Vísir - 31.08.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1972, Blaðsíða 4
4 Vfsir Fimmtudagur 31. ágúst 1972 Steypu- og olíumalor- lagningu lokið í haust — verður þá kominn steyptur vegur úr Reykjavík upp í Kolla- fjörð og malbiks- og olíu- malarbraut til Selfoss Steyptur vegur úr Reykjavík og upp í Kolla- fjörð kemst i gagnið í nóvember i haust — ef áætlanir standast, sem allt bendir nú til. Jafnframt verður þá komið siitlag á Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss, malbik eða oliumöl. Baldur Jóhannesson, verk- fræðingur Mats s.f., sem hefur með höndum eftirlit með fram- kvæmdum verktaka, tjáði Visi i gær, að framkvæmdirnar á Vesturlandsvegi væru i við á eftir áætlun. „Ætlunin var að steypa 11 — 1200 metra á viku, en reyndin hefur orðið sú, að steyptir eru til jafnaðar 1000 metrar á viku. Þessi áfangi sem nú er unnið við, þ.e. steypuvinnan, er hálfnaður”. Sagði Baldur að reiknað hefði verið með að verktakinn, Þórisós, hefði lokið steypu vegarins 31. október i haust, og væru likur á að sú áætlun stæðist. „Raunar þarf að liða mánuður frá þvi steypu er lokið, þar til umferð verður hleypt á", sagði Baldur, ,,og þann tima getur verktakinn notað til að ganga frá öxlum vegarins”. Brautin upp i Kollafjörð verður jafnbreið allt frá vegamótum Suður- og Vesturlandsvegar. Vegurinn er sjálfur sjö og hálfur melri á breidd, en þvi til viðbótar er vegaröxlin, sem er einji og hálfur metri hvorum megin vegarins. Þessa dagana er Þórisós h.f. að leggja oliumöl á þann hluta vegarins um ölfus, sem lagður var i fyrrasumar, en látinn standa án slitlags i eitt ár þar eð sá vegarkafli þurfti að siga. Þá er og unnið að lagningu oliumalar á nýja veginn yfir Hellisheiðina og niður Kamba, og er það tstak h.f. sem það gerir. Þegar þvi verki verður lokið, má heita að slitlag verði komið á veginn milli Selfoss og Reykja- vikur. Verður þá aðeins eftir stuttu.r kafli úr ofanverðu Svina- hrauni framhjá Skiðaskálanum, svo og eins og hálfs km kafli framhjá Geithálsi. Veröur lokið við lagningu oliumalar og mal- biks á báða þessa kafla i haust. Áleit Baldur Jóhannesson, verkfræðingur, að þessar áætlanir um Suður- og Vestur- landsveg myndu báðar standast, ef veður yrði ekki þeim mun óhagstæðara. — GG Vegaframkvæmdir undir Ingólfsfjalli — i haust verður hægt að aka á samfelldri skán frá Reykjavik til Selfoss. Umsjón: Jóhann Orn Sigurjónsson 1. stöðumynd © ± IJL ± i 4 ± ± ± ± ± & ± £)£) ABCDEFGH 41. Kd6 42. Re3 Be6 43. Kd3 Bf7 44. Kc3 Kc6 JL ± ± ± ± 4 ± ± ± ± ± ± £) 45. Kd3 Kc5 46. Ke4 Kd6 47. Kd3 Bg6+ 48. Kc3 Kc5 Saab 1973 SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM bDÖRNSSON A£2; SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Jt • 1*1 1- 14 1 t 4 6 t ■ 11 t ■ B C D E F G H 49. Rd3+ Kd6 50. Rel Kc6 51. -Kd2 Kc5 52. Rd3+ Kd6 Fríður saminn Einsog í fyrri skákunum gerði Spasski enga tilraun til þessað vinna biðskák 20. skákar. Sama þófið og áður og hvorugur gerði neitt til þess að hressa upp á stöðuna. Spasski virðist nú vera búinn að sætta sig við að missa heimsmeistaratitil sinn til Fischers. Veik von hans um sigur i gær varð að engu þegar hann tók það til bragðs að leika kóngnum fram og til baka i stað þess að reyna að ýta peðinu til e4. Hvita staðan var veik og svartur hefði getað klekkt á henni. c2 og f3 voru punktar sem hægt var að herja á. En Spasski tók þann kostinn að teygja sig ekki of langt og gaf þvi Fischer kost á jafntefli. Staðan er 11 1/2 : 8 1/2 Fischer i vil. I kvöld verður 21. skákin tefld og meö sigri Fischer er hann orðinn heimsmeistari. GF © JL ± ± ± ± 4 ± 1 ± 1 ± ± / 'V, C D E F G H 53. Rel Re6 54. Kc3 Rd4 « JL ± ± ± ± 4 ± 4 4l) ± 1 1 ± Ö ABCDEFGH Jafntefli r Heimsmeistaraeinvigið i skák Hvitt : R. Fischer Svart : B. Spasski 20. skákin J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.