Vísir - 05.07.1972, Qupperneq 7
Visir. Miðvikudagur 5. júli 1972.
cyVlenningarmál
Myndlist varð afskipt vegna timahraks á listahátið — en enn stendur
útisýning á Skóla vörðuholti við hlið uppvaxandi Hallgrimskirkju. Og i
Galleri Súm hefur ný sýning verið opnuð I framhaidi af hátiðarsýning-
unum.
Ný list
nýjum
Þegar liðnar eru tvær
vikur frá lokum Lista-
hátiðar er islenzkt lista-
lif að færast aftur i sitt
eðiilega horf: leikhúsin
lokuð, 7. flokks myndir i
bióunum, vikur eða
mánuðir til næstu tón-
leika, 2-3 myndlistar-
sýningar i gangi, aðrar
listgreinar gleymdar,
allir búnir að fá nóg af
list til tveggja ára —
sumir meira en nóg.
Samt ætla ég að vikja
hér nokkrum orðum að
myndlist á Listahátið og
svo sýningu Súm, sem
enn stendur yfir.
Mikið framboð var á myndlist á
Listahátið þá 12 daga sem hún
stóð, og fjölbreytnin var einnig
töluverð, þótt margt mætti telja
upp, sem gaman hefði verið að fá
með. Aðsókn að einstökum
sýningum var misjöfn eins og
gengur, og var þar að einhverju
leyti um að kenna slælegri aug-
lýsingastarfsemi, t.d. hefði mátt
nýta útvarp og sjónvarp betur i
þessu skyni. Annars var það eftir-
tektarvert, hve litinn þátt þessir
tveir fjölmiðlar áttu i hátiðinni.
Útvarpið flutti að visu flesta
þeirra tónleika sem haldnir voru,
en hvorki sjónvarp né útvarp
lögðu neitt sjálfstætt efni til hátið-
arinnar. Þó var þetta gott tæki-
færi til fyrirlestrahalds og
fræðslumyndasýninga um listir.
A þann hátt hefði listahátiðin náö
til fleiri landsmanna.
Myndlist
i timahraki
Timaskortur kom illa niður á
myndlistarsýningunum. Hálfur
mánuður er alls ekki nóg, þegar
svona margar og stórar sýningar
eru i gangi i einu. Þá kemur aðal-
galli listahátiða i ljós. Þegar
mata á fólk á miklu magni af list
á skömmum tima, er hætta á aö
ýmislegt fari fyrir ofan garð og
neðan hjá hátiðargestum, og
kynni þeirra af þvi sem boðið er
upp á verði harla yfirborðskennd.
Auk þess virðist sem forsvars-
menn listahátiðar hafi ekki gert
sér grein fyrir þeim mun sem
er á þvi að halda t.d. ballettsýn
ingu og tónleika og hins vegar
myndlistarsýningu. Dansari eöa
fiðluleikari getur ekki verið á
sviðinu nema mjög takmarkaðar
tima i einu, og þrek hans ákvarð-
ar þvi lengd sýningarinnar, en
myndir þreytast ekkert á þvi að
hanga á vegg i mánuð. Svo eru
þaö sýningargestirnir. Hér er það
aðeins þröngur hópur sem sækir
myndlistarsýningar reglulega, og
myndlist er yfir höfuð mjög
veigalitill þáttur i lifi fólks. Þess
vegna er nauðsynlegt að gefa
fólki nægan tima til að skoða og
melta það sem það hefur séð, og
helzt til að fara aftur og athuga
hlutina betur. Til þess gafst alls
ekki ráðrúm á listahátiðinni,
jafnvel þótt sýningartiminn væri
lengdur upp i 15 daga.
Þessi timaskortur kom einkum
að sök við stóru sýningarnar, eins
og norrænu sýninguna á Mikla-
túni, Súmsýninguna, grafik-
sýninguna og sýningu Lista-
safnsins á verkum Sigurjóns
Ólafssonar. Allar þessar sýningar
voru það viðamiklar, að ein yfir-
ferð dugði ekki. Ekki heföi verið
mikill vandi að halda útlendu
sýningunum lengur, ef það hefði
verið samið i tíma og mönnum
hefði verið meira annt um að lita
á hátiöina frá sjónarhóli sýning-
handa
heimi
argesta en einblina á tölfræöileg-
ar heimildir um fjölda verka,
toppstjörnur og þess háttar.
Grafik
að láni
Mikið hefur verið kvartað und-
an þvi, hversu illa við Islendingar
kynnum að meta graffk. Það voru
þvi gleðileg tiðindi að Norræna
grafiksambandið fór fram á það
við norrænu menningarmála-
skrifstofuna i Kaupmannahöfn,
að hún veitti fé til að koma á fót
safni grafikmynda við Norræna
húsið hér. Þetta safn á siðan að
nota til útlána, rétt eins og bækur
safnsins. Vonandi verður þessi
hugmynd að veruleika, þvi þann-
ig gæti fjöldinn allur af fólki
kynnzt þessar skemmtilegu list-
grein og þeim listamönnum sem
þannig vinna mun betur en með
einni snöggri yfirferð á sýningu.
