Vísir - 20.10.1972, Blaðsíða 3
Vísir Föstudagur 20. október 1972.
3
Haustmót T.R.
sett í nýju
félagsheimili
Haustmót Taflfélags Reykja-
víkur hefst á suunudaginn. Mótið
verður sett i hinu nýja húsnæði
Taflfélagsins að Grensásvegi 46
kl. 14. Tefldar verða niu umferðir
eftir Monradkerfi.
Á siðasta starfsári TR sióð
félagið að 16 skákmótum, þar á
meðal Reykjavikurskákmótinu.
Félagið stóð einnig að skákæfing-
um fjórum sinnum i viku yfir
vetrartimann.
Nú i byrjun þessa árs hófst
félagið handa um innréttingar i
hinu nýja félagsheimili TR að
Grensásvegi 46.1 þessum mánuði
mun félagið taka i notkun hús-
rými sem er um 190 fermetrar að
stærð. Áður höfðu um 90 fermetr-
ar verið innréttaðir til bráða-
birgða. Húsakynni þau sem nú
verða tekin í notkun eru hin vist-
legustu i alla staði. Byggingar-
framkvæmdir þessar hafa kostað
um 1.2 milljónir króna. Arkitekt
að innréttingunni er Skúli Nor-
dahl, en um framkvæmdir af
hálfu félagsins sáu þeir Hermann
Ragnarsson og Gylfi Magnússon.
Taflfélaginu barst fyrir stuttu
góð gjöf, þegar Arni Snævarr,
ráðuneytisstjóri gaf þvi skák-
bókasafn sitt. 1 safninu er mikið
af gömlum skákbókum og tima-
ritum. Félagið á nú orðið gott
safn bóka og timarita sem þvi
hefur borizt að gjöf frá ýmsum
aðilum. Skákbókasafn félagsins
hefur verið fyrirhugað húsrými
að Grensásvegi 44, sem væntan-
lega verður tekið i notkun seinni
hluta næsta árs.
—ÞM
Geymt, en
ekki gleymt
Óleyst sakamál
í rannsókn
Sérstök „tæknileg rannsókn”
fer nú fram i Geithálsmálinu
svonefnda, að sögn Þóris Odds-
sonar fulltrúa sakadómara.
Upphaf þessa máls varð, þegar
ekiö var á mann nálægt Geithalsi
og hann slasaður til ólifis.
Enn hefur ekki tekizt að sanna,
hver ökumaöurinn var, og ekki
fæst upplýst, að hverju þessi
rannsókn beinist né á hvaða stig
hún er komin. LÓ.
„Þjófnaður
út um
þúfur"
,,Það er óhætt að segja, að þessi
þjófnaður fór út um þúfur”, sagði
Sigurður Jónsson, lögregluvarð-
stjóri á Selfossi, i samtali við Visi.
Brotizt var inn i bensinstöð,
sem einnig er sölubúö, á Stokks-
eyri i fyrrinótt. Þar voru þrir
menn að verki.
Þegar nokkrir siöförulir ibúar
á Stokkseyri áttu leið hjá á þriðja
timanum um nóttina, sáu þeir
einhvern á ferli inni i bensin-
stöðvarhúsinu. Þeir námu staðar
fyrir utan til að aðgæta, hvað
þarna væri á seyði. Safnaðist þó
nokkur fjöldi fólks til að virða
þetta fyrir sér, en á meðan hafði
einhver samband við lögregluna.
Þjófagarmarnir þorðu sig hvergi
að hræra, vitandi að kæmu þeir út
myndu þeir þekkjast af fjölda
vitna.
Þegar lögreglan kom á staðinn
gat hún gengið að innbrots-
mönnunum visum.
Á þessu sést, að þó stundum
hafi viljað brenna við að hinn
almenni borgari þvælist fyrir og
valdi löggæzlunni óþægindum við
störf sin, þá getur orðið góður
ávöxtur af samvinnu þessara
aðila.
Innbrotsmennirnir voru fluttir i
varðhald á Litla-Hrauni.
Menn fá allt að 380 þús-
undum fyrir nefndarstörf
Mentamálaráðuneytið á metið 126 nefndir við störf sem kosta 7.4 milljónir
Það er menntamálaráðuneytið,
sem ber höfuö og hcrðar yfir
aðrar stofnanir hvað viðkemur
fjölda nefnda. Samtals störfuðu á
þess vegum 126 nefndir, sem i
ciga sæti 627 menn. Fá nefndar-
menn 7.4 milljónir i þóknun.
