Vísir - 05.07.1972, Blaðsíða 13
Visir. Miðvikudagur 5. júli 1972.
13
Leikföng hinna lœrðu
Tilefni þessarar greinar er það,
að i æ rikara mæli .láta „HINIR
LÆRÐU” meira og meira til sin
taka framkvæmdir hins opinbera,
án þess, að þvi er virðist, að taka
tillit til aðstæðna hérlendis. Virð-
ist sem hinir lærðu noti við út-
reikninga sina handbækur, sem
eru sniðnar og samdar með tilliti
til stórþjóða, en henta litt islenzk-
um staðháttum. Til þessa eru
óspart notaöar tölvur og reikni-
stokkar, og látiö duga, en staðgóð
þekking manna, að visu ólærða,
er kastað fyrir róða.
MENNTUN
Nú skal ekki amast við þvi að
menn gangi menntaveginn, þvi
auðvitað er það nauðsynlegt að
vandasöm verk séu „HöNNUД
(leiðinda orð) af hinum færustu
mönnum, og áætlanagerðir fram-
kvæmdar, en allt of oft hefur það
komið fyrir að áætlanir HINNA
LÆRÐU fá ekki staðizt og verk
fari mjög svo fram úr áætlun,
ekki hvað sizt fyrir það að ekki
var farið eftir mönnum sem höfðu
staðgóða þekkingu á hlutunum en
bara ekki LÆRÐIR.
AXARSKÖFT.
Venjulegum dauðlegum manni,
ólærðum, verður oft starsýnt á
vinnubrögð HINNA LÆRÐU i t.d.
vegalagningu, hafnargerð og
ýmsu öðru. Af nógu er að taka, en
hér skal aðeins getið þeirra axar-
skafta sem gerð hafa verið, og
sem við höfum fyrir augum okkar
nær daglega.
vera Kongó. Hans er einungis
minnst vegna spurningarinnar,
sem Stanley lagði fyrir hann
þegar leiðir þeirra lágu loks
saman i Ujiji. — „Dr. Living-
stone, geri ég ráð fyrir?”
Leyndarmálið mikla
Stanley var hyggnastur
þeirra allra, og sá eini, sem
gerði sér peninga úr ferðalögum
sinum. Hann skapaði sér orðstir
á kostnað Livingstones og not-
færði sér frægðina til þess að
ljúka könnun Kongósvæðisins,
en „seldi” það siðan Albert
Belgiukóngi. Stanley kunni
kúnstina að selja sjálfan sig.
Það var hann, sem færði fram
lokasannanir eða loka gagn-
AUSTURVEGUR
bað er óskiljanlegt að hinn nýji
vegur frá Rauðhólum og nær þvi
upp að Gunnarshólma skuli vera
lagður i farveg Hólmsár og kvisla
hennar. Yfir Hólmsá er ekki lögö
ein brú, nei, þær eru reyndar
þrjár, sú stærsta og hæsta efst, en
hinar mjög svo lágkúrulegar neð-
ar þar sem vatnið er orðiö meifa
og kvislast meir. Vegurinn fyrir
ofan Lögberg og yfir Sandskeið
(Vötnin)' hefur lika verið látin
elta vatnasvæðið fyrir norðan
Sandskeiðið, og veimiltitulegur
varnargarður sem á að beina
vatni frá veginum er nú farinn að
leka. Hólmsá og Vatnasvæði
hennar á allt upptök sin af Sand-
skeiðinu og nágrenni þess, og hef-
ur þessi á i leysingum orðið að
allveru.legu fljóti, sem rutt hefur
sig fram með miklu afli, þótt um
þessar mundir, eftir einmuna
vetur, sýnist mjög saklaus.
Mjög glöggur maður Vigfús Guð-
mundsson frá Keldum reit fyrir
mörgum árum um fyrir-hugaðan
alvöruveg „austur fyrir fjall”.
