Vísir - 06.10.1972, Side 1
13 ÁRA MINKABANI
■ OG GLÆFRAMENNI
A baksiöu Visis i dag segjum
við frá 13 ára gömlum minka-
bana, sem á tveim dögum vann
fjóra minka með aðstoð smala-
hunds föður sins.
En þessi sami drengur
sannaði seiglu sina með öðrum
hætti um likt leyti. Það var i
gangnaferð, en þá lét hann sig
ekki muna um að handlanga sig
eftir syllur, sem kölluð er Dala-
girðing og er þverhnipt niður af
henni. Þessi sylla hefur alltaf
verið talin ómanngeng — þó til
séu sögur af tveim löngu liðnum
mönnum, sem hana hafa farið.
„Hvortég hafi ekki verið loft-
hræddur á meðan ég fikraði
mig eftir syllunni? Nei, ekki
vitund. Enda hefði ég þá ekki
komizt yfir,” segir hann Jón
Sigurðsson.
sjó baksíðuna
KLEMMDUR í BÍLFLAKI
— forvitnir vegfarendur með logandi vindlinga þrjóskuðust
við fyrirmœlum logreglunnar vegna eldhœttu
ökumaður þessa bfls hlaut beinbrot og var mikið slasaður, en lögreglu-
þjónar og sjúkraliðar urðu að losa hann, þar sem hann sat fastur I bfl-
flakinu.
beðnir aö vikja,” sagði Bjarki
Eliasson, yfirlögregluþjónn, eftir
harðan árekstur, sem varð á Bú-
staðavegi kl. 7.30 i morgun.
Bilarnir tveir, sem þar voru —
annar á leið vestur Bústaðaveg og
hinn á leiö austur — skullu saman
með framendana saman.
Báðir ökumennirnir slösuðust
og voru fluttir á slysadeild
Borgarspitalans. Var annar
þeirra mikiö slasaður, m.a. brot-
inn á vinstra fæti, en þó ekki tal-
inn i iifsiiættu. Hinn skarst á höfði
þegar hann hlaut höfuðhögg.
Nánari atvik þessa slyss lágu
ekki Ijós fyrir, þegar blaðið fór i
prentun i morgun, þvi að forvitnir
vegfarendur höfðu spillt mjög
ummerkjum á vettvangi, og engir
sjónarvottar höfðu gefið sig fram
við lögregluna.
Ilins vegar virtist af öllum að-
stæðum að dæma, að öðrum biln-
um hefði vcrið ekið á röngum
vegarhelming.
GP
Beinbrotinn og stórslas-
aöur ökumaöurinn sat fast-
ur i bílflakinu/ meöan
björgunarmennirnir fengu
varla komizt að til þess að
ná honum úr flakinu fyrir
ágengni forvitinna vegfar-
enda.
Meö logandi vindlinga í
munninum og á milli hand-
anna tróöust menn yfir
bensinið, sem flaut úr bi!-
flakinu, til þess að geta
sem bezt séö, hvaö um var
að vera.
„Enginn skeytti neinu um eld-
hættuna eða um nauösyn þess, að
lögreglumenn og sjúkraliðar
kæmust að til þcss að bjarga
manninum úr bilnum og koma
honum undir læknishendur. Sum-
ir svöruðu lögregluþjónunum að-
eins illu einu, þegar þeir voru
NIXON SAGÐUR
HAFA SAMIÐ
LEYNIFRIÐ
í VÍETNAM
Sjó bls. 5
★
Skóksveitin
í taphœttu
island tefldi við Kanada i
í). umferð á Olympiuskák-
mótinu i gærkvöidi og er i
taphættu. Þremur skákum
lauk og hefur Kanada 2 vinn-
inga gegn einum islands. Jón
Kristinsson og Ólafur
Magnússon geröu jafntefli,
en Björn Þorsteinsson tap-
aði. Ein skák fór í bið. i 1.
riðli úrslitakeppninnar hafa
Sovétrikin nú náð Júgóslöv-
um aö vinningum.
Sjá iþróttir i opnu
★
Eru þeir oð finna
réttu vörnina
gegn krabbameini?
- Sjá Innsíðu á bls. 7
★
„Ef þeir vilja ekki
selja mér Colosseum
þá kaupi ég bara
skakka turninn í Pisa"
Sjá erl. fréttir, bls. 5
★
14 ára og
slapp úr
fangelsi
Timothy Davey, hinn 14 ára
brezki drengur, sem dæmdur
var i sex ára og þriggja mán-
aða fangelsi I Tyrklandi fyrir
eiturlyf jasmygl, slapp úr
fangelsi i morgun.
Tyrkneska dómsmálaráöu-
neytið hefur boðaö út fjöl-
mennt liö til að leita að
Davey. Hann var hafður i
haldi i Kalaba endurhæfingar-
fangelsinu, en þar voru 309
fangar og aðeins 12 verðir.
