Vísir


Vísir - 06.10.1972, Qupperneq 7

Vísir - 06.10.1972, Qupperneq 7
Yisir Köstudagur (>. október 1972. 7 Slika tvöfalda aðstöðu á ýmsum sviðum geta Danir nú notfært sér til að verða norræn forustuþjóð. Einnig verður mjög fróðlegt að fylgjast með þvi, hvernig Danir sinna þvi hlutverki, sem þeir hafa nú sett sér, að verða brú milli Norðurlanda og Evrópu. Jörgen- sen fær þar stóru hlutverki að gegna á Parisarfundinum. Þvi er ekki að leyna að bryddað hefur á hefndar- og refsihug i bækistöðvum EB gegn Norð- mönnum. Hefur heyrzt hvina i þeim tálknum að Norðmenn skyldu i refsingarskyni, svo þeir viti hvar Davið keypti ölið ekki fá neinn viðskipasamning við EB, fyrst þeir gerðust svo djarfir að móðga samtökin með þvi að hafna aðild. Svona viðhorf embættismanna i Brússel eru náttúrlega alger óhæfa og nú verður að krefjast þess að Danir beiti öllum sinum áhrifum sem nýr fullgildur aðili i ráðum EB til að koma i veg fyrir að niðzt verði á Norðmönnum. Það verður lika mjög forvitni- legt að sjá, hvort Ðanir taka hanzkann upp fyrir okkur íslend inga i landhelgismálinu til að fá afnumið það ósæmilega skilyrði sem okkur var sett um að vera þæg börn i þvi. Málið er Dönum lika skylt, þvi að þeim ber að hyggja að hags- munum fiskveiðiþjóðanna i Færeyjum og Grænlandi. Það er enginn vafi á þvi að ibúar þessara landa og sömuleiðis Norður- Noregs eiga fullkomna sann- girniskröfu um að mega tryggja framtiðar lifsafkomu sina með 50- milna eða landgrunns-landhelgi. Þegar voldugt EB reynir að hamla gegn þvi er það ekkert nema svivirðileg ásælni og kúgunartilraun. Hér hafa Danir stóru hlutverki að gegna sem brú inn i EB og munum við fylgjast spenntir með, hvernig þeir standa þar i stykkinu. Kannski eru áhrif þeirra ekki stór en betra er þó að eiga þá þar að innandyra. Ef þeir ekki standa i stykkinu og EB viðheldur kúgunar- og ániðslustefnu sinni gegn fiski- þjóöunum. þá getur ekki liðið á löngu áður en þær taka höndum saman um hagsmuni sina. En eins og ég hef áður skilmerkilega lýst, þá gengur það ekki lengur að við íslendingar vanrækjum leng- ur að taka upp náið samstarf við fiskifólkið i Færeyjum, Græn- landi og Norður Noregi. Gagnvart EB-risanum þurfum við að standa saman til að gæta hags- muna okkar. Þar eigum við ekki að bauka hver i sinu horni, sam- starfið gerir okkur öfluga. Þessi vandamal i stefnu EB sem ég hef hér drepið á, hefndar- hugur i garð Norðmanna og ániðslan á fiskimönnunum, sem höfðu ekki varann á að sameina sig leiðir svo hugann að valda- skipulaginu innan EB. Fyrir utan ofuráhrif stóriðju, er embættis mannastjórn EB mjög undarlegt fyrirbæri á efri hluta 20. aldar. Hún starfar eingöngu á embættis- legum grundvelli, i embættis- ráðum og forstjórasætum, án alls þingræðislegs eða lýðræðislegs aðhalds. Það veit enginn lifandi maður, hvernig stefna er mótuð. Þannig sýnist kerfi EB á góðri leið með að koma á fót alveg nýju þjóðskipulagi forstjóraveldis, likt og bankavaldið hér á landi. Þeir drottna þarna eins og smákóngar einhverjir istrubelgir, sem eng- inn þekkir. Flestir eru þeir þröng- sýnir súpersérfræðingar á ein hverju takmörkuðu sviði hag- fræðinnar. Þaðer þvi engin furða, þó farið sé að kalla hið sérkenni- lega EB-þjóðskipulag, hið „óupp- lýsta einveldi 20. aldarinnar”. Gagnrýnin á þessu furðulega fyrirbæri gaf hvað hæstan tón i andstöðunni við EB bæði i Noregi og Danmörku og hún á fullkom- lega rétt á sér. Það er eitt allra mikilvægasta, en um leið erfið- asta viðfangsefni innan EB að koma, ef svo má segja, ein- hverjum lögum yfir einvalds- sinnaða stjórnendur þess. Og ein- mitt til þess eiga Norðurlanda- þjóðirnar erindi inn i bandalagið til að geta með frjálslyndum lifs- viðhorfum sinum haft nokkur áhrif á þróun sinnar eigin álfu. Þvi hvernig sem við horfum i gaupnir okkar inn i kýrmaga þjóðernislegrar einangrunar, erum viðfyrst og fremst Evrópu- menn og það skiptir okkur máli, hverslags Evrópa er. Þorsteinn Thorarensen Umsjón: Edda Andrésdóttir Er lækning á krabba- meinssj úkdómum að finnast? Enn er ef til vill ekki svo gott að segja um það, en sérfræðingar í krabbameinssjúkdómum eru þó næstum farnir að gefa góðar vonir. 