Komst hann að þeirri niðurstöðu
að bezta vegarstæðiö væri frá
Rauöavatni um ásana sunnan
Langavatns um útfall Selvatns,
sunnan Lyklafells og þaðan upp i
Svinahraun. Auðvitað fannst hon-
um, sem rétt er, að leggja siðan
veginn yfir Hellisheiði á há-heið-
inni. Vigfús Guðmundsson var
ákaflega glöggur maður, og ég
held enn að hann hafi haft rétt
fyrir sér. Hann vár búinn að
sannanir á hugmyndum fyrir-
rennara sinna.
Með kortlagningu á upptökum
Nilar var siðasta stóra leyndar-
mál Afriku leyst. En það leið
langur timi, unz hvitu blettirnir
á landabréfinu hurfu með öllu.
Leið þessa stóra fljóts og nán-
asta umhverfi var mælt upp og
á siðasta áratug 19. aldar,
svo að unnt var að birta fyrsta
landabréfið 1907. En það var
fyrst 1960 að gefið var út kort
með smáatriðum af Nilarsvæð-
inu. En þá var það kapphlaupið
um auðlindir jarðarinnar, sem
knúði á um að nákvæmni væri
gætt við landamæri hinna afri-
könsku rikja.
o—0— o
ganga þessa leið ótal sinnum og
gerþekkti hana. Hann var aö visu
ekki einn af ÞEIM LÆRÐU, og
ekkert mark á honum takandi.
En hvernig var það annars.átti
ekki JARNBRAUTIN að liggja
einmitt um Rauðavatn/Lykla-
fell? Býsna glúrnir þessir járn-
brautarmenn.
Ef þessi leið heföi verið valin,
heföi ekki þurft aö brúa eina ein-
ustu á, alla leið austur i Hvera-
geröi og vel það, utan brúar yfir
afrennsli Selvatns, og á þessari
leiö, sem liggur hærra en bleytu-
vegurinn um Hólmsá, er miklum
mun snjóléttara.
Og nú er verið (bráðum) að
leggja fimmta veginn „austur
fyrir fjall”, og veröa þeir þá:
1) Gamli vegurinn, 2) um Þing-
velli, 3) Krisuvikurvegurinn,
4) Þrengslavegurinn og
5) væntanlega loks alvöruvegur
um Hveradali og hábungu Hellis-
heiðar, og sem er auðvitað styzta
og hentugasta leiðin.
Heföi þeim peningum, sem eytt
var i Þrengsla-vitleysuna, veriö
varið i veginn yfir Hellisheiöina,
hefðu miklir fjármunir sparazt.
SEMENTSVERKSMIÐJ-
AN
Hvar i viðri veröld hefði mönnum
dottið i hug að koma sements-
verksmiðju fyrir i VILLU-
HVERFI KAUPSTAÐAR, eins og
gert var á Akranesi. Jafnvægi i
byggð landsins var hrópaö, en
það gleymdist að hugsa um hvar
ætti að selja framleiðsluna.
Þvi var logið til að Sementsverk-
t smiðjan ætti að fá rafurmagn frá
Andakilsárvirkjuninni, en allir
vita að búið er fyrir löngu að
leggja „HUND AÐ SUNNAN” yf-
ir Hvalfjörð til þess að skaffa
verksmiðjunni rafurmagn.
Nú er verið að byggja geysistóra
„SILÓA” inn við Artúnshöfða,
sem auðvitað hefðu orðiö hluti
verksmiðjunnar ef hún hefði ver-
ið byggð nálægt Reykjavik. Nú
þarf sérstakt skip til þess að
flytja sementið i lausu til Reykja-
vikur, sem ekki hefði þyrft ef
verksmiðjan hefði verið byggð á
réttum stað. Allt kostar þetta
geysi-fé, sem skattborgarar
greiða, þvi ekki er vitað til að
Sementsverksmiðja Rikisins hafi
skilað arði hingað til?
