Vísir - 29.08.1972, Síða 1

Vísir - 29.08.1972, Síða 1
VISIR «2. árg. — Þriðjudagur 29. ágúst — 19S tbl. „REYNA AÐ KÓGA NORRÆN- KELTNESKA ÞJÓÐ ÍSLANDS" „Englendingar hafa um aldarað- ir reynt að þvinga minni þjóðir til að fallast á sinar skoðanir, eink- um keltnesku þjóðirnar. Nú ætla þeir enn að reyna að kúga litlu sjálfstæðu norrænu og keltnesku þjóðina á tslandi. Það mun mis- heppnast. Við munum aldrei gef- ast upp fyrir svivirðingu oks Eng- ilsaxa, heldur berjast fyrir sigri islenzka iýðveldisins." Þetta segir i yfirlýsingu frá fiokki skozkra þjóðernissinna i tiiefni 1. september. Yfirlýsingin er undirrituð af VVilliam McDougall. — HH Sjá fleiri fréttir urrt helgismál á baksíðu land- Sögufrœg kirkja rifin Reykjahliðarkirkja i Mý- vatnssveit hefur iöngum ver- ið viðkomustaður ferða- manna vegna sögunnar, sem tengd er kirkjunni.i sumar gTipu ferðamenn i tómt, kirkjan haföi verið rifin. Um Reykjahliðarkirkju, Mý- vatnselda og álit þjóðminja- varðar má lesa á bls. 2 „Endurreisn leikhúslífsins" — segir Gunnar Eyjólfsson um leikhússtjóra- skiptin — sjá bls. 3 „Jack skerari" var víst kona Alræmdastur allra morð- ingja, „Jack the Ripper”, var kona eftir alit saman. Það segir leynilögreglumað- ur, sem hefur eytt eftir- launatima sinum til rann- sókna málsins. Hann telur það tengt fóstureyðingum. Siá hls. 5 Ótti Fischers við skáktölvur ástœðulaus Tölvur geta ekki séð jafn langt og djúpt i skákinni og snjallir menn. Fischer er sagður hafa óttazt, að tölvur tækju öll völd i skákheimin- um. Það verður ekki i bráð, en þeim fer fram. Sjá bls. 6 Aðalstign fyrir sjórón „Eðiilegast væri, að brezk stjórnvöld fari nú að hugsa til þess að aðla einhvern tog- araskipstjórann, t.d. tugt- húsliminn Dick Taylor, eins og Drake var aðlaður á sín- um tima. Það væri vel við hæfi, að Bretar kveddu heimsveldi sitt á sama hátt og þeir heilsuöu þvi fyrir fjórum öldum.” Svo segir i dag i niðurlagi leiðarans, þar sem borin eru saman sjórán Breta fyrr á öidum og nú á timum. Sjá bls. 6 Dúkkur til að skreyta eða sjálfstœðar mannverur? A Innsiðunni i dag birtum við nokkrar myndir af hentug- um skólaklæðnaði á börnin. Sjá bls. 7 Fox kyrrsettur? Chester Fox hinn ame- ríski á nú i enn einum málaferlum þessa dagana. Hann hefur nefnilega alls ekki greitt starfsmönnum sinum kaup í þann tíma semþeir hafa starfað fyrir hann! Heimta þeir þ.e. kvikmynda- fyrirtæki Gisla Gestssonar, Við- sjá kauptryggingu og ef hann verði ekki búinn að gera það fyrir kl. 2,30 i dag krefjast þeir kyrr- setningar á Fox sjálfum og eigum hans, þannig aö hann kemst ekki úr landi fyrr en hann hefur borg- að kvikmyndatökumönnunum. Kunnugir segja að Fox hafi reyndar starfaö sem staðgengill ABC-sjónvarpstöðvarinnar með leynd og þegið laun hjá þeim fyrir störf sin hérlendis. Þá telja is- lenzku kvikmyndagerðarmenn- irnir að Foxþurftiskki að örvænta fjárhagslega vegna kvikmynda- tökunnar i einviginu. Af þeim 20 milljónum isl. kr. sem hann hafði upphaflega ráðgert að færi i kostnað ef einvigið hefði allt verið kvikmyndað hafi hann aðeins eytt einni milljón. Hins vegar hafi hann selt drjúgt af ljósmyndum og komi jafnvel til með að hafa 15-20 milljónir upp úr þeim kvikmyndum sem teknar hafa verið þ.e. 1. og 8. skákarinn- ar. Auk þess eigi hann nú á filmu hinn stórkostlega aðdraganda einvigisins allt frá þvi að óvissan um Fischer hófst og þar til skákin var tefld. Telja islenzkir starfsmenn hans, að þar sé raunar ómetanleg heimildarkvikmynd sem Fox muni vafalaust græða stórfé á. Erlendir blaðamenn og reyndar fle^tir sem fylgst hafa með gangi mála telja að Fox hafi illi- lega hlunnfarið Skáksambandið með þvi að semja svo við það að þeir fái nú engar tekjur af vænt- anlegum gróða við kvikmynda- tökuna. Eru margir undrandi yfir Skák- sambandinu að semja svo af sér i — ef hann leggur ekki fram kaup- tryggingu til starfs- manna sinna fyrir kl. 2,30 í dag! viðskiptum sinum við hinn slæga Bandarikjamann. En