Stórvirki
á döfinni?
Það var mikill skaði að sýning
Sigurjónsólafssonar i Listasafn-
inu skyldi ekki fá að vera lengur
uppi. Yfirlitssýning á verkum
hans var sannarlega orðið tima-
bært viðfangsefni. Sigurjón hefur,
ásamt Ásmundi Jónssyni, verið
aðalmyndhöggvarinn okkar um
langt árabil, en almenningi gafst
nú fyrst færi á að fá yfirlit yfir
listferil hans.
Mikið vantaði á að sýning þessi
veitti yfirsýn yfir vinnubrögð
Sigurjóns meðan hann var búsett-
ur erlendis, en aftur á móti var
lærdómsrikt að hafa skissur
þarna með og sýna hvernig Sigur-
jón hefur gert hverja tilraunna á
fætur annarri við sama viðfangs-
efnið, þar til hann var orðinn
ánægður með það. En Listasafn
Islands hlýtur að hafa eitthvert
óvenjulegt stórvirki á prjónun-
um, úr þvi að þessi sýning fékk
ekki að vera opin nema i 15 daga,
sérstaklega þegar haft er i huga
að sömu myndirnar höfðu hangið
uppi i safninu i nærfellt eitt og
hálft ár, þegar þessi sýning var
sett upp.
Abstraktið
og Súm
Eftir lok Listahátiðar fengu
tvær sýningar að standa áfram:
útisýningin á Skólavörðuholti
sem enn stendur, og sýning Súm i
Asmundarsal og Galerie Súm
sem var lokað 25. s.l. En ný
sýning og framhald þeirrar fyrri
hefur nú verið opnuð i galleriinu.
Á listahátiðinni var Súm-
sýningin sú eina, þar sem gat að
lita sanna nútimamyndlist, og
þar var lika minna um hátiðar-
svip en á hinum sýningunum.
Með þvi að bera Súmsýninguna
saman við hinar kemur greini-
lega i ljós, hve kynslóðabilið er
afgerandi i myndlistinni núna. Sú
heimsmynd og þau viðhorf sem
liggja til grundvallar þeirri list,
sem Súm gefur sýnishorn af, er
allt annað en næstu kynslóðar á
undan. Þetta bil milli kynslóð-
anna virðist lika vera breiðara
núna en oft áður, og á það einkum
við um islenzku listamennina.
Viðast hvar erlendis hefur þróun-
in veriö jafnari, en hér á landi
leiddi langvarandi stöðnunar-
timabil i myndlistinni af sér al-
gera stökkbreytingu, þegar fram
komu menn sem aftur gerðu is-
lenzka myndlist samstiga við
þann tima og þann raunveruleika
sem við lifum i.
1 aldarfjórðung hefur abstraktið
verið eins konar rétttrúnaðar-
stefna i islenzkri myndlist, og
eins og oft vill verða um trúar-
hugmyndir breyttist það i
kreddukenningu og hefur nú dag-
að uppi. Sá sköpunarkraftur og
eldmóður sem var við upphaf
þessarar stefnu hefur glatazt og I
Eftir
Elísabetu
Gunnarsdóttur
staðinn komið smásmuguleg upp-
tuggusýki og framleiðslukapp-
hlaup. Það er þvi erfitt að bera
abstraktstefnuna I núverandi
ástandi saman við þær nýju hug-
myndir sem hér eru komnar
fram.Ieðli sinu er abstraktmál
verkið fullgert og endanlegt. Það
getur vakið ákveðin geðhrif eða
umhugsun, en ekki utan þess
ramma sem sýndur er i verkinu
sjálfu. Það krefst engrar viðbótar
eða áframhalds af hálfu áhorf-
andans.
Súmsýningin er aftur á móti and-
stæða við þessa stefnu, sú sýning
er eins konar hugmyndasýning.
Þar eru engin listaverk sem eiga
að standa óhögguð til dómsdags,
eða a.m.k. þar til tilvonandi
kaupandi hrekkur upp af, heldur
eru þær myndir sem þar eru til
sýnis miklu heldur byrjun eða
visbending, sem áhorfandanum
er siðan ætlað að vinna úr. Ákveð-
inni hugmynd eða tilfinningu er
gefið sýnilegt form, en verkinu er
ekki lokið fyrr en það hefur fengið
að þróast meö áhortanaanum t
hans eigin umhverfi, eftir að
skoðunarferð er lokið.