SUNDAHÖFNIN:
Sundahöfnin er eitt ljósasta dæm-
ið um vitleysuna. Rokið er til aö
byggja þessa Sundahöfn, sem
ekkert lá á. Hún hefur lika mest
verið notuð af rússneskum
njósnaskipum, er lágu i Sunda-
höfninni dögum saman, og svo af
frönskum kurteisis-herskipum?,
svo og ýmsu öðru dóti. Svo er það
umhverfið við Sundahöfn. Menn
hafa sjálfsagt lagt sig i lima við
'að byggja sér einbýlishús i Laug-
arásnum norðanverðum, en viti
menn, einn góðan veðurdag
vakna menn upp viö vondan
draum, þeir hafa byggt hús sin i
hafnarhverfi, og ekki nóg með
það, búið er að reisa forkunnar
ljótan turn við höfnina, sem setur
heldur en ekki ljótan svip á um-
hverfið, auk þess sem skyggt er á
Esjúna og útsýnið til sundanna.
Og loks er verkið fullkomnað með
þvi að reisa heildsalaskemmur
gluggalausar til suðurs, nokkurs
konar Berlinarmúr á milli ibúða-
hverfisins og Sundahafnarinnar.
Hvar er skipulagsuppbygging
Reykjavikur, eöa þá Náttúru-
verndarráð?, — eða skiptir það
sér bara af fuglum?
SKORSTE I N I NN Á
KLETTI:
Menn voru farnir aö kvarta um
ólykt frá verksmiðjunni á Kletti.
Byggöur var mjög hár skor-
steinn, sem einungis dreifir ólykt-
inni um stærra svöi borgarinnar,
nokkurskonar „TOPPSTOД.
Gisli Halldórsson verkfræöingur
vildi hafa þetta öðruvisi og hafði
af þvi reynslu frá Bandaríkjun-
um. Þar var málið leyst á þann
veg að gufan frá þurrkurunum
var leidd inn á kyndinguna og
brennd, gaf eitthvaö af oliu og
lyktin var horfin.
, Þaö er rétt svona til fróðleiks að
geta þess, aö auðvitaö er skor-
steinninn vitlaust „HANNAÐ-
UR”, hann dregur reykinn að
minnsta kosti 5 metra niður á sig
og dregst það frá hæðinni. Þarna
hefði átt aö vera hetta eða þá
skorsteinn með innbyggðum
„VENTLUM” eins og sjá má i
kóngsins Kaupmannahöfn á mjög
gömlum skorsteinum.
MIKLABRAUTIN:
Miklabrautin er aðalsamgöngu-
æðin til og frá bænum. Um Miklu-
brautina fer mikill straumur bif-
reiöa dag hvern. Þetta er einhver
glæsilegasta breiðgata borgar-
innar, en engu að siður gefa hin
tiöu bifreiðaslys við krossgötur
Miklubrautar tilefni til þess að
álita að hún sé vitlaust „HÖNN-
UД.
A tveimur stöðum hefði þurft aö
stinga Miklubrautinni niður i
jörðina til þess aö gera alvöru
hraðbraut út úr bænum, en þaö
er undir Miklatorg, og undir Há-
leitisbraut. A báðum þessum
stöðum er ekið upp á Miklatorg og
upp á Háleitisbraut. Til hvers? Að
sjálfsögöu veröur þetta gert
seinna, en þvi ekki strax. Þarf
alltaf að gera hlutina tvisvar eða
oftar.?
L I N U R I T O G
REIKNISTOKKAR
Eitt af einkennum verkfræðinga
og arkitekta er, en áður en varir
eru þessir menn komnir með
reiknistokkinn á loft og hafa tek
ir fram ógrynni af linuritum.
Reiknistokkurinn er vafalaust
ágætis hjálpartæki ef honum er
rétt beitt en það er svo ákaflega
auðvelt að lesa rangt af honum,
þessi bannsetta „KOMMA” getur
lent á röngum stað og er þá ekki
að sökum að spyrja.