Sjávarútvegsráðuneytið kemur
næst hvað kostnaði viðkemur.
Þar starfa 29 nefndir með 178
meðlimum. Þiggja þeir 6,2
milljónir fyrir störf sin. Af ein-
stökum aðilum mun rikisskatt-
stjóri fá mest fyrir sin nefndar
störf, eöa um 280 þúsund krónur.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur á að skipa 40
nefndum, sem i eiga sæti 193
menn. Fá þeir 5,6 milljónir króna
fyrir. Dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið hefur 39 nefndir á sinum
særum með 189 meðlimum. Þeir
fá hins vegar ekki nema 1900
þúsund fyrir sin störf.
Það er ýmsan fróðleik að finna i
skýrslu þeirri um nefndir og ráð,
sem nýlega erkomin út. Nær hún
yfir allt árið i fyrra, en ekki eru
þar nefndir, sem skipaðar hafa
verið á þessu ári. Það er ákaflega
misjafnt, hve menn fá mikla
þóknun fyrir setu i nefndum. og
sumar eru ólaunaðar. Bezt
launaða nefndin er rikisskatta-
nefnd. Formaður hennar er
Sigurbjörn Þorkelsson rikisskatt-
stjóri, og fær hann greiddar
291.666 krónur i laun. Varafor-
maður i þeirri nefnd, Ævar
ísberg, fær 275 þúsund og aðrir
nefndarmenn 136 þúsund. Tekið
er fram, að þóknun formanns og
varaformanns feli i sér auka-
vinnu við úrskurði nefndarinnar.
En þar sem ýmsir eru reiðubúnir
að svikja undan skatti er einnig til
nefnd, sem heitir skattasekta-
nefnd. Þar er rikisskattstjóri
einnig formaður og fær þar 87.500
en aðrir i þeirri nefnd 58 þúsund
krónur.
Ef einstaklingar eru teknir út
úr af handahófi kemur i ljós, að
Björn Jónsson alþingismaður á
sæti i nokkrum nefndum og hefur
þegið 194 þúsund fyrir á sl. ári.
Gunnar Vagnsson. fjármálastjóri
útvarpsins, á einnig sæti i ýmsum
nefndum og fær 174 þúsund i laun.
Jón Sigurðsson skrifstofustjóri
situr i fjölmörgum nefndum og
fékk 218 þúsund fyrir þau störf.
Nafni hans Jón Sigurðsson ráðu-
neytisstjóri hefur fengið liðlega
150 þúsund fyrir nefndarstörf á
liðnu ári, svo einhver dæmi séu
nefnd.
Margar af þeim nefndum, sem
taldar eru upp i skýrslunni, hafa
nú lokið störfum, en aðrar aftur á
móti verið skipaðar. t skýrslunni
eru nokkrar nefndir, sem greini-
lega hefur gleymzt að leggja
niður. Má þar nefna manneldis-
ráð, sem skipað var árið 1945, en
hefur ekki starfað árum saman,
og er lalið óskipað i það ráð núna.
1 fjarlagafrumvarpinu fyrir
árið 1973 stendur, að þrátt fyrir
itrekaðar tilraunir hafi ekki tekizt
að fá fjárlagatillögur frá sildarút-
vegsnefnd. Nefndin hefur þó
greinilega starfað i fyrra, þvi for-
maður hennar þiggur 133 þúsund
fyrir störf sin i nefndinni, og
aðrir nefndarmenn flestir fá
greittyfir 100 þúsund krónur. Og
það er rétt að láta þess getið að
endingu, að það var ekki nefnd,
sem sá um útgáfu skýrslunnar,
sem hér hefur verið gluggað i.
Það var fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun rikisins.
—SG
„Loksins
verður
líft
á
íslandi"
— Sigurður Helgason, Garðar Siggeirsson verzlunarstjóri, Guðmundur Þorsteinsson og Matthías
Matthiasson.
