Vísir - 15.07.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 15.07.1972, Blaðsíða 7
Yisir. l.augardagur. 15. júli. 1972 7 ÞAÐ SEM FÆR HJARTAÐ TIL AÐ SLA ÖRAR OG AUGUN TIL AÐ STÆKKA - spjallað við Else Faber, sem semur barnabœkur jöfnum höndum og glœpasögur Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir — Má bjóða þér isígarettu, vindil? Ég reyki sjálf vindla. Else Faber tekur fram vindla- kassa með gylltri áletrun og vindlarnir eru ekki af smærri gerðinni. Svo hófst samtalið við litríkan persónuleika i lit- ríkum fötum. Else Faber ernefnilega gjörólík hinni viðurteknu ömmuímynd þar sem hún situr i fjólu- bláum flauelsbuxum hvítum háhæla skóm og peysu,með hárband og skart sem táningar myndu hiklaust nota. En allt fer þetta vel saman og það er glæsileg heims- kona, sem hefur gist ís- land og Norræna húsið að undanförnu. ömmulikingin er tekin fyrir vegna þess, aö Else Faber er bæöi amma og semur sögur. En eins og klæðnaðurinn eru sög- urnar hennar ólíkar ævintýrun- sem ömmurnar segja. Barnabækur og glæparómanar t>aö mun vera fátitt, að sami rithöfundur fáist við að semja barnabækur og glæpasögur þar sem morð eru algeng viðfangs- efni. Það gerir Else Faber á- samt þvi að vera varaformaður dönsku rithöfundasamtakanna. Fyrir tveim árum kom hún i fyrsta sinn til íslands. Tilefnið var norrænt rithöfundaþing. Og aftur gisti hún tsland. Nú var það þing norrænna barnabóka- höfunda. Og á björtum nóttum, þegar hún hefur ekki verið a ferðalagi, hefur hún setið og les- ið um hof á islandi við gluggann sinn á gistiherberginu i Nor- ræna húsinu Bók er einnig i smiðum og hefur tekið miklum breytingum frá þvi að Else Fa- ber gerði fyrstu frumdrögin i fyrri heimsókn sinni til íslands. Kannski fer hann alls ekki ■ til Danmerkur aftur — island hefur haft mikil á- hrif á mig. Bókin fjallar um em- bættismann i ráðuneyti. sem er vanur að fara alveg eftir siða- reglunum. Svo kemur hann hingað og hann hefur mjög gott af þvi og veröur að allt annarri manneskju. Kannski fer hann alls ekki til Danmerkur aftur, segir Else Faber og skellihlær. Allavegana breytist hann mikið. Mér finnst þið islendingar hafa svo gott viðhorf til lifsins. Eg hef lesið bók eftir Helga Péturs, Framnýall. Ég varð mjög hrifin. Ég gat na?stum skilið islenzkuna. Mér finnst Helgi Pjeturs skrifa svo greini- lega. Jú, núna er ég Nýalssinni. Ég hef lika verið upptekin af Ásatrúnni og fornri galdratrú. Nú hefur klámbylgjan risið hæst, og ég held að galdratrú komi næst. Ég trúi ekki á hana, en finnst hún vera athyglisverð. Á morgun fer ég til Bandarikj- anna i heimsókn til dóttur minn- ar og þá ætla ég að spyrja tengdason minn, sem er pró- fessor i listasögu, hvort æskan hafi ekki áhuga á þessu. ibúi Noröursins á islandi Else Faber mun nota islenzka náttúru i næstu bók sinni. — tsland er eini staðurinn i heiminum þar sem mér finnst ég vera ibúi Norðursins. Maður getur ekki skrifað um tsland án náttúrulýsinga, vegna þess, að landið hefur svo sterk áhrif á mann. Ég hef ferðast um i nágrenni Vatnajökuls með Agusti Böðv- arssyni / forstöðumanni Land- mælinga og konunni hans, og einnig farið upp i Hvalfjörð, Borgarfjörð og að Reykholti. t Reykholti sá ég Snorralaug, sem kitlaði imyndunaraflið. tsland var Else Faber ekki ó- kunnugt, þegar hún kom hér i fyrsta sinn. — Faðir minn kortlagði ls- land á sinum tima, aðallega Vatnajökul og nágrenni hans. Og þegar hann kom heim sagði hann frá tslandi. Ég var alveg uppgleypt af þvi. Orðið, sem mér finnst lýsa ts- landi er orðið „Skönt”. Veiztu hvað það merkir? Það merkir . . . kannske fer hann alls ekki til Danmerkur aftur. . . það, sem fær hjartaö til að slá örar og augun til að stækka, og maður getur bæði grátið og hlegið af gleði. tsland er þetta fyrir okkur Dani. Og sem rithöf- undur fæ ég þá tilfinningu hér, að ég óska þess, að ég gæti mál- að. Orðin verða hversdagsleg, þegar maður ætlar að lýsa þvi, sem fyrir augun ber. Svo að orð- ið ,,Skönt” er það eina rétta. Jafnvel þótt það sé grámósku- legt og rigning, er þessi birta hér. Það er það, sem ég meina. Glæpasagan eins og