Vísir - 20.10.1972, Side 9

Vísir - 20.10.1972, Side 9
Öll heimsmetin bœtt nema þrjú! — það sem af er árinu 1972 í sundi karla og kvenna Það, sem af er árinu 1972 hafa öll heimsmetin á öll- um vegalengdum og meö öllum sundaöferðum i kariagreinum veriö slegin. Og stúlkurnar koma skammt á eftir. Þær hafa bætt öll heimsmetin i sund- um á árinu — nema á þrem ur vegalengdum. Svo stór- kostlegur árangur var i sundinu á Olympiuárinu 1972. l>au þrjú heimsmet, sem eru eldri en Irá þessu ári, eru í 200 metra bringusundi kvenna, Kathie Hall, 100 metra baksundi 1 minútur, sem suður-afri- kanska stúlkan Muir á, og i 1500 metra skriðsundi, en ástralska sundkonan mikla Shane Gould setti þar met i lyrra 17:00.0 min. og þar sem 1500 meirarnir voru ekki Olympiugrein var ekki lögð mikil áhverzla á þá vegalengd á árinu. l>að er venjan, að mikil framlör helur verið þau ár, sem keppt er á Olympiuleikum bæði i sundi og frjálsum iþróttum, þar sem bezt er að mæla árangurinn. En árið 1972 slær þó öll fyrri mel i þvi sambandi. Sundkóngurinn mikli, Mark Spitz, Bandarikjunum setti mestan fjölda heimsmetanna. Ilann bætti metin á öllum siyttri vegalengdunum i skriðsundi og flugsundi. Og Mark mátti ekki stinga sér i laugina i Munchen i úrslitasundum án þess að setja nýtt heimsmet. Hann hlaut sem kunnugt er sjö gullverðlaun á leikunum i Munchen og setti sjálfur i einstaklingssundum eða var þátttakandi boðsundum heimsmet alls slaðar, þar sem hann hlaut gullið. Auk þess hafði Mark Spitz sett nokkur heimsmet á árinu i keppni i Bandarikjunum, áður en að Olympiuleikunum kom og þá ekki sizt á jardavegalengd- um. Shane Gould kom skammt á cftir og heimsmetin hennar voru mörg á árinu - þar á meðal setti hún heimsmei i Miinchen. Þessi ivö voru sundkóngur og drottning ársins 1972 — en i kjölfar þeirra kom mikill fjöldi afreksfólks i sundinu - sundmenn eins og Ro- Iand Matthes og Gunnar Larsson, svo aðeins tveir séu nefndir, sem náðu Irábærum árangri. Aðalfundur handknattleiks- deildar Vikings verður haldinn fimmtudaginn 26. þessa mánaðar kl. átta. Venjuleg aðalfundar- störf. SuiKldroUniiigin ástralska, Shanc Gould, i heimsmetssundi sinu i 200 metra fjórsundi á ólympiulcikiinum i Munchen. Hún sparkar knetti í Róm Þær eru orðnar skæðar i knattspyrnunni, stiilkurnar, og knattspyrna kvenna er nú ein vinsælasta iþróttagrein á italiu. Áhorfendur þar á lciki skipta jafnvel tugum þúsunda. italir hafa sótzt eftir knattspyrnu- stúlkum frá öðrum löndum —einkum hafa þeir náð þeim dönsku til sin. I>ær hafa lika náð beztum árangriá mótum i kvennaknattspyrnu — það er að segja alþjóðlegum mótum, og Danmörk orðið þar oftast sigur- vegari. Myndirnar hér að ofan eru af einu atvinnukonu Norðmanna i knatt- spyrnu. Hún heitir Sif Kaivö og er frá Álasundi, en kcppir með Lazio í Kóm, þar sem hún hefur nýlega skrifað undir samning við félagið og hlaut góðan pening fyrir. Myndirnar voru teknar fyrir nokkrum dög- um, en þá var Sif heima i Noregi i nokkra daga. Rýmingarsala Litavers — Rýmingarsala Litavers — Rýmingarsala Litavers — Rýmingarsala t/> L_ (1) > O o </> 1— o o> c • — E </> <D > o o </> t— o o> c E CtZ </> Q> > o LITAVER LITAVER Q < (D </> Kaupin gerast ekki betri á eyrinni LITAVER BÝÐUR ÞEIM VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM, SEM ERU AÐ BYGGJA - BREYTA - BÆTA VEGGFÓÐUR I 1001 LIT, KERAMIK VEGGFLÍSAR í SÉRFLOKKI OG TEPPABÚTA Á súper-rýmingarsölulitaverskjörverði ÞAÐ ER AO SEGJA Á VERÐl, SEM ER NÆRRI ÞVÍ AÐ VERA GJÖF. ÞETTA