Mál Davey var mjög frægt á
sinum tima, þvi að brezkum
almenningi þótti óhæfa, að
svona ungur drengur fengi svo
þungan dóm.
.
m
Ökumaður þessa bfls hlaut höfuðhögg og skarst á höfði, en eftir þvi,
sem hann gat — á leiðinni á slysavarðstofu — sagt frá atvikum, hafði
hinn billinn komið á móti honum á öfugum vegarheiming.
HANANU! KOMNIR
YFIR STRIKIÐ
22 umferðaróhöpp sem
urðu í gær, gerðu aldeilis
strik í reikninginn hjá
okkur, þvi að þá eru
komnir 72 árekstrar á
fyrstu fimm dögum
mánaðarins — i staö 65,
eins og við höföum spáö.
Þar með eru ökumennirnir i
Reykjavik komnir yfir strikiö,
eins og sést á linuritinu hérna.
Hefur nú linan tekið óhugnan-
lega stefnu — einhversstaðar
langt fyrir ofan 398 árekstra,
sem við spáðum að yrðu i októ-
ber.
Af þessum 72 árekstrum eru 9
slys.
— GP
HOPE, SPITZ OG FISCHER
f REYKJAVÍK EÐA KEFLAVÍK?
Heimsmeistarinn I skák Bobby
Fischer og hinn sjöfaldi Olympiu-
meistari Mark Spitz komu fram i
þætti Bob Hope i gærkvöldi sem
sjónvarpaö var af The National
Broadcasting Company.
1 byrjun komu þessir meistarar
fram sem leikarar og léku i
skemmtiþætti hvor fyrir sig
ásamt Bob Hope. Siðar i þættin-
um komu þeir fram i eigin per-
sónu, Fischer sem heimsmeistari
iskák, Spitz sem glæsilegur sund-
maður.
Spitz sem nú hyggst halda
áfram við tannlæknanám sitt eins
og kunnugt er, fékk að reyna
hæfni sina á sviðinu, þvi að hann
kom fram i gerfi taugaóstyrks
tannlæknis, sem er aö hefja sinn
fyrsta vinnudag. Að sjálfsögðu
var Bob Hope hans fyrsti við-
skiptavinur.
Eftir að hafa tekið eina ranga
tönn úr munni Hope, reyndi Spitz
við aðra, sem hann sagðist vona
innilega að væri hin rétta. „Þetta
erekkitönn, þetta er gullfylling”,
sagði Hope. „Þarna kemur þá
þjálfun min frá Olympiuleikun-
um”, svaraði Spitz. „Ég er alltaf
á eftir gullinu.”
Fischer tók þátt i leik sem f jall-
aði um skák. Bob Hope kom þar
fram sem mótleikari hans frá
Sovétrikjunum og sat við skák-
borðið með rússneskan kósakka-
hatt á höföi og beið eftir hinum
óstundvisa mótleikara sinum. Að
lokum birtist þó Fischer, og eftir
nokkra leiki á taflborðinu, hélt
Hope aðhann hefði loks unnið, og
skiptust þeir þá á bröndurum.
I skeyti frá AP segir að þáttur-
inn hafi tekizt ágætlega. Spitz hafi
verið örlitið taugaóstyrkur, en
Fischer heföi komið fram örugg-
ur sem konungur.
Blaðið hafði samband við Jón
Þórarinsson hjá Sjónvarpinu, til
þess að forvitnast um það hvort
þessi þáttur væri væntanlegur
hingað til lands.
„Þátturinn hefur ekki verið á
boðstólum”, svaraöi Jón, „og þaö
er afskaplega vonlitið að fá svona
einstaka þætti hingað. Það er sagt
að Fischer hafi fengið 10 þúsund
dollara fyrir að koma þarna
fram, svo af þvi má dæma hvaö
þetta allt kostar.”
„Það er engin von til þess að fá
þáttinn nýjan hingað, þvi aö það
mundi kosta offjár, það yrði þá
ekki fyrr en eftir lengri tima, en
ég vii ekki vekja neinar vonir.”
Ekki er heldur vitað hvenær
þátturinn mun verða sýndur i
Keflavikursjónvarpi, að þvi er
blaðafulltrúi varnarliðsins,
Commander Hess tjáði blaðinu.
„Ég vildi að það yrði sem allra
fyrst, en þegar við fáum sent efni,
kemur það i einum pakka ásamt
mörgu öðru frá Los Angeles.
Þáttur Bob Hope á eftir að fara á
margar sjónvarpsstöðvar áður en
hann kemur til okkar, svo það er
ekki hægt að segja um þaö hve-
nær hann verður sýndur hér.”
—EA