Vísir - 20.10.1972, Page 7

Vísir - 20.10.1972, Page 7
Yisir Föstudagur 20. október 1972. 7 að farið. Smábúskapur þar sem kunnáltu skortir lendir i drasl- arahætti og fellur á lélegra og óarðbært stig. Að visu var reynt að fara varlega, ráðast á takmörk héruð i einu. en allt fór samt úr skorðum. Landbúnaðarfram- leiðslan dróst saman. Sile hefur jafnan verið stór útflytjandi á matarlauk, nú var slikur skortur á honum, að flytja varð inn mikið magn frá Miðjarðarhafinu. Al- varlegastur .var mjólkurskortur inn. svo eyða varð tugmilljóna upphæðum af gjaldeyri til að kaupa mjólk og smjör frá Argen- tinu. Kn nýtt slagorð Allendes varð: ..Korðum margarin i stað smjörs.” Verðstöðvunin blandaðist sam- an við og dró úr framboði á bú- vöru. Verði á nauðsynlegustu matvælum var stillt i hóf i þágu alþýðunnar, svo sem á mjólk, lauki og kartöflum. En meðan hægt var að hafa nokkuð eftirlit með skipulagðri framleiðslu stór- búa, vár allt slikt útilokað með smájarðahokrinu. Og vegna hins lága verðs höfðu smábændurnir engan áhuga á að selja mólk, heldur fóðruðu svin með henni. Svo gátu þeir selt svinakjötið á svörtum markaði fyrir geypi- verð. Nú veldur gjaldeyrisþurrð og framleiðslutregða þvi að geysi- legur skortur er á öllum sviðum. Það með er lokið gullöld kaup- sýslumanna, þvi vöruhillur standa auðar. Ekki liður almenn- ingi betur fyrir það. Við hliðina á tómum búðum blómstrar svartur markaður. Aðeins þar fást skór og fatnaður. Við dyr nokkurra verksmiðja sem framleiða vað- mál myndast á hverjum morgni biðraðir, allt rifið út. Hvað þá með óhófskenndari vörur eins og klósettpappir og eldhúsáhöld, að maður ekki tali um reiðhjól og bila. Ef fiskibátur kom að landi safnaðist múgur að til að krækja i bita. Það hefði nú verið skylda hverrar ábyrgrar rikisstjórnar i slikum lifsnauðsynjaskorti að koma á réttlátri skiptingu með al- mennri skömmtun. Slikt hefur komið til umræðu i stjórn Allendes, en þeir þorðu ekki að leggja i það af pólitiskum ástæð- um. Skömmtunarmiðar eru frá gamalli tið smánarhugtak og vildu þeir ekki fá á sig skömmt- unarstimpilinn. Loksins ákvað Allende að hefja aðgerðir i efnahagsmálunum, þvi svo gat þetta ekki gengið. I ágúst s.l. léyfði hann verðhækkanir opinberlega, til þess jafnhliða að reyna að koma aftur upp eðlilegu vörudreifingarkerfi i landinu i staðsvarta markaðs en jafnframt til að takmarka neyzlu. Þetta hafði það i för með sér að búvörur komust aftur á opinberan mark- að, en smjör hækkaði um helm- ing, mjólk og kartöflur þrefölduð- ust, ostur sexfaldaðist og græn- meti tifaldaðist. Með þsssu hafa hinar glæstu lifskjarabætur allar verið afnumdar og meira en það. Og vörusskortur og öryggisleysi ásamt atvinnuleysi halda áfram. Geysileg ólga brýzt út. Verkmenn og stúdentar fara i mótmæla- göngur, þeir gera umsát um ráðuneyti, götuóeirðir blossa upp með grjótkasti og táragasi. Þó efnahagur Sile væri nú veik- ari en nokkru sinni fyrr, ákvað vinstri stjórnin samt að „standa við fyrirheit” sin. Nú hóf hún at- löguna að útlenda ránsfjármagn- inu. Þar mátti búast við harka- legri andspyrnu. Koparhringur- inn sem við er að striða beitir likt og brezkir togarahagsmunir margkyns bolabrögðum. Þannig hefur hann nú fengið þvi fram- gengt að franskur dómstóll hefur lagt hald á koparfarm frá