TÆKIFÆRI BYÐST f EINA VIKU - LfTTU VHI f UTAVEI - ÞAÐ HEFUR ÁVALLT BORGAÐ SIG 73 ZJ (Q Q </> Q Q < (D “i </> 7D 3 (Q Q -t </> Q Q < (D </> D|DSJD6uJUJÁy SJeADin D|DSJD6ujUJÁy SJ0AD|J1 D|DSJD6uiUJÁy SJQADjJI DjDSJDÖUJUJÁy 9 Visir Köstudagur 20. október 1972. íllur Símonarson Stefnum í 1. deild ó leiktímabilinu! — Viö i Queens Park llangers stefnum að þvi að sigra i 2. deildarkeppninni á þessu leiktiniabili og ná aft- ur sæti i 1. deild, sagði James Gregory, milljóna- mæringurinn margfaldi og aöaleigandi Lundúnaliðsins QPR i gær, en QPR var ein- mitt fyrsta atvinnuliðið, sem lék hér á landi, og sýndi íslendingum listir sinar. Það var 1945 og QPR vann alla leikina á Melavellinum með miklum mun — frá sex upp i niu marka mun. Svo segja menn, að engin fram- lör hafi átt sér stað I islenzkri knattspyrnu. QPR var nefnilega i 3. deild, þeg- ar liðið kom hingað. En hvað um það. QPR náði í gær i. Dave Thomas frá Burnley fyrir 160 þúsund sterlingspund — en Thomas, sem Don Revie hjá' Leeds hefur sagt mesta efni i enskri knattspyrnu, hefur leikið i landsliði Englands, leikmenn undir 23ja ára aldri. Hann er mjög góður kantmaður eða framvörður. Burnley gat ekki haldið honum lengur, þó svo liðið sé nú i efsta sæti í 2. deild, og var framkvæmdastjóri Burnley, sá áður frægi leikmaður Jimmy Adam- son, mjög leiður yfir þvi að missa Thomas. ,,Það eru prósenturnar, sem leikmennirnir fá af sölunum (5%), sem eiga þátt i þessu, að lítil lið geta ekki haldið i sina beztu leikmenn”, sagði hann í gær. Þetta eru ekki fyrstu kaup QPR á. leiktimabilinu. Nýlega keypti liðið Stan Bowles frá Carlisle fyrir 100 þús- und pund og irska landsliðsmanninn Don Govens frá Luton i sumar. Þeir Stan og Don léku áður fyrr meö Manchester-liðunum, City og United. QPR er nú i öðru sæti i 2. deild, en varð fyrir áfalli i leiknum gegn Ful- ham i vikunni. Hinn ágæti framherji liðsins Martyn Busby — bróðir Viv hjá Luton — fótbrotnaöi þá illa og verður lengi frá knattspyrnu. ►★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Sjónvarpsþulurinn lék 105 landsleiki Jú, Billy Wright er einn fræg- asti knattspyrnumaður, sem England hefur átt. Hann var fyrirliði enska landsliðsins í næstum áratug og lék 105 landsleiki, sem var lands- leikjamet í heiminum, þar til Bobby Charlton lék sinn 106. landsleik 1970. Það er Billy Wright, sem kemur i heimsókn til okkar í stofuna á hverjum sunnudegi á sjónvarpsskermin- um, þegar hann hefur viðtöl við leikmenn og segir síðan frá siðari leik dagsins. Og þar sem margir hafa spurt um þennan kappa koma hér nokkur svör. Billy Wright lék alla tið með Úlfun- um og liðið náöi frábærum árangri með honum sem fyrirliða. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1946 og missti varla landsleik i þrettán ár — þar til 1959 að hann lagði skóna á hilluna. Þá hafði hann leikið 105 landsleiki, oftast sem fyrirliði. Þegar hann hætti að leika gerðist hann framkvæmdastjóri Arsenal. Hann gerði þar ýmsa góða hluti eins og sést bezt á þvi, að enn leika margir leikmenn i Arsenal-lið- inu, sem hann tryggði félaginu. En árangur liðsins var ekki nógu góður — uppbyggingin tók of langan tima að áliti forráðamanna Arsenals og þvi var Wright látinn vikja. Hann réðist þá til sjónvarpsins i Miðlöndunum og hef- ur notið þar mikilla vinsælda, enda langfrægasti leikmaður frá liði i Mið- löndunum. Hann er kvæntur dægur- lagasöngkonu — sú skemmti hér á ts- landi fyrir um það bil tveimur áratug- um ásamt systur sinni — en i svipinn man ég ekki hvað þær nefndu sig þá. Billy hafði þá ekki náð i hana. Hér á eftir fer listi yfir þá leikmenn, sem leikið hafa flesta landsleiki fyrir England frá striðslokum (1946-1972): Bobby Charlton, Manch. Utd 106 Billy Wright, Wolves 105 Bobby Moore, West Ham 97 Tom Finney, Preston 76 Gordon Banks, Leicester, Stoke 73 Ray Wilson, Huddersf., Everton 63 Jimmy Greaves, Chelsea, Tottenham 57 Alan Ball, Blackpool, Everton, Arsenal 57 Jimmy Haynes, Fulham 56 Martin Peters, WH, Tottemh. 