Vísir - 29.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 29.08.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Þriðjudagur 29. ágúst 1972 vism Útgefandi: Framkvæmdast jóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Bii-gir, Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Aðalstign fyrir sjórán Sjóræningjar áttu mikinn þátt i að leggja grunn að brezka heimsveldinu á siðari hluta sextándu ald- ar og á þeirri sautjándu. Menn eins og sir Francis Drake sigldu um höfin og rændu spönsk og portú- gölsk gullskip. Um þessar mundir fór veldi Spán- verja og Portúgala hnignandi á höfunum, og Bretar tóku brátt við sem mesta sjóveldi heims. 1 krafti þessa sjóveldis byggðu þeir upp heimsveldi sitt ái átjándu og nitjándu öld. Formlega séð voru Drake og aðrir slikir ævin- týramenn á eigin vegum og á eigin ábyrgð i ferðum sinum. Brezk stjórnvöld höfðu þó hönd i bagga að tjaldabaki. Þau veittu sjóræningjunum skjól og vernd og létu þá beina byssum sinum gegn höfuð- andstæðingum sinum meðal nýlenduveldanna. Enda var Drake ekki látinn gjalda sjórána sinna, heldur var hann aðlaður fyrir þá glæpi. Nú er þetta heimsveldi liðið undir lok. Nýlendurn- ar hafa brotizt undan móðurlandinu og fara sinar eigin leiðir. Og það merkilega er, að i kjölfar þessa hruns hafa Bretar nú aftur tekið upp sjórán, þótt ekki sé það framið á sama hátt og það sjórán, sem var aðdragandi þess veldis, sem nú er hrunið. Brezki togaraflotinn, sem er á leið á íslandsmið, brýtur nú lög heimalands sins, islenzk lög og al- þjóðaiög með þvi að sigla eins og sjóræningjar án nafns og númers. Markmið þeirra er að fremja sjó- rán á efnahagslegum verðmætum i fiskveiðilögsögu Islands án þess að þekkist, hverjir séu þar á ferð. Nöfn og númer skipanna voru afmáð, áður en þau létu úr brezkum höfnum. Þegar tryggingafélög þar i landi fóru að kvarta um, að þetta væri ekki lögum samkvæmt, var nöfnum og númerum lauslega komið fyrir á ný. Þessi nöfn og númer voru siðan horfin aftur, þegar togararnir komu til Færeyja til að taka vatn. Færeysk stjórnvöld brugðu við hart og neituðu að láta afgreiða vatn til slikra hulduskipa. Færeysk stjórnvöld hafa sóma af þvi að standa svona traustan vörð um lög og reglur, þótt Færey- ingar verði fyrir bragðið af viðskiptum við þessi skip. Þvi miður kemur þetta ekki i veg fyrir sjórán- in, þvi að togararnir munu hér eftir sennilega hafa nafn og númer, þegar þeir koma til Færeyja, og af- má það siðan á leiðinni til Islands. Brezk stjórnvöld segja þetta ekki vera sina ráða- gerð, heldur samtaka togaraeigenda. Hræsnin erl þar á háu stigi eins og fyrri daginn. Auðvitað áttuj þau að gripa snarlega i taumana, þegar ljóst var orðið, að togaraeigendur voru farnir að fremja við- tæk lögbrot. Það gerðu brezk stjórnvöld ekki og kusu að gerast vitorðsmenn með sjóræningjunum. Hitt fer ekki heldur á milli mála, að allar þessar að- gerðir brezka togaraeigenda eru skipulagðar i sam- ráði við stjórnvöld þar i landi. Eðlilegast væri, að brezk stjórnvöld færu nú að hugsa til þess að aðla einhvern togaraskipstjórann, t.d. tukthúsliminn Dick Taylor, eins og Drake var aðlaður á sinum tima. Það væri vel við hæfi, að Bretar kveddu heimsveldi sitt á sama hátt og þeir heilsuðu þvi fyrir fjórum öldum. Frá skákmeistaramóti talva: Féll á tíma eftir 51 leik Skákmótið á Sheratonhó- telinu i Boston minnti litið á einvígið í Reykjavik. Enginn þátttakandi kvart- aði um slæma lýsingu, há- vaða eða borðröndina. Enginn bar sig