Vísir


Vísir - 05.07.1972, Qupperneq 9

Vísir - 05.07.1972, Qupperneq 9
Visir. Miðvikudagur 5. júli 1972. 9 „VÍNBANNIÐ í FÆREYJUM Á STÆRSTAN ÞÁTT í OFDRYKKJU UNGLINGANNA" — segir Hanna Lisberg, ritstjóri, kennari, stjórnmálamaður m.m. frá Fœreyjum — Færeyskt kvenfólk ku ekki vera sérlega at- hafnasamt utan veggja heimilisins, að minnsta kosti ekki svona yfirleitt. En þær, sem á annað borð, fara út fyrir heimilið, þær láta líka að ser kveða svo um munar. Ein af þeim er Hanna Lisberg. Auk þess að eiga heimili og tvo syni er hún kennari í skóla fyrir van- gefin, bækluð, heyrnar- dauf og blind börn. Hún er ritstjóri og blaðamaður, hún er í ýmsum opin- berum nefndum, t.d. barnaverndarnefnd, þýðandi, stjórnmála- maður og barnatima- stjórnandi hjá færeyska útvarpinu. Hanna Lisberg var hér á ferðinni á dögunum og við áttum við hana viðtal um eitt og annað, sem hún sýslar meö i Færeyjum. Við byrjum á þvi að spyrja hana um skólann, sem hún kennir við. „Þessi skóli er um 10 ára gamall og þykir að ýmsu leyti mjög merkilegur. Að hafa svona margar tegundir bæklunar undir sama þaki, er jú það sem stærri þjóðinar stefna að. Þessi börn hafa mjög gott af þvi að umgangast önnur börn, sem eru ekki heilbrigð, þótt það sé annars konar bæklun en þeirra eigin. Við höfum mjög fámenna bekki og reynum að veita eins mikla sérkennslu og unnt er.” ,,Þú, hefur lika verið i fram- boði i Færeyjum?” ,,Já, ég á sæti i miðstjórn stærsta flokksins i Færeyjum, Jafnaðarflokknum, og hef verið i framboði fyrir þá. Ég hef einnig verið ritstjóri blaðs þeirra, en varð að hætta fyrir skömmu sökum anna. Ég er lika ritstjóri fyrir blað, sem færeysku kvenréttindasamtökin gefa út og fjallar um ýmis mál- efni, er snerta konur og réttindi þeirra.” „Hefur rauðsokkuhreyfingin náð til Færeyja?” „Nei, og konur i Færeyjum eru yfirleitt skeytingalausar um réttindi sin, að minnsta kosti flestar. Mikið launamisrétti rikir og konurnar halda sig mest innan heimilisins. Þó er þetta að byrja að breytast. Nú eru konur að byrja að taka svolitinn þátt i pólitikinni, og þannig held ég að þær geti bezt fengið kröfum sinum framgengt. Við vorum tvær konur, sem vorum nærri þvi komnar inn i þing Fær- eyinga i siöustu kosningum, en hingað til hefur _engin kona komist á þingið.” Fyrir hverju myndir þú helzt beita þér ef þú kæmizt á þing?” „Félagsmál okkar Færeyinga eru mjög mikið á eftir þvi sem gerizt, t.d. á Norðurlöndunum. Okkur vantar aðstöðu fyrir börnin og gamla fólkið. Unglingavandamálin eru samt sem áður okkar stærsta vandamál. Eg er einnig i barna- verndarnefnd Færeyja og hef þvi kynnst unglingavanda- málunum nokkuð. Drykkju- skapur unglinga i Færeyjum er gifurlegur, miklu meiri en hér á tslandi. Og ég held að helzta orsök hans sé vinbannið. 1 Færeyjum er ekki lögleg áfengissala og fyrir vikið verður þetta sérstakt „statussymból” lyrir ungiingana að nái vin.Þeir sem hafa samböndin eru mestir i hinna augum, og spenningur- inn og feluleikurinn i kringum vinið á stærstan þátt i þvi, hversu margir unglingar um fermingu eru orðnir allt að þvi áfengissjúklingar.” „Hvernig stendur þá á þvi að banninu er ekki aflétt?” „Ég held að sértrúar- flokkarnir, sem eru geysilega margir og áhrifamikiir i Færeyjum, eigi stærstan þátt i þvi að banninu hefur ekki verið aflétt. — Hass finnst hins vegar ekki i Færeyjum, svo að vitað sé.” „Þú hefur þýtt margar barna- bækur?” „Já, ég hef þýtt úr sænsku, dönsku.norsku og islenzku, m.a. 8 bækur og 2 leikrit eftir Ármann Kr. Einarsson, og vonast ég til þess að nokkrar þeirra komi úli Færeyjum áöur en langt um liður. Ég hef einnig veriðmeð barnatima i færeyska útvarpinu vikulega i um 10 ár og lesið mest og þýtt sjálf af þvi sem þar hefur verið flutt, m.a. bækur Ármanns.” „Hvenærlærðir þú islenzku?” „Ég veit það nú varla, ég hef aðeins einu sinni áður komið hingað, en það var árið 1970, þegar ég var fararstjóri fyrir barnakór færeyzka útvarpsins. Ég hef lika fengið islenzku- kennslu i Færeyjum, en annars hefur þetta mest komið af sjálfu sér.” „Flokkur þinn berst ekki fyrir aðskilnaði frá Dönum. Ertu ánægð með samstarfiö viö dönsku rikisstjórnina?” „Já ég held að við séum ekki fær um að standa algerlega á eigin fótum ennþá. Við höfum eins mikið- frjálsræði og við viljum i Færeyjum.” „Nú ætlar þú að skrifa um Islandsdvölina þegar þú kemur , til Færeyja. Hvað hefur vakið mesta athygli þina i ferðinni?” „Það er margt, sem ég hef Góð klipping — lítil Við lítum hér á nokkrar sumarlegar og þægilegar hárgreiðslur eða öllu heldur klippingar. Við erum ekki sérstaklega mikið fyrir stífar lagn- ingar i sumarveðrinu og kjósum heldur vel klippt og þægilegt hár, sem ekki þarf að setja rúllur í. Og þessar greiðslur hafa það allar sameiginlegt, að þær krefjast litillar fyrir- hafnar og engra hár- rúllna. Fremst er dálítið gamal- fyrirhöfn dags uppsetning á hálf- síðu hári. Hárið er skipt í hnakkanum og tekið i tvo hnúta bak við sitt hvert eyrað og fest með spennum. Þá er afbrigði af tjásu- klippingunni, toppurinn er hafður mjög stuttur og langir bartar við eyrun. Og svo að lokum sjáum við jafnsítt „prins Valiant" hár með ennis- topp. Sérstaklega falleg klipping fyrir þær sem hafa þykkt og gott hár. Hanna Lisberg frá Færeyjum orðið hrifin af hér á íslandi, og mest hef ég orðið hrifin af þvi, hvað hér er hægt aö veita mörgum unglingum atvinnu. Slikt er nær óþekkt i Færeyjum, enda flytjast árlega fjölmargar ungar stúlkur til Danmerkur og setjast þar að. Ég er lika hrifin af islenzku kvenfóíki, ég held aö það sé duglegt og sjálfstætt. Og svo að lokum er islenzka ullin alveg sérstaklega falleg”. Og þar með kveðjum við Hönnu og óskum henni góðrar ferðar til Færeyja. þs

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.