54 Ron Flowers, Wolves 49 Geoff Hurst, West Ham 49 Jimmy Dickenson, Portsm. 48 Jimmy Armfield, Blackp. 43 F'lest mörk i landsleikjum hafa skor- að Bobby Charlton 49, Jimmy Greaves 44, Tom Finney 30, Nat Lofthouse (Bolton) 30, Geoff Hurst 24 og Stan Mortensen (Blackpool) 23. A myndinni er Billy Wright til hægri — i enska landsliðsbúningnum. Hann byrjaði sem innherji i knattspyrnunni, en var fljótt færður aftur i framvarð- arstöðu. Flesta landsleiki lék hann sem miðvörður, þó hann sé ekki hár i loftinu. Féll ó EM í Helsinki, en hlaut silfur í Miinchen Kranski grindahlauparinn Gay Drut var talin öruggur með sigur i 110 mctra grindahlaupi á Evrópumeistaramótinu f llelsinki 1971 —en myndirnar hér að ofan sýna hvernig þeim draum hans lauk. Á þeirri efri hefur Drut rek- izt i grind — féll við og öllu var lokið. Þetta skeði i undankeppn- inni og það er hrotinn iþróttamað- ur, scm á ncðri myndinni horfir á eflir keppinaulum sinum, gegn- um eina grindina. En Drut lét ekki hugfallast þrátt fyrir þetta áfall. Ilann æfði rnjög vel fyrir Olympiuleikana i Munchen — og hlaut þar silfurverðlaun á frá- hærum tima. Ilonum lókst að komast upp á milli bandarisku svertingjanna og það eitt sýnir hver afburðamaður Drut er i grindahlaupinu. Hann réð þó ekki við Milburn, scm varð Olympiu- meistari, en sá heimsfrægi hlaup- ari Davenport varö að láta i minni pokann fyrir franska grindahlauparanum. Enn bœtir Hreinn sig Strandamaöurinn sterki, Hreinn Halldórsson, bætir sig stöðugt i kúluvarpinu. I gær varp- aði hann 17.99 metra á kastmóti ÍR — 20 sm lengra en hann átti hezt áöur og það afrek vann hann i fyrri viku. Hreinn hefur nú bætt árangur sinn frá i fyrrasumar um 1,46 metra — og það á nokkrum dög- um um sextiu sentimetra. Það fer nú að verða stutt i íslandsmet Guömundar Hermannssonar hjá honum, en það er 18.48 metrar eða Hreinn þarf að bæta sig enn um 50 sm til að ná metinu. Kastséria hans i gær var mjög góð — hann varpaði alltaf yfir 17 metra strikið. F'yrsta var ógilt — siðan 17.40— 17.59— 17.99— 17.24 og 17.69 metrar. Til gamans má geta þess, að þegar Gunnar Huseby setti Evrópumet og varð Evrópu- meistari fyrir 22 árum varpaði hann 16.74 melra. Jafntefli í Las Palmas Einn leikur var háður í undankeppni heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu. Spánn og Júgóslavia léku i Las Palmas og varð jafntefli 2- 2. Þetta er góður árangur hjá Júgóslövum, sem nú verða taldir sigurstrang- legastir í riðlinum, en þriðja iandið þar er Grikk- land. Spánn skoraði bæði mörk sin i fyrri hálfleik, sem var heldur slakur af beggja hálfu. Eftir leik- hléið breyttu Júgóslavar um leik- aðferð — hættu algjörum varnar- leik, sem áður hafði einkennt all- ar aðgerðir liðsins — og hófu mikla sókn. Þetta gaf fljótt árangur. Eftir aðeins 7 min. skor- aði miðherjinn Dusan Bajevic og sami leikmaður skoraði einnig siðara mark Júgóslaviu, sem hin- ir þrjátiu þúsund áhorfendur létu i Ijós mikla óánægju með.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.