Sile, þar sem eignarheimild yfir hon- um sé ekki ljós. Er sá dómur feikilegt áfall fyrir stjórn Allendes. Sennilega munu vinstri menn nú halda þvi fram að allt þetta hörmungarástand i Sile eftir 2ja ára stjórn þeirra sé aðeins að kenna bandariska koparhringn- um og hefndaraðgerðum hans. En þar er hengdur bakari fyrir smið. Vandræðin i Sile eru sjálf- skaparviti vinstri stjórnar, og það alvarlegasta er að með þvi hefur hún stórlega skert aðstöðu lands- ins i rimmunni við hið útlenda kúgúnarfjármagn. Sile er þvi miður ekki sterkt á svellinu til að fara i harðar sviþtingar við út- lenda valdið. Þorsteinn Thorarensen cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: KONA í HJÓLASTÓL ANNÓ TÁNINGASETTIÐ í mörgum litum Leikfélag Ueykjavikur: FóTATAK eftir Ninu Björk Arnadóttur Tnnlist: Sigurður Uiinar Jónsson Leikmyndir: Ivan Török I.eikstjóri: Stefán Baldursson. NÝTT HÚSNÆÐI OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD HÚSGAGNAVERZLUNIN BÚSLÓÐ Borgartúni 29 Sími 18520 Þau eiga mig að, segir Margrét, kona i hjólastól í leikriti Ninu Bjarkar Árna- dóttur. Það er hitt fólkið í leiknum sem á hana að, vitjar hennar með áhyggjur og raunir sínar, verður hugarhægra af því einu að létta á hjarta sínu fyrir henni. Hún er á sínum stað, breytist ekki eða hverfur á burt, því má treysta. Þvi verður að mega að treysta! Að leiks- lokum situr hún kyrr á sama stað, hlekkjuð í stólinn: þau eiga hana enn að • Efni og aðferð Ninu Bjarkar i P’ótataki minnir dálitið á sumar sögur Svövu Jakobsdóttur, einkum hin óvæntu málalok. Mannlýsingarnar i leiknum eru i meginatriðum raunsæislega gerðar. þótt þær séu fjarska ein- faldar i sniðum, manngerðir frekar en sjálfstæðir einstak- lingar og leikritið gerir tilkall til að lýsa trúverðuglega sálfræði- legri afstöðu og samskiptum fólks. Með leikslokunum er tákn- legur endir bundinn á raunsæis- lega atburðarás leiksins, stigið hið stutta skref úr heimi hvers- dagsleikans inn i furðuheim — þar sem alkunnir hlutir birtast i nýju ljósi, rökrétt leiddir af veru- leikanum eins og hann er. Að segja frá og sýna Veruleikinn eins og hann ,,er” — hvað er það? Hinu viðfelldna leikriti Ninu Bjarkar Árnadóttur eru fjarska þröng takmörk sett þegar af þvi hversu óglögg og ó- fullnægjandi skil það gerir Margréti sjálfri, konunni i hjólastólnum i sjónarmiðju leiks- ins. Það er svo sem skilmerkilega greint frá þvi hvers aðrir vænta sér af henni, hve mikið hitt fólkið i leiknum telur sig eiga henni að þakka: Sagt er frá þessu, en það er aldrei sýnt fram á það með at- burðum leiksins, samskiptum fólks á sviðinu. Þannig verður bati Margrétar einungis tilefni til að koma fram hinum smellnu leikslokum, en leiðir ekki af efnis rökum leiksins sjálfs. Við fáum aldrei neinar sönnur fyrir þvi, sem fólkið i leiknum i verunni væntir sér af Margréti, lilkalli þess til hennar á sinum stað i hjólastóinum. Af þessu leiðir að f'ótatak virðist fremur frumdrög leiks, sem fyrir alla muni væri einkar áhugavert verk, en fullburða leik- rit. Þótt Helga Bachmann fari skýrlega með hlutverkið megnar Fótatak cftir Ninu Björk Arnadóttur. Margrét: Hclga Bachmann, Sesselja: Sigriður llagalin, Hulda: Valgerður I)an, óttar: Helgi Skúlason. hún vitaskuld ekki aö auka það nýrri vidd, neinum þeim verð- leikum sem af