Suður-Kóreu
gekkst fyrir fundunum og Norður-Kóreumenn
vildu, að samstarfið yrði mjög aukið þá þegar.
Þetta „friðarstrið” i Kóreu hefur nú leitt til leyni-
funda milli fulltrúa æðstu manna rikjanna, sem
staðið hafa nær látlaust i einn mánuð. Niðurstaðan
hefur orðið samkomulag um yfirlýsingu. Leiðtog-
arnir segjast munu stefna að sameiningu á friðsam-
legan hátt, deilumál skuli útkljáð án valdbeitingar
og beinu simasambandi komið á laggirnar milli
höfuðborga til að komasthjá „slysum” i viðskiptum
rikjanna, eins og gert er milli Washington og
Moskvu með „heitu linunni” svonefndu.
Þetta skemmtilega friðarstrið leiðir varla til
sameiningar Kóreu fyrst um sinn, en ekki sakaði,
að Bresnjev og Nixon kynntu sér það gaumgæfi-
lega.
Gleymt stríð — gleymist friðurinn?
SVELTANDI MILLJÓNIR
Friður er nú loks kominn
á í Súdan, þar sem barizt
hefur verið undanfarin 17
ár. í Juba, höfuðborg Suður
Súdan, liggja sættir í loft-
inu. En friðarsamningur-
inn, sem undirritaður var i
Addis Abeba í marz af
Nimeiry forseta Súdans og
Joseph Lagu leiðtoga
Anya-Nya uppreisnar-
mannanna, verður því að-
eins að veruleika, að land-
inu verði veitt mjög veru-
leg aðstoð. í þessu gleymda
stríði, sem hófst fyrir 17 ár-
um, sfóðu deilurnar milli
norðurog suðurhluta lands-
ins, milli Araba og blökku-
manna. Að beiðni stjórnar-
innar í Súdan eru Samein-
uðu þjóðirnar nú að undir-
búa alþjóðlega söfnun til
hjálpar bágstöddum í Suð-
ur-Súdan.
Hjálparstarfið mun i fyrstu
beinast aö þvi að gera þúsundum
súdanskra flóttamanna kleyft að
snú til heimila sinna á ný. Það er
til marks um hve gifurlegan
vanda hér er við að etja, að talið
er að byrjunarframkvæmdir við
hjálparstarfið muni kosta um
1700 milljónir islenzkra króna.
Súdan er einnig i fréttunum nú,
vegna tilboða Bandarikjamanna
um mikla aðstoð við hið þjáða
fólk i Suður-Súdan og áætlana
stjórnar Súdan að rjúfa einingu
Arabarikja og sættast við Banda-
rikjamenn. Arabar hafa haft horn
i siðu Bandarikjamanna siðan i
striðinu 1967, þegar Israelsmenn
lögðu undir sig mikið arabiskt
land og höfðu stuðning Banda-
rikjamanna með vopnum og fé.
Bandarikjamenn hafa og siðan
verið einhverjir helztu stuðnings-
menn ísraels, sem kunnugt er. Nú
hyggst Nimeiry Súdansforseti
þiggja bandariska aðstoö, þótt
það kosti hann vináttu ýmissa
Arabaforingja, til dæmis Egypta,
sem hafa verið hans helztu
bandamenn og varið völd hans
fyrir uppreisn kommúnista i Súd-
an.
Milljón flóttamenn
Þegar i upphafi vaknar sú
spurning hvernig fá megi það fé,
þvi veröldin hefur látið sig þessa
styrjöld litlu skipta og sem næst
lokaö augunum fyrir þvi, sem
hefur verið að gerast i Súdan.
Styrjöldin i Súdan hefur sjaldan
verið i fyrirsögnum heimsblað-
anna. Meiri athygli hafa vakið
átökin i Kóngó, Nigeriu og Biafra
og nú siðast i Afrikurikinu
Burundi. Meðan bardagar stóðu
yfir i Súdan féllu þúsundir
manna, og að mati opinberra
aðila flýðu milljón manns heimili
sin og eigur. Um það bil þrir
fjórðu hlutar flóttafólksins settust
að á einangruðum og óræktuðum
svæðum i Súdan, en hinir flýðu til
nægliggjandi landa. Að sjálfsögðu
vill þetta fólk snúa til sins heima
á ný, og straumurinn er raunar
þegar byrjaður.
