Vísir - 06.10.1972, Side 16

Vísir - 06.10.1972, Side 16
Aðeins tveir y kílómetro kaflar eftir til Selfoss „Þrátt fyrir hábölvaö veður i sumar hefur vegagerðinni austur miðað mjög vel áfram og virðast allar áætlanir ætla að standast”, sagði Sigfús ö. Sigfússon, deildarverkfræðingur hjá Vega- gerðinni, í viðtali við VIsi I morgun. „Vesturlandsvegurinn er þegar opinn allt upp að Hlégaröi og er Kaldakvisl og Þingvallavega- mótin þá ekki langt undan. Og i byrjun næsta mánaðargerum við ráð. fyrir að vera komnir með veginn upp i Kollafjörð og er þá áfanga sumarsins lokið”, sagði Sigfús ennfremur. Bannið á kvik- myndatöku á skákeinvíginu FOX KREFST 284 miJÓNA AF BOBBY — Heimsmeistarinn fœr 20 daga frest áður en málið verður tekið fyrir Chester Fox hefur lagt fram skaðabótakröfu á hendur Bobby Fischer samtals að upphæð 284,5 milljónir króna vegna þess að Fischer neitaði kvik- myndun skákeinvigisins. Hefur málið verið lagt fyrir dómstóla i New York. Heimsmeistarinn hefur fengið 20 daga frest til að undirbúa málsvörn. Það var á þriöjudaginn sem Fox lét til skarar skriða og lagði fram kröfu aö upphæð þrjár milljónir dollara i skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem hann kveöst hafa orðið fyrir vegna þess að ekkert varð af kvikmyndun. Þá krefst hann 250.000 dollara til viðbótar vegna samningsrofs. Þessi krafa er byggð á samningi milli Skáksam- bands tslands og Alþjóðaskák- sambandsins þar sem samið var um að verðlaun yrðu samtals 125.000 dollarar og einnig fengju báðir keppendur 60% af nettó- hagnaði af sölu kvikmynda frá einviginu sjálfu. Siöan samdi Skáksambandið við Chester Fox um að annast allar myndatökur i höllinni og veitti honum einka- leyfi þar. Ekki þarf að rekja þau læti sem urðu þegar Fischer neitaði að leyfa kvikmyndatöku og hótaði aö fara heim ef myndatökuvélar yrðu ekki fjarlægðar. Samningur- inn milli Fox og Skáksambands- ins gerði ráð fyrir, að ef nauðsyn bæri til gæti Fox höfðað mál bæði fyrir sina hönd og sambandsins, ef vandamál kæmu upp. En áöur en einviginu lauk afsalaði Skák- sambandið sér þessum rétti og mun ekki koma nálægt þessum málaferlum. Áður en Chester Fox hélt af landi brott lét hann þess getið við blaðamann Visis að Fischer ætti eftir að heyra betur frá sér og hefur hann nú svo sannarlega staðið við orð sin. Fyrir beiðni Skáksambandsins féllst Fox á að gera ekki kröfu i verðlaun Fisch- ers þegar þau voru afhent, enda duga þau skammt þegar um svona gifurlegar upphæðir er að ræða. —SG 13 ARA VANN FJORA MINKA Ekki þvertók hann fyrir þann möguleika, að einstaka „austur- farar” hefðu nú þegar tekið i notkun nýja kaflann niður Kamb- anat þó enn beri þeim að fara heiðina. „Annars er ekki svo langt þar til við getum opnað nýja kaflann allri umferð”, sagði Sigfús. „Núna er aðeins verið að vinna við að koma upp varnar- leiðurum þar sem uppfyllingin er hvað hæst. Og eins hefur verið nauðsynlegt að taka upp einstaka vegarspotta til lagfæringar. En þó aðeins þar sem hleypa þurfti þungavinnuvélunum yfir meðan á verkinu stóð”. Þá lét Sigfús þess getiö, að það sem vegagerðarmenn við Hvera- dalabrekkuna þörfnuðust nú, væri uppstytta i samfe]!da 'víku og væri þá hægt að ljúka þeim kafla. En búið væri að ieggja i brekkuna og henni þvi litið að vanbúnaði undir oliumölina. Að Hveradalabrekkunni með- talinni væri nú aðeins um þaö bil tveir kilómetra kaflar ófullgerðir til Selfoss. —ÞJM. RAFSTRAUMUR VARPAÐI MANNINUM UM KOLL Slys varð i slippnum i Ytri-- Njarðvik I gærdag, þegar einn starfsmannanna varð fyrir raf- losti. Ilann var um borð i m.b. Keili, scm lá við Karvelsbryggju hjá slippnum. og var að vinna ofandckks með rafknúinn hand- hefil. Fékk maðurinn svo sterkan rafstraum úr heflinum, að höggið varpaði honum i þilfarið. og kom liann niður á hnakkann. Við — með aðstoð smalahunds föður síns „Smalahundurinn hans pabba á nú eiginlcga mestan heiðurinn af minkadrápinu. Það var hann sem fann greni þeirra, en ég vann á minkunum þegar þeir svo sýndu sig,” sagði 13 ára gamall drengur i Grundarfirði, sem fyrir skömmu vann fjóra minka. Jón Sigurðsson heitir stráksi og þetta voru ekki fyrstu minkarnir, sem hann vann á. „En ég hef aldrei unnið svona marga i einu,” segir hann. „Ég var bara á leiöinni til að hjálpa pabba við heyskapinn þeg- ar hundurinn okkar varð skyndi- lega svo órólegur inn við Hamarsfell. Hann byrjaði að krafsa i jörðina og var ófáanlegur til að halda áfram ferðinni. Ég þóttist vita, að hann hefði ein- hverja ástæðu til þessara