Vísir - 29.08.1972, Síða 4
Lennonhjónin um New York:
Hér er miðstöð listamanno
##
##
Visir Þriðjudagur 29. ágúst 1972
JD
lili®
11,
John Lennon og
eiginkona hans, Yoko
Ono hafa nú fundið sér
hinn bezta samastað i
New York, og nú kepp-
ast þau við að læra að
lifa og búa eins og
Amerikanar. Þau taka
það þó skýrt fram að
það sé ekki sami lifn-
aðarháttur og and-
styggilegra Ameri-
kana. Þessara sem
reykja stóra feita
vindla, og róma striðið
i Vietnam.
Þau umgangast aðeins lista-
menn i Greenwich Village, og
John segir: „New York er orðin
miðstöð listamannanna, rétt
eins og Parisvanáður fyrr. Það
er gott að búa hér meðal allra
þessara hæfileikamiklu manna
og kvenna.”
Það fer ekki svo ýkja mikiö
fyrir „lúxus” i ibúð þeirra
hjóna. Eitt stærsta húsgagnið i
ibúð þeirra er fyrirferðarmikið
hjónarúm, en beint fyrir framan
það hefur verið komið fyrir
sjónvarpi.
A daginn hjóla þau um borg-
ina á sinu tvihjólinu hvert, og
koma við hjá pylsuvagninum
og fá sér pylsu i svanginn. Þau
eru sögð lifa einföldu lifi þarna
meðal listamannanna i New
York, en hve lengi þau fá að
dveljast þar veltur allt á yfir-
völdunum.
„Ef þú kemur með mér,
fœrðu 300.000 krónur"
— En Spies gat ekki freistað ungfrú Feldsted
Ums/ón:
Edda Andrésdóttir
Margt hefur verið rætt og ritað um Simon Spies,
þann vel fjáða Dana, enda löngum verið tilefni til.
Nú er hann orðin 50 ára gamall, og elli kerling far-
in að elta hann uppi.
En i æskuna ætlar Spies að halda sem lengst
með alls kyns brellibrögðum, og hann er sifellt
opinn fyrir ölium nýjungum. Og Simon hefur
gaman af aðbregða sér á rall. Nóg er af peningun-
um, og allt fæst ef þeir eru fyrir hendi, eða hvað.
Það furða sig ef til vill ekki margir á þvi að allar
ungar stúlkur skuli ekki snúast i kringum hann, en
það sætir þó furðu i hvað hann getur krækt. Oft eru
það þó aðeins peningarnir sem laða að.
,,Ef þú vilt koma mér mér heim, færðu 300.000
krónur bauð Simon Spies mér”, segir dönsk stúlka
Marianna Feldsted. ,,Ég hefði enga löngun til þess
og afþakkaði boðið.”
Þegar Simon kaupir sér stúlkur skiptir engu
fyrir hann hve háa upphæð hann verður að láta af
höndum. Þær fá hátt greitt ef þær vilja vera með
honum einar, og ennþá hærra.ef hann fær að gera
við þær það sem honum þóknast, og meðhöndla
þær eftir eigin geðþótta.
Þær hafa sumar verið til i tuskið, en margar
hverjar farið illa út úr þvi,þegar þær vilja fá sem
mesta peningana og hann fær að meðhöndla þær
að eigin vild. Ein kom með gapandi sár á eyra eft-
ir að hann hafði bitið hana.
Hann spurði eina af þeim stúlkum sem hann
dansaði við hve gömul hún væri. Þegar hann fékk
það svar að hún væri 26 ára gömul, sagði hann
henni að hún væri allt of gömul fyrir hann.
Fyrirferðarmesta húsgagnið i ibúðinni er hjónarúmið.
A daginn fá þau sér pylsu i pylsuvagninum og hjóla um borgina.
Hippum vísað
fró Malaysiu
öllum „hippum" verður
bannaður aðgangur til
Malaysia frá og með 1.
september núkomandi, að
því er yfirvöld þarlend
hafa tilkynnt.
Nú er hafin leit að öllum sem
eru með sitt hár, illa viðhöldnu
skeggi og sem ganga i skitugum
og snjáðum fötum. Og allir hipp-
arnir eru færðir til yfirvalda. og
þeim erlendu þegar i stað visað úr
landi.
Þetta eru öryggisráðstafanir
fyrir æsku landsins. Yfirvöld telja
hippa og þá sem nota eiturlyf
hafa skaðvænleg áhrif á þá sem
eru að vaxa upp, og aðra.
Skólar og aðrar stofnanir taka
þátt i þessum aðgerðum, og hafa
lofað að láta yfirvöldin vita ef
vart verður við hippa.
Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um það, hvað verði gert
við innfædda hippa.