Vísir - 05.07.1972, Síða 8
8
Visir. Miövikudagur 5. júli 1972.
Rúðubrot í tízku
í nœturlífinu
Mcð hálfrar stundar millihili
voru brotnar rúöur á veitinga-
staönum aö Lækjarteigi 2 aðfara-
nútt sunnud^gs og i bæði skiptin i
ölæöi.
Kúöubrjóturinn i fyrra sinniö
skarst, en auk þess hrukku gler-
flisar i eina starfsstúlkuna, og
voru bæöi flutt a slysavarðstofu.
—Stúlka, sem braut rúöu i seinna
sinniö, slapp þó án þess aö skera
sig. en til hennar náöist.
Slik rúðubrot eru mjög vinsælt
tómstundagaman ölvaöra manna
og kvenna, og gjarnan gripið til
þess að dansleikjum loknum um
helgar. — Og þessa helgi var nóg
af sliku fólki á ferli um bæinn,
þrátt fyrir að nær þrjátiu væru
settir inn i fangageymslur lög-
reglunnar aöfaranótt laugar-
dagsins, og svipaður fjöldi aö-
faranótt sunnudagsins.
Lögreglan átti að venju annrikt
við að hafa uppi á skemmdar-
vörgunum, sækja út i ibúöar-
hverfin Ólátaseggi, sem vörnuðu
ibúum svefns, og hirða upp úr
sundlaug Vesturbæjar 3 per-
sónur, sem þar voru að svamla
um kl. 7.50 að sunnudagsmorgni.
— svo að fátt eitt sé nefnt. — GP
Fjallagrös góð við maga-
sári
Fjallagrös gegndu veigamiklu
hlutverki hór fyrr á öldum við að
halda lifi i okkur lslendingum, en
nú hafa grasaferðir að mestu
lagst niður. Á þvi kann hins vegar
að verða róttæk breyting. — Dag-
ur á Akureyri skýrir frá þvi, aö
fjallagrös hafi að geyma fágæt-
lega dýrmæt efni tii lækningar
magasárs, ef blaðið man rétt eins
og komist er að orði.
()g nú munu Argentinumenn
hafa á þvi mikinn áhuga að kaupa
islen/.k fjallagrös og fleiri tegund-
ir heiðagróðurs, jafnvel i smá-
lestatali og greiða fyrir morð
l'jár.
Dagur ályktar að þaö gæti verið
hollt og verðugt verkefni fyrir
unglinga á sumrin að sal'na fjalla-
grösum. Kæmi ef til vill i hlul
bæjarfélaga eða vinnuskóla
þeirra aðathuga þessi mál nánar.
lJað væri ekki svo vitlaust fvrir
einhvern athafnamanninn, sem
vill stunda heilsusamleg störf á
sumrin að gangasl i þetta mál.
Kauphéðnar og skák
Skákeinvigið setur svo sannar-
lega sinn svip á okkar daglega líf
á sögueyjunni þessa daganna.
Gamlar konur lagstar i kör, ná
ekki upp i nef sér yfir græðginni i
honum Fischer og sumar þær
yngri sveima i kringum Spasski,
sem er svo „sætur og bliöur”.
Svo eru það kaupmennirnir. beir
nota skákina i auglýsingar, til að
selja sinar góðu og ódýru vörur. t
bænum er t.d. stillt út i glugga
skákklukkum, sem heita allt i
einu Spasski-klukkur, þó að skák-
menn muni að visu ekki kannast
við þá gerð skákklukkna. En þær
eru sjálfsagt ekkert verri
„Fischersklukkurnar”, ef ein-
hver kaupmaðurinn vildi selia
þær.
»------►
Þingvallaumslag 1930 týndist
Umslag meö Alþingishátiöar-
frimerkjunum frá 1930 og flugfri-
merkjum, sem einnig voru gefin
út þá, tapaöist s.l. fimmtudag.
Umslagiö var stimplaö á Þing-
völlum 1930, og utan á þaö var
letraö O. Ellingsen. Þetta umslag
var nýlega keypt á uppboöi er-
lendis og varöveitt i piasthlustri.
A siöastliöinn fimmtudag var
kona aö koma meö það út úr fri-
merkjaverzlun við óöinsgötu og
gekk hún yfir Skólavörðustig viö
Alþýðubankann út Grettisgötuna
og niður á Klapparstig.
Leit hún þá I möppu sem hún
bar undir hendi, og kom i ljós, að
plasthulstrið með umslaginu var
horfiö — hafði einhvern veginn
dottið út.
Leitað hefur verið á þessum
slóöum vel og vandlega, en ekkert
komið i leitirnar. Umslagið er
eigandanum mjög verðmætt — en
hins vegar getur finnandi ekkert
haft upp úr þvi, þvi hér á landi
selst það ekki — safnarar og fri-
merkjasalar vita af þessu um-
slagi, og munu aðeins koma þvi til
skila, sýni einhver þeim það.
Eigandi umslagsins, sem er
námsmaður erlendis, ætlaði sér
að kosta nám sitt með andvirði
þessa Þingvallaumslags. Konan,
sem týndi þvi, er nú heldur illa
stödd fjárhagslega, þar eð nú
verður hún að standa eigandan-
um skil á andvirði umslagsins. Ef
einhver heldur sig hafa séð um-
slagið — eða jafnvel séð til barna
með það, eða eitthvað þess hátt-
ar, þá er bezt að koma umslaginu
til Iögreglunnar. Eigandi þess fer
utan til náms á föstudaginn kem-
ur. — GG.
SAFARI"SIGUR 1972 ford escort vorö
númer 1, 2 og 4 i
AlþjóSlega
vÉ^BlAjPp Safariþolakslrinum
i—rwri1972
■ ■■ ■ JE Erfiðustu
veraldar
Escort
FORD i Englandi býður nú unga fólkinu upp ó bíl sem sameinar flesta kosti =
Sterkbyggður bill — mikill vélarkraftur, 65 h.ö. — Sportlegt útlit — Miklir aksturseiginleikar — Ódýr í rekstri,
Ótrúlega hagstæft verð, kostar fró kr. 328.000.00 SIGURVEGARI í ÞOLKEPPNUM SÍÐUSTU ÁRA
SVEINN EGILSSONH/F
FORD HÚSINU SKEIFUNN117 SÍMI 85100
UMBOÐSMENN ÚTIA LANDI: SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL akranes*'BlLAMIDSTOÐIN
AKRANES: BERGUR ARNBJDRNSSON VESTM.EYJAR: SIGURGEIR JÓNASSON VÉLSMIÐJA BOLUNGARVIKUR
BOLUNGARVlK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SUÐURNES: KRISTJAN GUÐLAUGSSON — SlMI 1804 KEFLAVlK VESTM.EYJAR; BILAVER