Vísir - 15.07.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 15.07.1972, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur. 15. júli. 1972 3 Álfgrímur ráðinn! — búið að ákveða að mestu hlutverkaskipan í Brekkukots- myndinni — kvikmyndagerðarmenn auglýsa eftir gömlum munum, t.d. árabátum, reiðhjólum og grammófónum! I>ú er búiö aö ráða i öll helztu hlutverkin i kvikmyndina um Hrekkukotið. Endanlega var ákveöið i gær, hver skyldi leika hlutverk Alfgrims, þegar hann er um 17 ára, en það verður Árni Arnason, 17 ára menntaskóla- piltur. Ekki er ennþá ákveðið hver leikur Álfgrim, sem barn. Fröken Guðmundsen verður leikin af þeim Sigriði Björk Bragadóttir (sem barn) og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (17 ára). Hún er menntaskólastúlka og alls óreynd sem leikari, eins og þau fyrrnefndu. Onnur hlut- verk eru m.a. i höndum Þor- Fröken Gúðmundsen yngri: Sigriður Björk steins 0, Stephensen, Reginu Þórðardóttur, Jóns Laxdal, Brietar Héðinsdóttur, Ingi- bjargar Jóhannsdóttur, Bald- vins Halldórssonar, Brynjólfs Jóhannessonar, Róberts Arn- finnssonar, Þóru Borg, Vals Gislasonar, Arna Tryggva- sonar, og Sveins Halldórssonar. Þá verður næstu dagana ákveðið hverjir verða i um 100 aukahlutverkum, en fjöldi manns hefur verið reynslu- myndaður. Búið er að ákveða flesta tökustaðina og er m.a. i ráði að taka hluta af inni- atriðum i Árbæ, og að byggja upp útisvið uppi við Gufunes. Fröken Gúðmundsen eldri: Sigrún Hjálmtýsdóttir Eru það vinsamleg tilmæli kvikmyndagerðarmanna að fólk sjái sóma sinn i að láta það sem þar verður sett upp i friði, svo að staðurinn verði ekki eyði- lagður með átroðningi. Þá auglýsa þeir eftir gömlum munum, fötum, árabát, reið- hjólum, myndum, hestvögnum, grammófónum, orgelum, pianóum, og bilum, svo að eitt- hvað sé nefnt. Myndin gerist á árunum 1910-25, og verður tekin i ágúst og spetember. Fyrir- hugað er að frumsýna hana i islenzka sjónvarpinu en frum- sýningadagur er ekki ákveðinn. þs Björn i Brekkukoti: Þorsteinn Ö. Stephensen „Höldum ótrauðir ófram og stœkkum landhelgina" Álfgrimur: Árni Árnason - sagði Lúðvík Jósepsson — þegar hann gaf út reglugerð um 50 mílur í gœr ,,Við eigum þvi ábyggilega vis- an stuöning margra þjóða við okkar málstað og mun það styrkja okkur i hiklausri baráttu fyrir sjónarmiðum okkar. Við munum þvi ekki láta óbilgjörn mótmæli. né heldur hótanir hafa áhrif á okkur. Áfram munum við halda ótrauðir og framkvæma þá stækkun, sem ákveðin hefir ver- ið” sagði Lúðvik Jósepsson m.a. þegar hann skrifaði i gær undir reglugerð um útfærslu landhelg- innar þann 1. sept. Það var kl. 15 i gær, sem sjávarútvegsráðherra undirritaði formlega hina nýju landhelgis- reglugerð um 50 milna fiskveiði- landhelgi, en hún er sett sam- kvæmt landgrunnslögunum frá 1948 eins og aðrar útfærslur sem framkvæmdar hafa verið siðan. Lúðvik tók skýrt fram, að þótt þessi reglugerð hafi nú verið undirrituð og gefin út, þá væri rik- isstjórnin eftir sem áður reiðubú- in til að halda áfram viðræðum við Breta, svo og við aðrar þjóðir sem þess óska, um timabundnar undanþágur samkvæmt reglum sem við mundum þá setja. I reglugerðinni sem gefin var út i gær eru settar reglur um tvö sérstök friðunarsvæði innan 50 milna markanna. Annað svæðið er út af Norðausturlandi og þar þar eru allar togveiðar bannaðar april og mai á hverju ári. A þessu svæði hefur oft verið veitt óhemju mikið af smáfiski og á nú að koma i veg fyrir það með þessari friðun. Hitt svæðið er á Selvogsbanka og þar eru allar otgveiðar bannaðar i einn mánuð, frá 20. marz til 20. april, með það fyrir augum að friða þar þýðingarmikil hrygn- ingarsvæði. Nú eru i gildi margs konar regl- ur um heimild islenzkra togskipa til veiða innan 12 milna á vissum svæðum og timum eftir stærð skipanna. Þessar reglur eru nú i endurskoðun og er ætlunin að lok- ið verði við það verk um næstu áramót og þá verði ný reglugerð gefin út. Fram að þeim tima verða núgildandi reglur látnar gilda. Endimörk 50 milna landhelg- Athugið! Auglýsinga deild VÍSÍS er að Hverfis- götu 32 VÍSIR 1 IHHHH i SÍMI 86611 Lögregluþjónn fylgdi hönum eins og skuggi, án þess að hapn gerði sér grein fyrir, og þegdr hann hélt sig sloppinn undan eftirliti lögreglunnar, leiddi hann lögregluna á sporið til varnarliðs- mannsins,og sást til þeirra, þegar þeir hittust til að gera LSD-við- skiptin. Að visu liggja ekki fyrir niður- stöður efnagreiningar á svörtu töflunum „Black Sabath”, sem lögreglan fann, en frumtilraunir með prófunartækjum lögregl- unnar á Vellinum bentu allar til Á meðfylgjandi korti má sjá 50 mllna mörkin ásamt grunnllnupunktum þess, að um LSD væri að ræða. — og friöunarsvæðunum tveimur. GP innar eru dregin eftir sömu grunnlinupunktum og 12 milurn- ar, nema hvað nokkrir eldri grunnlinupunktar eru nú óþarfir. Lúðvik Jóspesson visaði þvi gjörsamlega á bug, sem fram kom i AP frétt i gær, að Bretar teldu hann hafa staðið i vegi fyrir samningum. Sagði þar að mögu- leiki hefði verið á samkomulagi ef við Einar Ágústsson einan hefði verið við að semja. Sagði Lúðvik þetta staðlausa stafi, enda væri enginn af samningamönnum Breta borinn fyrir henni. „Einhugur okkar og fullkomin samstaða mun færa okkur fullan sigur i landhelgismálinu” sagði sjávarútvegsráðherra að lokum. —SG „Skugginn" afhjúpaði LSD-pilturinn hefur verið úrskurðaður i allt að 20 daga gæzluvarð- hald, og einnig varnar- liðsmaðurinn, sem hann sagði að hefði selt sér töfíurnar. Til viðbótar þeim 40 töflum, sem fundust strax i fórum hans, haíöi lögreglan upp á 5 LSD- töflum við frekari leit heima hjá honum, en hins vegar hefur ekkert fundist heima hjá varnar- liðsmanninum annað en hass- planta, sem hann hefði fyrir stofublóm og ein hasspipa. Ungi Keflvfkingurinn hafði i fyrri yíirheyrslum út af hass- bréfasendingunum þvertekið fyrir nokkur önnur kynni af fikni- efnum, en lögreglan grunaði hann um græzku. í stað þess þó að úrskurða hann i varðhald, var honum sleppt lausum og með honum fylgzt úr laumi. hasspiltinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.