Vísir - 15.08.1972, Blaðsíða 1
A7ISIR
(12. árg. — Þriðjudagur 15. ágúst — 183 tbl.
Eigum heimtingu ó að sjó lœkrris
vottorðið, segir Fred Cramer
„Við höfum farið fram á það, að
við fengjum að sjá læknisvottorð
Spasskis", sagði Fred Cramer
fulltrúi Kischers i stuttu samtali
við Visi i morgun.
,,Það var leyft i fyrra tilfellinu.
þá fengurn við Ijósrit af vottorð-
inu en nú fáum við ekkert að sjá.
Það er lágmarkskrafa að við sé-
um sannfærðir um að veikindi séu
fyrir hendi hjá Spasski.”
(Cg vona að Boris sé við góða
heilsu og gcti teflt i dag. Ég vissi
til þess að hann var á fótum igær-
kvöldi, þannig að hann hlýtur aö
tefla i dag, sagði Cramer að lok-
um. — GF
Sjá fleiri skákfréttir bls. 3
Allt einum
að kenna?
„Greinilegt er, að ráðamenn
Framsóknarflokksins
standast félögum sinum i
Alþýðubandalaginu ekki
snúning”, segir i leiðara
Visis i dag. Þar er sagt, að
Alþýðubandalagsmönnum sé
að takast að láta óvinsældir
rikisstjórnarinnar út af
sköttunum og öðrum málum
koma niður á Framsóknar-
flokknum einunt og að þeir
hafi undirbúið að skella
skuldinni af efnahagsöng-
þveitinu á hann lika. — Sjá
bls. 6.
Hefur unnið sér
inn 22 milljónir
á golfi í ár
Bandariski gullbjörninn i
golfinu, Jack Nicklaus, vann
fimmta stórsigur sinn á
árinu i golfi i gær og þeir
mala sannaricga gull þessir
bandarisku golfleikarar.
Verðlaun Nicklaus i ár nema
nú 22 milljónum islenzkra
króna. — Sjá iþróttir i opnu
V ið fjöllum dálitiö um
útsölurnar á innsiðunni i
dag, en þær eru nú i fullum
gangi um allan bæinn. Svo
segjum við frá merkilegri
tilraunastarfsemi sem fer
fram i Kaupm annahöfn
þessa dagana, en þar er
starfrækt ráðleggingastöð
utn geðheilbrigði og þar fást
góð ráð, en helzt engar töflur
eða lyf. „Töflur eru yfir-
borðslækning” segja þeir,
sem þarna vinna, en það er
læknir, sálfræðingur og
félagsráðgjafi. Sjá nánar á
bls. 7
Yfir 800 hundruð
hafa farizt í
flugslysum í ár
Annað mesta flugslys
sögunnar varð i gær og
mesta flugslys, þar sem ein
flugvéi á i hlut. Alls hafa
rúmlega 800 látiö lifið i
meiriháttar flugslysum i ár,
og eru þá ekki talin saman
minni flugslysin, þar sem
fáir hafa átt i hlut. — Sjá bls
5.
Börn haturs
Börnin grýttu hcrmanninn til
dauða, 7-10 ára börn á
Norður-írlandi. Þau ráku
upp siguröskur, þcgar
maðurinn dó. Þetta eru
afkvæmi hatursins i Norður-
irlandi, i rauninni tauga-
veiklaðir vesalingar eftir
þriggja ára átök. — Sjá bls.
(i.
Byrjað að bora eftir gullskipinu
Það eru engin smátæki að verki
austur á Skeiðarársandi, þar sem
leitarfiokkar gera nú lokaieit að
hollenzka indiafarinu, sem á að
vera sokkið i sandinn með gulli og
gersemi. í nótt kom vörubifreið
austur að Kirkjubæjarklaustri
með mjög fullkominn bor,
senvflogiö var til landsins beint
frá Bandarikjunum nú um helg-
ina. Vegur hann yfir 2 og 1/2
tonn og á hann i dag aö vera kom-
inn á staðinn, sem leitartæki hafa
visað á. Fæst væntanlega úr þvi
skorið alveg á næstunni, hvort
skipið er þarna undir.