illa yfir elektróník, enda varla von. Þarna áttu tölvur í hlut. Fram fór „bandarískt meistaramót tölva í skák". Ahorfendur hlógu ofboðslega annað veifið, öskruðu og sótbölv- uðu. Stundum var klappað, þegar leikirnir voru sýndir á sýningar- töflunni. Slikt þætti ekki gott i Laugardalshöll, en hláturinn var stundumafsakanlegurþvi að fyrir kom, að tölvurnar léku af sér eins og unglingar, tefldu sýnu verr en Spasski i sinum verstu afleikjum. Það var augljóst, að tölvur höfðu ekki náð i skottið á mönnum i skáklistinni, af þvi að alla forsjá skorti, engin áætlun kom fram, aðeins misjafnlega góðir mögu- legir leikir i hverri stöðu voru leiknir. Þó voru tölvurnar mjög misjafnlega snjallar, og gamli meistarinn hélt titli sinum gegn hörðum áhlaupum áskorenda. Sigur Bobbys ylli betri tölv- um Botvinnik, fyrrum heimsmeist- ari er i óða önn að gera fullkomn- ari tölvur, sem geti teflt skák bet- ur en aðrar tölvur. 1 Boston voru Bandarikjamenn einir um hituna, en orðrómur hermir, að sovézkar skáktölvur séu betri en banda- riskar, þótt bandariskar tölvur séu kannski mun betri yfirleitt. Eftir sigur Bobby Fischers i heimsmeistaraeinviginu, mætti búast við verulegum framförum bandariskra skáktölva. Skákæði er sagt fara um Bandarikin, og visindalegar framfarir á þvi sviði munu vafalaust koma i kjölfarið. Sögðu, að tölvur myndu verða betri en menn Ekki er langt siðan margir sögðu i alvöru, að tölvurnar muni leggja undir sig skákheiminn, verða mönnum miklu fremri. Jafnvel er sagt, að Bobby Fischer hefði haldið þetta, sem er með ólikindum um skákmann, en er þó haft fyrir satt. Um 1955 fóru að koma fram „skákprógrömm” fyrirtölvur. Menn sögðu sem svo, að vegna hraðans, sem tölvan gæti metið mögulega leiki i hverri stöðu, ætti hún að hafa yfirburði yfir menn með svo miklu seinni hugsun. Þar gleymdist, að skák krefst miklu meira en þessa. Hún er meira en útreikningur, krefst skapandi hugsunar. Er ekki einungis þraut, heldur „list”, krefst nokkurrar „geggjunar” ef ná á til yztu endimarka skák- snilli. Sem sé margs sem tölvur ráða ekki við, sem betur fer., Tölvurnar reyndust ekki megna ' að „gera sér grein fyrir” þvi flókna viðfangsefni, sem skákin er. Þær eru þvi enn nokkuð „ein- faldar” i skák, en þeim fer stöð- ugt fram. Tölva hefði ekki fórnað riddaranum Fyrstu tiu leiki i skák má til dæmis leika á 170 milljón, trilljón, trilljóna mismunandi vegu, sem er meiri tala en við getum hugsað okkur af viti, og hvað þá um 40 leikja skák? Jafnvel hin full- komnasta tölva getur aðeins „gripið’” nokkra sæmilega rök- rétta leiki, sem hún gerir með þvi að gefa öllum möguleikum stig eftir þvi, hversu liklegir þeir eru til að vera rökréttir, samkvæmt „prógramminu”, sem tölvunni hefur verið gefið i upphafi. Þegar tölvan hefur fengið upp gefinn leik andstæðingsins, „litur hún á” alla mögulega leiki. Hún „kann- ar” aðeins dýpra leikina sem flest stigin fá, reynir að rekja litið eitt lengra, hvernig þeir reynast. Hún hefði vafalaust aldrei fórnað riddaranum, eins og Spasski gerði á sunnudaginn, en hún hefði vafalaust drepið þann riddara strax, ef sá leikur hefði verið leik- inn gegn henni, og með þvi hefði skákin verið tölvunni töpuð, þótt Fischer gengi betur i þeirri stöðu. Fengu 2 tíma fyrir 40 leiki og viðgerðahlé Tölvur geta þvi teflt nokkuð vel „taktik”, sem kallað er i skák- inni, krækt i menn, sem eru illa staddir, en hún er máttlitil i „strategiunni”, áætlunum til langs tima, sem kannski skilur góða skákmenn