Vísir - 22.07.1972, Síða 5
Visir. Laugardagur 22. júli 1972
5
Komið við ó Kólfafellsstað
prestar. Voru þeir allir staddir
hjá föður sinum á Breiðabólstað á
Jónsmessu 1760 i fullum skrúða
og sr. Högni sá niundi.
Með sr. Högna fengu Suður-
sveitungar mætan klerk bæði i
andlegum og veraldlegum skiln-
ingi. Hann var ,,atorku- hóf-
semdar- og forstandsmaður til
búsýslu”, enda hefur ekki af veitt
með öllum þeim kostnaði, sem
hann hafði af námi sona sinna.
Meðan hann var á Kálfafellsstað
stundaðihann sjó af kappi til að
drýgja tekjurnar. Var hann for-
maður á eigin skipi „fyrir Sönd-
um”. Lét honum sjómennska
manna bezt þar eystra á þeim
timum, þvi að hann var bæði veð-
urglöggur og sjávarglöggur.
Hann var með afbrigðum aflasæll
og var mjög sótt eftir skiprúmi
hjá honum. — Af sr Högna presta^
föður er mikil saga, svo sem að
likum lætur. Má fræðast um hana
i riti dr. Jóns biskups Helgasonar
um sr. Tómas Sæmundsson, sem
var sonarsonar-sonur sr. Högna.
Rúmum tveim öldum siðar
varð annar sjósóknari prestur
Suðursveitunga og prófastur á
Kálfafellsstað. Það var sr. Sváfn-
ir Sveinbjarnarson, Hann er dótt-
ursonur hins kunna formanns,
Þorsteins i Laufási i Vestmanna-
eyjum og sjöundi maður i beinan
karllegg frá sr. Högna presta-
föður.
Fleiri prestar á Kálfafellsstað
verða ekki nefndir hér i þessu
greinarkorni. Enda þótt við látum
þetta litla brot nægja mætti það
verða til þess að vekja athygli á
þessum friða stað i þessari fögru
sveit, sem senn verður svo fjöl-
sótt af ferðamönnum þegar
hringvegurinn er kominn um
landið. Þá verður eflaust stofn-
sett ferðamannaverzlun eða ein-
hver önnur þjónusta á hinum
gamla landnámsbæ Hrollaugs-
stöðum. Og þaðan verður komu-
mönnum áreiðanlega tiðlitið upp
til staðarins, sem ilmar af grózku
i skjóli þessarar frjósömu sveit-
ar, staðurinn þar sem kirkja og
prestssetur Suðursveitar hafa
verið um aldaraðir.
og sagði: „Farið nú vel með
konuefnið mitt”.
Löngu siðar mætti hann þessari
sömu stúlku i spialaferð og segir
þá við hana: „Láttu fötin fara vel
á þér stúlka, fyrst þú átt að verða
heldri manns kona”. Þessi fátæka
stúlka, Emerentiana Brynjólfs-
dóttir á Melrakkanesi, varð
seinni kona sr. Jakobs. Meðal
barna þeirra var Bjarni, sem
sigldi til Kina.
Með fyrri konu sinni, Guðnýju
Guðmundsdóttur lögréttumanns
á Kálfafelli i Suðursveit, átti hann
þrjár dætur: Ingibjörg, giftist
presti á Skeggjastöðum, Margrét
varð biskupsfrú i Skálholti, átti
herra Olaf Gislason, gáfukona og
orðsnjöll, Kristin varð bónda-
kona.
Eitt sinn er dætur klerks léku
sér úti með ærslum kom prestur
út og sagði: „Nú látið þið of illa,
höfðingjafrúrnar, Ingibjörg og
Margrét, og þú búrakonan
Kristin.
Sú siðastnefnda giftist þrisvar,
voru allir menn hennar bændur,
sá siðasti „búramenni mikið”.
Kristin þótti þó langmest kona af
þeim systrum, segir i Þjóðs.
