Vísir - 20.10.1972, Page 2

Vísir - 20.10.1972, Page 2
2 Yisir Köstudagur 20. október 1972. TÍSKSm: Teljið þér að landhelgis- gæzlan eigi að herða að- gerðir gegn landhelgis- brjótum? ' Arnljólur Daviösson, lulltrúi. Ja, alveg hiklaust Dað þarl' ekki beint að taka skipin, það leggur okkar menn i hættu. Það á að klippa á virana nógu oft. Ef við setjum lög verðum við að framfylgja þeim. Magnús Tómasson. verkainaður. Ég held að það sé tæplega hægt undir þeim kringumstæðum sem nú rikja. Það ætli ekki að herða aðgerðir gegn brjótunum á meðan reynt er að semja. Jóii Skagfjiirð. simvirki. Eg veit það ekki, ég held að það sé ekki mikið hægt að herða aðgerðirnar frá þvi sem nú er. Karl Jeppesen, kennari. Já, það næst ekki sigur i striðinu nema við breytum aðlerðunum. Það á að herða aðgerðirnar og reyna að taka skipin. Það verður að sýna að hér duga engin vettlingatök. Aldis Eðvaldsdóttir, nemandi.Já, mér finnst að það ætti að herða aðgerðirnar. Það þyrfti að reyna að taka skipin. Astrid Jensdóttir, gestamóttöku llótel llorg.Já, að minnsta kosti eiga þeir i landhelgisgæzlunni að reyna að halda sinu og gefa ekkert eftir. NÁMSMENN BERA SIG AUMLEGA OG TELJA NÁMS- FJÁRSKERÐINGUNA STÓRT SKREF AFTUR Á BAK Að minnsla kosti sex eða sjö nemendasamtök liala nú mót- madt þeirri námsfjárskcrðingu, sem fjárlögin fyrir árið 19711 liafa i lór með sér. En þvi liafði verið lieilið. að náð vrði i áföngum að lána uámsmömium liundrað prósent uniframfjárþarfar — eða mcööðrum orðum: allt það sem þeir þörfniiðust sér til framfæris el'tir aðlekjunum sleppti. „Það er ekki einu sinni svo. að lánsfjár- uppliæðin liafi staðið i stað frá i fyrra”, segja nemendur, „lieldur liefur hún la'kkað”. „I l'yrra var óskað eltir 243 milljónum króna til lánveitinga og var þeirri upphæð náð með 52ja milljón króna bankalánum til viðbótar við rikislánin. Nú var aftur á móti farið fram á tæpan hálfan milljarð, eða 493 mill- jónir," upplýsti Árni 01. Lárusson sem er fulltrúi SHt i stjórn Lána- sjóðs. Og hann útskýrði, hvað olli þessari hækkun á fjárlagabeiðni námsmanna: „Þar kemur fyrst og fremst þrennt til: Vélskólinn og Stýrimanna- skólinn koma báðir i dæmið i fyrsta sinn á þessu ári og eins hefur nemendum fjölgaðumsem næst 20 til 22 prósent i öllum skólunum. sem fyrir eru. En þyngst vega verðhækkanir allar sem eru um 20 prósent.” „Að visu hefur þvi vist verið lýst yfir á þingi nýverið, að tekið verði tillit til verðlagsþróunar innar”, sagði Árni ennfremur, „En samt sem áður mun láns- fjárveiting rikisins ekki mæta fjárlagabeiðni samtaka náms- manna. Samkvæmt fjárlögum eigum við ekki að fá nema rúman kvart milljarð, eða 273 milljónir króna. Lánin næsta vetur munu þvi nema innan við 60 prósent af raunverulegri umframfjárþörf”. t nokkrum mótmælanna er farið fram á, að bilið milli fram- færslukostnaðar og tekna verði brúað, ekki seinna en á þar næsta vetri. A þessum vetri hafði verið ráðgert, að lánuð yrðu 88 prósent umframfjárþarfar — þó fjárlaga- frumvarpið hafi aftur ekki gert ráð fyrir hærri prósentu en fyrr er getið, þegar það svo var lagt fram. Fróðlegt er að glugga i dæmi nemenda, þar sem þeir sýna fram á, hvað þeir hafa áætlað að þeir þyrftu á að halda með tilliti til verðlagsþróunarinnar og pró- sentutölunnar 88, sem þeir töldu ■sig eiga að reikna dæmið út frá, samkvæmt fyrri loforðum stjórn- arvalda. Þar reikna þeir með, að náms- maður sem hafi 3ja mánaða leyfi, nái að aura saman 70 þúsundum i tekjur. Búi hann ekki i foreldra- húsum er gert ráð fyrir að fjár- þörf hans sé sem næst 298 þúsund krónur. Umreiknaðar nettótekjur hans eru 64 þúsund krónur og lánið ætti þvi að vera 127.500 krónur. 1 dæmi stjórnvalda er aftur á móti reiknað með að fjárþörf nemandans sé ekki nema 170 þúsund, þannig að út úr dæminu kemur, að lánið verður ekki nema 80 þúsund krónur. Námsfólk i Kaupmannahöfn er meðal námsfólks, sem mótmælt hefur námsfjárskerðingunni. Segir i mótmælum þeirra orðrétt: „að i þeini löndum, sem flestir islenzkra námsmanna dvelja, stigur framfærslukostnaður jafnt og þctt. Tillögur rfkisstjórnarinnar sem miða að afnámi verðtryggingar námslána, fela þvi i sér stór- lækkaðan kaupmátt lánanna.” Og i mótmælum Stúdentaráðs H.