Vísir - 22.07.1972, Side 2
Visir. Laugardagur 22. júli 1972
natsmi
Mynduð þér sakna þess
að komast ekki á bar á
sunnudaginn ef til
þjónaverkfalls kæmi?
Steinar Júliusson, feldskeri: Nei
alls ekki.
Hirgir (iunnarsson, lögreglu-
þjónn: Þaö skil ég varla i. Ég held
aö það kæmi sér ekkert illa fyrir
mig þótt þjónar færu i verkfall.
Birgir Sigurösson, prentari: Nei.
Ég hef bara ekki haft aöstöðu til
þess aö stunda bar i heilt ár vegna •»
anna. Áhugi manns er lika bund-
inn viö allt annaö þessa dagana
svo ég held ég sakni þess ekki þó
þjónarnir færu i verkfall núna.
Háll R. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri: Nei. Ég sé ekki
neina ástæöu fyrir mig að sakna
þess þó ég kæmist ekki á bar ann-
að kvöld. Svo er bara lágmarks-
hvild fyrir þá sem sækja bar og i
framtiöinni aö loka á öðrum dög-
um en miðvikudögum.
Kristinn Benediktsson
blaöaljósm.: Ja, þaö er ekki
slæmt fyrir mig en slæmt fyrir
þjóöina vegna túristanna.
Sigurjón Marinósson, stýri-
maöur: Nei, ég held ég liföi það
af. Ég er lika búinn að fá nóg af
barlifi i bili, nýkominn að utan.
FJÖGUR FYRIRTÆKI GREIÐA
YFIR 20 MILLJÓNIR HVERT
Eftir leiöréttingar á skattskrá-
nni kemur í Ijós aö eftirtalin
fyrirtæki greiða mest i opinber
gjöld.
OHufélagið h.f. 38,3 millj.,
Skeljungur 22,3 millj. Heildverzl-
unin Hekla h.f. 20.197.961, StS
20.087.576. Þessi fjórir aðilar
greiða 20 milljónir og þar yfir.Sfð-
an Eimskip með 17,8 millj. og
Loftleiðir 16,6 Kassagerðin 9
millj. IBM 8,7 og Sláturfélag Suð-
urlands greiðir 8,6 milljónir.
Þetta eru samanlögð gjöld og
landsútsvar ollufélaganna er
reiknað meö I þeirra tölum.
Ilæstir eins og áður.
„Viö höfum verið hæstir undan-
farin ár og því kemur þetta okkur
ekki á óvart” sagði Vilhjálmur
Jónsson forstj. Oliufélagsins i
samtali við Visi.
— Fyrirtækiö dafnar þvi vel?
„Þaö skulum viö vona. Þetta er
eflaust rétt útreiknaö og viö
greiöum skatta eftirsömu reglum
og önnur fyrirtæki. Þaö þýöir þvi
ekkert að kvarta þótt upphæðin sé
há.”
Meginhlutinn er
veltuútsvar.
„Stærsti hlutinn af okkar gjöld-
um er landsútsvarið sem er
reiknaö 1,33% af heildarveltunni
burtséö frá afkomu fyrirtækisins
og þvi er þetta hreint veltuút-
svar” sagöi Indriði Pálsson for-
stjóri Skeljungs, þegar viö spurö-
um hann álits á sköttunum. „En
þetta er svipuð upphæö sem okk-
ur er gert aö greiða og viö höföum
Vilhjáimur Jónssqn.
Indriöi Pálsson.
reiknaö með, eftir þeim skatta-
lögum sem sett voru á alþingi i
vetur, og kom okkur þvi ekki á
óvart.”
Gerðum ráð fyrir þessu
„Viö vorum búnir aö gera ráö
fyrir aö okkur yröi gert aö greiða
eitthvað nálægt þessu” sagði
Ingimundur Sigfússon, forstjóri
Heklu, er Visir haföi samband viö
hann. „En viö vorum dálitiö hissa
i gær þegar skráin var lögö fram
og Hekla var aöeins meö liölega
tvær milljónir i tekjuskatt, en sú
upphæö var siöan snarlega hækk-
uð um 10 milljónir, og þá kom út
réttari tala.” -SG.
„ Ingimundur Sigfússon.
GÖNG STEYPT UNDIR
VESTURBERG
Búið er að steypa göng undir
Vesturbergi i Breiðholti III, en
eftir er að ganga frá uppgöngum,
sem vcrður gert á næsta ári, þeg-
ar undirgöngin verða tekin i notk-
un. Kleiri undirgöng fyrir gang-
andi vegfarendur eru i bigerð.
1 viðtali viö gatnamálastjóra
kom það fram aö ráðgerð eru tvö
undirgöng undir Bústaöavegi.