skákin. Það er kannski undarlegt sambland að skrifa bæði barna- bækur og glæpasögur. Ég hef skrifað þrjár barnabækur. Ein gerist'vestur i Indium þar sem Danir áttu nýlendur fyrr á tim- um, og ég hef mikinn áhuga á þessu timabili. önnur fjallar um negrauppreisnina miklu og hin þriðja um pilagrimana, sem fóru til Ameriku á Mayflower. Mér finnst frelsið ekki hafa ver ið skapað i Frakklandi, undir skugga fallaxarinnar, heldur um borð i Mayflower þar sem 100 pilagrimar sömdu innbyrðis stefnuskrá um frelsi, jafnrétti og bræðralag, áður en þeir gengu frá borði. Tvær bókanna minna á að þýða á islenzku. Unnur Eiriks- dóttir mun þýða ,,Den grá Dame” en Gréta Sigfúsdóttir „Opröret pa St-Jan", sem fjall- ar um negrauppreisnina miklu á nýlendusvæði Dana, og er ein barnabókanna minna, sem ég 'tel að séu fyrir börn á aldrinum 10—14 ára. Ég tel, að börnunum sé sýnt fram á; i þessari bók að það eru sömu vandamálin sem rikja i kynþáttamis- réttinu i Bandarikjunum i dag og i gamla daga, þegar þræla- salan var við lýði. Við höfðum nýlendur á Gullströndinni á vesturströnd Afriku og þar náð- um við i þrælana og sigldum meö þá i skip'i til Vestur-India. .Og þessir þrælar voru stoltir striðsmenn og ekki undarlegt, að þeir gerðu uppreisn. Og það er það sama, sem gerist i dag þótt á annan hátt sé, þegar mis- munur er gerður á kynstofnun- um. En börnin mega ekki álita, að mismunurinn liggi i þvi, að kynstofninn sé annar. Þegar ég var telpa, tólf ára, þá ákvað ég að skrifa þrjár bækur og ég skrifaði þær, það eru barnabækurnar. Og nú komum við að sam- henginu milli þess að skrifa barnabækur byggðar á söguleg- um grundvelli og glæparómani. Leitin að sögulegu staöreynd- unum er nákvæmnisvinna og alit verður að falla saman og sagan hefur þetta spennandi við sig og leitin einnig. Glæpasagan er eins og skákin. Ef þú leikur einum manni verður þú að tefla öðrum fram, ef ekkber leikurinn búinn. Jesús og Hitler Talið berst að barnabókum óg ýmsum aðferðum við gerð þeirra og umræðum, sem hafa verið siðustu ár um barnabæk- ur. — Hver sé min skoðun? Börn hafa svo rikt imyndunarafl. Við fáum aðeins einu sinni tækifæri til að vera börn og þvi þá ekki að leyfa það. Ég hafði þá reglu, þegar min börn voru að alast upp að tala aldrei við þau um stjórnmál og heldur ekki um trúarbrögð. Ég er sjálf alin upp á trúræknu heimili, og ég vildi ekki fyrir neina muni innprenta þeim eina . . . ef þú leikur einum manni verður þú að tefla fram öðrum. . . skoöun sem væri hún hin eina rétta. Það kom þó ekki i veg fyrir það, að miðdóttir min talaði ein- göngu um Jesús eftir að hún hafði verið i heimsókn hjá móð- ur minni og um Hitler eftir að hún hafði verið i heimsókn hjá tengdamóður minni. Hitlerstal- ið stafað af þvi að tengdamóðir min talaði ekki um annað en hvernig ætti að berjast gegn Hitler, en móðir min elskaði Jesús. Meö Pétur keisara um hálsinn. Nú rýfur ljósmyndarinn sam- talið og Else F'aber skiptir á hálsmeninu sem hún hafði keypt ásamt barnabörnunum i bygg- ingu Sameinuðu Þjóðanna og setur upp verndargripinn, handmálaða mynd af Pétri Rússakeisara, sem er inngreipt i men með keisarakórónu. — Zarinn Pétur lét mála mynd af sér handa liðsforingj- um sinum i staðinn fyrir að prýða þá orðum. Þessi gripur hefur gengið i erfðir i ætt mannsins mins og ég fékk hann hjá tengdamóður minni. Þegar ég bar Pétur um hálsinn þá gekk allt vel, maður er vist of- urlifið hjátrúarfullur. En það er hins vegar ekki mikið af hjátrúnni i að vera varaformaður fyrir dönsku rit- höfundasamtökunum. Þar eru það þurrar tölur sem maður fæst við. Else Faber segir frá vinnunni þar, vinnu við löggjafarendur- skoðun, hvernig samið er við bókasöfnin og útgefendur og þau tiðindi að frá og með 1. júli hafi dönsku rithöfundasamtökin sameinazt i einn félag eftir að hafa verið klofin i tvö félög i tvö ár. Og Else Faber full af kimni og lifsorku fær siðustu spurning- una. — Ég er viss um, að þér eruð bjartsýnismanneskja? — Já, það er ég, vegna þess, að ég er þakklát þvi að lifa. Það skulum við segja. — SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.