sjáifsdáðum skýrðu samhengi leiksins, vald Margrétar yfir hinu fólkinu i leiknum — sem fyrr en varir verður óleysandi skuldbinding hennar við þetta sama fólk. Af hverju er hún þeim svona ómissandi? Aö þykjast og vera Á hinn bóginn finnst mér Fótatak ljóst dæmi þess hversu mikið ný leikrit litt ráðinna höfunda eiga komið undir alúð og nærfærni leikstjórnar og leikendanna. Fótatak reynist satt að segja ásjálegt verk og hversu vel það tekst er vafalaust að mestu leyti að þakka nostursamri sviðsetningu Stefáns Baldursson- ar, gaumgæfni hans við öll smáat- riði atburðarásar og mannlýsinga i leiknum. Fólkið sem skipar sér i kringum Margréti i hjólastólnum er allt hversdagsfólk, bezta fólk. Það er kannski bara ,,að þykjast” þegar það læzt vera svo og svo ó- hamingjusamt, og þá er sök hennar sú að sjá i gegnum þýkjustuleikinn. Það þarf á henni að halda tii að við- halda „leiknum”. Hvað sem þessu liður riður á miklu að þetta fólk og vandamál þess komi trú- verðuglega fyrir á sviðinu. Og það tekst allt á litiö furðuvel i Iðnó að gera glöggar mann- lýsingar úr einföldum efnivið leiksins. Beztar eru kannski bros- legar manngervingar i kunnug- legum hversdagssniðum, mædd húsfreyja sem enginn hlustar á lengur: Guðrún Stephensen, og lisksali Karls Guðmundssonar,og þau vekja einatt hlátur. En einnig taugabilaðar og listfengar smá meyjar leiksins, Hulda- Val- gerður I)an, Edda: Helga Stephensen, ná raunsæismáli: koma kunnuglega og trúverðug- lega fyrir sjónir i samhengi leiksins. Fótatak fer Ijómandi vel á sviðinu i Iðnó, hinn natni tempraði leikmáti nýtur sin vel i mörgum, einatt örstuttum atriðum leiksins, við nýstárleg ofur-einföld leiktjöld Ivans Töröks tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar einkar áheyrilega i fábreytni sinni. Með þessu móti bendir Fólatak i Iðnó visasl til að Nina Björk Árnadóttir hafi efni til að semja umtalsverð verk lyrir leiksvið. Og sýningarinnar vegna verður mikils vænzt af verkum Stelans Baldurssonar eltirleiðis að veigameiri viðfangsefnum en i þetta sinn. I VVIJllJl Margir snjallir tón- listarmenn koma hingað Tónlistarfélagið er 40 ára i ár, og eins og um mörg undanfarin ár býður félagið upp á fjölda tón- leika, þar sem margir snillingar leika. Sjálfur Rudolf Serkin hélt hér tónleika i siðustu viku, en meðal þeirra, sem koma i heim- sókn i vetur, eru Mikhail Waiman, fiðluleikari frá Rúss landi, sænski tenórinn Rolf Björl- ing, sellóleikarinn Depkat, ung- verski pianósnillingurinn Zoltán Kocsis, fiðluleikarinn Pina Car- mirelli og pianóleikarinn Imogen Cooper. Þá munu innlendir kraft- ar koma mikið við sögu i vetur að venju. Áíram Ilússabensin! Bilaeigendur, sem eru virkilega vandlátir á bensin og oliur, fussa gjarnan við benstninu frá Rúss- landi. Finnst þeim það ekki nógu sterkt á tankinn sinn og þylja gjarnan upp ókostina við svo „veikt” eldsneyti. En hvað um það, — áfram fáum við Rússa- bensinið, og á næsta ári fáum við 250 þús. tonn af gasoliu, 66 þús. tonn af bensini og 100 þús. tonn af fueloliu, en þessu fylgir heimild til að auka eða minnka magnið um 10%. Allt kostar þetta um 1000 milljónir króna. Fulltrúar oliu- félaganna hér og Oddur Guöjóns- son, ambassador I Moskvu, undirrituðu samning i Móskvu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.