80 sérfræðingar i krabba- meinssjúkdómum frá 10 þjóðum munu koma saman næstkom- andi þriðjudag i Maryland i þeim tilgangi að prófa og reyna efnið bcg, sem gæti jafnvel ver- ið ný læknisaðferð við krabba- meini. Kjarni sjálfrar bakteriunnar sem talin er valda krabbameini hefur um áratug verið álitin framtiðar lækning á krabba- meinssjúkdómum, að þvi er LYF VIÐ KRABBAMEINS- SJÚKDÓMUM? Alþjóðakrabbameinsstofnunin hefur upplýst, en þessar rann- sóknir fara allar fram á hennar vegum. Enn er þó að sjálfsögðu ekki vitað hvort efnið bcg mun virka eða ekki, en rannsóknir þær sem gerðar hafa verið virðast þó spor i rétta átt, og hafa meðal annars verið gerðar rannsóknir á krabbameini i dýrum. Efnið bcg hefur um langan tima verið notað gegn berkla- sjúkdómum, og er i raun og veru samsett af fjölda af berklabakterium, sem valda berklum i nautgripum en ekki i mönnum. Hugmyndin að þvi að nota efnið gegn krabbameini i mönn- um er byggð á þeirri staðreynd, að flestir menn hafa eðlilega mótvörn gegn berklum, en með Krabbameinsfruma, 3.000 sinnum stækkuð. 1 hverju grammi vefsins eru milljarðar fruma. Krabbameinsrannsóknir i Handarikjunum. Kostaö er jafn miklu til rannsóknanna og lend- ingu geimfars á tunglinu. þvi að vekja eða lifga þá mót- vörn upp, kæmu berklabakteri-' urnar til með að ráðast gegn krabbameinsbakterinunum og ef til vill yfirvinna þær. Liklega vegna þeirra atburða sem nú munu eiga sér stað i Maryland hefur Alþjóðakrabba- meinsstofnunin gefið út yfir- lýsingu varðandi tilraunir þær og árangur sem náðst hefur i til- raunum við lækningu krabba- meins á takmörkuðum fjölda manna. Er þar tekið skýrt fram, að þrátt fyrir það að árangurinn sé mjög svo hvetjandi, sé hér ekki um neina algjöra lækningu að ræða. Er þar einnig sagt að lyfið bcg sé ekki tilbúið til notkunar nema á stofnunum sem eru undir stöð- ugu eftirliti og myndi sennilega aldrei verða notað eitt sér til lækningar á sjúklingi með krabbamein á háu stigi, og þvi er bætt við að árangur af til- raunum með menn sé ekki af- gerandi. Það er þó tekið fram að undir vissum kringumstæðum hafi lyfið bcg orsakað algjöra eyðingu þeirra bakteria sem valda krabbameini i dýrum. Skýrsla þessi frá Alþjóða- krabbameinsstofnuninni var gefin út, vegna þess að þann 22. september siðastliðinn var gef- inn út skýrsla af Dr. Michael Hanna, sem er starfandi hjá stofnuninni, þar sem hann vek- ur vonir fóks einum of mikið, að þvi er talið er. Þar segir hann að bcg hafi sýnt 100 prósent árang- ur i tilraunum við lækningar á krabbameini dýra. Krabbameinstofnunin segir hins vegar i skýrslu sinni að þessi árangur á dýrum þýði ekki neina algjöra lækningu á mann- skepnunni. En skýrsla Hanna hafði vakið gifurlegar vonir hjá almenningi, sérstaklega meðal krabbameinssjúklinga og fjöl- skyldna þeirra. Hanna viðurkenndi að sjálf- sögðu, að sá árangur sem hann sagði hafa náðst i tilraunum viðvikjandi dýrum væri að visu ekki nein : algjör lækning á krabbameini i mönnum, en hann sagði þó að þarna hefðu verið opnaðar dyrnar að lækn- ingu krabbameins. Arangurinn sem náðst hefur er þó viðurkenndur mjög góður og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á dýrum stuðla að stöðugt meiri