tiltekta, náði i skóflu heim og byrjaði að grafa með henni þar sem hundur- inn hafði ólmast mest. Og viti menn: minkur sýndi sig fljótlega •*- og stuíaöi honum.” Og Jón heldur áfram: „Það var svaka fint að ég skyldi vera með skófluna þegar við nokkrum minútum seinna komum að Ber- hól, þvi þar byrjaði hundurinn með sömu látum allt i einu. Ég beið ekki boðanna og byrjaði að grafa — með sama árangri og áður. Pabbi var lika voða hissa þegar ég kom með tvo minka þangað sem hann var.” Það var með sama hætti, sem Jón litli vann tvo næstu minka. „Ég náði þeim daginn eftir. Báð- um i Lárósum Maður fær 700 kall fyrir skottið, svo að ég þénaði vel á þessum tveim ferðum minum með smalahundinum.” „Annars va.r nú nærri farið illa fyrir iveim seinni skottunum,” segir Jón allt i einu. „Ég hafði sett þau i poka og inn i frystihólf isskápsins okkar. Svo þegar mamma fór að hreinsa út úr skápnum þennan sama dag tók hún pokann og fleygði honum út i tunnu. Ég rétt gat bjargað þeim — 1400 krónunum minum.” —ÞJM Nú eru þœr farnar að smyrja bíla, blessaðar Kvcnþjóðin lætur æ meira að sér kveða í atvinnulifinu og vilar vart lengur fyrir sér að ganga til allra verka, eða svo má álykta, eftir að hafa komizt á snoður um að á smurstöð Aðalstöðvarinnar i Keflavik, starfar ung stúlka frá Sand- gerði, Steinunn Bryndis Heiðmundsdóttir. Gengur hún þar til allra verka, eins og aðrir, smyr I koppa, skiptir um oliu- feiti á vél og drifi og girkassa, jafnt á hrikalegum vörubif- reiðum sem léttbyggðum fólks- bilum. „Ég kann ágætlega við starfið, þótt þetta sé kannski ekki beinlinis þrifaleg vinna, en kaupið er gott og vaktavinnan gerir það að verkum, að friin eru mikil”, sagði Steinunn, um leið og hún var að losa tappa á drifi, með stórum stjörnulykli. Ekki sagðist hún vera rauð- sokka, en það eina sem verkaði svolitið óþægilega á hana ennþá væri að fara undir stóra vöru- bila ef ske kynni að lyftan færi að siga, sem reyndar er alveg ástæðulaus ótti. „Jú, menn hafa rekið upp stór augu, þegar þeir hafa séð mig. stúlkuna, við að smyrja. Starfið er ekki þrifalegt sérstaklega fyrirhendurnar, sem jafnan eru huldar dökkri feiti, en eina ráðið við þvi er bara að þrifa sig nógu vel,” sagði Steinunn brosandi og neri feitina og óhreinindi af nöglum sér, svo að glytti i lakkaðar neglurnar. „Það hrifsar hver eins grimmt og hann getur af laununum" — segir formaður Iðju á Akureyri um innheimtu hins opinbera höggið missti hann meðvitund, en vaknaði fljótt aftur og var þó lcngi að átta sig. — GP Nýtt fisk- verð í dag? Verðlagsráð heldur enn einn fund um fiskverðið i dag og eru taldar likur á að samkomulag ná- ist á þeim fundi. Þeir fulltrúar i ráðinu sem Visir ræddi við i morgun vörðust allra frétta en töldu að talsvert hefði miðað i samkomulagsátt og ekki óliklegt að verðið yrði ákveðið á fundinum i dag. Nýtt fiskverö átti að taka gildi þann I. október sl. —SG „Af hálfu þessara opinberu að- ila hrifsar hver eins grimmt og hann getur af kaupi verkafólks- ius. Það virðist ekkert koma þeim við hvcrnig fólk á að draga fram lifið. Það cr harkan sem er alls ráðandi” sagði Jón Ingi- marsson formaður Iðju á Akur- cyri i samtali við Visi. Stjórn og trúnaðarmannaráð | Iðjuhefursi mþykktað mótmæla I harðlega þe. -ri aðgangshörku i innheimtu opinberra gjalda, út- svara og annarra skatta sem átt hefur sér stað hjá iðnverkafólki. ,,Ég get nefnt fjölmörg dæmi þess að menn fái tóm launaum- slög i hendur þegar skatturinn hefur fengið sitt”. sagði Jón. „Svo eru menn að streitast við að vinna aukavinnu eins og þeir geta til að hafa i sig og á. Hvers konar lif er það að geta aldrei litið upp úr þrældómnum? Auk þess er aukavinnan einnig tekin af mönnum ef fastakaupið nægir ekki til.” Þá nefndi Jón dæmi um mann sem lá á sjúkrahúsi frá ára- mótum fram i mai. Honum var gert að greiða um 100 þúsund i opinber gjöld og nú er tekið af honum um 20 þúsund á mánuði en hann hefur 20.500 krónur á mánuði. „Þetta fólk getur ekki fengið lán i peningastofnunun til að borga skattana nema þá eftir ýmsum pólitiskum krókaleiðum. en svo eru fjölmörg dæmi um menn sem vinna sjálfstætt, að þeir komast upp með að borga sin gjöld þegar bezt stendur á. En það er harkan sem gildir gagn- vart þeim sem standa i skilum nauðugir viljugir þar sem hægt er að hrifsa af launum þeirra mánaðarlega”, sagði Jón Ingi- marsson. Það yrði að setja skýr ákvæði um innheimtur hins opin- bera sem hægt væri að una við. —SG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.