Sigf.Sigf.
Séra Jakob tók við Kálfafells-
stað 1689 og hélt til dauðadags. Þá
var ekki skortur á kennimönnum
i landinu, þvi að 11 prestar og
prestaefni kepptu um brauðið.
Einn af þeim var kapelán hjá föð-
ur sinum i nágrannakalli —- Ein-
holti á Mýrum sr Högni Sigurðs
son. Hann naut þess að vera ná-
lægt vettvangi þegar fráfall sr.
Jakobs bar að haustið 1717. Hann
brá þegar við, reið suður i Skál-
holt á fund biskups, sem þá var
meistari Jón, og falaði brauðið og
varð hlutskarpastur umsækj-
enda. Þessi Kálfafellsstaðaklerk-
ur var sá kunni Högni „prestafað-
ir”, siðar á Breiðabólstað i
Fljótshlið. Allir synir hans, sem
upp komust — átta að tölu — urðu
Suðursveit — land Stein-
þórs á Hala og sr. Péturs á
Kálfafellsstað og annarra
,,sérstæðra persónuleika"
eins og nú er farið að kalla
merkilega menn. Fyrir all-
mörgum árum, þegar sá,
sem þetta ritar fór um
Suðursveit, lá þjóðleiðin
um hlaðið á Kálfafellsstað.
„Mun því flestum, sem
komnir eru vestan yfir
Sand áfanginn orðinn nógu
langur og fýsilegt að biðj-
ast gistingar", segir í Ár-
bók Ferðafélagsins um
Austur-Skaftafellssýslu ár-
ið 1937.
Nú liggur vegurinn fyrir neðan
túnið um hlaðið á Hrollaugsstöð-
um — skóla- og félagsheimili
sveitarinnar. Og nú er engin þörf
að gista á staðnum, þótt við séum
kominutanyfirSand i morgun, þvi
að enn er stund til hádegis. Svona
hafa timarnir breytzt og vegirnir
batnað og fjarlægðirnar orðnar
að engu. Raunar má bæta þvi við,
að oviða ef nokkurs staðar á landi
hérhafa samgöngurnar tekið öðr-
um eins gagngerðum stakka-
skiptum hin siðari ár eins og i
þessu héraði hinna ströngu vatna
Kirkjan á Kálfafellsstaö.
— Austur-Skaftafellssýslu. Það er
beinlinis hlemmibraut utan frá
Skeiðará austur yfir Lónsheiði.
Þetta er fagur og frisklegur
morgunn eins og við fengum svo
marga á þessu góðviðrasama
v.ori, þegar bliðskapurinn rikti i
veðurfarinu um allt land viku eft-
Við göngum i helgidóminn og
skoðum þessa, senn hálfrar aldar
gömlu, steinkirkju, sem er
myndarlegt hús, reisulegt og
stæðilegt, en ekki að sama skapi
hlýlegt frekar en svo margar aðr-
ar steinkirkjur i sveitunum hafa
veriðtil þessa. Væntanlega breyt-
Kálfafellsstaðir I Suðursveit.
Eirikur i Sandfelli. Þá var prest-
laust i Suðursveit, þvi að sr. Pétur
Jónsson hafði Iátist vorið 1926. Þá
var sonur hans, — sr. Jón — við
guðfræðinám. Hann steig i stólinn
við hina hátiðlegu kirkjuathöfn.
Siðan varð hann eftirmaður föður.
sins. Þeir feðgar héldu staðinn
meira en hálfa öld, kunnir að
ótrúlega mikilli þekkingu á ætt-
fræði og ýmsum öðrum fróðleik.
-—O-------
1 prestatali sr. Sveins Niels-
sonar er getið um ca 2 tugi presta
i lúterskum sið á Kálfafellsstað.
Það er vandi að velja ef nefna
skal einhvern þeirra með þessum
myndum, sem hér birtast á
kirkjusiðunni.