framgangi til- rauna á lækningu krabbameins. Krabbamcinsrannsóknir i Vest- ur-Þýzkalandi. Vestur-Þjóð- verjar cru komnir mjög langt i rannsóknum sinum á krabba- NÝ AÐFERÐ VIÐ NÝRNAUPPSKURÐ Stöðugt koma læknar og visindamenn fram með nýjar og nýjar hugmyndir um þaö hvernig megi lækna þennan sjúkdóm eða annan. Margar þeirra hugmynda komast i framkvæmd og reynast vel, aðrar ekki. í San Francisco var fyrir stuttu gerð tilraun á nýrna- veikum mönnum. Tvær að- gerðir voru gerðar á þann hátt að hið sjúka nýra var flutt burt úr likama viðkomandi aðila, það var grætt og siðan flutt i likamann aftur. Þegar nýru eru flutt á milli manna, það er að segja þegar máður fær nýra úr öðrum, er hætta á sýkingu, eða að likaminn hafni hinu nýja nýra og það geti ekki starfað. Með þessari nýju aðferð sem áður er sagt frá, er ekki talin nokkur hætta á að slikt kunni að koma fyrir, enda heldur viðkomandi sinu rétta nýra. Þegar nýrað hefur verið tekið úr likamanum er það sett i kælt vatn með saltupplausn, en sjálf skurðaðgerðin tekur sex til átta tima. Er aðgerðin sögð mjög nákvæm og á ekki að valda nokkrum skaða á starfsemi nýranna. Talið er að þessi að- gerð á nýrunum muni einnig vera hægt að nota við önnur lif- færi, sem annars væri ekki hægt að gera skurðaðgerð á. Þegar nýrað er fjarlægt og engar bólgur reynast i þvi má setja það þegar á sinn stað aftur án nokkurrar aðgerðar, ef hins vegar bólgur reynast i nýranu, er öðru máli að gegna. Aðgerðirnar tvær, sem áður var sagt frá voru gerðar á 31 árs gömlum manni, sem lagður var inn á sjúkrahús vegna þess að blóðs gætti i þvagi og svo á 21 árs gamalli stúlku, sem hafði verið nýrnaveik i fimm ar. 27 tonna vél i skuttogara á land Verkamenn Hafskips h.f. fengu i gærdag það verkefni að skipa á land úr Rangánni 27 tonna þungri aðalvél i hinn nýja skuttogara, sem Stálvik h.f. er að smiða. Skuttogarinn er hinn fyrsti sem smiðaður er innanlands og er áætlað að hleypa honum af stokk- unum um mánaðamót marz/april næsta ár. 1 framtiðinni á að vera hægt að raðsmiða slika togara á 10-12 mánuðum segja þeir Stál- víkurmenn. Eru nú i pöntun tveir togarar i viðbót. Er það sam- dóma álit skipasmiða þarna suður frá að það sé siður en svo viðameira verkefni að smiða tog- arana en 105 skipin sem þar hafa verið smiðuð. ■ ■■ Þá er Asthon komin út i bókarformi Eitt af þvi fáa sem unnið hefur sér óskiptar vinsældir fólks á öllum aldri eru þættirnir um Ashton-fjölskylduna. Og nú eru komnar út á islenzku tvær bækur frá Erni og örlygi um þessa vinsælu fjölskyldu. Ná þær yfir allt sögusvið sjónvarpsþáttanna, einnig það sem ósýnt, er, en sýndir hafa veriö 25 af 52 þáttum. Bækurnar hafa verið gefnar út um allan heim og notið mikilla vinsælda. ö&ö gefur bókina út i kiljuformi og nefnist fyrsta bókin 1 skugga striðsins, önnur bókin Straumhvörf i vændum og þriðja bókin sem nær til ársins 1945 mun heita Senn vinnst sigur. „Þakkir, Færeyingar” Landssamband Iðnaðarmanna hefur nýlega sent samtökum iðnaðarmanna i Færeyjum þakkir fyrir drengilegan stuðning þeirra við málstað Islendinga i landhelgismálinu með þvi að neita að vinna að viðgerðum ’ togurum, sem hafa stundað ólög- legar veiðar innan 50 milna land- helginnar. Eins og fréttir hafa skýrt frá hafa Færeyingar lent i basli vegna þessa, og hafa eflaust reiknað með mótstöðu i Englandi vegna þessa drengilega stuðnings við málstað okkar. Flest er nú keypt Það eru ekki bara bilar sem fluttir eru inn til tslands. Notuð bilhús eru lika keypt frá Þýzkalandi og þetta rákumst við á niður við höfn, og eflaust á það eftir að fara á einhvern vörubil- inn hjá okkur áður langt um liður.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.