eins og málin standa nú er Fox sannar- lega i klipu. Leggi hann ekki fram kauptryggingu til starfsmanna sinna fyrir kl. 2,30 i dag verður hann kyrrsettur ásamt öllum eig- um sinum hérlendis! Gisli Gestsson forstjóri Viðsjá vildi ekkert segja um máliö að svo stöddu en kvað það skýrast betur i dag og þá yrði þaö aðeins spurningin: Leggur Fox fram kauptryggingu eða ekki? GF „BRETAR HELGA SÉR ÚTHAFIÐ" Heath gagnrýndur í blöðum fyrir að vilja í íslendingar eiga sér sina mál- svarsmenn i Bretlandi — enginn skyldi ætla að allir brezkir togaramenn séu blindir gagnvart réttindum okkar til útfærslu land- helginnar. Visi hefur t.d. borizt afrit af opnu bréfi til Edwards Heath, forsætisráðherra Breta, og er bréfiö frá manni að nafni James Mason. Bréfið sendir hann til Daily Express og The Times i London Segir þar m.a.: „Ég vil mót- mæla harðlega þeim aðgerðum sem rikisstjórn yðar hefur hafið vegna útfærslu islenzku land- helginnar i 50 mflur. Nýja landhelgin er Islendingum lifsnauðsyn, ef Island á að tryggja sér efnahagslega fram- tið. Þessi fiskimið sem um ræðir eru einu auðlindir tslands.... Rök- semd Breta er sú, að þeir eigi sögulegan rétt til að fiska i islenzkum sjó. Þetta er goðsögn, þvi að Amazon birtist á þessum miðum fyrstur brezkra togara árið 1897.... hins vegar hófst ekki rányrkja brezkra og þýzkra togara á þessum slóðum fyrr en 1950. Þetta er varla hægt aö kalla sögulega hefð; Brezkir togarar eiga sér hins vegar óvéfengjanlegan rétt. Réttinn tilaðveiöa fisk i eigin sjó við eigin strendur. Rétt, herra forsætisráöherra, sem þér fyrir- gerðuö til þess aö bjarga yðar hluta i Efnahagsbandalaginu. Þér haldið þvi fram að Island geti ekki varið auðlindir sinar með þvi að færa landhelgina út i 50 mflur. Samt hefur rikisstjðrnin selt mörgum alþjóðlegum fyrir- tækjum þúsundir fermilna af út- hafinu. Hafsvæði sem munu skila auði i formi oliu og jarögass. Siðasta verkfall náði yfir svæði lOOmflur út frá Shetlands-eyjum. Tvöfalt á við þau mörk sem tsland fer fram á, Hver færir landi okkar guðlegan rétt til aö neita einu landi um 50 milna land- helgi um leið og við færum út okkar eigin landhelgi þegar um er að ræða annars konar auðlindir hafsins....? .... Island er hornsteinn varnarkerfis Norður-Atlantshafs- ins. Hvi ættu Islendingar að gefa þorskastríð sig aö þvi að vera meginskot- markið i einhverju striði fram- tiðarinnar einvörðungu i þágu fá- einna Evrópurikja. Þar sem eini áhuginn sem þessi sömu riki hafa á Islandi er aö ræna það auð- lindum þess... ræna það þannig aö það mun ekki eiga sér viðreisnar von. Ef Island fer úr NATO fá Rússar Hvalfjörð fyrir flota- stöð... ég hef frétt af þvi að brezkir togarar hafi veitt fisk góðan spöl innan gömlu þriggja milna landhelginnar. Enn hef ég þó ekki frétt að þvi að brezkir togarar hafi veitt fisk i landhelgi á rússneska Hvita hafinu.... ...Úrskurður Alþjóðadómstóls- ins i Haag er ekki þess virði að á hann sé eytt örðum. Úrskurðurinn var aðeins úr- skurðurlanda.sem hafa fyrirgert eigin auðlindum i sjó, og beina nú gráðugum augum til norðurs. Alla vega er svona úrskurður, sem beint er gegn eyju sem er i 1000 milna fjarlægð ekkert annað en hótfyndni” —GG. Þrístirni þýzkra kvik- mynda og sjónvarps Þau scm hér cru að horfa út i islenzka suddann eiga tals vert mikið undir veðrinu þessa dagana. Þau eru Christine Wodetzky, sviös og sjónvarps- leikkona, scm þarf að komast á æfingu i Zúrich á miðvikudagskvöld. Pctcr Hásscnstein og Rolf Hádrich, kvikmyndatökumaður og leik- stjóri Brckkukotsm y ndar- innar, en þeir biða eftir góðuin degi til útitöku á myndinni. Christinc er hér að heimsækja mann sinn, Peter, cn þau hlutu öll þrjú „gull-myndavélina”, i Þýzkalandi fyrir leik, stjórn, og töku árið 1968. Með þeim 'er Jón Laxdal, sem nú leikur Garðar Hólm i Brekkukots myndinni, en hcfur undan- farin ár leikið i þýzkumælandi löndum. — ÞS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.