frá lélegum. Ein- hver orðaði þetta svo, að tölvurn- ar gætu slökkt i kjarri en skildu ekki, að skógurinn allur var að brenna. I keppni tölvanna fengu þær tvær klukkustundir fyrir 40 fyrstu leikina hvor, sem er hálftima minna en Spasski og Fischer, en þó nokkuð algengur timi i skák- um, þegar minna er i húfi. Þær fengu siðan hálfa klukkustund á hverja 10 leiki þar eftir. En einnig voru allt aö þrjú hlé veitt, tuttugu minútur hvert, fyrir viðgerðir. Aðeins einn keppandi var i raun viðstaddur i Boston, „smátölva” áð verðmæti rúmar tvær milljón- ir króna, sem stúdentinn George Arnold hafði „prógrammerað”. Hinar voru allar hundruð millj- óna króna skessur, hver i sinum háskóla út um Bandarikin, sem fengust við alls kyns önnur verk- efni jafnframt þvi, að þær tefldu skákirnar. Tilkynnt var um leiki i sima. Skemmtilegasta skákin var i fyrstu umferð, segir i timaritinu Newsweek, þegar smátölvan tefldi gegn meistaranum, Control Data Corporation-tölvu i North- western háskólanum, sem þrir verkfræðingar höfðu prógramm- erað. Þetta var 77 leikja skák, sem Northwestern vann. North- western tefldi siðan við Pro- grammed Data Processor-tölvu i Carnegie-Mellon háskóla. Eftir 51 leik hafði Northwestern-tölvan unnið menn, og hún hélt titlinum, þegar hin féll á tima. 200 þús. undir, að tölva sigri skákmeistarann 1978 Meistaratign Northwestern verður brátt i hættu, þvi að verk- fræðingar i Suður-Kaliforniuhá- skóla eru i óða önn að gera „pró- gramm” fyrir tölvu, þar sem þeir reyna að taka áætlun til langs tima með i reikninginn. Brezki skákmaðurinn David Levy er sagður hafa látið sér um munn fara, að „öll tölvuprógrömm séu vitleysa”. Tölvumenn hafa veðj- að við hann 200 þúsund krónum, að tölva muni sigra hann i skák árið 1978. Kvenfólkið í íþróttunum: Heimsmet kvenno í 100 m hlaupi hefði nœgt til sigurs!904 VEIZTU, ...að Ljúbov Búrda frá Voronéz varð yngsti ólympiusigurvegari allra tima i fimleikum, en hún var aðeins 15 1/2 árs, þegar hún hreppti gullið á 19. ólympiu- leikjunum. .að „rosknasti” sigurvegari i fimleikum kvenna var Galina Úbranovitsj frá Moskvu. Hún var á 36. aldursári, þegar hún sigraði |i fjölþraut á 15. Ólympiuleikjun- ,...að Larisa Latynina geymir 18 ólympiska verðlaunapeninga. Aðeins henni og annarri úkrain- skri fimleikastúlku, Polinu Astakhovu, hefur tekizt að vinna gull i fimleikum .á þremur Ólympiuleikjum. ....að egypzkar konur lögðu stund á langstökk fyrir meira en 4000 árum. Þetta sýna ristur i grafhýsi Benn-Hasane, sem byggt var 2000 árum fyrir Krists burð. ...,að fyrsta frjálsiþróttamót kvenna i Rússlandi var haldið 1910. ....að heimsmetið i 100 metra hlaupi kvenna 11,0 sek., eiga þær Wyomi Tayes frá Bandarikjun- um, Chi Chen frá Kina og Renta Meissner frá Austur-Þýzkalandi. Sá árangur hefði nægt þeim til sigurs i karlakeppninni i Ólympiuleikunum 1904. ....að 1964 kastaði Jelena Gortsja- kova frá Moskvu spjóti fyrst kvenna yfir 60 m. Heimsmet hennar, sem hún setti á leikjun- um i Tokio, var 62,40 m. ....að rússneska máltækið „Það stekkur enginn hærra en upp á nef sér” er löngu úrelt orðið, einnig meðal kvenna. Austurriska stúlk- an Maria Ilona Gusenbauer er 179 sm á hæð en hefur stokkið 192 sm ....að á 20. Ólympiuleikjunum munu konur keppa um 14 gull- medaliur i frjálsum iþróttum. ....að yngsti þhtttakandi allra tima á ólympiuleikjum var 11 ára sundkona frá Puerto Rica, Liana Vicens. Það var i Mexikó 1968. (APN)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.