Eitthvað þessháttar átti sér staö
þegar sorpeyðingarstöðin var
„HÖNNUД þvi eitthvert
tannhjól var ekki með hinum
rétta tannafjölda þegar til kom,
og varð að smiða talsvert á ný
vegna þess. Og svo eru það
„LINURITIN” sem i tima og
otima er hampað. Þeir sem gera
linurit varðandi t.d. umferðina i
Reykjavik geta sjálfsagt sagt
manni heilmikið um umferöina,
en það er nú einu sinni svo að viö
getum ekki ekið bilnum okkar á
linuritum til þess þarf vegi og
götur og við sjaum ekki aö
linuritin hafi bætt vegi okkar.
Vegalagningin fer auðvitað eftir
þvi, hve miklu fjármagni er veitt
til þeirra hluta hverju sinni.
Mér er kunnugt um að lærðustu
fáanlegir menn voru fengnir til
þess að bægja þotu Flugfélags
Islands frá Reykjavikurflug-
velli, siðast á þeim forsendum að
flugbrautin þyldi ekki þunga
þotunnar. Þotan gæti brotið gat á
braut og brautin færi i graut.
Það var reiknað i griö og erg, og
ekki vantaði linuritin. Þotan vissi
auðvitað ekkert um þetta og lenti
á brautinni, þótt útreikningarnir
væru henni ekki i hag.
Loks var svo þotan fengin að láni
til þess að gera út um þaö hvort
brautin væri nú nógu sterk.
Þotunni var ekið fram og aftur
heilan dag um flugbrautina, en
ekkert gekk. Það sýndi sig, að
þeir kaflar brautarinnar, sem
samkvæmt linuritinu áttu að vera
lélegastir, reyndust betri en
aðrir. Eitt er teoria annaö er
praxis.
TÖ LVURNAR
Nýjasta og um leið dýrasta leik-
fang hinnar lærðu eru tölvurnar.
Tölvurnar eru leikföng hinna lang
lærðustu sem skjóta sér á bak viö
þessi „VÉL-MENNI” I tima og
ótima. 1 tölvurnar eru troðiö
ógrynni af fæöu, hollri og óhollri
sem aragrúi af fólki er búiö aö
vinna handa henni, og ætlast er til
að hún melti og skili þvi sem hún
er spurð um.
Þeirsem mest byggja á tölvunum
eru þeir sem kalla sig hagfræð-
inga, eða stundum bara við-
skiptafræðinga, sem virðist vera
einhverskonar millistig i það að
verða loks hagfræöingur (a.m.k. i
starfi) Þvi eru engin takmörk sett
hvað þessum mönnum er ætlað.
Þeir eru settir ÞJÓÐBANKA-
STJÓRAR eða bara banka-
stjórar, framámenn ,-um
raforkumál og allskonar iðn-.
að, sérfræöingar um skipa-
smiðar, sérstaklega smiöi skutt-
togara, bókaútgáfu, landhelgis-
mál,innflutnings og útflutnings-
mál, i einu oröi sagt JESUS
CHRIST SUPER-STAR.
Þessir hagfræöingar okkar eru
vafalaust sprenglærðir, en hvað
er það sem þeir hafa lært og við
hver eða hvaða lönd er lærdómur
þeirra miðaður.
Það þarf enginn aö segja mér
það, að sama gildi um hagvöxt á
tslandi og TIMBUKTU og USA
eða ITALIU. Ef við Islendingar
getum haft á þvi annað form, þvi
þá ékki það og blása á allar.
tölvur sem segja okkur tóma vit-
leysu, og eru aö gera alla að
sálarlausum vélmennum? Við
skulum fyrir alla muni hafa
TÖLVUNA i þjónustu okkar en
taka það sem hún reiknar fyrir
okkur með tilhlýöanlegri kurteisi,
en fyrir alla muni skulum við ekki
verða þrælar hennar eins og nú
virðist ætla að veröa.
LÆRDÓMURINN
tslendingar eru ákaflega fljotir til
þess að tileinka sér allskonar
nýjungar og er það vel. Stundum
metum við þessar nýjungar um
of, og þvi vill oft i okkar þjóð-
félagi ýmislegt veröa i „ÖKLA
eöa EYRA”. Ymislegt sem hinri
lærðu hafa haft heim með sér að
afloknu námi úti i heimi virðist
þannig • aö manni veröur á aö
spyrja hvort þetta eða hitt eigi við
i okkar fámenna þjóöfélagi.
