Vísir - 06.10.1972, Side 2

Vísir - 06.10.1972, Side 2
2 Visir Föstudagur 6. október 1972. vimsm: Ilvernig iannst yöur saka málaþátturinn „Fóstbræður” sem var sýndur i "sjónvarpinu siðastliðinn föstudag? Sólmundur Kristjánsson, nemandi. Ég sá hann ekki en mér hefur verið sagt að hann sé leiðin- legur. En þættirnir með Roger Moore, dýrlingnum voru góðir og kannski verða næstu þættir betri en sá fyrsti. Kinar llafsleinson, nemandi. Eg sá ekki þáttinn en vinir minir sem sáu hann sögðu mér að hann væri leiöinlegur. As ni u n d u i' 11 a f s t e i n s s o n , nemandi. Ég sá þáttinn og mér fannst hann góður. Mér fannst hann of stuttur. Svona þættir þyrftu að vera lengri. (iuðmundur llauksson, nemandi. Þátturinn var góður. Hann var skemmtilegur og fyndinn. Þeir félagar Tony Curtis og Roger Moore léku skemmtilega. (1 u ð m u n d u r F r i ð I e i f s s o n , háskólanemi. Ég sá byrjunina og mér leizt ekkert á það sem ég sá. Ég var að flýta mér á ball og vildi ekki láta leiðinlega og lélegan:. sakamálaþátt tefja mig frá þvi. Sigriður Júliusdóttir, húsmóðir. Ég sá ekki þáttinn en ég vona að ég geti séð þann næsta. En allir sem ég hef talað við og sáu þáttinn sögðu að hann væri mjög góður. NAGLADEKK EINARS VEKJA ATHYGLI ÚTI í HEIMI Munu leysa vandann af notkun naglanna, sem víða hafa verið bannaðir endurbæla hugmynd sina, og sjálfur ekur hjólbörðum Einars úti. Iiann um á lijólbörðum með inndragan- legum broddum, sem á þessari mynd eru inni i Itjólbarðanum.. ,,Goodyear-dekk ja- framleiðendurnir í USA hafa sent mér bréf, og óska eftir því að fá að fylgjast með tilraunum mínum. — Vokswagen Porce (sportbílaframleið- endurnir) báðu mig um að búa til 4 dekk fyrir þá, sem þeir gætu haft til reynslu. Og fleiri hafa sýnt áhuga," sagði Einar Einarsson, sem á undan- förnum árum hefur unnið að því að endurbæta hug- mynd sína um nagladekk með inndraganlegum broddum. Ilugmynd Einars, sem vafa- laust á eítir að valda byltingu i hjólbarðaíra.T.leiðslunni, hefur vakið æ meiri áhuga og athygli bila- og hljómbarðaframleið- enda viða um heim. Greinar um nagladekk hans hafa birzt i tækniritum eins og Science og Mechanic, Road og Tracks, og timaritinu Motor — auk svo ýmissa annarra smærri timarita. Einar er nýkominn til lands- ins eftir vikuferð, sem honum var boðið i til Sviþjóðar og Þýzkalands. „Sænsku hjólbarðafram- leiðendurnir, GISLAVED, buðu mér út til skrafs og ráðagerða. Þeir hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og óskað ei'tir samning- um við mig um leið og ég væri búinn að tryggja mér einkai- leyfið.” sagði Einar i viðtali við Visi. ,,Mér var einnig boðið til Þýzkalands á fund verksmiðju- stjórnar þar, sem framleiðir nagla lyrir naglahjólbarða. Þeir höfðu einnig mikinn áhuga á þessu, og höfðu lesið sér til um hugmyndina i þeim timaritum, sem hafa getið hennar. Meðan ég var i Þýzkalandi báðu þeir frá Porche sportbila- framleiðendur Volkswagen mig um að búa til fyrir þá fjögur dekk, sem þeir gætu notað til reynslu. En það kostar skilding að gera það, og ég hef varla efni á þvi.” sagði Einar. Honum hafa nýlega borizt þær lréttir frá einkaileyfisskrifstof- um i USA.að einkaleyfisumsókn hans munu ná samþykki, en áður en það getur orðið, verður hann að inna af hendi loka- greiðslur vegna kostnaðar af umsókninni. Sá kostnaður mun nema alls milli 5000 og 6000 doll- ara. Hugmynd Einars kemur núna fram á þeim tima, sem nagla- dekk valda vegagerðum viða um lönd miklum áhyggjum, þar sem naglarnir valda hundruð milljóna tjóni á malbikunum og steyptum brautum. Þrátt fyrir það öryggi, sem þykir vera af notkun nagladekkja i hálku, þá hafa mörg riki gripið til þess að banna þau, ef ekki allt árið i kring, þá að minnsta kosti um nokkura mánaða bil. Hugmynd Einars, sem hann er sjálfur búinn að sanna i verki að hrifur ágætlega, mundi leysa þennan vanda. ,,En það verður ekki komið i höfn, fyrr en þessi dekk eru komin i verzlanir, og það er enn töluverður vegur þangað til. Það hefur þó munað minnstu, að þetta næði aldrei að ganga svona langt hjá mér, þrátt fyrir að nokkrir