Undirritun samkomulagsins i
Addis Abeba, mun hafa komið
flestum ibúum suður Súdans
ánægjulega á óvart. En eins og
varaforseti landsins, og formaöur
svæðisráðsins i súður Súdan, Abel
Alier sagði nýlega i viðtali, þá
náðist samkomulagið einnig fyrr
en nokkurn hafði órað fyrir. ,,Við
erum þvi alls óviðbúnir að taka á
móti fólkinu, sem nú snýr til
baka. Súdan er fátækt land. Við
höfum ekki getað gert ráðstafanir
til að mæta afleiðingum sam-
komulagsins. Fram til þessa
höfum við verið mjög háðir að-
stoð frá ýmsum alþjóðasam-
tökum og einnig frá öðrum
löndum..."
Eitt //vanþróaðasta landið"
1 Suður Súdan er eitt van-
I þróaðasta land i heimi, ef þannig
má taka til orða. Þar stóð allt i
I stað meðan landið var brezk ný-
lenda, vegna þess hve mikil
óvissa rikti um samband suður-
hluta landsins við nýfrjálsu
austur Afrikurikin. Allt frá þvi
Súdan hlaut sjálfstæði 1. janúar
1956 hefur verið barizt i landinu.
En nú á uppbyggingin að hefjast
Nú verður að byrja frá grunni,
þvi i suður Súdan er bókstaflega
ekki neitt af neinu.
Eitt það fyrsta sem við verðum
að glima, er að útvega þvi fólki,
sem nú snýr heim þak yfir
höfuðið. Það minnkar ekki
vandann, að regntiminn er ni i
þann veginn að ganga i garð, og
þá er hvergi að finna stingandi
strá til að nota við kofagerð.
En sé einnig litið til lengri
tima, þá eru erfiðleikarnir,sem
blasa við gifurlegir. Þegar i stað
þarf að byggja 260 nýja skóla
handa 35 þúsund börnum i
þremur héruðum syðst i landinu.
i heilbrigðismálum er ástandið
ekki nokkru lagi likt. Þau fáu
sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar,
sem enn standa uppi, eru frá þvi
fyrir að landið hlaut sjálfstæði og
margar af þessum byggingum
eru stórskemmdar, ef ekki
ónýtanlegar. Jafnvel þótt þeim
væri öllum komið i viðunandi
horf, væri langt i frá, að það dygði
til, þvi mannfjölgun er þarna
mjög ör. Ástandið er þannig núna
að margir þurfa að fara hátt i tvö
hundruð kilómetra leið til að
komast til læknis. Auðvelt er að
imynda sér afleiðingar þessa,
þegar þess er og gætt, að sjúk-
dómar eins og svefnsýki, berkla-
veiki og holdsveiki magnast nú
mjög.
Ifllllllllll
M)
Umsjón:
Haukur Helgason
Gífurlegur matvælaskortur
Menn hafa nú miklar áhyggjur
af fyrirsjáanlegum matvæla-
skorti. Abel Alier varaforseti
hefur látið svo ummælt, að aðeins
sé unnt að útvega þvi fólki mat,
sem býr alveg i grennd við helztu
þéttbýliskjarnana. I suðurhluta
landsins eru fáeinir staðir þar
sem unnt er að lenda flugvélum,
annars eru nær engar aðrar sam-
gönguleiðir.
Það er varla hægt að tala úm
neinskonar vegakerfi i suður
Súdan. Það sem kallað eru vegir
eru niðurgrafin hjólför. Þannig
tekur það um fjórar klukku-
stundir i jeppa að fara frá Juba til
Yei suður við landamærin að
Uganda, en þessi leið er um 150
kilómetrar. Þessi spotti er samt
einn höfuðþjóðvegur landsins.
Viða á þessum vegi eru jarð-
sprengjugigar, og það verður
örugglega langt þangað til búið
verður að koma veginum i við-
unandi horf, og svo lengi verður
ekki hægt að biöa með að hefja
hjálparstarfið. Við þetta bætist
svo, að samgöngur á Nilarfljóti á
þessum slóðum eru sem næst úti-
lokaðar, þvi vatnagróður i
fljótinu myndar nú stórar, nánast
myrlendar eyjar, sem gera það
að verkum að fljótið getur vart
talizt skipgengt.
Uppreisnarmenn teknir
i stjórnarherinn
Suðurhluti landsins hefur nú
hlotið nokkurn sjálfsstjórnarrétt
og landið er nú sameinað. Fólk
biður þess óþolinmótt, að
ástandiðfari aðbatna, en merki
þess eru þvi miður fá og ekki
greinileg. Heimili margra
þeirra, sem nú eru að snúa heim
hafa verið gjöreyðilögð. I höfuð-
borgum þriggja syðstu
héraðanna, er allt að fyllast af
flótta fólki.