Vafalaust hefur verulegur hluti
„HINNA LÆRÐU” sótt vizku
sina til Bandarikjanna og til fleiri
stórþjóðá. Bandarikjamenn eru
eitt þúsund sinnum fleiri en Is-
lendingar og hafa við langtum
fleiri vandamál aö striða heldur
en við. Þessvegna held ég aö við
getum ákaflega litið tileiknaö
okkur þeirra efnahagskerfi.
Aftur á móti held ég að viturlegt
sé fyrir okkur að færa okkur i nyt
alla þá tækni sem við getum og
okkurhentar, en hættum að flytja
inn útþynnta tækni Bandarikja-
manna frá norðurlöndum.
Hinir lærðu
Hinir lærðu er sifelt að segja
okkur að þjóðin þoli ekki þetta
eða hitt, eöa hafi ekki efni á að
veita sér þetta eða hitt.
Hinsvegar er haldið áfram
FULLA FERÐ.
A ársfundum ýmissa stofnana,
SEÐLABANKANS o.s.frv., og i
samkvæmum þeim er haldin eru
um leið, þar sem úir og grúir af
hinum lærðustu mönnum auk
þeirra sem þarna mega vera
vegna pólitiskra áhrifa, en hafa
auðvitað ekkert vit á þvi sem
fram fer, nema að lyfta glasi, er
haldin er ræða.
Sá langlærðasti kemst i ræðu
sinni að þeirri staðreynd? aö
þjóöin hafi lifað um efni fram, og
telur upp ýmislegt það sem þjóðin
hafi ekki átt að gera.
1 ræöulok kemst ræðumaður þó að
þeirri niðurstööu að þjóöin hafi i
raun og veru staöiö sig vel, þrátt
fyrir það að „HAGVÖXTUR”
þjóðarinnar hafi ekki verið sem
skyldi miðað við TIMBUKTU
USA eða bara ÍTALÍU?? EITT
ER TEORÍA ANNAÐ PRAXIS
Islenzka þjóöin
Það getur vel verið að íslend-
ingar hafi spennt bogann nokkuð
hátt um sinn. Þessu ofáti okkar á
lifsgæðunum linnir sjálfsagt,
þegar þjóðin sjálfáttar sig á hlut-
unum án ihlutunar annara. Hið
svokallaða rikisvald seilist æ
lengra til að segja mönnum fyrir,
og það eru fleiri og fleiri greinar
þjóðlifsins, sem hið svokallaða
opinbera seilist til aö hafa af-
skipti af. Til þessa eru m.a. not-
aðar flóknar reikniaðferöir sem
vélunum er beitt fyrir, OG MENN
FELA SIG BAK VIÐ.
Það tók tslendinga langan tima
að öölast sjálfstæði sitt, og það
væri leitt ef viö glötuðum þvi
aftur, og þjóðin héldi upp á 1100
ára búsetu sina á tslandi með þvi
að hafa gert þjóðina að ve*I-
mennum, og með þvi að hafa
fjötraö frjálst framtak I landinu
eins og nú stefnir.
Förum varlega I allri vélvæðingu
manna. Látum þá hugsa. og nota
það vit sem manninum hefur
verið gefið, en verðum ekki
þrælar TÖLVUNNAR m.a.
Stokkum spilin rétt, og gefum
rétt, leggjum saman rétt og
segjum eins og i gamla daga i
skólanum
2x4 ERU ATTA, OG ENGINN
GEYMDUR.
TÖLVUSKATTINN VIRÐIST
STUNDUM GEYMA EINN
7877—8083,(Sigurður Jónsson)
John Quentin I hlutverki John Hennings hermanns.
Norman Rossington og Catherine Schell I hlutverkum Samuels
Bakers veiðimanns og konu hans, þar sem þau eru við hirð
Kamrais kóngs.