hafi rétt mér hjálp- arhönd. Þar þarf svo mikið til,” sagði Einar. — GP Nagladekk auka öryggið en spœna upp Akstur á nagladekkjum eftir Miklubrautinni gæti orsakað slit á göt- unni, sem numið gæti þykkt eins eldspýtustokks eftir tvo vetur. göturnar i sama mund. sem islenzkir ökumenn eru að taka fram naglhjólbarðana sina fyrir vetrarfærðina. Iiafa Þjóðverjar lagt blátt bann við slikum hjól- börðum næstu þrjú árin til reynslu. Svo sannfærðir eru menn orðnir um slit og eyðileggingu nagla- deggja á vegunum. — Reyndar eru nokkur ár siðan slikir hjól- barðar voru bannaðir algerlega i sumum fylkjum Bandarikjanna og Kanada, og siðustu árin hafa Norðurlöndin öll, nema tsland, takmarkað notkun nagladekkja við háveturinn, en bannað hana á öðrum tima. ,,Það verður sennilega endirinn á hjá okkur lika, að notkun nagl- hjólbarða verði takmörkuð við vetrarmánuðina. Trúlega verður komin reglugerði fyrir næsta vor, sem bannar notkun þessara hjól- barða yfir sumarmánuðina,” sagði lögreglustjórinn i Reykja- vik, Sigurjón Sigurðsson, þegar Visir færði þetta i tal við hann. Borgarráð Reykjavikur sam- þykkti i mai i vor itrekaða tillögu gatnamálastjóra um að beina þvi til lögreglustjóraembættisins, að reglugerð yrði sett, sem bannaði notkun nagladekkja frá 1. mai til 15.okt. „Slit af völdum nagladekkja hafa meira og minna verið um- ræðuefni gatna- og vegargerðar- manna álfunnar á siðustu ráð- stefnum þeirra, og allir hafa svip- aða eða verri sögu að segja og Svisslendingar. t Sviss mældist nefnilega, að slit af 1000 bila umferð á sólar hring á timabilinu frá 15.okt. til 31. april væri 0,1-0,8 mm. En ef nefnum til viðmiðunar Miklubraut, sem fyrir fáum árum hafði 8500 bila meðaltalsumferð á sólarhring, þá ætti samsvarandi slit þar að vera 0,85-6,4 mm yfir veturinn”. Þannig fórust gatnamálastjóra Inga Ú. Magnússyni, orð, þegar nagladekk bar á góma i samtali, sem Visir átti við hann i vikunni. Gatnagerðin stóð i sumar fyrir könnun á þvi, hve mikil brögð væru að þvi, að Reykvikingar ækju um á nagladekkjum yfir há- sumarið, þegar hálku var alls ekki von. Var skoðaður hjóla- búnaður á bilastæðum og: 1. mai kom i ljós, að um 40% bila var á nagladekkjum. — 15. mai voru um 13% bila á nagla- dekkjum. — 1. júni voru það 8% bilanna. — 15. júni 5%. — 1. júli var það aðeins 3,5% bileigenda, sem enn óku á nagladekkjum, og sá sami fjöldi bileigenda sá ekki ástæðu til þess að skipta um dekk það sem eftir var sumarsins. Þótt svo sé komið, að flestar þjóðir séu búnar að takmarka notkun nagladekkja og sumar hverjar banna hana alveg, þá hefur það hvergi verið mönnum auðveld ákvörðun. Svo mjög sem naglhjólbarðarnir þykja auka öryggi i umferðinni i hálkufærð, þá hefur það togazt á hjá mönn- um — hvort ráða skyldi frekar, sjónarmið öryggis eða hundruð milljón króna hagsmunir vegna kostnaðar af gatnaviðhaldi. -GP. ■■■■■■■■aiiai !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bœjarsíminn svarar ekki Simnotandi skrifar: „Fyrir nokkru var skrifað hér i dálkinn um það óréttlæti, aö þeir sem haft hafa sima kannski ára- tugum saman og flytja siðan þurfa að greiða okurfé i flutnings- gjald. Og ef þeir vilja leggja sim- ann inn einhvern tima með an á Lesendur jfl hafa flutningum stendur, þurfa þeir að borga fullt afnotagjald til að halda númerinu. Engin svör hafa borizt frá bæjarsimanum. Eru þeir menn, sem almenningur greiðir laun, það hátt yfir okkur hafnir, að þeir telji sig ekki þurfa að gefa skýringar, ef um er beðið?” Sefur úti R. Magnúsdóttir simar: „Hvar á ég að sofa i nótt, spyr 16ára gamall piltur sem þið segir frá i Visi. Það er svo sem ekkert við þvi að segja þótt hann vilji ekki dvelja heima hjá sér, til þess skortir mig allar upplýsingar að gerast dómari i þvi máli. En það finnst mér furðulegt, ef drengurinn er undir umsjá barnaverndarnefndar en á hvergi höfði sinu að halla. Er ekki nefnd- in skyldug til að sjá fyrir sinum skjólstæðingum? Þarna er ein- hvers staðar maðkur i mysunni, sem þörf er á að skýra betur fyrir almenningi.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.