Vísir - 12.09.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 12.09.1972, Blaðsíða 1
ÍSLEHZKUR LÖGREGLUÞJÓNN HJÁ SÞ ATVINNUMAÐUR í KNATTSPYRNU! — Sjá íþróttir í opnu Klippt á báða tog- víra Núna rétt fyrir há- degi kom varðskip frá Landhelgisgæzl- unni að 5 brezkum togurum að veiðum fyrir utan Patreks- fjörð. Togararnir sinntu ekki banni varðskipsmanna um að hætta veiðunum. Varðskipið tók þvi til þess ráðs að klippa báða togvira eins togarans, Lusitu H- 403. Klögumól um Miinchen Munchenmálið er orðið póli- tiskt bitbcin i Vestur-Þýzka- landi, þótt menn óttist, að það sé ,,of sóöalegt”. Sjá bls. 5 Sundnómið hefst í baðkerinu Sundnám barna hefst i bað- kerinu strax meðan þau eru enn litil. Þar er tækifæriö til þess að venja þau svo við vatnið, aö erfiðleikar i sund- námi siðar meir verði minni eða jafnvel engir. Foreldr- arnir cru þvi beztu sund- kcnnararnir framan af, þó að aðrir og lærðari menn taki við siöar. Sjá Innsiðu bls: 7 Unnt að rœkta helming fisksins Möguleikarnir eru miklir í fiskirækt, og margar þjóðir hafa náð góðum árangri, cinkum Japanir. Unnt væri að rækta helming allrar fisk- framleiöslunnar, ef mögu- lcikarnir væru nýttir. Sjá bls. 6 „NÝTT VARÐSKIP KOSTAR 250 - 500 MILJÓNIR" — en safnazt hafa um fjórar miljónir í Landhelgissjóðinn — varðskipið Þór kemst í gagnið um mónaðamótin. „FISCHER HEYRIR SEM HEIMDALLUR" Sæmundur Pálsson er orðið þekkt nafn viðs végar i heimin- um. Enda engin furða. Hann liefur umgengizt Fischer einna mest meðan á einviginu stóð, og á heimili hans að Sörlaskjóli 46 hringir siminn á öllum timum hvaðanæva úr heiminum. Fólk vill tala við Sæmund jafnan og þaö vill fá upplýsingar um Fischer. Á bls: 2 og 3 i blaöinu i dag ræðir blaða- maður viö Sæmund og konu hans Ásgerði Ásgeirsdóttur, og þar scgja þau frá ýmsum venj- um Fischers, frá mataræði hans, framkomu, hvcrs hann muni sakna mest þegar frá islandi vcrður haldið, og Sæmundur segir frá þvi, sem hann sjálfur hcfur lcnt i síðan liann kynntist Fischer. Sœmundur Pálsson sóttur heim Sjá bls. 2-3. Varðskipið Þór, sem nú er i Álaborg, þar sem verið er að setja i það nýjar Mann- heim-vélar, kemst væntan- lega i gagnið um næstu mánaðamót. Eftir er að prufukeyra nýju vélarnar, og verður það væntanlega gert rétt fyrir mánaða- mótin, að þvi erHafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúi Landhelgisgæzlunnar, tjáði Visi i morgun. Gömlu vélarnarsem voru i Þór, voru gallaðar frá upphafi, og þvi brýn þörf á að fá i hann góðar vélar Þegar Þór hefur bætzt i flotann, vænkast vitanlega hagur íslend- inga i gæzlumálunum — og á kannski enn eltir að lagast, þvi fjársöfnun landsmanna til Land- helgissjóðsins stendur nú hátt. Safnazt hafa nú um fjórar milljónir. ,,Nýtt varðskip kostar kannski eitthvað á milli 250 og 500 milljóna. Fg held að rannsókna- skipin, Bjarni Sæmundsson og Árni Kriðriksson, hafi kostað kringum 500 milljónir”, sagði Hafsteinn Hafsteinsson, „þannig að söfnunarfé dugir vist skammt ennþá til kaupa á sliku skipi. Og nýtt varðskip verður að vera mjög gott, hraðgengt og lika gott sjóskip”. En þótt Landhelgissjóður eigi ekki alveg fyrir andvirði nýs varðskips, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að kaupa eitt slikt. Landhelgissjóðnum mun fyrst og fremst ætlað það verkefni aö standa undir afborgunum af veröi strandgæzluskips. Og til sjóðsins renna landhelgissektir, björgunarlaun og svo fjárveit- ing frá rikinu. Hve langan tima getur þaö tekið að smiða eitt varðskip? ,,Ég veit ekki — það hlýtur aö vera mismunandi en hitt er svo annað mál, að ég held að ekkert hafi verið ákveðið enn i sambandi við hvað gera á við þetta fé sem safnazt hefur — áður en smiði á varðskipi hefst, þá þarf að teikna það, semja um smiði, o.s.frv. Og allur gangur á hönnun og smiði eins skips er svo hægur, að vonandi verður þorskastriðinu löngu lokið áður en kæmi til af- hendingar skipsins. Hafsteinn Hafsteinsson blaða- fulltrúi sagði að lokum, að enn heföi ekkert verið ákveðið i sam- bandi við töku leiguskipa handa landhelgisgæzlunni. —GG Heimsmet í pylsuáti og Ijótum siðum Nú að loknum Olympiuleik- unum berast okkur fréttir frá kappleikjum, sem fram fóru i Bandarikjunum og Bretlandi. Þar var keppt i pylsuáti, ropi, spýtingum, bölvi og ragni. Sjá bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.