Sr. Jakob Bjarnáson var þar
prestur um aldamótin 1700. Hann
var sonur skáldklerksins i Þing-
múla, sr. Bjarna Gissurarsonar.
Ekki fara samt neinar sögur af
hagmælsku hans. Hinsvegar
hafði hann þá gáfu, að geta séð
fyrir örlög manna og óorðna hluti.
Um það eru þjóðsögur i safni Sig-
fúsar Sigfússonar.
Meðan fyrri kona sr. Jakobs
var á lifi var það eitt sinn, að
klerkur skirði meybarn fátækra
Guð leiði þig mitt
ljúfa barn
þú leggur út á mikið
hjarn
með brjósti veikt og hýrt
og hlýtt
og hyggur lifið sé svo
blitt.
Guð leiði þig.
ir viku. Og nú er dásamlegt gras-
veður, grisjóttar skúraslæður til
fjalla, sólblik til hafs. Langt kom-
ið sauðburði og margt af fé, eink-
um tvilembum, heima á túnum,
sumt meðfram veginum. Lömbin
leika sér i vorglöðum vindinum.
Oðru hvoru lita ærnar áhyggju-
samlega upþ, þar sem þær eru á
kappsamri beit i dökkgrænum
vegkantinum. Það er eins og þær
vilji segja við blessuð litlu börnin
sin: Varið ykkur á þessum gljá-
andi, hraðfleygu fuglum, sem
þjóta eftir veginum. Þeir eira
engu, sem fyrir þeim verður. —
Já, ekki veldur sá er varar.
Og þegar við ökum heim
tröðina á prestssetrinu vaknar sú
hugsun,að sennilega fá ungmenn-
in i þessari sveit eitthvað álika
aðvörun hér i kirkjunni i dag.
Þaðer fermingardagur i Suður-
sveit. Trúlega býr i hjörtum
hinna fullorðnu þessi fagra fyrir-
bæn Matthiasar:
ist það til batnaðar með út-
breiðslu raforkunnar og þeirri
birtu og þeim yl, sem hún flytur
hverju byggðu bóli. En ekki þurfa
Suðursveitarbúar að óttast, að
vindurinn nái tökum á þessum
helgidómi þeirra og feyki honum
á brott eins og gerðist árið 1886.
En sjálfsagt hefur sú kirkja verið
talsvert farin að gefa sig, úr þvi
að hún varð veðrinu að bráð.
Kálfafellsstaðarkirkja sú sem
nú stendur var vigð 31. júli 1927 af
prófasti sr. ólafi Stephensen i
Bjarnanesi. Þar var lika við-
staddur öræfaklerkurinn sr.
í stað hins venjulega inni-
halds Kirkjusiðunnar með trú-
arlegri hugleiðingu og fleiru
skyldu efni, flytur hún að
þessu sinni smáþátt með
myndum frá kunnu prestssetri
á Suð-Austurlandi — Kálfa-
fellsstað i Suðursveit i Austur-
Skaftafellssýslu.
Saga sveitaprestssetranna á
Islandi er bæði mikil og merk,
þvi að gildur er sá þáttur, sem
prestarnir og heimili þeirra
hafa átt I trúar og menningar-
lifi þjóðarinnar um aldaraðir.
1 hópi kennimanna sinna hefur
þjóðin átt marga af sinum
mætustu sonum, sem hafa
rækt hlutverk sitt með líkum
hætti og Matthías kvað um
móðurbróður sinn sr. Guð-
mund Einarsson á Kvenna-
brekku: Guðsorð að glæða /
gagn að kunna / sjúkum að
sinna / sátt að tryggja / mennt
að efla / manndóm hefja /
bændur fræða / búsæld skapa.
Sr. Pétur Jónsson á Kálfafellsstað og mad. Helga Skúladóttir ásamt börnum sinum.
Kórinn i Kálfafellskirkju.