Tæknin,
heimurinn
og listin
Viðhorf þessara tveggja kyn-
slóða myndlistarmanna til forms
og efnis sýna einnig glögglega
þau skil sem orðið hafa. Ef við
töku eldri kynslóð islenzkra mál-
ara aftur til samanburðar, þá eru
þeir mótaðir á þvi timabili mann-
kynssögunnar, þegar þvi var trú-
að statt og stöðugt, að öll mannleg
vandamál mætti leysa með nýj-
um tæknilegum uppfinningum.
Þeirra kynslóð einbeitti sér að og
yfirkeyrði sig á tæknilegri efna-
hagsuppbyggingu, með þeim af-
leiðingum að efniö og formið varð
þeirra aðalviðfangsefni og kunn-
áttusamleg vinnubrögð þeirra að-
alsmerki.
Á Súmsýningunni sést greini-
lega, hve viðhorfin hafa breytzt.
Þeir sem þar sýna eru, ef svo má
segja, fæddir tæknivæddir.
Þeirra kynslóð drakk i sig með
móðurmjólkinni að það væri eng-
inn vandi að búa til nógu stóra
sprengju til að eyðileggja þennan
hnött, og þar af leiðandi væri ekki
heldur tæknilegt vandamál að
gera hann blómlegri og
manneskjulegri. Spurningin var
ekki lengur, hvernig á að fram-
kvæma hlutina, heldur hvaö vilj-
um við gera. Þetta kemur fram i
þvi að inntak eða boðskapur vill
oft yfirskyggja formið i nútima
myndlistarverkum. Það má þvi
segja að myndlistin i dag eins og
hún kemur okkur fyrir sjónir á
sýningu Súm, sé oröin pólitfskari
en áður var. Meö þessu á ég
ekki við strangt afmörkuð hug-
myndakerfi eða einhverja flokka-
pólitik, heldur hitt að verkin gera
kröfu til þess að vera virkur þátt-
takandi i lifi manna, en ekki aö
vera hvild eða flótti frá raunveru-
leikanum.
Breytt viðhorf til tækninnar
kemur einnig fram i þvi, að hinar
gömlu skiptingar innan myndlist-
arinnar hverfa, og jafnvel skil
milli þess sem áður voru ólikar
listgreinar. Sum þau verk sem
eru á Súmsýningunni hefðu t.d.
fyrirnokkrum áratugum alls ekki
flokkazt undir myndlist. En þess-
ar skiptingar eru ekki lengur
vandamál, og á þessari sýningu
má sjá aö blöndun ólikra aðferða
eða listgreina þykir ekki neitt
frumleg lengur. Er þvert á móti
álitin sjálfsögð, ef hún er hentug
til að ná ákveönu marki.
Popistarnir eru mjög uppteknir
af alls konar hlutum sem eru i
umhverfi okkar og notuöu þá oft
beint, stundum i minnkaðri eða
stækkaðri mynd, þannig að þeir
ööluðust nýtt gildi. Viöhorf arf-
taka þeirra til fyrir fram tilbú-
inna hluta lfkist helzt viðhorfi
renaissance listamapna til að-
stoðarmanna sinna. Þau störf
sem lagtækur iðnaöarmaður gat
framkvæmt, keyptu þeir af þeim
ef þeir höfðu efni á því, og á
sama hátt þykir það ekki nema
sjálfsagt nú að láta tæknifróða
menn framkvæma þann hluta
vinnunnar viö gerð listaverksins,
sem sérfræðilega tæknikunnáttu
þarf við. Slikt er ekki lengur snið-
ugt, heldur sjálfsagt.
Bókmenntir og
myndlist
Um 60 listamenn bæði innlendir
og erlendir taka þátt i Súm-
sýningunni, sumir með mörg
verk. Það er þvi ekki vinnand
vegur að fara að telja þar upp
einstaka menn eða verk. Slikt er
beztaðsjá á þeim hluta sýningar-
innar sem enn stendur yfir. Eitt
vildi ég þó minnast á, og það er
skráin, eða öllu að heldur bókin,
sem gefin var út með sýningunni.
Listahátið var i meira lagi spör á
útgáfustarfsemi, en bók sú, sem
Súm gerði, bætir þann skaða upp.
Bók þessi er ekki aðeins listi yfir
sýnendur og verk þeirra, heldur
er hún um leið sjálfstætt lista-
verk. Hver sá sem þátt tók si sýn-
ingunni fékk til umráöa tvær sið-
ur i bókinni sem hann gat notaö
að eigin vild. Bókin ásamt sýn-
ingunum, gefur mjög góða innsýn
i það sem nú er efst á baugi i
myndlistarmálum, og þeir sem
enn hafa ekki fengið offylli af
myndlist ættu þvi aö leggja leiö
sina I galleriið við Vatnsstiginn.
Viljum ráða rafsuðumenn og hjálpar-
menn.
Borgarsmiðjan h/f,
Borgarholtsbraut 86
Simi 41965.
Atvinna óskast
Meiraprófsbílstjóri með margra ára
reynslu,óskar eftir atvinnu. Uppl. i sima
12908 i dag og á morgun.