í segir m.a.: „Stúdentaráð itrekar fyrri stefnu sina, um að rikisvaldinu beri skylda til að brúa bilið milli aflatekna námsmanna á háskóla- stigi og eðlilegs framfærslukostn- aðar þeirra, til þess að tryggt sé að fjárhagsleg eða önnur félags- leg forréttindi séu ekki forsenda aðgangs aö æöri menntun.” —ÞJM LESENDUR HAFA ORÐIÐ Sjónvarpið forðar þjóðinni fró sjónvarpsglópi! llér er bréf frá „aðdáanda” sjón- varpsius: „Húrra, húrra, ykkur hefur tekizt það minir ástkæru LSDeildarmenn sjónvarpsins. Ykkur hefur tekizt að sameina fjölskyldurnar'á ný. Héráður fyrr sátu fjölskyldurnar og gláptu sér til óbóta á sjónvarpið kvöld eltir kvöld, en nú er öldin önnur. Fyrir vkkar tilstilli og hugkænsku horfir nú ekki kjaftur á þetta ómenningartæki lengur. heldur er kvöldunum eytt i upp- byggjandi samræöur og bók- lestur, göngut'erðir og heimsóknir til vina og kunningja. Ég fæ hið sárasta samvizkubit og álasa mér fyrir heimsku mina að hafa ekki uppgötvað tilgang ykkar fyrr. Það var síðast fyrir nokkrum kvöldum að ég bölvaði ykkur i sand og ösku fyrir þessa frábærlega lélegu dagskrá, sem þið standið fyrir öll kvöld. En þá fyrst varð ég var við það, að ég var sá eini úr fjölskyldunni sem sat við sjónvarpið, en restin af Ijölskyldunni sat niðursokkinn i umræður um aðgerðir Magnúsar Torfa. Þá varð það sem ég varð fyrir uppljómun, og sjá, mér opinber- aðist hinn raunverulegi tilgangur ykkar. Þið eruð ekki með sænska „fræðsluþætti” okkur til ánægju, neiii. þið eruð ei með klassiska músik okkur til ánægju, neiii, þið eruð ekki með fræðsluþætti um getnaðarhætti stórsjávarsæ- skjaldbökunnar á Galapagos- eyjum okkur til ánægju. nei. nei þið sýnið okkur ekki frábærlega lélegar franskar og ameriskar biómyndir siðan fyrir Krim striðið okkur til ánægju. nei, nei. Ykkar hugsjón liggur dýpra. Þið eruð að forða þjóðinni frá þvi hættulega böli að gerast ólækn- andi sjónvarpsgláparar. eða eins og einn ágætur Vikingur mundi segja: Forða henni frá þvi að „amerikaniserast”. Þið standið i þvi vanþakkláta hlutverki að sameina fjölskyldurnar á ný, og fá þær til að „kommúnikera”. Þið komið i veg fyrir að sveitafólkið kynnist spillingu alheimsins, og fáið vistmenn á hælum og sjúkra- húsum til að fara snemma að sofa, eða spila brids. Og sannlega segi ég: Ykkur hefur tekizt það. Ég mun mæla með þvi við orðu- bjarnaveitinganefnd að þið fáið allar gráður Fálkaorðunnar fyrir þetta frábærlega afrek. 1 lokin ætla ég að taka mér orð Katós gamla, sem endaði allar ræður sinar á þessa leiö: Að end- ingu legg ég til að þið verðið gefn- ir i landhelgissjóðinn”. Aðdáandi Borgarbúar ó utanbœjarnúmerum G. Gunnarsson hringdi: Það er einkennilegt að menn skuli geta komizt upp með það árum saman að aka um götur borgarinnar á bilum með utan- bæjarnúmerum, þótt þeir séu löngu fluttir i bæinn. Það eru til dæmi um menn sem hafa búið i borginni yfir 10 ár en bilar þeirra eru ennþá á númerum frá gömlu sv.eitinni. Ég hélt að það væri skylda bifreiðaeftirlitsins að fylgjast með þessum málum og óska eftir svari um hvers vegna þetta er ekki gert. Tryggingagjöldin eru náttúrlega lægri.fyrir þessa menn sem hala bilana á skrá úti á landi. en ég sé enga ástæðu ’til að menn komist upp með svona lögbrot. án þess að við þeim sé hróflað”. Merkingar vantar ó nýju húsin Kristján Guðbjartsson simar: „Það er ákaflega bagalegt fyrir marga, og þá ekki sizt leigubil- stjóra, hvað það er mikið af ómerktum húsum i nýju hverfunum. Þar vantar viða bæði götuheiti og númer á húsunum. Það getur verið að fólk átti sig ekki á þvi að það er innifalið i gatnagerðargjöldum uppsetning á götuheitum og húsnúmerum. Hins vegar er það staðreynd, að það er oftast sem fólk þarf að biðja sérstaklega um að þetta verði gert og gengur þá verkið venjulega fljótt og vel fyrir sig, enda er þetta ekki mikið fyrir- tæki”.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.