„Loksins verður þú lift á is-
landi", varð einum hinna þriggja
hávöxnu að orði. Það er vist óhætt
að segja að fyrir tilstilli Visis
fcngu þeir á sig alklæðnað þeir
Guðmundur Þorsteinsson,
Matthias Matthiasson og Sigurð-
ur Helgason, sem allir eru um og
yfir tvo metra á hæð.
voru komnir i allt, skyrtu, buxur
og jakka.
Þeir þurfa nú ekki lengur aö
halda út fyrir landsteinana til
þess að klæða sig. Skórnir eru þó
enn vandamál, þvi að enn hefur
engin verzlun komið með skó sem
hæfa þeim hávöxnu.
i
En byrjun þeirra þriggja i fata-
kaupum hérlendis er ekki ama-
leg, þvi að þeir héldu út i nýjum
fatnaði sem ekki tók eina krónu
úr pyngju þeirra.
—EA
Strœtisv.ferðir í Breiðholt
breytast í nœstu viku
„Við gerum ráð fyrir að i næstu
viku verði gerð sú breyting á
ferðum strætisvagna i Breiðholti,
að leiö 12 verði látin leggja lykkju
áleiðsina úr Vesturbergi og yfir i
Norðurfell” sagði Eirikur As-
geirsson, forstjóri SVR i viðtali
við blaðið.
„Við erum tilbúnir að gera
strax þessa breytingu, en núna er
unnið við framkvæmdir til þess
að hægt sé að koma henni i verk.
Þarna er til dæmis verið að
ganga frá rafmagni og fleiru. En
strætisvagnaferðirnar ættu að
vera komnar i bráðabirgðalag i
næstu viku, og ekki ætti þessi
breytinga að þurfa að hafa með
sér nokkra timabreytingu. Það
munar þá að minnsta kosti ekki
nema um 1-2 minútum”.
Eirikur sagði þetta hafa verið
vandamál með ferðir strætis-
vagnanna eins og oft er i nýjum
hverfum, en hann sagði enn-
fremur að á næsta ári ættu ferð-
irnar að vera komnar i lag, ef
ekkert breyttist.
„En mér sýnist að allt gangi
þarna eftir áætlun, og við
fylgjumst með byggingafram-
kvæmdum og fólksfjölgun i nýju
hverfunum og leggjum leiðir eftir
þvi”.
—EA
Bóndi úr Skagafirði fram-
kvœmdastjóri Landverndar
Eftir ,að þeir höföu hér i blaðinu
sagt frá erfiðleikum sinum með
að ná i föt á sig ,bauö Garðar Sig-
geirsson verzlunarstjóri Herra-
garðsins þeim að klæða þá upp.
„Þetta hef ég barizt við i 12 ár”, Svartsýnir komu þeir allir þrir á
sagði Guömundur, og brosti blitt staðinn, og létu ekki sannfærast
þegar skyrtan hæfði honum al- um að þeir gælu fengið hæfilega
veg. stór föt i Reykjavik fyrr en þeir
Umsiðastliðin mánaöamót tók
við starfi framkvæmdastjóra
Landverndar llaukur Hafstað,
bóndi á Vik i Skagafiröi.
Haukur hefur búið á Vik siðan
1944. Hann hefur um margra ára
skeið verið mikill áhugamaður
um gróður- og náttúruvernd.
Hann hefur verið formaður
Gróðurverndanefndar Skaga-
fjarðar frá upphafi. Haukur er
varaformaður Náttúruverndar-
samtaka Norðurlands. Hann
hefur mikið starfað að félags-
málum á Héraði og viðar. Hefur
Haukur mikinn áhuga á að koma
á meira samstarfi Landgræðslu
Rikisins og áhugamanna úti á
landi.
Einn megintilgangur Land-
verndar er að stuðla að aukinni
þekkingu á gróðurvernd og um-
hverfismálum. Samtökin hafa
þegar gefið út tvö rit undir heitinu
Rit Landverndar. Fyrra ritið
„Mengun” kom út i april sl. og
það siðara nefnist „Gróður-
vernd”.
Otgáfu og fræðslustarfsemi á
að vera einn meginþátturinn i
starfi Landverndar.
1 marz eða april nk. hyggst
Landvernd boða lil landsráð-
stefnu ásamt öðrum aðilum, um
efni sem kallað er „Nýting
Islands”. Er þar ætlunin að leiða
saman fulltrúa frá sem flestum
aðilum, til að ræða um nýtingu
landsins á sem breiðustum
grundvelli.
—ÞM