Vísir


Vísir - 06.10.1972, Qupperneq 3

Vísir - 06.10.1972, Qupperneq 3
Visir Föstudagur 6. október 1972. 3 Áœtlanir unt framtíð Gróttu í gangi Sveitarstjórn Seltjarnarnes- hrepps hefur nú i athugun ýmsar tillögur um hvað gera skuli við Gróttu i framtíðinni. Mikill áhugi er meðal félags- samtaka innan hreppsins, hvernig bezt sé að vernda eyjuna og fuglalif þar. Borizt hafa tillögur frá ýmsum aðilum t.d. hefur björgunarsveitin Al- bert mikinn áhuga á málinu. Sveitarstjóri hreppsins sagði i viðtali við blaðið að enn væri of snemmt að segja nokkuð um tillögur þessar, en þar væru meðal annars atriði sem lytu að verndun fuglalifsins á eyjunni. Einnig hefði komið til greina að koma þar upp útivistarsvæði fyrir ibúa Seltjarnarnes- hrepps. Mjög erfitt væri þó að sameina þetta tvennt, náttúru- vernd og útivistarsvæðið. Hefur verið i athugun að hreppurinn fengi Gróttu afhenta til eignar, en hún hefur verið i eigu rikisins hingað til. Sagði sveitarstjóri að vel hefði verið tekið i það mál af öllum þeim aðilum sem þegar hefði verið rætt við og hefðu eitthvað með málið að gera. Undanfarið hefur enginn fastur vörður verið i Gróttu en félagar úr björgunarsveitinni Albert hafa fylgzt með mannaferðum þar á sumrin. Mjög er hætt við þvi að fólk flæði á eyjunni, enda hefur það oft komið fyrir. Hefur jafnvel komið fyrir að fólk hafi setið fast á steinum i miðjum garðinum á leið sinni til lands. Hættast er við þessu þegar útlendingar og börn eiga i hlut, sem gera sér ekki grein fyrir hinum mikla mun á flóði og fjöru. Vitamálastjóri sagði að enn hefði ekki verið talað við sig um að afhenda Seltjarnarneshrepp Gróttu, og gæti hann þvi ekki tekið afstöðu til þessa máls enn sem komið væri. Hafði hann ekki heyrt að uppi væru neinar áætlanir um að selja eyjuna. Gæti verið að eyjan yrði notuð til að kenna og þjálfa vitaverði. Engin ákveðin plön hafa verið gerð um það ennþá. — ÞM Verður Grótta cf til vill framtiðar útivistarsvæði Seltirninga? Kristnihaldið slær öll met Þeir Jódinus og Umbi eigast ekki neitt gott við á myndinni, en 146 sinnum hafa þeir Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Gunnarsson farið i þessar stell- ingar i Kristnihaldi Laxness á fjölunum i Iðnó. Sýningar eru að hefjast á ný á þessu vinsæla leik- verki, og verður sýningin á laugardagskvöldið 146. sýningin. Er fyrirsjáanlegt að metið i sýningarfjölda fýkur alveg á næstunni, en það met átti Hart i bak Jökuls Jakobssonar. Leikritið var sýnt 152 sinnum á sinum tima. Guðmundur Böðvarsson heiðursfélagi Ilithöfundafélags íslands A framhaldsaðalfundi Rit- höfundáfélags tslands á dögunum var Guðmundur skáld Böðvars- son á Kirkjubóli kjörinn heiðurs- félagi. Aðrir heiðursfélagar eru Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Sigurður Nordal, Tómas. Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson. í stjórn R.l. eru nú þessi: Vilborg Dagbjartsdóttir formaður, Stefán Hörður Grims- son varaformaður, Ingólfur Jónsson frá Prestbakka ritari, Sigurður Róbertsson vararitari og Jón frá Pálmholti gjaldkeri. A árinu bættust 7 nýir félagar við og eru félagar nú 91 talsins. o IVIaria varaformaður Samvinnu hjúkrunar- kvenna A fulltrúafundi Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndunum var Maria Pétursdóttir kosin varaformaður ásamt Helgu Dagsland frá Noregi. Formaður var endurkjörin Gerd Zetter ström Lagerwall frá Sviþjóð. Fulltrúafundurinn fór fram i Abo i Finnlandi 19. til 22. september og mættu þar 7 fulltrúar frá íslandi. HÖFNINNI LOKS LOKAÐ? Við þeim slysum sem verða við liöfnina virðist litið hægt að gera, það er að segja þeim slysum þegar menii Calla á milli skips og bryggju sem mjög oft vili verða. t athugun er að loka einhverjum liluta hafnarinnar, þannig að engir fái að komast inn fyrir vissa linu, nema þeir eigi þangað erindi. Enn hefur þó engin ákvörðun verið tekin, en að þvi er yfirhaf- sögumaður, Einar Thoroddsen tjáði blaðinu er slikt gert viða er- lendis og þá er jafnvel heilu höfn- unum lokað. A 40 stöðum við höfnina hér i Reykjavik eru björgunarhringir og á 14 stöðum krókstjakar. „Ekki held ég að það kæmi að nokkru gagni að bæta vjð fleiri björgunarhringum”, sagði Einar, „þvi ég hef aldrei heyrt um nokkurt slys, þar sem ekki hefur strax náðst í björgunarhring á höfninni”. Lögregluvakt er vissulega á höfninni, en engir eftirlitsmenn eru þar yfir nætur sérstaklega til þess að vakta höfnina og þá sem þar eru á rölti. „Ef vakt ætti að vera á höfninni, yrði hún að vera mjög fjölmenn ef fylgjast ætti með öllum. En ég held að það væri æskilegtað loka höfninni að einhverju leyti”,sagði Einar enn- fremur. „En sennilega er ekkert full- komlega öruggt og mér vitandi engar sérstakar varuðarráð- stafanir til, ja nema þá að menn fari gætilega. Landga'ngár eru öruggari núna en áður var, en það hefur verið farið i gegnum þá þrátt fyrir handrið beggja Jarðsunginn eftir 50 ár Tvö framhandleggsbcin, scm talin cru vera af skips- verja scm féll i sjóinn af Hlikanum fyrir 50 árum voru jarðsungin á Grundarfirði i gær. Það var i fyrradag, sem þessi tvö bein komu i skelja- plóg Sæhrimis, fjórar til fimm milur vestur af Hergilsey. Var haldið með þau til hafnar og þeim komið til sr. Magnúsar Guðmundssonar strax morguninn eftir. I fyrstu var ráðgert að biða með jarðsetninguna þar til fleiri bein væru komin fram, en frá þvi horfið og voru þessi tvö framhandleggsbein þvi jarðsungin i gær, sem fyrr segir. „Ég hafði enga fyrirmynd að jarðsetningunni, enda óvenjuleg”, sagði sr. Magnús i viðtali við Visi i morgun. „Ég framkvæmdi athöfnina með umsjónarmanni garðsins. Fór með bæn og kastaði rekum. Annað var það nú ekki”. Kvað sr, Magnús með ólik- indum, að fleiri bein kynnu að finnast nema þá með ærinni fyrirhöfn. „Bátarnir hafa rótað svo mikið þarna á botninum, að beinin geta verið dreifð yfir stórt svæði,” sagði prestur. —ÞJM GJAFAÚRVAL í hverri viku tökum við upp nýjar vörusendingar. M.a. fengum við nú mjög fallegt úrval af handskornum kristal með 22ja karata gullhúð. Einnig mikið úrval af mótuðum og lituðum kristal. — Gjörið svo vel og lítið inn — Kjörorð okkar er: vörur fyrir alla - verð fyrir alla ö TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.