Flestir félagarnir i samtökum
uppreisnarmanna Anya Nya
hverfa nú að nýju til borgaralegs
lifs. Þeir eru taldir vera um 25
þúsund talsins. Sex þúsund þeirra
verða teknir i súdanska herinn,'
um tvö þúsund fá vinnu hja þvi
opinbera, en hinum verður að
hjálpa og hjálpa fljótt, ef þeir
eiga að geta aðlagazt þjóðfélags-
háttum i nýju Súdan á þess að til
árekstra komi.
F.yrrverandi höfuðsmaður i
samtökum uppreisnarmanna
sagði: „Auðvitað hjálpum við til
við að gera við vegar-
skemmdirnar. Það er brýn nauð-
syn og i þágu lands okkar”. Leið-
togi Anya Nya Joseph Lagu, sem
nú er yfirmaður hersins i suður
Súdan ásamt hershöfðingjanum
Joseph Fatlalla Hamid, leggur
áherzlu á að hjálpin verði að
berast fljótt, og hann bætir við:
,,Nú þegar búið er að leysa
stjórnmáladeilurnar, er ekki
mínnsta ástæða til þess að menn
haldi áfram að bera vopn”.
Loftbrú verður nauðsynleg
Brýn nauðsyn verður að koma
upp loftbrú til suður Súdan til að
flytja þangað matvæli. Stjórnvöld
i Súdan hafa þessvegna beðið
Fljóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna að beita sér fyrir þvi að
slik loftbrú verði mynduð, þvi hún
muni hafa úrslitaþýðingu fyrir
hjálparstarfið fyrstu og örlaga-
rikustu mánuðina. Þar að auki
hefur fyrsti varaforseti Súdans
Mohamed Baghir sagt að notuð
verði flutningaleiðin frá Mom-
basa um þjöðvegi Kenya og
Uganda. Stjórnin i Súdan miðar
starf sitt fyrst og fremst við að
hjálpa fólkimi/Sem flutzt hefur út
i óræktarlöndin. Komið verður á
fót sérstökum móttökustöðvum,
þar sem þessu fólki verður veitt
læknishjálp og önnur nauðsynleg
aðstoð.
Æskilegast væri, ef þegar i stað
væri hægt að byrja að reisa þorp,
þar sem fólkið gæti farið að
standa á eigin fótum eftir um það
bil eitt ár. Þessi þorp yrðu
sjálfum sér nóg um matvæli og
kaupa mætti ýmsar nauðsynjar
fyrir það verð, sem fengist fyrir
umframframleiðslu. Þessi þorp
þyrftu þvi ekki á neinni aðstoð að
halda. Þorp af þessu tagi gætu
orðið svipuð og þorpið i Rajaf i
Súdan sem Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna byggði fyrir
flóttafólk frá Kongó. Talsverður
fjöldi súdanskra flóttamanna
hefur nú einnig sezt að i þessu
þorpi.
Tenging
Norður- og
Suður-Afríku
Aðstoð við Súdan er aðstoð við
alla Afriku, Það mun koma i ljós,
erfram liða stundir^að samkomu-
lagið, sem gjört var i Addis
Abeba mun hafa feikna mikla
þýðingu um gjörvalla álfuna.
IVaraforseti Súdans segir:
„Með þessu samkomulagi höfum
við skapað nýja þjóð. Okkur
finnst að þjóðir heims hljóti að
hafa öðlast aukna virðingu fyrir
Súdan, þar sem þjóðinni hefur
tekizt eftir sautján ára bardaga
að leysa málin með samkomu-
lagi. Nú er hægt að tengja alla
Afriku saman frá norðri til
suðurs. Súdan brúar það, sem
áður var bil. Þetta er mikil
breyting til betri vegar.”
Og nú er tækifærið fyrir allar
þjóðir heims að leggja sitt af
mörkum til lausnar umfangs-
miklu mannlegu vandamáli.
Þetta mun hver einasti maður,
sem kemur til Súdan skilja auð-
veldlega. Ef nú er tekið hraust-
lega á, mun sundrúð þjóð sam-
einast að nýju. En timinn er
orðinn naumur. Abel Alier vara-
forseti sagði fyrir nokkru:,,Við
höfum það á tilfinningunni, að við
séum að missa þetta allt saman
út úr höndunum á okkur, — nema
þvi aðeins að hjálparstarfið
hefjist nú á allra næstu vikum.
Hjálpin verður að koma strax. Á
morgun, held ég, að það geti verið
orðið of seint".
Frá Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna.