Vísir - 12.09.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 12.09.1972, Blaðsíða 6
Visir Þriðjudagur 12. september 1972. vism Útgefandi: Framkvæmdast jóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: AfgreiBsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Bihgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Bilið er brúanlegt Lafði Tweedsmuir sagði i viðtali við Visi á laug- ardaginn, að brezk stjórnvöld væru að semja tillög- ur, er leggja ætti fyrir islenzk stjórnvöld innan tið- ar. „Brezka stjórnin er reiðubúin til samninga. Ég vænti þess, að þeir geti byrjað i þessum mánuði”, sagði lafðin. Margir hafa talið, að samningaviðræður við Breta út af 50 milna fiskveiðilögsögunni væru komnar i strand, en ummæli Tweedsmuir sýna (i greinilega, að svo er ekki. Liklega eru það samning- ar þeir, sem við höfum gert við Belga, er hafa verk- að eins og hvati á brezk stjórnvöld. Jóhann Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sett fram þá skoðun, að ekki beri mikið á milli Breta og íslendinga i landhelgisdeilunni. Þjóðvilj-/, inn hefur ráðizt hatrammlega á hann fyrir þessa 1 skoðun, enda hefur hún að geyma óþægilegan sann- leika. Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráðherra hefur haldið fram þeirri ósveigjanlegu stefnu, að i vænt- anlegu samkomulagi við Breta verði að felast form- leg viðurkenning þeirra á 50 milunum. Þessu hinu sama hélt hann fram i samningunum við Belga og (i var næstum búinn að sprengja þá ágætu samninga fyrir bragðið. Belgar eru ánægðir með samninginn við okkur, þvi að þeir hafa komizt hjá þvi orðalagi, að þeir við- (' urkenni 50 milurnar formlega. Þeir fallast á afnám humarveiða sinna og gifurlega takmörkun annarra veiða. Þeir fallast á, að leyfi til veiða verði að fá hjá íslendingum, og að islenzk stjórnvöld hafi fulla lög-i sögu á öllu 50 milna svæðinu. Ennfremur kemur greinilega fram i samningn- um, að hann er til bráðabirgða, gerður til að milda þau vandamál, sem útfærslan skapar útgerðum nokkurra gamalla og litilla togara, sem brátt verða teknir úr umferð. Bretar vilja ekki fremur en Belgar viðurkenna 50 milurnar formlega með samningi. Og þeir vilja tryggja elztu togurunum sinum, sem ekki eiga margra kosta völ, timabundinn frið til veiða, áður en þeim verður lagt fyrir fullt og allt. Þeir sjá, að núverandi eltingaleikur við islenzku varðskipin gef- ur ekki þennan veiðifrið. Það er þvi sennilegt, að þeir geti sætt sig við að ganga að samkomulagi, sem væri hliðstætt hinu belgiska. (( Við þurfum ekki að gera okkur rellu út af þvi, hvort Bretar vilji formlega viðurkenna fiskveiði- lögsögu okkar eða ekki. Stefna 200 milna efnahags- lögsögu er óðum að vinna sér festu úti um heim. Bretar geta eiginlega hrósað happi yfir þvi, að við skulum aðeins vera með 50 milna lögsögu. Timinn vinnur með okkur á þessu sviði. Formsatriðin skipta okkur litlu en innihaldið öllu. Við viljum fá viðurkennda lögsögu okkar á svæðinu öllu og við viljum fá að ráða þvi, hve mikið skip annara rikja mega sækja á þessi mið. Við skulum þvi hafna formsatriðakröfu Lúðviks eins og gert var i Belgiusamkomulaginu og leggja áherzlu á inni- haldið. Það ber svo sannarlega ekki eins mikið á milli og margir virðast halda. Aðalatriðið er að,. spila rólega og rétt á okkar góðu spil. (\ Ilindrar mengunin, aö mannkyniö stígi þetta skref á þróunarbrautinni? Unnt að „rœkta" helm- ing fiskframleiðslunnar Fiskirækt á tvimælalaust fram- tið, ekki einungis i ferskvatni heldur i vaxandi mæli einnig i sjó. Margir hafa þegar rutt braut, sem Islendingar ættu að ganga i þessum efnum. Sérfræöingar full- yrða, að jafnvel væri unnt aö rækta meira en helming alls fisks, sem aflast. Þótt varla megi vænta þess, að sá draumur rætist til fulis, gefa slikar tölur til kynna, hversu miklir möguleikar eru ónotaðir. Vandamálin eru mörg, ekki sizt mengun hafanna. Clarence P. Idyll, prófessor við Miamiháskóla gerir i timaritinu Ceres grein fyrir möguleikum fiskiræktar. Hann segir, að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega, hversu mikiö af fiski sé ræktaö, en i skýrslum Matvæla- og land- búnaöarstofnunar S.þ. frá 1970 er nefnd talan 3 milljón tonn. Þessi tala nær ekki til allra rikja, og að minnsta kosti ein milljón tonn af skelfiski er „ræktað” að auki, svo að alls yrðu þá fjórar milljónir tonna framleiddar með ræktun. Hversu mikið yrði unnt að fram- leiða þannig, ef allir möguleikar væru nýttir? „Sennilega 40 milljón tonn”, er svar Idylls prófessors, samanlagt af ferks- vatnsfiski og sjávardýrum, sem eru 65 af hundraði allrar fisk- framleiðslunnar i heiminum árið 1970. Fjögur þúsund ára saga. Maöurinn fær enn sem fyrr mesta fæðu sina úr sjó með veið- um. A landi eru hins vegar liöin að minnsta kosti þúsund ár, siðan veiöimennskan hætti að vera mikilvæg fæðuöflun. Menn skildu þá, að sú aðferð var miklu dýrari og óhagkvæmari en landbúnaður, ræktunin. Þessi breyttu viðhorf voru eitt stærsta skref mannsins til sið- menningar. Getum við vænzt þess að þrosk- ast upp úr veiðimannastiginu á höfunum? Enn er fiskirækt I sjó i mjög takmörkuðum mæli, þótt hún sé farin að skipta talsveröu fyrir nokkrar þjóðir. „Góðar vonir standa til, að vandamálin við slika rækt verði leyst”, segir Idyll. Fiskiræktin er ekki ný af nál- inni. Hún á sér aö minnsta kosti fjögur þúsund ára sögu i Kina, Japan og Egyptalandi. Hún hefur tiökazt á Jövu og Indlandi i ekki llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason minna en þrjú þúsund ár og 2500 ár i Evrópu. Hún er þvi ævagömul á okkar mælikvarða, en sámt hefur hún ekki fengið liösinni vis- inda.nema af skornum skammti. Auðveldara virðist að rækta ferskvatnsfisk en fisk i sjó. Þó eru viða við lýði arðvænlegar eldis- stöðvar sjávarfisks, einkum i Indlands- og Kyrrahafi. Tugir fisktegunda eru þar ræktaðar. Japanir hafa náð langt á þessu sviði, og fréttir berast nú um mjög merkilegan árangur þeirra með ýmsar tegundir. Þrefalt verðmæti. Fisktegundir eru ákaflega mis- munandi fallnar til ræktar. Rækt- in getur verið með fernum hætti, og er fyrst að nefna klak, þar sem mikill fjöldi ungviða er ræktaður og siðan sleppt lausum, i þvi skyni að fiskum muni fjölga og afli aukast. Þetta hefur yfirleitt gengið fremur báglega, nema þá helzt með lax. Til dæmis er álitið, aö verðmæti laxa, sem veiðast í Kólumbiafljóti eftir ræktun sé þrisvar sinnum meira en „fram- leiðslukostnaöur” við klakið. Talið er, að verömæti Atlants- hafslaxa, sem veiðast i Eystra- salti eftir eldi i Sviþjóö, séu 60% meira en framleiðslukostnaður fiskanna. Þetta er arðvænlegt ekki aðeins fyrir Svia, heldur Vestur- og Austur-Þjóðverja og Pólverja. Laxinn er nokkuð sérstæður i þessum efnum vegna þess, að mjög stór hluti einstaklinganna lifir og dafnar, þar sem stór hluti annarra tegunda deyr drottni sinum ungur, og hinnar frægu „heimþrár” laxins, sem flytur hann aftur til heimkynna sinna. Þetta hvort tveggja er mjög mikilvægt fyrir ræktun fisksins. Ræktaðir eins og hænur. önnur tegund fiskiræktar er, þegar ungfiskar eru fangaðir og aldir siðan i „búrum” eða tjörn- um. Þeir eru oft látnir sjá um sig sjálfir á meðan eða efnum bætt i vatnið, svo að þeir dafni betur. Fiskirækt hefur oft reynzt einna árangursrikust, þegar þessi háttur er hafður. Fiskurinn er siðan seldur á markaði, þegar hann er nógu stór til þess. Þá er sú aðferð, sem Japanir nota við rækjurækt sina. Fiskur- inn er þá alinn alla leið frá eggi. Loks er fullkomnasta aðferðin, að fiskurinn sé ræktaður likt og t.d. hænur, allt lif hans sé hann á „valdi” mannsins. Sú aðferð er og hin eina þeirra, sem er full- komlega sambærileg við land- búnað. Þetta hefur einkum verið gert i silungsrækt, en i sjó tiðkast það enn litið, nema helzt við ostrurækt. 560 tonn á hektara! Svo miklir möguleikar felast i fiskirækt, að menn gerast óþolin- móðir, einkum þar sem ofveiði þjakar fiskveiöum viða. Menn horfa vonaraugum til góðs árang- urs Japana. Ágreiningur um eignarrétt á hafsvæðum er eitt vandamálið, sem við blasir og ætti að verða viðráðanlegra, þegar riki taka stærri landhelgi og geta komið við betra skipulagi. Viða hefur reynzt unnt að rækta mikið magn fisks á hvern hekt- ara, svo aö verið hefur sambæri- legt við beztu ræktunarsvæöi á landi i þvi efni. Bandarikjamenn gátu til dæmis ræktað á 185 þús- und hekturum sjávar jafn mikiö ostrumagn og fannst á fjórum milljónum hektara „óræktaðs” sjávar. t fiskirækt Spánverja hafa fengizt 560 tonn af fiski („kjöti”) á hektara á einu svæði, sem er töluvert mikið, þegar hugsað er til þess að gott þykir, ef 0,9 tonn af nautakjöti fást fyrir hvern hektara ræktaðs lands. Mengun er kannski versti óvin- ur fiskiræktar. Skólp, úrgangur iðjuvera, skordýraeitur, áburður, rusl, olia og þar fram eftir göt- unum, heggur næst ströndum landanna. Meðan mengunin magnast sifellt, er litil von um, aö maðurinn stigi þetta skref á þróunarbraut sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.