Við fengum þær upplýsingar
hjá innflutningsdeild varnarliðs-
ins að flugvél frá varnarliðinu
hefði flogiö þessum mikla grip til
landsins um helgina og i gær var
hann sóttur út á flugvöll og haldið
með hann rakleitt austur að
Kirkjubæjarklaustri. Borinn er i
fjórum hlutum, en hægt á að vera
að setja hann upp á stuttum tima.
Strax i nótt, þegar borinn var
kominn austur á Klaustur, var
hann settur yfir á stóra vatnabif-
reið, og siðan ók Lárus Siggeirs-
son með borinn austur til leitar-
flokkanna, þar sem þeir eru aust-
ur undir miðjum Skeiðarársandi.
Engri venjulegri bifreið er fært
þarna til þeirra og hefur Lárus séð
,,Ég þurfti að biða I fimm
tiina á flugvellinum i Paris, eft-
ir móttökunefndinni”, sagði hún
okkur hún Katrin Gisladóttir,
fulltrúi ungu kynslóöarinnar,
þegar við röbhuöum við hana,
en er nú nýstigin á islenzka
grund, eftir að hafa tekið þátt i
keppninni um Miss Young
International i Japan.
Ja, skömm sé karlkyninu að
vera ekki herralegri en þetta.
Þvi vist voru það karlmenn sem
skipuðu móttökunefndina, i
miklum meirihluta. Katrin, scm
er 18 ára Akureyringur, dvaldi i
Tókió i þrjár vikur, en siðustu
þrem dögunumeyddi hún ásanit
hinum fegurðargyðjunum, á
eynni Guam, rétt sunnan við
Japan.bls. 2 (Ljósm. A.M.)
um samgöngur fyrir þá að mestu
leyti.
Það eru þeir Bergur Lárusson
og Kristinn Guðbrandsson, sem
standa fyrir leitinni að skipinu og
eru þeir með tvo leitarhópa i
tjöldum á sandinum. Þeir eru
með ný og mjög fullkomin leitar-
tæki, og hafa þau gefið mjög
ákveðnar bendingar um hvar
skipið muni vera. Hefur leitin að
þessu skipi staðið yfir i mörg ár,
en nú hafa þeir leitarmenn látið
svo ummælt, að ekki verði snúið
við fyrr en skipið sé fundið.
Borinn verður settur strax upp
á þeim stað, sem talið er liklegt
að skipið sé undir, og ætti þá að
koma i Ijós mjög fljótlega, hvort
gullskipið er i raun og veru fund-
ið. — ÞS
Verða
flug-
véla-
flðkin
kort-
Iðgð?
— geta villt um
við leit að
týndum flugvélum
Það er fjöldi flugvélaflaka
uin allt land, og iðulega verið
að tala um að festa þau á kort,
scgir Skúli Sigurðsson hjá
Loftferðaeftirlitinu. Ilann
segir að hér sé um að ræða
flugvélar frá striðsárunum.
Hann segist hafa m.a.
vitneskju um tvö fiugvélaflök i
Bláfjöllum og eitt, sem áé
norðan i Akrafjalli. Yfirleitt
komi þessi flugvélaflök i ljós,
þegar það hafi borið við, aö
flugvél hafi týnzt og mikil leit
verið gerð. Þá hafi flugmenn
ósjaldan séð flugvélabrak.
— Sennilega verða flug-
vélaflökin kortlögð áður en
langt um liður, segir Skúli.
Bæði vegna þess, að þau geta
villt um, þegar leit á týndri
flugvél stendur yfir og að
sumu leyti er sögulegt að vita
um þessa hluti. Nú starfa hér
menn, sem þekkja til þessara
flugvéla en það er ekki vist, að
þaö veröi alltaf svo.
Skuli taldi ekki, að um
verðmæti væri að ræða i
þessum flugvélaflökum. Búið
væri að tina það verðmætasta
úr þeim og þar að auki hefði
strigi verið notaður i margar
þessarra véla. — SB —