Annað veröur á móts við nýju
verzlunarmiðstöðina i Fossvogin-
um Grimsbæ en hin veröa austar
milli Réttarholtsvegar og Tungu-
vegar. Ekki verður ráöist i þessar
framkvæmdir strax,þar sem eftir
er að leggja aðra akreinina i Bú-
staðavegi.
Ennfremur er gert ráö fyrir
undirgöngum i aðalskipulagi,
aöallega i nýju hverfunum i borg-
inni en einnig viöa i gömlu
hverfunum.
—SB—
ÞINGMANNASTETTIN
TEKIN AF AUSTURVELU
Austurvöllur kemur við sögu
samgönguæðarinnar fyrirhuguðu
um Kirkjustrætið. Götubreiddin
við Austurvöll verður hin sama og
er núna á móti nýja landsimahús-
inu.
Gatnamálastjóri sagði i viðtali
viö Visi, að gatan muni ná yfir
gangstéttina við Austurvöll, sem
snýr að Alþingishúsinu.
Breikkunin mun ekki verða
framkvæmdi sumar. Ætlunin er,
að gangstétt með hellum verði
siðan lögð i sjálft grasið á Austur-
velli.
Breikkunin á Kirkjustræti mun
ná allt frá Aðalstræti að Pósthús-
stræti.
—SB—
LESENDUR
HAFA
ORÐIÐ
„Fischer mætti vera stoltur af
þvi að islendingar hafa boðið hon-
uin til islands og tekið vel á móti
bonum. islenzka þjóðin hefur aö
geyma mikla skákáhugamenn,
sem fvlgst hafa mcð skákiþrótt-
inni i langan tima, og sem per-
sónulega hafa kosið hann sem
sinn uppáhaldsleikmann, hvað
sem nú er. Fischer er betur
þekktur á islandi en hérna i New
York, þar sem margir hafa aldrei
heyrt á liann minnst."
Þannig er tekið til oröa, i bréfi
sem barst blaðinu frá ameriskri
konu búsettri I New York, Mrs.
Hope Knutsson, þar sem hún
gagnrýnir harðlega framkomu
Fischers á Islandi. Bréf þetta
sendi hún til timaritsins Life, eftir
að hafa lesið þar mjög slæman
vitnisburð Fischers um tsland.
Bréfið fékkst þó ekki birt hjá
timaritinu, frekar en aðrar af-
FISCHER MINNA ÞEKKTUR (
NEW YORK EN Á (SLANDI
Bréf amerískrar konu sent til Life
sannanir á ósönnum vitnisburöi
Fischers.
Afrit af bréfinu hefur hún svo
sent blaöinu, og hún segist oft lesa
Visi, þar sem eiginmaöur hennar
sem er Islendingur og vinnur
fyrir Loftleiðir i New York, fær
blaðið.
Kaflar þeir sem hér fara á eftir,
eru teknir úr bréfi hennar.
Bobby Fischer er mikill skák-
meistari, hefur hún bréfiö, en ég
fæ ekki skilið hvers vegna hann
þarf aö gagnrýna og rifa allt og
alla i sig, nema sjálfan sig. Sem
Amerikani er hefur heimsótt
Island sex sinnum, ánægjunnar
vegna, þá finnst mér ég veröa aö
verja þessa sérstöku þjóö. Full-
yrðing Fischers um aö ekki sé
nema eitt gott hótel á öllu landinu
er hrein og bein móögun. Ég gæti
nefnt fjöld nýrra og góöra fyrsta
flokks hótela á ameriskan og
islenzkan mælikvaröa, sem fyrir-
finnast i Reykjavik, svo ekki sé
minnst á þau úti á landi.
Aö segja aö ísland og tslend-
ingar séu frumstæö þjóö, þar hef-
ur Fischer valiö skakkt land.
Siöan telur Mrs. Knutsson upp
alla þá kosti sem Island hefur upp
á að bjóöa. Island er eitt mesta
velferöarriki i Evrópu, segir hún
meðal annars. Hún minnist á
skólakerfiö, nýjar og fornar bók-
menntir, heilbrigðiseftirlit, póli-
tik, tizku, Nóbelskáldið sem þjóö-
in á og fleira.
Hún segir: List, músik, nætur-
lif, nefndu það aðeins og ísland
getur boðiö upp á þaö allt saman.
Að siöustu segir hún i bréfinu aö
tslendingar hafi gert allt sem i
þeirra valdi stóð til þess að gera
heimsmeistaraeinvigið i skák
sem bezt úr garöi, en það eina
sem þeir fá í staðinn, er lftillækk-
un af Fischers hálfu. -EA